Morgunblaðið - 15.03.1959, Síða 15

Morgunblaðið - 15.03.1959, Síða 15
Sunnudagur 15. marz 1959 MORGUWBLAÐIÐ 15 — Ræða Bjarna Benediktssonar Framh. af bls. 14. Kommúnistar segja að vísu: Þið sögðuð, að það væri stríðshætta. En hvar er stríðið sem þið boð- uðuð? Rétt er það. Við sögðum 1949, 1951 og ætíð síðan, að stríðs- hætta væri. Þess vegna þurftum við að ganga i Atlantshafsbanda- lagið og síðar, þegar hættan óx að hafa varnir á íslandi. Hvaða óblinduðum manni getur komið til hugar að neita því, að stríðs- hættan er enn jafn rík í dag? Æðstu menn þjóðanna varpa nú á milli sín hótunum um heims stríð. Þeir segja: Það verður að vísu ekki ég, sem skýt fyrsta skotinu, heldur einhver annar. En í alvöru er talað um, að skot- ið muni verða. Stjórnmálamenn- irnir óttast ekki neitt meira held- ur en ef taugarnar bila hjá öðr- um hvorum aðila, þannig að lagt verði út í það ævintýri, sem þeir sjálfir að vísu vilja forðast. Þeir gera sér grein fyrir, að heims- ástandið er þannig, að hvenær sem er getur blossað upp úr. Að vísu er ekki hægt að full- yrða hvaða ástæða hefir ráðið því, að ófriður hefur ekki brot- izt út. Allir þeir, sem friði unna, verða að leggjast á eitt um að gera það, sem í þeirra valdi stend ur til þess að bægja hættunni frá. Enginn vafi er á því, að eitt af því, sem þar að stuðlar, eru varnir á fslandi. Óvarið ísland mundi skapa aukna hættu á ófriði. Það mundi egna árásarsegg til athafna. Þess vegna er það óhagganlegt, að stefna okkar, sú að hafa hér varnir og halda þeim við, hefur reynzt vera rétt. Það að friðurinn hefur hald- izt á þeim hættulegu tímum, sem yfir heiminn hafa gengið og enn ganga, er sönnun fyrir því, að við Sjálfstæðismenn höfum haft og höfum enn rétt fyrir okkur í þessu máli. Valdajafnvægið og öruggar varnir lýðræðisþjóðanna eru nú bezta trygging fyrir heimsfriðnum. Enda er ekki vafi á, að meginþorri fslendinga er nú orðinn sannfærður um, að þjóð okkar ber að leggja sitt af m^-kum til að friður geti haldizt. Nýir örðugleikar af völdum Breta Hinu skulum við svo ekki neita, og þar kem ég að öðrum lið míns máls, nokkrum _ hluta landhelgismálsins, að við íslend- ingar eigum í nýjum örðugleik- um um það að viðhalda vörnum á fslandi, eins og nú stendur. Bezt er að segja það hreinlega, eins og er, að það er framkoma Breta, sem er þeim örðugleikum valdandi. Að vísu er rétt, að af hálfu nokkurs hluta V-stjórn- arinnar var haldið þannig á, að beinlínis var miðað að því að efna til sem mestra vandræða í þessu máli á milli okkar og banda manna okkar. Landhelgismálið er svo mikilsvert fyrir fslend- inga, að okkur nægir að reyna að leysa það eitt út af fyrir sig og láta önnur deiluefni ekki bland ast inn í það. Kommúnistar hafa hins vegar frá upphafi haldið þannig á málinu, að þótt ég við- urkenni, að þeir vilja vafalaust fá sem stærsta íslenzka landhelgi, þá hafa þeir um leið viljað nota tækifærið til þess að sá illu á milli okkar og þeirra þjóða, sem okkur eru næstar að legu og menningu. Ekki þarf að rekja aðdraganda landhelgisdeilunnar. Lúðvík Jós- efsson sagði nýlega frá því, að innan V-stjórnarinnar, hafi ver- ið mikil óeining um þetta mál: „Við urðum þrisvar að taka skrifleg loforð af samstarfsflokk- um okkar, um það að loforð stjórnarinnar yrðu efnd“, segir Lúðvík. Og um utanríkisráðherrann segir hann: „Sjálfur utanrikisráðherrann, Guðmundur f. Guðmundsson, fór ekkert dult með andstöðu sína við stækkun landhelginnar . . Rússlandsför Lúðvíks Ég er enginn málsvari Guð- mundar í. Guðmundssonar. En auðvitað er ásökun Lúðvíks röng. Guðmundur f. Guðmundsson vill eins og við allir íslendingar fá sem stærsta landhelgi. En Guð- mundur í. Guðmundsson vildi halda þannig á málinu, að það yrði ekki til óþarfs fjandskapar milli fslendinga og bandamanna okkar. En það var einmitt keppi- kefli Lúðvíks Jósefssonar i þessu máli. Lúðvík Jósefsson réð hvernig að var farið. Sök Guð- mundar f. Guðmundssonar er fólgin í því, að hann skyldi ekki hindra Lúðvík í þessu og gæta þess, að um landhelgismálið eitt væri hugsað. Mánuði áður en reglugerðin átti að taka gildi, taldi Lúðvík Jósefsson bezt henta að heim- sækja Rússland, landið, sem læt- ur sér í léttu rúmi liggja fisk- veiðilandhelgina, en leggur alla áherzlu á sjálfa stærð landhelg- innar, og þar með möguleika til að takmarka siglingafrelsið. En það er miklu stærra og meira deilumál í heiminum heldur en nokkurn tíma ágreiningurinn um heimild og einkarétt til fiskveiða. Lúðvík Jósefsson vildi undir- strika samstarf sitt við Rússa, einmitt á þeim tíma, þegar ís- lendingar þurftu og urðu að sýna fram á, að það væru okkar eig- in hagsmunir, sem við værum að berjast fyrir, utan við allar alþjóðlegar deilur og togstreitu stórveldanna í þessu máli. „ Atlantshaf sbandalag’ ð kemu»r hér alls ekki við sögu“ Og á leiðinni heim frá Rúss- landi gaf Lúðvík Jósefsson ákaf- lega eftirtektarverða yfirlýsingu í Kaupmannahöfn. Þjóðviljinn hafði þessi orð eft- ir Lúðvík þar: „Síðan sagði hann, að ísland myndi ekki leita á náðir Atlants- hafsbandalagsins, ef Bretland gerði alvöru úr hótunum sínum um vopnaða aðstoð við togara að veiðum innan 12-mílna tak- markanna eftir 1. september." „Atlantshafsbandalagið kemur hér alls ekki við sögu“, bætti Lúðvík við. Þetta sagði Lúðvík Jósefsson um svipað leyti og við Sjálfstæð- ismenn bárum fram kröfu okk- ar um, að Bretar yrðu kærðir fyrir Atlantshafsbandalaginu, vegna fyrirsjáanlegrar ógnunar þeirra við íslenzkt landssvæði. Við færðum þá þegar rök að því, að e'f Hermann Jónasson og Guð- mundur í. Guðmundsson færu í umboði íslenzku þjóðarinnar á ráðherrafund í Atlantshafsbanda laginu í ágúst 1958, eins og þeir höfðu gert óbeðnir í desember 1957, ef þeir færu á slíkan fund, sem þeir hefðu heimtað að væri kallaður saman vegna ógnunar Breta, þá væri Bretum þar með gert eins erfitt og mögulegt væri, að láta verða úr herhlaupi sínu. Samþykkt tillögu okkar Sjálf- stæðismanna stöðvaðist á bláberu banni kommúnista. Það er því ekki um að vill- ast, að kommúnistar, að vísu með fullri samábyrgð annarra stjórn- arflokka í V-stjórninni, réðu því að ekki var leitað til Atlants- hafsbandalagsins um þetta mál. Og þeir réðu því einnig, að neit- að var að verða við kröfunni, sem borin var fram af formanni flokksins, Ólafi Thors, um að taka brezks herskips á togaran- um Hackness úr vörzlu íslenzks varðskips yrði kærð fyrir At- lantshafsbandalaginu. „Atlantshafsbandalagið samsektu Lúðvík Jósefsson hélt því fram í sumar, að þetta mál kæmi At- lantshafsbandalaginu ekki neitt við. En hvað sagði Lúðvík Jósefs- son í desember um þetta mál? Þá sagði hann í Þjóðviljanum 24. desember: „Afskiptaleysi Atlantshafs- bandalagsins af hernaðarofbeldi Breta gerir bandalagið fullkom- lega samsekt Bretum í augum allra íslendinga“. Mennirnir, sem réðu því, að við leituðum ekki atbeina banda- lagsins, þeir dirfast nú að halda því fram, að bandalagið sé Bret- um samsekt, bandalagið, sem ekki var leitað til, þrátt fyrir það, þó að við Sjálfstæðismenn bær- um fram ítrekaðar kröfur um, að svo yrði gert. Þessi vinnu- brögð sýna svo, að ekki verður um villzt, að kommúijistar vilja nota þetta mál til þess að koma sem mestu illu af stað. Þeim tókst að hindra að málið- væri borið undir Atlantshafsbandalagið, á þeim tíma, þe, ar mestar líkur voru til þess, að þar mundi hægt að koma í veg fyi ir þann ófarnað, sem síðar hefur orðið. Ég játa að með þessu hofur kommúnistum oiðið mikið á- gengt. Og ég játa einnig, að það er mun erfiðara fyrir okkur að taka málið hú upp innr í Atlants- hafsbandalagsins með formlegri kæru og málflutning á ráðherra- fundi þess heldur en hefði verið í ágúst sl. Hætt er við, að því Framh. á bls 16. 7 LESBÓK BARNANNA Njálshrenn a og hefnd Kára I#. — M mæltl einn maðnr, •r þar Tar næstur: „Hvort hljóp þar maður út af þekj- unni?“. „Fjarrl fór það" sagðl ann- ar, ppOg kastaðl Skarphéðinn þar eldlstokkl að oss“. Síðan grunuðu þeir það okkl. Kárl hlióp tll þess. ar UaMi kom að læk eínum, og kastaði sér í ofan og slökkti á sér eld- inn. Þá hljóp hann með reykn um í gróf nokkra og hvíldi sig, og er það síðan kölluð Kára- gróf. 20. — Nú er að segja frá Skarphéðni, að hann hljóp út á þvertréð þegar eftir Kára. Kn er haun kom J»ar, er mest var brunnið þvertréð, þ& brast það niður undir honum. Skarp héðinn kom fótum undir sig og réð þegar til í annað sinn og rennur upp vegginn. Þá reið að honum brúnásinn, og hrataði hann inn aftur. Skarphéðinn mælti þá: Séf er nú. hv<*rsu vera vill. • 2i. — Gunnar LaM«iason hljóp upp á vegginn og sér Skarphéðlnn. Hann mælti: ,Hvort grætur þú nú, Skarp- héðinn?** „Eigi er það", segir hann, „en hitt er satt, að súrnar i augum. Kn hvort er sem mér sýnlst, hlær þú?M „Svo er vístM, segir Gunnar, ,og hefl ég aldrei fyrr hJegið, sáoan þú vógst Þrám & Mark- arfljóti" Skarphéðinn mælti: „Þá er þér hér nú minjagripurinn?“ Tók hann þá jaxl, er hann hafði höggvið úr Þráni, og kastaði til Gunnars, og kom í augað, svo að þegar lá úti á kinninni. 22. — Skarphéðinn gekk þá til Grims, bróður síns. Héld- ust þeir þá í hendur og tróðu eldinn. En er þeir komu I miðjan skálann, þá féll Grím- ur dauður niður. Skarphéðinn gekk þá til enda hússins. Þá varð brestur mikill. Brast þá ofan þekjan. Varð Skarphéð- inn þar i miili og gaflhlaðsins. Mátti hann þaðan hvergl hrærast. Frá yngstu höfundunum: — Ritgerðasamkeppni — 15. Leynilögreglumennirnir Þ A Ð var um miðsumar, kl. 9 að morgni, sem sím- inn hringdi. Mamma svar- aði í símann. Ég var að klæða mig og skildi sízt af öllu, hver það gæti verið, sem hringdi svona snemma. Ég varð því meira en lítið hissa, þegar mamma kallaði og sagði, að sím- inn væri til mín. Þetta hlaut að vera áríðandi, fyrst hringt var um þetta leyti og ég hljóp fram á gang og þreif upp símann. „Halló, er þetta Inga?“ „Já, það er ég, en hvers vegna hringirðu svona snemma?“, sagði ég áminnandi. En vinkona mín var mjög dularfull. „Komdu strax, ef þú getur, ég þarf að segja þér nokkuð mjög merkilegt", sagði hún og það var dulinn æsingur í röddinni. Nú var ég glaðvöknuð, I kvaddi vinkonu mína í snatri, skellti á og lauk við að klæða mig, því I mér hafði ekki unnizt tími til að fara í nema annan sokinn og peysuna. Að svo búnu hentist ég út. Aumingja mamma stóð í dyrunum með opinn munn og skildi ekki neitt í neinu. Hún var of hissa á látunum í mér til þess að spyrja, og ég of for- vitin og spennt til að muna eftir að segja henni nokkuð. Heppin var ég að koll- steypast ekki á leiðinni, því svo mikill asi var á mér, að ég var margsinnis næstum dottin. Á móti mér var tekið opnum örmum af vin- konu minni. Ég brann í skinninu af forvitni, en ég vissi, að ekki þyrfti ég að bíða lengi, því að ég. sá, að hún iðaði öll af frásagnarlöngun. Við settumst inn í her- bergið hennar. Áður en ég gat áttað mig, var hún byrjuð að rausa eitthvað, svo hratt, að ég heyrði ekki orðaskil. Þegar hún loksins hætti og spurði, hvort mér fyndist þetta ekki snið- ugt, varð ég að segja eins og- var, að ég hefði ekki skilið orð af því sem hún sagði. Þá endurtók hún allt sainan aftur. Hún byrjaði á að segja mér, að í gærkvöldi hefði hún verið að lesa bók um njósnara og leynilög- reglumenn. Þegar hún var búin að leggja bók- ina frá sér og ljúka við hana, hefði henni dottið nokkuð alveg framúr- skarandi sniðugt í hug. Nú lækkaði hún rödd- ina, svo hún varð að hvísli: „Heldurðu ekki, að það væri gaman fyrir okkur, að leika leynilög- reglumenn, fara út að njósna og koma upp um felustaði einhverra glæpa manna og þjófa?“ „Jú, það væri sannar- , lega sniðugt", sagði ég og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.