Morgunblaðið - 15.03.1959, Page 20

Morgunblaðið - 15.03.1959, Page 20
20 MORCVNBL AÐIÐ Sunnudagur 15. marz 1959 Andstæðingamir von- á óskiipu- lögðu undanhaldi. Að vísu vissi Helcn ekki hversu mikið þeim Sherry og Rutih Ryan var raunverulega kunnugt um ævi bennar, um leyndarmál hennar, um Jan Mötler. Héldu þau kannske að með handtöku Jans myndi hneykslið, sem j au vildu særa fram, brjótast út, án aðstoðar hennar? Eða var þeim raunveru- lega Ijóst að Jan hafði gefið sig Rússunum á vald til þess að hreinsa nafn hennar? í svipinn var a. m. k. svo að sjá sem þau teldu það skynsamlegast að fara varlega og láta lítið á sér bera. Ruth Ryan flutti úr herberginu i Mor rison-höllinni. Sherry aðalrit- *tjóri lýsti því yfir að hann færi í „stutt orlof“ og fól staðgenglinum að taka við störfum sínum. Gamli Bill flutti í herbergið, sem Ruth Ryan hafði haft. Strax daginn eftir viðræðurnar við Sherry og Rubh Ryan, hafði Heien farið til Washington í þeim erindagerðum að skýra utanríkis- ráðherranum frá ævisögu sinni. Helen vann dag og nótt. Hún sannfærðist brátt um það, hversu Bill hafði haft mikið til síns máls og hversu erfitt var að stjórna einu blaði, hvað þá heil- um blaðahring. „Kalda stríðið" milli Sovéet-Sambandsins og Bandaríkjanna var byrjað. Aðal- ritstjórai-nir við hin sundurleitu Morrisons-blöð óskuðu eftir bend- ingu um það, hvaða afstöðu taka skyldi gagnvart Rússum, sem fyrir einu ári höfðu verið „ágætir banda menn“ Ameríku. En það var hlut- fallslega einfaldast að leysa hin stóru pólitísku vandamál. 1 Los Angeles hafði verið stofnað síðdeg isblað til höfuðs Morrison-Dag- blaðinu. Þetta nýja dagblað birti hlífðarlausar æsingargreinar o'g náði fljótt mikilli útbreiðslu vegna óskammfeilinna uppljóstrana um einlkalíf Hollywood-leikaranna. — Átti Morrison-kvöldblaðið að leggja inn á sömu braut og keppi- nautur þess, eða átti það að halda sömu stefnu og hingað til og eiga á hættu að missa kaupendur í stór- um stíl? „Við höldum okkar stefnu óbreyttri“, símaði Helen til Kali- forníu. Hún vissi ekki hvort hún hafði tekið rétta ákvörðun. 1 ann- að skipti var hershöfðingi hand- tekinn í Washington, grunaður um sviksamlegan verknað. Stjórnin bað Helen að „ýkja“ ekki málið. Eftir langa láðstefnu við starfs- lið sitt ákvað Helen að svara stjórninni á þá leið að ,jblöðin væru ekki til þess að leyna hneýksl ismálum fyrir almenningi í land- inu“. 1 þetta skipti var hún ekki heldur viss um hvort 'hún hafði breytt í anda Morrisons. 1 þriðja skiptið hafði tímarit eitt ráðist á Morrisonska tímiritið „Today“. — Hinir ungu ritstjórar vildu ólmir og uppvægir svara árásinni. — „Lesendur búast við almennum og óhlutdrægum frásögnum af okkur, en ekki neinum blaðadeilum", ákrif aði hún aðalritstjóranum við „To- day“. Hún lét það ekkert á sig fá, þótt hún ætti með þessu á hættu að einhverjir sökuðu hana um hug leysi og ragmennsku. Enn einu sinni fór hún einungis eftir eðlis- ávísun sinni: Hún réði ekki yfir þeirri reynslu, sem menn mæla réttleika láðstafana sinna með. Hin gamla fyrirskipun Morri- sons, að allt sem snerti að ein- hverju ieyti Þjóðverjann Jan Möller, skyldi lagt fyrir „hús- bóndann“ var látin halda sér. — Fréttirnar frá Berlín voru fáar og óákveðnar. Svissneskt blað flutti dag noikkurn einkafrétt frá frétta- ritaia sínum í Berlín, þar sem sagt var að Jan Möller hefði farið inn á rússneskt umráðasvæði, til „að veita sérstakri konu uppreisn, þar eð hún hefði lent í hættulegri aðstöðu af hans sökum“. Engar nákvæmari upplýsingar fengust enda þótt Helen léti gera leynileg a'r fyrirspurnir. Járntjald þagnar innar féll yfir manninn sem horfið hafði bak við járntjaldið. Og svo, fimm vikum eftir komu Helen Cuttler-Morrisons til New York, gáfu læknamir leyfi til þess að Morrison færi flugleiðis til Ameríku. Þeir gerðu það með ýmisskonar varúðarráðstöfunum og skilyrðum, meðal annars því, að Morrison færi þegar á eitthvert hressingarhæli, þegar til New Youk kæmi. Þar yrði hann, sögðu þeir, að njóta fullkominnar hvíld- ar í nokkra mánuði. Rauða-Kross-flugvélin lenti hinn 9. febrúar á La Guardia-flug vellinum. Sjúklingurinn var þegar tekinn í sjúkrabifreið og fluttur beint til Long Island. Sam'kvæmt skýlausum óskum læknanna var Helen ekkj á flugvellinum. — Það var fyrst daginn eftir ,sem hún mátti heimsækja Morrison. Hún hafði óeðlilega mikinn hjartslátt þegar hún steig inn í bifreiðina sem flytja átti hana til Long Island. Ferðin tók venjulega fjörutíu og fimm mínútur. Það var nap- ur febrúarmorgun. Hrollkalt regn- Það er barnaleikur að strauja þvott- inn með „Baby“ borðstrauvélinni. Baby er einasta borðstrau- véiin, sem stjórnað er með fæti og því hægt að nota báðar hendur við að hagræða þvottinum. Nýja verðið er kr.: 3816.— Takmarkaðar birgðir Jfekla Austurstræti 14 Símar 11687. ið féll yfir New York. Og þegar bifreiðin kom út á skagann, virt- ist Helen þokan koma æðandi, eins og öldur sem velta á land frá báð- um hlíðum. Bifreiðin ók hægt og með fullum ljósum áfram. Að lokum yfirgaf bifreiðin aðalgötuna og ók inn á steinlagðan hliðarveg, sem lá heim að „Heilsulhæli dr. Jensens". Háa steypujárnshliðið opnaðist 'hægt. Trjágarðurinn var gróðurvana og auður. Bliknuð og blaðlaus tré teygðu granna, kræklótta greina- sprotana upp í stálgráan himinn- inn. Skyndilega kom hin gráa, kuldalega hælisbygging í ljós, út úr þokunni. Helen hafði lofað að heimsækja forstöðumann hælisins áður en hún færi inn til eiginmanns síns. Dr. Jensen, sem tók á móti henni í Skrifstofu sinni, var Ijóshærður risi með augljóst skandinaviskt út- lit. Enda þótt hann væri aðeins rétt fertugur að aldri, naut hann þegar mikils álits sem sérfræðing- ur í taugasjúkdómum. Hann gekk með löngum, klunnalegum skref- um, sem eru eimkennandi fyrir há- vaxna menn, til móts við Helen, þrýsti hönd hennar helzt til fast og bauð henni til sætis. „Ég vildi tala við yður, áður en þér heimsæktuð eiginmann yðar“, sagði dr. Jensen. — „Tjtlit hans mun sennilega koma yður mjög á óvart". „Það getur varla verið verra en í London“, sagði Helen og reyndi að brosa. „Jú og nei“, sagði læknirinn. — „Nú er búið að taka mest allar umbúðirnar. 1 dag munuð þér sjá hr. Morrison sitja í hægindastóln- um sínum. Á höfðinu hefur hann aðeins einar litlar umbúðir. Eitt ör á andlítinu er mjög ljótt, en það er hægt að fjarlægja, hvenær sem er með skurðaðgerð". Þessi inngangur læknisins jók taugaviðkvæmni hennar um allan helming. „Annars mun það ekki 'hafa far- ið fram hjá yður“, hélt dr. Jensen áfram — „að það e.r samkvæmt beinum tilmælum starfsbræðra minna í London, sem hr. Morrison var fluttur hingað. Þessi stofnun mín heitir „Heilsuhæli", en aðeins í sálfræðilegum skilningi. Við fáumst eklkert við skurðlækningar hér. Ég er taugalæknir. Hr. Morri son er hér á taugalækningahæli". Helen varð náföl í framan. „Er það sama sem að ........“, stamaði hún. Læknirinn 'hristi höfuðið. „Nei, frú Morrison, taugalækn- ingahæli er ekki sama og ....“. Hann hikaði andartak — „er ekki sama og geðveikrahæli. Hins veg- ar er það staðreynd, að við fáumst eingöngu við sjúklinga sem hafa lamað eða ruglað taugákerfi. Því miður er því 'þannig farið með eig- inmann yðar“. Helen sat eins og dauðadæmd. „Verið ekki að hlífa mér við sann- leikanum, herra læknir", sagði hún loks með erfiðismunum. „Það væri fullkomið ábyrgðar- leysi, ef ég gerði það“. Hann h-all- aði sér aftur á bak í sætinu. — „Leikmenn gera sér oft hinar frá- leitustu hugmyndir um tauga- veikrahæli. Ég tek það greinilega fram að við höfum enga ástæðu til að halda að hr. Morrison hafi bil- að á geðsmunum. Hins vegar hefðu þær afleiðingar sem slys af þessu tagi hljóta að leiða af sér, átt sam kvæmt allri læknisfræðilegri reynslu, að vera löngu horfnar. a r L # u ó l’M GOINð TO MISS MILO...HE WAS A LOT OF COMPANV/ 1) „Vesalings gamli þrjótur- 2) „Fyrirgefið mér. Ég vissi vinur vina sinna. Stundum virt- 3) „Ef til er nokkur Paradís tnr! Hann hafði ekkert að gera 1 klærnar á þessum vörgum". ekki að hann mundi elta mig“. „Honum geðjaðist vel að yður, ist hann næstum hafa manns vit“. fyrir dýrin, þá er ég viss um að Miló fer þangað“. Sússanna. Og hann var góður Það eru þær ek)ki“. Hann tók sér stutta málhvíld og horfði rannsak andi augum á Helen. „Ég get e'kki sagt að orð og athafnir hr. Morri- sons séu beislínis sálsýkislegar, en þær eru líka jafnfjarri því að geta kallast eðlilegar eða heiltbrigðar. Þér munið sjálfar sannfærast um það. Við verðum að byrja á því að rannsaka sjúklinginn mjög sam- vizkusamlega. Að þeirri rannsókn lokinni getum við fyrst ákveðið hvort um alvarlega, e. t. v. ólælkn- andi skemmd á taugakerfinu er að ræða“. Hann stóð á fætur. „Sam- vinna yðar, frú Morrison er mjög þýðingarmikil. Að því er ég bezt veit eruð þið til þess að ge.ra ný- lega gift. Sjú'klingurinn elskar yð- ur. Fundurinn við yður getur haft mjög læknandi áhrif — eða eyði- lagt allt sem við læknamir kepp- gflútvarpið Sunnudagur 15. niarz: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Hallgrímskirkju (Prestur: Séra Sigurjón Þ. Árna- son. Organleikari: Páll Halldórs- son). 13,15 Erindi um náttúru- fræði; VI: Unnsteinn Stefánsson efnafræðingur talar um efnin í sjónum. 14,00 Hljómplötuklúbb- urinn (Gunnar Guðmundsson). — 15.30 Kaffitíminn, Öskar Cortes og félagar h-ans leika. 16,30 End- urtekið efni: .„Dagur í Eyjum“, dagskrá á vegum Vestmannaey- ingafélagsins Heimakletts, gerð af Birni Th. Björnssyni (áður flutt 25. janúar; nú endurtekin með úr- fellingum). 17,30 Barnatími (Skeggi Ásbjarnarson kennari). 18.30 Miðaftantónlei'kar (plötur). 20.20 Hljómsveit Ríkisútvarpsins 'leikur í hátíðarsal Háskólans. — Stjórnandi: Hans Antolitsoh. Ein lei'kari á fiðlu: Anker Buck. 21,00 „Vogun vinnur — vogun tapar“. Stjórnandi þáttarins: Svéinn Ás- geirsson hagfræðingur. 22,05 Danslög (plötur). 23,30 Dagskrár k>k. Mánudagur 16. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Bændavikan hefst: a) Ávarp (Steingrímur Steinþórsson búnað armálastjóri). b) Frá starfi verk færanefndar (Ölafur Guðmunds- son framkvæmdastjóri). c) Lamba sjúkdómar (Páll A. Pálsson dýra- læknir). 18,30 Tómstundatími barnanna (Jón G. Þófarinsson kennari). 18,50 Bridgeþáttur (Ei ríkur Baldvinsson). 19,05 Þing- frétti r. — Tónleikar. 20,30 Ein- söngur: Guðrún Tómasdóttir syng ur; Fritz Weisshappel leikur und- ir á píanó. 20,50 Um daginn og veginn (Andrés Kristjánssin blaðamaður). 21,10 Tónleikar (plötur). 21,30 ■ Útvarpssagan: veginn (Andrés Kristjánsson mann Guðmundsson; VI. (Höfund ur les). 22,10 Passíusálmur (41), 22.20 Upplestur: „Það eðla fljóð“, saga eftir Stefán Jónsson; fyrri hluti (Gísli Halldórsson leikari). 22.45 Nútímatónlist (plötur). — 23,10 Frá afmælissundmóti K.R. (Sigurður Sigurðsson). — 23,30 Dagskrárlok. Þriðjudagur 17. niarz: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Erindi bændavikunnar: a) Starfsemi jurtakynbótastöðvarinn ar (Sturla Friðriksson magister). b) Ræktun í gróðurhúsum (Óli Valur Hansson ráðun.). c) Um áburð (Björn Bjarnason ráðu- nautur). 18,30 Bainatími: ömmu sögur. 18,50 Framburðankennsla í esperanto. 19,05 Þingfréttir. Tón- leiikar. 20,25 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag). 20,30 Tón leikar Sinfóníuhljómsveitar 1«- lands í Þjóðleikhúsinu; fyrri hluti. Stjórnandi: Thor Johnson. Einleikari á píanó: Gísli Magnús- son. 21,15 Erindi: Heimur versn- andi fer (Séra Pétur Magnússon). 21.45 Iþróttir (Sigurður Sigurðs- aon). 22,10 Passíusálmur (42). 22,20 Upplestur: „Það eðla fljóð“, saga eftir Stefán Jónsson; síðari hluti (Gísli Halildórsson leikari). 22.45 Íslenzkar danshljómsveitir: Karl Jónatansson og hljómsveit hans leika. Söngkona: Rósa Sig- urðardóttir. 23,15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.