Morgunblaðið - 19.02.1959, Síða 3

Morgunblaðið - 19.02.1959, Síða 3
Fimmtudagur 19. fel)r. 1959 MORGVNBLÁÐIh 3 merkilegar. í s'líku stórslysi felst mikil aðvörun fyrir þá sem eftir lifa um alla þá fyrirhyggju, sem framvegis er unnt að viðhafa. Við þökkum öllum þeim mörgu innlendu og erlendu mönnum, sem af fórnfýsi, hugrekki og at- orku tóku þátt í hinni víðtæku leit sem að skipinu var gerð. Við sendum útgerðarstjórn og eigendum skipsins í Hafnarfjarð- arbæ einlæga. samúðarkveðj u. En fyrst og fremst, einkum og sérstaklega viljum við í okkar veikleika votta syrgjandi ástvin- um hinna látnu manna einlæga samúð og dýpstu hluttekningu í þeirra sáru sorg. Foreldrar og börn, eiginkonur, unnustur, syst- kyni, frændur og annað venzla- fólk á þar hlut að máli. Við viljum biðja Guð vors lands, Drottin allsherjar, sem við tilbiðjum og trúum á, að senda öllu hinu syrgjandi fólki sinn styrk og veita því sína vernd svo Þingmenn risu úr sælum og vottuðu með þvíminningu áhafnarinnar á Júlí virðingu sína. Við kvedjum hinar föllnu hetjur í nafni þjóðarinnar með virðingu og jb akklæti Þeirra, sem fórust með Júlí, minnzt á Alþingi í gær — Ræða forseta sam- einaðs þings, Jóns Pálmasonar ER FUNDUR hafði verið settur í sameinuðu Alþingi í gær ávarp- aði forseti sameinaðs þings, Jón Pálmason, þingheim og mælti á þessa leið: í dag komum við alþingismenn saman af óvenjulega hörmulegu tilefni, því að nú er talið víst, eftir víðtæka leit úr lofti og á sjó í 8 daga, að botnvörpuskipið Júlí frá Hafnarfirði hafi farizt með allri áhöfn á Nýfundnalandsmið- um í ofveðrinu þann 8. þ. m. Hafa þar horfið í hafsins djúp 30 hraustir menn úr liði okkar sjó- mannastéttar. Togarinn Júlí var talinn eitt á meðal ágætustu skipa í þeim flokki okkar fiskiskipaflota, sem ber nafnið Nýsköpunartogarar. Hann var fullgerður á árinu 1947 og var 657 brútto smálestir að stærð, útbúinn fullkomnustu ör- yggistækjum. íslenzka þjóðin vill hafa frið við aðra menn. Hún er friðsöm þjóð. Þó á hún í árlegu stríði vegna sinna örðugu atvinnuvega. Það stríð er háð við hamfarir náttúrunnar á sjó og landi: Ofsa- storma, stórhríðar, þokur og dimmviðri, hafís, vatnsföll og annan háska. í þeirri baráttu hafa margir íslendingar látið lífið fyrr og síðar í hættulegum ferðalög- um í okkar illviðrasama landi og á síðari árum ekki sízt í viðskipt- unum við okkar þýðingarmestu samgöngutæki á landi ,sjó og í lofti og einnig okkar nýjustu vinnuvélar. En í fremstu víglínu okkar lands stendur sjómannastéítin, sem sækir bjargræði þjóðarinnar í djúp hafsins við strendur lands- ins og á fjarlægum fiskimiðum. Hún getur á öllum tímum órs bú- izt við örðugu stríði við ólgandi hafrót, enda þótt okkar veiðiskip hafi á síðari árum orðið mikiu stærri og fullkomnari að öllum öryggisútbúnaði en áður hefur þekkzt. Það er líka svo, að nálega ár- lega eru stærstu skörðin höggvin í það víglið íslendinga. sem á sjónum heyir baráttuna. Undanfarna daga hefi ég og fleiri hugsað aftur í tímann til þess atburðar er gerðist 8. febrúar 1925 þegar einhver ægilegasta stórhríð sem komið hefur á þess- ari öld skall á, fyrri hluta dags, yfir allt Norður- og Vesturland. f. þeim ósköpum fórust 2 full- komnustu togarar, sem þjóðin átti þá, vestur á Halamiðum. Fórust með þeim 68 manns. Víðs vegar á landinu varð þá manntjón og miklir fjárskaðar. Ég nefni þetta nú vegna þeirra einkennilegu örlaga, að sama mánaðardaginn, þann 8. febrúar 34 árum síðar, varð það hörmu- lega manntjón, sem veidur okkur sorg í dag. Síðasta skeytið sern frá Júlí barst heyrðist að kvöldi þann 8. þ. m. og allt bendir til, að það sama kvöld hafi skipið farizt. Þá var ofviðrið mest og mörg önnur íslenzku skipin komust i mikinn háska og voru sum tsept komin. Alltaf síðan hefur skipsins ver- ið leitað af skipum og flugvélum og það með mikilli fórnfýsi og dugnaði. Ástvinir skipsmanna og þjóðin öll hefir eigi viljað gefa upp síðasta vonarneistann þar til allt um þraut. En nú virðist öll von úti um það, að nokkur hafi bjargazt. Leit flugvélanna og skipanna hefur náð yfir 70 þús- und fersjómílna svæði. Á skipinu var 30 manna skips- höfn, flest ungir menn og hraust- ir. Hinn yngsti þeirra var 16 ára en sá elzti 48 ára. Flestir 20—30 ára. Af þessum mönnum voru 19 frá Reykjavík, 5 frá Hafnarfirði og 6 frá öðrum stöðum á landinu. Tólf heimilisfeður voru í þessum hóp og sem láta eftir sig konu og börn. 39 börn samtals innan 15 ára aldurs eru föðurlaus ef'.ir þetta sorglega slys. Margir áttu foreldra á lífi og er sumf af því fólki einmana eftir. Þann hörmulega atburð sem hér hefur orðið harmar þjóðin öll. Missir 30 hraustra manna er mikið áfall. Við sem hér erum saman komin kveðjum hinar föllnu hetjur í nafni þjóðarinnar með virðingu og þakklæti fyrir mikið og gott ævistarf. Minning- arnar um þá og þann atburð, að þeir féllu á vígvellinum eru Jón Pálmason, forseti samein- aðs Albingis, flytur minningar- ræðuna í gær. að það geti tekið hinum þungu örlögum, sem að höndum hafa borið, með sálarró og hugrekki. Og að öllu þessu harmandi fólki verði fært að hugga sig við minn- ingarnar um hinar horfnu hetjur og vonirnar um það að fá síðar að hitta þessa sína ástvini á landi lifenda. Ég bið háttvirta alþingismenn að taka undir orð mín með því að rísa úr sætum. ★ Er þingmenn voru setztir aftur tilkynnti forseti sameinaðs þings, að ákveðið hefði verið, að dag- skrármálin yrðu tekin út af dag- skrá, og sagði fundi slitið. Sjópróf út af meintri aðstoð við Þorkel mána á hættustund HJÁ borgardómaraembættinuhér í Reykjavík hafa farið fram sjó- próf út af meintri aðstoð togar- ans Marz við Þorkel mána á Ný- fundnalandsmiðum i mannskaða- veðrinu mikla. ísleifur Árnason fulltrúi borgardómara hefir stjórnað prófum þessum, sem hóf- ust á mánudaginn og lauk í gær. Skipstjórinn á Marz hafði gefið skýrslu á mánudaginn og skýrt frá því að kallið, sem komið hafði frá Þorkeli mána um kl. 11 á sunnudagsmorgun, hafði verið þess efnis að skip, er væru nær- stödd væru beðin að koma til hans. Ennfremur upplýsti skip- stjórinn, að það hefði ekki verið eftir beinni ósk skipstjórans á Þorkeli mána að Marz fylgdist með honum til Reykjavíkur, held ur hafi það verið samkomulag milli þeirra skipstjóranna. Sigur- geir Pétursson skipstjóri á Marz sagði að Þorkeli máni hefði verið í mikilli hættu er Marz kom að honum og kvaðst telja að ef sama veður hefði haldizt á heimleið- inni, eins og það var þá, hefði skipið g^tað komizt i svipað hættuástand og áður. Skipstjórinn á Þorkeli mána, Marteinn Jónasson, skýrði frá því við sjóprófin, að þegar hallinn hefði verið mestur á skipi hans, hefði það verið í fullkominni hættu. — f sambandi við það at- riði að björgunarbátunum var sleppt, sagði hann að svo þungur hafi annar þeirra verið orðmn og djúpsigldur er hann kom í sjóinn, að aðeins hafi staðið tvö borð upp úr sjónum. Skipaskoðunarstjóri ríkisins, er var við sjóprófin, hafði beint þeirri fyrirspurn til Marteins skipstjóra, hvort hann teldi að það myndi auka sjóhæfni skipa á borð við Þorkel mána ef fjar- lægt væri afturmastur, björgun- arbátar og bátadavíður og fá í staðinn „200 prósent gúmmíbáta" og lítinn léttbát. Skipstjórinn svaraði því hik- lausttil að sú væri skoðun sín, — og slík ráðstöfun myndi í engu rýra öryggi skipshafnar frá því sem er nema síður sé. Marteinn upplýsti einnig að það hefði ver- ið skoðun manna á togaranum, að léttar handaxir væru heppi- legastar til þess að berja af klaka. Hann upplýsti einnig að það hefði verið þegjandi samkomulag milli skipstjóranna að togar- arnir skyldu fylgjast að heim. Hann kvaðst ekki hafa óskað sér- staklega eftir samfylgd við Marz og taldi sig ekki mundu hafa sett skipshöfnina í neina hættu þótt hann hefði siglt heim án fylgdar, — og hefði hann ákveðið siglingarstefnu skipsins án tillits til þess hvort Marz myndi þá fylgjast með skipinu eða ekki. Að lokum sagðist skipstjórinn á Þorkeli mána vilja ítreka fyrri framburð sinn um það, að þegar togarinn hafi verið kominn út úr kuldabeltinu, hafi hann ekki talið skipið í neinni hættu á heim- leiðinni, jafnvel þótt vont veður hafi verið. — Sjóprófunum lauk í gær. STAKSTUNAR Vetrkalýðurinn er þreyttur á skruminu Á meðan vinstri stjórnin fór með völd hélt hún uppi sífelldu skrumi um það, að hún miðaði stefnu sína og allar aðgerðir við „hagsmuni verkalýðsins“. Hún þóttist ennfremur hafa „samráð við verkalýðssamtökin“ um allar meiriháttar framkvæmdir í efna hagrsmálum landsmanna. En hver var svo niðurstaðan af öllu þessu skrumi? Hún varð enginn önnur en sú, að efnahagsmálakukl vinstri stjórnarinnar bitnaði ekki eins harkalega á neinum og einmitt verkalýðnum og öllum almenn- ingi í landinu. Hinar gífurlegu skattaálögur voru fyrst og fremst lagðar á neysluvarning fólksins og birtust að sjálfsögðu í stór- hækkuðum framfærslukostnaði og þverrandi kaupmætti launa. Það sætir því vissulega engri furðu þótt verkálýðurinn sé orð- inn þreyttur á skrumi og skjalli vinstri flokkanna og eilífum lof- orðum þeirra um að hafa „sam- ráð“ við hann og samtök hans um hitt og þetta. Sannleikurinn er lika sá, að þegar Sjálfstæðis- menn birtu tillögur sínar um það, hvernig snúist skyldi við vand- ræðunum, sem vinstri stjórnin leiddi yfir þjóðina þá tók allur almenningur þeim mjög vel, þrátt fyrir það, að þær fælu í sér nokkrar byrðar á þjóðina fyrst í stað. En með þeim var sannleik- urinn sagður. Alþýðvisambandsþingið felldi Hermann Sú staðreynd er líka athyglis- verð, að það var 26. þing Alþýðu- sambands íslands, sem felldi vinstri stjórn Hermanns Jónas- sonar. Hinn mikli vinstri hertogi kom sjálfur á fund þess til þess að fá eins mánaðar frest til þess að finna þau „úrræði“ í efnahags- málunum, sem vinstri stjórn hans hafði ekki fundið í hálft þriðja ár. Auðvitað hefur Hermann bú- izt við því að „koma, sjá og sigra“ eins og Rómverjinn forðum. Hann hafði lofað verkalýðnum að hafa „samráð" við hann og liann hafði stuðning ráðherra kommúnista og Alþýðuflokksins í ríkisstjórn sinni við hinn umbeðna frest. Þrátt fyrir þetta varð niður- staðan sú, að Alþýðusambands- þingið hafnaði tilmælum hins mikla veiðimanns nær einróma. Hann fékk ekki eins mánaðar- frest til þess að finna „úrræðin". Að þessum staðreyndum kunn- um gekk Hermann Jónasson á fund annars þings, Alþingis ís- lendinga og lýsti falli stjórnar sinnar. Þing Alþýðusambands ís- lands hafði fellt hana. Það varð niðurstaðan af „samráðum" hans við verkalýðinn.!! „Réttlæti“ Framsóknar Alþýðublaðið ræðir í gær ástandið í kjördæmamálinu áður en hiutfallskosningar voru upp- teknar 'í tvímenningskjördæm- unum sumarið 1942. Bendir það á, að í kosningunum 1953 hefði Framsóknarflokkurinn fengið tvo þingmenn kjörna í Skagafirði á 902 atkvæði þar ef hlutfallskosn- ingar hefðu ekki verið teknar þar upp, en 1008 atkvæði hefðu eng- an þingmann fengið. í Eyjafirði hefði Framsókn fengið tvo þing- menn á 1265 atkvæði en 1473 hefðu engan þingmann fengið þar. t Rangárvallasýslu hefðu 722 atkvæði tryggt Framsókn tvo þingmenn en 907 atkvæði hefðu engan þingmann fegið. „Þetta er það réttlæti, sem Framsóknarmenn berjast fyrir“, segir Alþýðublaðið síðan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.