Morgunblaðið - 15.03.1959, Síða 13
Sunnudagur 15. marz 1959
MORGUNBLAÐIÐ
13
Ræða Bjarna Benediktssonar á Landsfundi:
Varnir íslands hafa náð tilgangi með því
að stuðla að því, að friður hefir haldizt
Kœra ber athœfi Breta
fyrir Atlantshafsráði
MÉR hefur verið falið að gera
hér grein fyrir tillögu utanríkis-
og landhelgismálanefndar varð-
andi utanríkismálin og nokkrum
hluta tillögu í landhelgismálinu.
Að öðru leyti mun Davíð Ólafs-
son, fiskimálastjóri, gera grein
fyrir landhelgismálatillögunum.
Skoðanamunurinn 1956
Það leikur ekki á tveim tung-
um, að ein megin ástæðan til
hinnar miklu atkvæðaaukningar
Sjálfstæðisfl. við Alþingiskosn-
ingarnar 1956, var hin raunsæa
og þjóðholla afstaða, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn tók þá, gagn-
stætt hinum flokkunum, í utan-
ríkismálum. Þess vegna er rétt
að rifja aðeins upp í hverju
skoðanamunurinn þá var fólg-
inn.
Hin margumtalaða ályktun frá
28. marz 1956, sem Framsóknar-
flokkurinn, Alþýðuflokkurinn og
kommúnistar samþykktu, hljóð-
aði að því, sem hér varðar, á
þennan veg:
„Með hliðsjón af breyttum við-
horfum síðan varnarsamningur-
inn frá 1951 var gerður og með
tilliti til yfirlýsinga um, að eigi
skuli vera erlendur her á Xs-
landi á friðartímum, verði þegar
hafin endurskoðun á þeirri skip-
an, sem þá var tekin upp, með
það fyrir augum, að íslendingar
annist sjálfir gæzlu og viðhald
varnarmannvirkja, — þó ekki
hernaðarstörf — og að herinn
hverfi úr landi. Fáist ekki sam-
komulag um þessa breytingu,
verði málinu fylgt eftir með upp
sögn, samkvæmt 7. gr. samnings-
ins“.
Þetta mál var tekið til umræðu
á landsfundi Sjálfstæðisflokksins,
sem haldinn var í apríl 1956, og
sagði í samþykkt landsfundar þá
m. a. svo:
„Landsfundurinn lýsir sam-
þykki sínu á afstöðu Sjálfstæðis-
manna á Alþingi í varnarmálun-
um og harmar þá ógæfu, að tveir
lýðræðisflokkanna skuli nú hafa
rofið eininguna í utanríkismálum
og leitað á náðir kommúnista um
lausn þeirra. Það var fyrir for-
göngu Sjálfstæðismanna, að Is-
lendingar geta einhliða sagt varn
arsamningnum upp með IV2 árs
fresti, og þeim rétti verður ekki
afsalað meðan Sjálfstæðismenn
hafa áhrif á stjórn landsins. Með
þessu ákvæði var lögð sú skylda
á utanríkisráðherra að fylgjast
svo með raunverulegu ástandi
heimsmála að hann gæti gert rík-
isstjórn og Alþingi grein fyrir,
hvenær hann telur rétt að end-
urskoða, hvort hér sé þörf á
vörnum. I stað þess að fara þann-
ig að ,er málið tekið upp sem
kosningamál og á Alþingi gerð
ályktun, sem í senn er hæpin
samkvæmt 7. gr. varnarsamn-
ingsins, og óhyggileg, þar sem
ákvörðunin er gerð fyrst og at-
hugun málsins á að fara fram
síðar. Slíkar aðfarir eru óhæfi-
legar í öllum málum og þó hvergi
hættulegri en í utanríkismál-
um“.
Um þennan skoðanaágreining
snerust kosningarnar 1956 að
verulegu leyti. Þeim lyktaði svo,
eins og kunnugt er, að Sjálf-
stæðismenn unnu stórkostlega á,
en hinir flokkarnir fengu þó,
eins og fyrirsjáanlegt var, eftir
aðstæðum öllum, meirihluta á
Alþingi.
„Bettra að vanta brauð“
Af ummælum þeim, sem and-
stæðingar okkar mæltu 1956,
mun þjóðinni verða eftirminni-
legust yfirlýsing Hermanns Jón-
assonar, er hann gaf rétt fyrir
kosningarnar í júní 1956, er
hann sagði „betra er að vanta
brauð ,en hafa her í landi“.
í framhaldi þessarar yfirlýs-
ingar var það eitt af aðalatrið-
um málefnasamnings ríkisstjórn-
arinnar, sem mynduð var í júlí
1956, að ályktuninni frá því í
marz 1956 skyldi verða fylgt
eftir, og segir svo í málefna-
samningnum:
„Ríkisstjórnin mun í utanrík-
ismálum fylgja fram ályktun Al-
þingis frá 28. marz sl. „um stefnu
íslands í utanríkismálum og
meðferð varnarsamningsins við
Bandaríkin.““
Þegar Hermann Jónasson til-
kynnti stjórnarmyndun sína í út-
varpi, þá las hann til frekari
áherzlu upp sjálfa ályktunina
frá 28. marz, svo að ekki væri
um að villast, hver stefna stjórn-
arinnar í þessu mikla máli væri.
Og hann bætti við um starfs-
hætti stjórnar sinnar:
„Hún mun vinna verk sin fyrir
opnum tjöldum og í samvinnu
við þjóðina".
Nokkru eftir að stjórnin tók við
völdum, var leitað álitsgerðar
Atlantshafsráðsins um ályktunina
frá 28. marz, álitsgerðar, sem
hefði vitanlega átt að vera búið
að fá áður en ákvörðunin var
tekin. Sú álitsgerð sagði það, sem
allir skynbærir menn vissu, að
mundi fram koma, að hættur í
heimsmálum væru enn svo mikl-
ar, að ekki væri þerandi að hafa
ísland varnarlaust.
Ríkisstjóm íslands ákvað að
hafa þessa álitsgerð að engu,
og viðræður milli íslands og
Bandaríkjanna til að fylgja fram
ályktuninni frá 28. marz hófust
í nóvember 1956. En þrátt fyrir
loforð Hermanns Jónassonar um,
að stjórnin mundi vinna fyrir
opnum tjöldum, þá var þessum
samningum svo háttað, að nokk-
ur hluti ríkisstjórnarinnar — svo
að ekki sé nú minnst á alla þjóð-
ina — var útilokaður frá því að
vita, hvað átti sér stað, meðan
á samningunum stóð. Þeir voru
gerðir fyrir rækilega dregnum
tjöldum. Og þetta var gert, þrátt
fyrir það, þó að kommúnistar
fullyrtu lengi vel, að samnings-
gerðin væri ekki síður í höndum
þeirra en annarra ráðherra. En
samvinnan, sem lofað var og
átti að ná til þjóðarinnar allrar,
náði þá ekki einu sinni til allrar
ríkisstjórnarinnar um eitt af
helztu stefnumálum hennar.
Samkomulagið
í desember 1956
í desember var svo það sam-
komulag, sem þarna náðist, stað-
fest af ríkisstjórnum íslands og
Bandaríkjanna og í þeirri yfir-
lýsingu, sem gefin var sagt með-
al annars:
„Viðræðurnar hafa leitt til
samkomulags um, að vegna á-
stands þess, er skapazt hefur
í alþjóðamálum undanfarið og-
áframhaldandi hættu, sem steðj-
ar að öryggi íslands og Norður-
Atlantshafsríkjanna, sé þörf
varnarliðs á íslandi samkvæmt
ákvæðum varnarsamningsins.“
Með tilvísun til þessa var við-
ræðunum um endurskoðun samn-
ingsins því frestað óákveðinn
tíma.
Síðar í þessu samkomulagi
segir:
„Að fastanefnd kynni sér varn-
arþarfir með hliðsjón af ástandi
í alþjóðamálum og geri tillögur
til rikisstjórnanna um hverj-
ar ráðstafanir gera skuli í þess-
um efnum“.
Nánari grein er gerð fyrir þess-
ari fastanefnd svo:
„Komið verði á fót fastanefnd
í varnarmálum Islands, sem
skiþuð sé ekki fleirum en þrem-
ur ábyrgum fulltrúum frá hvorri
ríkisstjórn um sig, og sé hlut-
verk nefndarinnar:
1. Að ráðgast við og við um
varnarþarfir íslands og Norður-
Atlantshafssvæðisins, að athuga
hverjar ráðstafanir gera þurfi
vegna þeirra, og að gera tillögur
til ríkisstjórnanna beggja í þeim
efnum, með hliðsjón af hernað-
arlegu og stjórnmálalegu við-
horfi á hverjum tíma.
2. Að undirbúa að svo miklu
leyti sem hernaðarlegur viðbún-
aður leyfir, að íslendingar taki
í rikara mæli en áður að áér
störf, er varða varnir landsins
á meðan völ er á hæfum mönn-
um til slíkra starfa, svo og að
tryggja að menn séu æfðir í þessu
skyni.
3. Að vinna að lausn mála, er
varða stefnuna í almennum meg-
inatriðum í samskiptum íslend-
inga og varnarliðsins.“
Svo mörg eru þau orð.
Hinir „ábyrgu“
mgan fund haldið
Af íslands hálfu munu þessir
„ábyrgu menn“ vera utanríkis-
ráðherrann sjálfur, núverandi for
sætisráðherra Emil Jórisson, og
Þórarinn Þórarinsson Tímarit-
stjóri.
Um starf þessarar nefndar sagði
utanríkisráðherra mér í fyrradag,
að enn hefði ekki verið haldinn
einn einasti sameiginlegur fundur
ihenni allri á því rúmlega tveggja
ára tímabili, sem liðið er frá því,
að samið var um, að hún skyldi
stofnuð. Enda er mér nær að
halda, að það muni hafa tekið
hér um bil ár að skipa í nefnd-
ina, og þá er e. t. v. ekki óeðii-
legt, að annað árið taki fyrir
þessa „ábyrgu“ herra að hittast.
Störf r.efndarinnar hafa farið
eftir þessu. Utanríkisráðherra
sagði mér einnig í fyrradag, að
enn hefði ekkert umfram það,
sem áður var gert, verið aðhafzt
í því að þjálfa íslendinga til þess
að taka að sér í ríkara mæli
störf, er varða varnir lands-
ins. Það hefur að vísu eitthvað
smávegis verið unnið að því að
senda menn til Bandaríkjanna
með sama hætti eins og ætíð hef-
ur verið gert, frá því að varn-
é.rsamningurinn var gerður, en sú
víðtæka þjálfun, sem hér var um
samið, er ekki hafin ennþá.
Er ljóst, að þar er um mjög
alvarlega vanrækslu að ræða,
hvað sem um varnirnar verður
að öðru leyti, því að hvort sem
við viljum hafa ísland varið eða
óvarið, þá er ljóst, að mörgum
af þeim störfum, eins og í rad-
arstöðvunum og ýmsri annarri
þjónustu, sem nú er hér haldið
uppi, verður að halda áfram. Og
þó að við teljum nauðsynlegt að
hafa landið varið af erlendu varn
arliði, þá er sjálfsagt fyrir fs-
lendinga að verða einnig í þeim
efnum, sem allra óháðastir og
þurfa ekki að sækja fleiri störf
undir hið erlenda lið en brýn
nauðsyn er til. Þess vegna er hér
um mjög vítaverða vanrækslu að
ræða, að þessi þjálfun skuli ekki
enn vera hafin, vanrækslu, er
sem allra fyrst verður úr að bæta.
Af því, sem ég hefi nú sagt, er
ljóst, að samningurinn, sem stað-
festur var í desember 1956, er
marklaust pappírsplagg, að öllu
öðru leyti en því, sem ákveðið
var að viðræðum um endurskoð-
un varnarsamningsins frá 1951
skyldi frestað um óákveðinn tíma.
Það ákvæði eitt hefur verið fram-
kvæmt og stendur enn í fullu
gildi.
„Gegn gjaldi“
En eins og ég sagði áðan, þá
var mjög tjöldum hulið það, sem
raunverulega gerðist í sambandi
við þær umræður, er áttu sér
stað í síðari hluta nóvember
1956. Strax og þeim var lokið,
birti bandarískur fregnritari frá
einu öruggasta stórblaði heims,
NewYork-Times, maður að nafni
Felix Belair, sem þá var frétta-
ritari þess á Norðurlöndum, en ég
hygg að nú sé kominn í eina
mestu trúnaðarstöðu blaðs síns
sem fréttaritari þess í Hvíta hús-
inu, — þessi maður birti skeyti í
NewYork-Times 26. nóvember.
Þar segir:
„fsland hefur fallizt á að láta
bandarískt herlið hafa áfram yfir
stjórn hinnar hernaðarlega þýð-
ingarmiklu Keflavíkurflugstöðv-
ar, — en gegn gjaldi".
Síðan segir í fregninni:
„Bandaríkin fallast ennfremur
á að veita fslandi efnahagslega
og fjármálalega aðstoð-------“.
í framhaldi af því, er sagt, að
sú aðstoð muni á næstu mánuðum |
nema 30 millj. dollara. Sú upp-
hæð hefur að vísu reynzt vera
miklu hærri heldur en veitt hefur
verið. En þegar Þjóðviljinn birti
þessa fregn undir þeirri fyrir-
sögn, sem nú skal greina:
„Mjög alvarlegar fréttir um
hernámssamningana í NewYork-
Times“,
þá sagði Þjóðviljinn:
„Alltaf eru silfurpeningarnir
30!“
Þarna birtist mat kommúnista
ó því, hvers eðlis samningarnir
hefðu verið, sem gerðir voru hér
um mánaðamótin nóvember-des-
ember, 1956.
Strax í desemberlok var til-
kynnt, að ísland væri búið að
fá 4 millj. dollara lán hjá Banda
ríkjunum. Og í bandarísku til-
l kynningunni segir:
„Fé til dollaralánsins er fengið
úr sérstökum sjóði, sem forseti
Bandaríkjanna ræður yfir, sam-
kvæmt heimild Bandaríkjaþings
og aðeins má nbta til ráðstafana,
sem forsetinn telur mikilvægar
fyrir öryggi Bandaríkjanna".
Þetta segir orðrétt í tilkynn.
ingu Bandaríkjastjórnar um mál-
ið. En sama dag gaf íslenzka
ríkisstjórnin út tilkynningu um
þessa lántöku og þar er þessari
málsgrein sleppt. Sú þögn sagðí
sína sögu og sýndi að verulega
skorti á, að „unnið væri fyrir
opnum tjöldum“, eins og Her-
mann Jónasson hafði heitið.
Leyniræða Hermanns
En haldið var áfram á sömu
braut. Um hið svokallaða sam-
skotalán fréttist á árinu 1957,
þegar ísland fyrst allra ríkja, leit
aði til Atlantshafsbandalagsins
um að það lánaði íslenzka ríkinu
fé. Þess voru engin fordæmi þá,
að nokkurt ríki hefði gert slíkt,
og mér er ókunugt um að nokkur
hafi fylgt í þau fótspor. Þessari
lánveitingu átti að haga þannig,
að Atlantshafsríkin skytu saman
í nokkra fjárhæð handa íslend-
ingum, svo að þeir fengi það fé,
sem V-stjórnin taldi sig þurfa til
þess að geta fleytt þjóðarbúinu
Hennann
áfram. í fyrstu munu nokkur
ríki hafa tekið liðlega í þetta,
en fleiri og fleiri gengu úr skaft-
inu, svo að lokum voru það að
eins tvö, sem inntu nokkuð af
höndum, Bandaríkin og Þýzka-
land. Reyndist þó töluverð tregða
Framh. á bls. 14