Morgunblaðið - 15.03.1959, Síða 2

Morgunblaðið - 15.03.1959, Síða 2
2 MORCVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 15. marz 1959 Fulltrúar á landsfundi Sjálfstíeði.sflokksins. Frá vinstri: Snæbjörn Xhoroddsen, Kvígindisdal, Jóna B. Ingvarsdóttir, ísafirði, Kjartan J. Jóhannsson, alþm., Isafirði, Ásmundur Ólsen, Patreks- firði, Friðjón Þórðarson, alþm., Búðardal, og Ari Kristinsson, sýslumaður, Patreksfirði. Ú fvarpshljómsveitin heldur tónleika í Há skólanum í kvöld EINS og kunnugt er, lék Hljóm- sveit ríkisútvarpsins öðru hverju opinberlega fyrir almenning í fyrravetur, auk vikulegra hljóm- leika í dagskrá útvarpsins. — Þessi háttur verður nú aftur upp tekinn, og verða fyrstu opinberu hljómleikar útvarpshljómsveitar- innar í kvöld kl. 20:15 í hátíðasal Háskólans. Verður útvarpað beint frá hljómleikunum, eins og venja hefir verið. Fjögur tónverk verða á efnis- skránni í kvöld: Ballett-svíta eft- ir André Grétry, Fiðlurómansa nr. í G-dúr op. 40 eftir Beethov- en. Einleikari verður Anker Buch, ungur danskur fiðluleikari, ®----------------------------------- sem ráðinn hefir verið til starfa við hljómsveitirnar hér. Þá er sinfónía i r. 5 í B-dúr eftir Franz Schubert og loks Preziosa- for- leikurinn eftir Weber. Næstu opinberu tónleikar út- varpshljómsveitarinnar verða að líkindum í hátiðasal Háskólan* 5. apríl nk. — Verður þá m. a. fluttur cellókonsert i a-moll op. 129 eftir Schumann, og fer Einar Vigfússon með einleikshlutverk- ið. Aðgangur að hljómleikunum 1 kvöld, er ókeypis og öllum heim- ill meðan húsrúm leyfir, en þeir hefjast kl. 20:15, eins og fyrr segir. Enn hefur dregið til áfaka á Litla-Hrauni Tveir fangar brutust út úr klefum sínum og réðust oð fangavörðum með „kylfum" og táragasi (JM miðnætti laugardaginn 28. febrúar sl. dró til átaka mikilla með föngum og fanga vörðum á Litla-Hrauni. Beittu fangar kylfum, sem þeir höfðu gert sér af gúmmískó- fatnaði, í bardaganum, og einnig tókst Jóhanni Víg- Iundssyni, sem virtist vera forsprakki fanganna, að ná í táragasbyssu í varðstofu fangavarðanna og notaði hana óspart, þannig að lítt varð líft fyrir ólofti innan veggja vinnuhælisins. svifalaust upp í varðstofuna, og réðust án frekari formála á tvo fangaverði er þar sátu. Höfðu þeir að vopni „kylfur“ miklar, , sem þeir höfðu gert sér af skó- fatnaði. Eftir nokkur átök tókst að yfirbuga Jóhann og handjárna hann, en leikurinn við hinn fang- ann barst út úr varðstofunni. Fangavörðurinn, sem komið hafði Jóhanni undir, fór þá fé- laga sínum til aðstoðar, en Jó- hanni tókst skjótt að snúa af sér handjárnin, lokaði varðstofunni og greip til táragasbyssu, sem þar var inni. Hlóð hann hana og tók að skjóta af miklum móð fram á ganginn gegnum gat á hurðinni. Fylltist húsið brátt af svælu mikilli og ódaun. Nokkrir fulHrúar úr Árnessýslu á landsfundinum, ásamt þlngmanni Sjálfstæðisflokksins. Sitj- andi frá vinstri: Sigurður Ó. Ólafsson, alþm., Selfossi, frú Pálína Pálsdóttir, séra Sigurður Pálsson, Selfossi, og Ásgeir Einarsson, Stokkseyri. Standandi: Einar Gestsson, Hæll, Bjarni Júlíusson, Stokkseyri, Einar Pálsson, Selfossi, og Sigurbjörn Einarsson, Kvistum, öifusi Þótt undarlegt megi virðast hafa fregnir af átökum þessum lítt borizt út, en í gær flutti blað- ið Suðurland, sem út er gefið á Selfossi allýtarlega frásögn af uppþotinu og aðdraganda þess. Nokkru áður en til aðalátak- anna dró, hafði nokkuð borið á óróa meðal fanganna á Litla- Hrauni, og var þá Jóhann Víg- lundsson fluttur í einangrunar- klefa hælisins, ásamt tveim föng- um öðrum, sem einna baldnastir voru. — Fyrrgreint laugardags- kvöld fóru tveir fangavarða nið- ur í kjallara til þess að huga að einum þeirra þremenninga, sem gefið hafði til kynna, að sér væri einhvers vant. Fóru þeir báðir inn í klefann til fangans. Skipti það þá engum togum, að slag- brandi var slegið fyrir utan frá — og fangaverðirnir lokaðir inni hjá fanganum. — Hafði Jóhanni Víglundssyni með einhverjum hætti tekizt að brjótast út úr klefa sínum — og opna fyrir öðr- um félaga sínum. Héldu þeir kumpánar nú um- Dagskrá Alb'mgis Á MORGUN eru boðaðir fundir í báðum deildum Alþingis kl. 1,30. Tvö mál eru á dagskrá efri deildar. 1. Skipun prestakalla, frv. — Frh. 2. umr. (Atkvgr.) 2. Happdrætti fyrir Island, frv. — 1. umr. Á dagskrá neðri deildar eru fjögur mál. 1. Háskóli íslands, frv. — Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 2. Fasteignagjöld til sveita- sjóða, frv. — Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 3. Firmu- og prókúruumboð, frv. — 2. umr. 4. Veitingasala o. fl., frv. — 2. umr. Er fangavörðunum tveim hafði tekizt að yfirbuga félaga Jó- hanns, náðu þeir af harðfylgi miklu að brjótast inn I varðstof- una og afvopna Jóhann. — Voru uppreisnarseggirnir siðan um- svifalaust færðir í einangrunar- klefa á nýjan leik. — Varð síðan að opna glugga og dyr hælisins upp á gátt, þvi að nær ólíft var þar inni fyrir ódaun, eins og fyrr segir. Einnig varð að hleypa a. m. k. nokkrum hluta fanganna út vegna þessa. Fangaverðirnir, sem þeir jó- hann réðust á, höfðu hlotið á- verka nokkra í bardaganum, og var maður sendur út á Eyrar- bakka að sækja lækni til þess að gera að sárum þeirra. — Ekki er kunnugt um, að frekari átök hafi orðið á Litla-Hrauni síðan þessir atburðir gerðust. Vilja stjórna flotanum PARÍS, 14. marz. — Frakkar munu hafa lagt fyrir Atlantsafs- ráðið beiðni um að fá að stjórna sjálfir Miðjarðarhafsflota sínum í striði og friði. Hefur þetta viða mælzt iila fyrir, hafa brezkir stjórnmálamenn m.a. lýst yfir vonbrigðum vegna þessarar mála leitunar. JAKARTA, 14. marz. — Indó- nesíustjórn hefur nú ákveðið að þjóðnýta 227 gúmmí og te ekrur til viðbótar því sem áður hafði verið þjóðnýtt af eignum Hollend inga. Fyrir skemmstu voru fjöl- margar tóbaksekrur Hollendinga einnig þjóðnýttar. A Iandsfundi Sjálfstæðisflokksins. Frá vinstri: Steingrímur Davíðsson, Blönduósi, Halldór Jónsson, Leysingjastöðum, Ás- geir Pétursson, Beykjavík, og Jón Pálmason, alþm., Akri. Císli Sœmundsson frá Ogri, sjötugur Á MORGUN, hinn 16. marz, á Gísli Sæmundsson frá Ögri við ísafjarðardjúp sjötugsafmæli. Hann á nú heima á Garðastræti 9 hér í Reykjavík. Gísli Sæmundsson er fæddur að Hörgshlíð i Ólafsfirði, sonur hjón anna Maríu Jónsdóttir og Sæm- undar Gíslasonar. Um fermingar- aldur fluttist hann í Ögur til frú Þuríðar Ólafsdóttur, ekkju hins merka bónda og útvegsmanns, Jakobs Rósinkranssonar í Ögri. Á þessu myndarheimili ólst Gisli upp og gerðist síðar ráðsmaður dætra Jakobs bónda, Halldóru og Ragnhildar, sem tóku við Ögur- búi að móður þeirra látinni og bjuggu þar rausnarbúi í áratugi. Hingað til Reykjavíkur fluttist Gísli árið 1946. Þá hafði hann um skeið búið að Garðastöðum í Ögursveit. Gísli Sæmundsson er prýðilega gefinn maður, drengur góður, og hvers manns hugljúfi, er honum kynnist. Heima í sveit sinni var hann vinsæll, svo að af bar. Hann tók mikinn þátt í félagslífi unga fólksins og kom hvarvetna fram af stakri ljúfmennsku. Gísli vildi ávallt greiða götu allra og koma fram til góðs. Honum fórst ráðs- mennskan á hinu myndarlega búi Ögursystra ágætlega. Gísla Sæmundssonar var mjög saknað, er hann flutti heiman úr Ögursveit. Hann naut þar óskor- aðra vinsælda og trausts, og hafði gegnt þar mörgum trúnaðarstörf- um. Hér syðra hefur hann lengst- um unnið að verkstjórn, og getið sér hið bezta orð, bæði meðal vinnufélaga sinna og yfirmanna. Mannkostir hans, áreiðanleiki, góðvild ásamt góðri greind og þekkingu hafa hvarvetna reynzt honum drjúgir til giftu. Gísli er giftur Ragnheiði Ólafs- dóttur frá Þóreyjarnúpi í Húna- vatnssýslu, ágætri konu, sem hef- ur búið honum hlýlegt heimilL Eiga þau eina fósturdóttur. Ég óska þessum gamla vini og sveitunga innilega til hamingju með sj ötugsafmælið, um leið og ég læt þá von í ljós að honum og fjölskyldu hans megi jafnan vel farnast. SBj.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.