Morgunblaðið - 15.03.1959, Síða 8

Morgunblaðið - 15.03.1959, Síða 8
8 (Ifrtffrrvnr rrirf) Sunnudagur 15. marz 1959 S-X •#A«ufttCTu»*» 04 CO<*CMO (Ajmstrong ioo+tJtXý 4nan.«« Einangrunarkork, 1, lJ/2i 2, 3 og 4” þykktir. Korkmulningur, bakaður Undirlaeskork, fyrir dúk + Korkperket í I jósum lit -:- Gólfeinangrun fyrir geislahitun Vibrakork til einangr- unar, titrings og hrist- ings frá vélum. -:- Korktappar, allar stærðir Korkpakkningar méð og án strigalags -;- Veggklæðning úr korki -:- Þenslukork „Joint Filler“ ■h Reknetakork 3 V-i ” Hljóðeinangrunar-plötur Armstrong-lím fyrir hljóðeinangrun Armstrong rakaþétt gólfdúkalím * Korkull fyrir bólstrara Veggflísar, postulíns -:- Múrhúðunarnet og lykkjur -> Mótavír Bindvír * Gaddavír væntanlegur Garðanet væntanlegt . . Þakpappi » » Innanhúss-pappi Fíltpappi -í- * Saumur * i>. Þorgrímsson & Co. Borgartúni 7, sími 22235. Fimmtugur : Stefán Jónsson forstjóri EFTIR g'óða viðkynningu og oft náið samstarf við Stefán Jónsson í nær þrjá áratugi, vil ég ekiki láta það undir höfuð leggjast að skrifa nokkrar línur í tilefni þessa merk- isdags í lífi hans. Stefán er sonur Jóns Sigurðs- sonar, hreppstjóra fi'á Kalastaða- koti á Hvalfjarðarströnd og konu hans Soffíu Pétursdóttur. Ungur fluttist hann með foreldrum sín- um til Reykjavíkur og iauk þar hurtfararprófi úr Verzlunarskól- anum. Árið 1930 fluttist Stefán hingað til Hafnarf jarðar og gerð- ist skrifstofumaður hjá Vélsmiðju Hafnarfjarðar, sem þá var rekin af Vélsmiðjunni Héðni í Reykja- víik; en eftir að fyrirtækið komst í eigu Hafnfirðinga sjálfra, gerð ist hann framkvæmdastjóri þess og hefur verið það síðan. Þ-að kom strax í ljós eftir að Stefán fluttist hingað, að hann hafði mikinn áhuga á stjórn- málum og var mjög félagslyndur. Siðustu árin í Reykjavík var hann áhugasamur félagi í Heimdalli og strax eftir komu sína hingað, gek'k hann í Stefni, félag ungra Sjálfstæðismanna hér og var for- maður félagsins í 5 ár (1933—- 1938). Er Stefán gat ekki verið lengur virkur félagi í Stefni vegna aldurs, gekk hann í lands- málafélagið Fram og gerðist þar brátt einn af helztu baráttumönn- um Sjálfstæðisstefnunnar. — Sat hann þar löngum í stjórn og oft sem formaður. Síðustu 6 árin hef- ur Stefán verið formaður fulltrúa ráðs Sjálfstæðisfélaganna hér og þar með haft á hendi forystu flokksstarfseminnar og rækt það starf svo vel, að flokksmeðlimun- um hefur þótt það sjálfsagt að fela honum starfið áfram hvex-t árið á fætur öðru. Eins og að lí'kum lætur hefur Sjálfstæðisflokkuriinn falið Stef- áni ýmis trúnaðarstörf í þágu bæjarfélagsins. Hann hefur átt sæti í bæjarstjórn í rúm 20 ár, eða síðan 1938 og gegnt þar ýms- um mikilvægum gtörfum. Setið í möig ár í útgerðarráði Bæjarút- gerðarinnar og stjórn Sparisjóðs Hafnarfjaxðar og gegnt ýmsum öðrum nefndarstörfum, m. a. oft setið fundi bæjarráðs. Vegna víð- tækrar þekkingar sinnar á bæjar- málunum og mikillar reynslu, hef- ur hann verið fiokknum ómetanleg ur styrkur til að koma á framfæx-i ÞÓRARINN JÓNSSON LÖGGILTUR DÓMTÚLKUR OG SKJALAÞÝÐANDI f ENSKU KIRKJUHVOLI — SÍMI 18655. þeim málum, sem flokkurinn hefur álitið að bæjax-félaginu væri til hagsbóta og vinna gegn því er bæj arbúum væri til óþurftar. — Þetta stai’f hefur Stefán leyst af hendi með prýði, enda er hann vel máli farinn og hagsýnn. En það eru fleiri félög en Sjálf stæðisfélögin, sem hafa notið þess hve Stefán er félagslyndur og býr yfir mikilli stax-fsorku. — 1 mörg ár hefur hann verið áhuga- samur félagi málfundafélagsins Magna og oft í stjórn þess félags. Einnig hefur Rotary-félagsskap- urinn hér átt í honum áhugasam- an félaga og þar hefur hann lika gegnt mörguim trúnaðarstörfum, m. a. forsetastarfi. 1 þessum fé- .agsskap er mjög mikil áherzla lögð á góða fundarsókn og mun Stefán eiga þar metið undanfar- in ár. í söngfélaginu Þrestir hefur Stefán verið einn aðalkraftuxinn í mörg ár, enda góður söngmaður og vel músikalskur, og unnið ósleitilega að því, að þessi þarfi félagsskapur lægi ekki til lengd- ar niðri vegna deyfðar eða kenn- araleysis. Það er því engin furða þótt margir vilji færa Stefáni, konu hans og börnu'm, innilegar ham- ingjuóskir á þessum fimmtugasta afmælisdegi hans, þakka honum fórnfúst og gott starf og vona að við megum sem lengst njóta starfsorku hans og góðs félags- síkapar. — Við Sjálfstæðismenii ernra þar engir eftii’bátar. Bjarni Snaiijörimon. Mynd þessi er úr fyrstu uppfærslu „Kardínálanna“ 1924, í Konunglega leikliúsinu í Kaupmannahöfn og er af þeim, sem fyrst léku í leiknum, Thorkild Rose, Jóhannes Paulsen og Holger Gabríelsen. Kvöldverður kardínál- anna" og ,,Fjárhœttu- spilarar" NÆSTKOMANDI miðvikudags- kvöld verða frumsýnd 2 leikrit í Þjóðleikhúsinu, „Kvöldverður kardínálanna" eftir portugalska skáldið Julio Dantas, og „Fjár- hættuspilarar" eftir rússneska snillinginn Nikolaj Gogol. Leikritið „Kvöldverður kardí- nálanna“ var fyrst sýnt á Kon- unglega leikhúsinu í Kaupmanna höfn árið 1924, og náði strax Birgir Gunorsson Minningarorð Meðal tólfmenninganna er hurfu okkur sjónum hina minnis- stæðu og afdrifaríku óveðursnótt með vitaskipinu Hermóði, og einn hinna yngstu þeirra, var Birgir Gunnarsson matsveinn, fæddur 20. okt. 1938, hér í bænum. For- eldrar hans eru Gunnar Arnbjarn arson, lengst af atvinnubíhstjóri, en nokkur síðustu ár sjómaður, einkum á varðskipa- og togara- flotanum, ættaður frá Borgar- firði og Aðalheiður Magnúsdótt- ir ættuð frá ísafjarðardjúpi. Var Birgir 3. í aldursröð 5 barna þeirra. Stundaði hann er hér var komið nám við Matsveina- og veitingaþjónaskólann hér í bæ, en hafði annars námssamning í matreiðslu við Hótel Kea, Akur- eyri. í hvert sinn er hann sá sér færi skrapp hann frá og fór þó nokkrar ferðir, til Ameríku og víðar, starfandi í sinni námsgrein og höfðu menn það fyyrir satt, að hann myndi reynast mjög lið- tækur á því sviði. Það var því engin tilviljun þótt okkur í fljótu bragði kunni að virðast svo, að Birgir réði sig á vitaskipið Her- móð í þessa örlagaríku för, í stað fasta matsveinsins. Því bæði var, að hann hafði á sjó verið nokkur ár áður en hann hóf nám og var aðeins 15 ára er hann fyrst komst á flot á einu varðskipanna, svo og hitt, að honum var líkt farið og fjölda annarra ungre manna, sem fest hafa sjónir á Ægi, að hann kunni ekki að hræð ast. Enda mun nú svo komið, að engir aðrir en úrvalsmenn velj- ist til sæfara. Veldur þar um hversu auðvelt reynist orðið að HRINCUNUM FRÁ bjarga sér á þurru landi i okkar nútímaþjóðfélagi, oft við ýmis- konar léttleika —■ og í sumum tilfellum hreinustu gerfistörf. Það er fyrst nú á allra síðustu tímum, þegar allt er að komast í óefni á þessu sviði, að augu almennings, stjórnvalda (og von- andi lika löggjafavaldsins) eru að byrja að opnast fyrir mikil- vægi þessarar stéttar, sæfarend- anna, sem öll vor velmegun hvílir á öðrum stéttum fremur, að ó- breyttum þjóðfélagsaðstæðum. Um Birgi verður ekki ritað langt mál frekar en flesta æsku- menn, sem jafn ungir látast. Hefði hann „fengið að lifa“ nægi- lega lengi til að tvöfalda aldur sinn, er ekki ólíklegt að tiihlýði- legt hefði þótt að eyða fleiri orð- um til minningar honum. En hverju máli skiptir það og hvers virði eru orð, einkum þegar þau fara að verða full mörg? Sem betur fer er það ekki á okkar valdi að ákveða aldur hvers annars þótt torskilin kunni okk- ur að virðast sú ráðstöfun að kalla menn héðan á svo mismun- andi aldri, sem raun ber vitni um. En þær eru líka langt um fleiri ráðgátur lífsins, sem óleyst ar eru heldur en hinar, sem ráðnar hafa verið, ef nokkur þeirra hefir þá verið ráðin enn- þá. Svo þessi er engin undantekn- ing. Hvað Birgi viðvíkur er óhætt að slá því föstu að hann hafi á engan hátt staðið jafnöldrum sín- um að baki. Með því er reyndar allt sagt, því flestum ber saman um að æskan hafi aldrei glæsi- legri verið en einmitt í dag. Foreldrar Birgis og amrna,, syst ur hans tvær, sem mjög voru honum samrýmdar, svo og litlu bræður hans, harma hann vitan- lega mest og er enginn fær um að græða þau sár nema tíminn einn. Hið eina, sem við er fjær stönd- um getum gert, er að senda þeim okkar a)úðarfyllstu samúðar- kveðjur. Það gerum við líka og beinum um leið sömu kveðjum til ættingja „allra hinna“ er sömu örlög hlutu og hann. S. Svanberg geysilegum vinsældum, og má segja að þetta leikrit hafi síðan verið sýnt þar svo að segja á hverju leikári. Hlutverkin í þessu leikriti eru aðeins þrjú og fyrstu leikararnir, sem léku kardínálana voru hinir frægu leikarar Thor- kild Rose, Johannes Poulsen og Holger Gabrielsen. Þessir gömlu góðu leikarar eru nú allir látnir og aðrir yngri hafa tekið við hlutverkum þeirra, en meðal nú- lifandi leikara mun Johannes Mayer hafa oftast leikið í þessu leikriti. Höfundur „Kardínál- anna“ er portugalska skáldið Julio Dantas en hann var um langan tíma sendiherra lands síns í Danmörku. Leikritið er i ljóðum og er talið mikið meistaraverk enda hefur það verið ein vinsælasta leik- sýning Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn um þriggja ára- tuga skeið. Það munu ekki vera márgir Kaupmannahafnarbúar, sem á annað borð sækja leikhús, er hafa látið þessa leiksýningu fram hjá sér fara. Helgi Hálfdánarson, skáld, hefur þýtt leikritið fyrir Þjóð- leikhúsið, en hann er leikhús- gestum að góðu kunnur fyrir snilldarlegar þýðingar sínar á verkum Shakespeares, og er ekki að efa að honum hefur tekizt að ná hinum fagra ljóðræna blæ, sem einkennir þetta verk. Haraldur Björnsson, Indriði Waage og Jón Aðils leika hér kardínálana og er ekki að efa, að þessum guðsmönnum ætti að vera vel borgið 1 höndum þessara ágætu leikara. Á síðastliðnu hausti stóð til, að danska leikkonan Ingeborg Brams kæmi hingað í vetur og sýndi hér „Rejsen til de grönne Skygger“ eftir Metling, en þetta er „monodrama" og átti að sýna það með „Kvöldverði kardínál- anna“, sem er stutt leikrit. Leik- konan Ingeborg Brams vakti fá- dæma hrifningu með „sololeik" sínum í „Rejsen til de grönne Skygger“, en fyrir skömmu barzt þjóðleikhússtjóra bréf þess efnis að frú Brams gæti ekki komið að þessu sinni. Þá var ákveðið að sýna einþáttunginn „Fjár- hættuspilarar" eftir rússneska skáldið Nikolaj Gogol. Gogol er leikhúsgestum að góðu kunnur, því að fyrir nokkrum árum var sýndur hér gamanleik- urinn „Eftirlitsmaðurinn" eftir hann, og fór Alfreð Andrésson þar með aðalhlutverkið. Auk þess hafa nokkur af leikritum hans verið flutt í útvarp. Lárus Pálsson er leikstjóri við bæði leikritin en Lárus Ingólfs- son hefur gert leiktjöldin. Þeir sem fara með hlutverkin í „Fjár- hættuspilurum“ eru Ævar Kvar- an, Rúrik Haraldsson, Jón Aðils og Indriði Waage.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.