Morgunblaðið - 15.03.1959, Side 23
Sunnudagur 15. marz 1959
MOnCTlNBLAÐIÐ
23
Umræðum um kjördæmamálið
enn ólokið á búnaðarþingi |
Miklar umræður um það í gær
SÍÐASTI fundur búnaðarþings átti að vera í gær. Voru þá á dag:-
skrá mál til síðari umræðu, tvö talsins, frumvarp til laga um korn-
rækt og tillaga til þingsályktunar um stjórnarskrármálið. f öðru
lagi allar kosningar þingsins, sem eru í sex liðum og í þriðja lagi
þi.lgslit.
Fundurinn hófst kl. 9 og var
lokið afgreiðslu kornræktarfrum-
varpsins. Síðan hófust umræður
um kjördæmamálið og stóðu þær
Akranesbátar
AKRANESI, 14. marz. — í gær
var stormur á sunnan og suðaust-
an. Flestir bátanna drógu aðeins
hluta af netjunum, svona eina
trossu eða svo. — Bjarni Jóhann-
esson lensaði vestur fyrir Jökul,
en var kominn að netjunum og
byrjaður að draga um kl. 9 í
morgun. — Bátar hér eru flestir
að róa nú um hádegisbilið.
Goðafoss er væntanlegur hing-
*S nk. þriðjudag, og mun taka
mikið magn af freðfiski. — O.
Fjársöfnim
allt til hádegis og var þá fundi
frestað til mánudagsmorguns.
Þeir, sem töluðu um kjördæma
málið voru Benedikt Líndal, Pét-
ur Ottesen, sem talaði tvisvar,
Steingrímur Steinþórsson, Krist-
ján Karlsson, Bjarni Bjarnason,
Gunnar Bjarnason og Einar Ól- ' Dg6 mát.
afsson. Allmargir voru á mæl-
endaskrá þegar fundinum var
frestað og má því enn búast við
miklum umræðum á fundinum á
morgun. Verður það þá þriðji
fundur búnaðarþings, sem fjallar
nær einvörðungu um þetta mál,
er margir telja, að ekki hefði átt
að koma þar fram.
Lausn á skákþraut
1. Db6!, Kd5; 2. Kf4, Kc4; 3. Dc6
mát. 1. — Kf5; 2. Dd6, Kg5; 3.
á Bíldudal
BÍLDUDAL, 14. marz. — Tvö fé-
lagssajntök hér, Kvenfélagið
Framsókn og Slysavarnadeild
kvenna hafa gengizt fyrir söfnun
vegna sjóslysanna míklu, sem
urðu nú nýskeð. — Mörg framlög
hafa borizt í söfnunarsjóðinn, og
nemur hann nú um 15 þúsund
krónum. — Fréttaritari.
Hillary vill klífa Everest
öðru sinni
— og bíður leyfis Kínverja
AUKLAND, 14. mara. — Sir Edmund Hillary, sem kleif Mount
Everest ásamt Tensing árið 1953, hefur tvívegis ritað stjórn kín-
verskra kommúnista og boðið Kínverjum þátttöku í öðrum Everest-
leiðangri árið 1960. Langar f jallagarpinn til þess að klífa nú norður-
lilíð fjallsins, sem enn er „ósigruð".
Hyggst hann kaupa sér leyfi til
þess að fara inn í Tíbet með því
að bjóða Kínverjum að taka þátt
í leiðangrinum, en enn sem kom-
ið er hefur hann ekki fengið
neitt svar frá kommúnistum. í
viðtali í dag kvaðst hann vera
orðinn vonlítill um að fá svar,
því að hann hefði veðúr af því,
að Rússar ætluðu sér að reyna
við tindinn — og þeir kærðu sig
sennilega ekki um að hafa neina
aðra með sér.
Þegar þeir Tensing klifu
Everest 1953 notuðust þeir við
súrefnisgrímur síðasta spölinn.
Ætlun Hillarys var sú, að reyna
nú við tindinn án súrefnisgrímu
— og gera auk þess rannsóknir
á starfsemi mannslíkamans í
þessum miklu hæðum.
Þrír sænskir sundmeist-
arar keppa á KR-mótinu
Mótið hefst annað kvöld — lýkur miðvikudag
AFMÆLISMÓT KR hefst annað
kvöld og lýkur á miðvikudags-
kvöld. Hafa KR-ingar fengið
góða gesti til mótsins, en það eru
3 Svíar sem eru í fremstu röð
sundmanna á Norðurlöndum og
þekktir víða út fyrir þann ramma.
Þetta sænska sundfólk er Lenn
art Brock, sem er 26 ára gamall
'háskólanemi í Lundi. Hann er 1
af beztu skriðsundsmönhum Svía
og náði bezt á sl. ári 57,8 sek á 100
metrum. Áður en kafsund var
bannað í bringusundskeppni átti
hann heimsmet í 100 m bringu-
sundi á 1.11,6 mín. Það var 1953.
Bernt Nilsson er bezti bringu-
sundsmaður Svía og hefur bezt
náð 1.14,5 og 2.38,8 á 100 og 200
m. Hann er 20 ára gamall og
gegnir um þessar mundir her-
þjónustu.
Birgitta Eriksson er ein bezta
Landsliðin
sigruðu
A FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ fóru
fram að Hálogalandi kappleikir í
handknattleik milli úrvalsliða
HSt og liða er fréttamenn blað-
anna höfðu valið. Landsliðin
unnu í báðum leikunum. í leik
kvennaliðanna vann landsliðið
yfirburðasigur 23:11 og í karla-
flokki vann landsliðið með 30
mörkum gegn 23. Báðir voru
leikirnir daufari í heild en
„blaðaleikir" fyrr í vetur, en frá-
sögn um þá verður að bíða.
sundkona Svía. Hún hefur bezt
náð 1.05,8 mín í 100 m skriðsundi
en er einnig framarlega i bak- og
flugsundi.
Birgitta Eriksson, ein bezta
sundkona Svía, keppir hér
annað kvöld ásamt tveimur
löndum sínum við íslenzkt
sundfólk. — Hún hefur náð
betri árangri en Ágústa — en
hvernig fer á morgun?
Helztu keppinautar Svíanna
eru Ágústa Þorsteinsdóttir, Guð-
mundur Gíslason og Pétur Krist-
jánsson, en Svíamir hafa allir
til þessa náð betri afrekum en ísl.
sundfólkið, en mjótt er, þó þar á
munum og getur allt skeð.
KR-ingar hafa vandað mjög til
þessa móts og er ekki að efa að
það verði öllum er að standa og
á horfa til óblandinnar ánægju.
Tólfta landsflokka
glíman að Háloga-
landi í dag
LANDSFLOKKAGLÍMAN, hin
12. i röðinni, verður háð að Há-
logalandi í dag, og hefst glíman
kl. 16:30. — Hefir landsflokka-
glíman farið fram árlega frá þvi
að hún fyrst var háð, að undan-
teknu einu ári, er hún féll niður.
Átján keppendur taka þátt í
glímunni að þessu sinni, og er
það svipuð þátttaka og sl. ár. —
í 1. flokki verða f jórir keppendur,
þeir bræður Ármann og Kristján
Heimir Lárussynir, Hannes Þor-
kelsson (allir úr UMFR) og Ól-
afur Guðlaugsson úr Ármanni. —
Ármann J. Lárusson sigraði í
landsflokkaglímunni í fyrra.
í öðrum þyngdarflokki keppa
m. a.t Hilmar Bjarnason, UMFR,
Trausti Ólafsson, Ármanni, og
Magnús Steindórsson úr Ung-
mennafélaginu Samhygð í Gaul-
verjabæjarhreppi, en hann er
eini utanbæjarmaðurinn í keppn-
inni, að undanskildum bróður
hans, sem keppir í drengjaflokki.
— Hilmar Bjarnason varð meist-
ari í þessum flokki á sl. ári.
Keppni í 3. flokki fellur nú nið-
ur vegna ónógrar þátttöku. — í
drengjaflokki eru þessir meðal
keppenda: Gunnar Pétursson,
UMFR, Sveinn Sigurjónsson,
sama félagi, Þórarinn Öfjörð,
Ármanni, og Gunnar Steindórs-
son, Samhygð, en hann vann í
drengjaflokki í fyrra.
Það er Ungmennafélag Reykja-
víkur, sem sér um mótið.
Á myndinni hér fyrir ofan sést Svejnn Ásgeirsson, stjórnandi
þáttarins „Vogun vinnur — vogun tapar“, ásamt spyrjendunum
Agli Bjarnasyni, Guðmundi Sigurðssyni og Páli S. Pálssyni, þar
sem þeir eru að spyrja „huldumennina", sem sitja hinum megin
við tjaldið að baki þeirra. — „Vogun vinnur — vogun tapar“
verður útvarpað í kvöld og verður þátturinn tekinn upp í veit-
ingahúsinu Lido kl. 3 e. h. Aðgöngumiðar fást frá kl. 1.
Myndir af borgar-
stjórafrúm
Á FUNDI bæjarráðs, er haldinn
var á föstudaginn, skýrði borgar-
stjóri bæjarráðsmönnum frá gjöf,
sem Reykvíkingafélagið hefði af-
hent bænum. Er hér un\ að ræða
myndir af sex konum, sem allar
hafa verið borgarstjórafrúr í
Reykjavík.
íbúð óskast
Ungur málari óskar eftir 2ja
herbergja íbúð. Standsetning
með húseiganda kemur til
greina. Upplýsingar í síma
34503.
Baðker
Nýkomin baðker í tveimur stærðum með tilheyr-
andi blödunartækjum og ventlum.
A. Jóharmsson & Smith h.f
Brautarholti 4 — Sími 24244.
GUÐMUNDUR HELGI ÓLAFSSON
frá Keflavík,
andaðist að heimili sínu Óðinsgötu 23, Reykjavík, 13.
marz.
Guðrún Sigurðardóttir og börn hins látna.
Móðir mín
MARGRÉT ÁSMUNDSDÓTTIR
Skipholti 28,
sem andaðist í Elliheimilinu Grund 7. þ.m., verður jarð-
sungin frá Frikirkjunni mánudaginn 16. þ.m. kl. 2 e.h.
Bl-óm afþökkuð.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Halldóra Guðmundsdóttlr.
Útför
• SIGÞRÚÐAR SÖLVADÓTTUR
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. marz kl.
10,30 f.h.
Blóm eru afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hennar,
er eftir ósk hinnar látnu, bent á Blindrafélag íslands.
Athöfninni verður útvarpað.
Aðstandendur.
Útför eiginmanns míns
STEFÁNS JÓNSSONAR
fer fram þriðjud. 17. marz og hefst með húskveðju að
að heimili hans Brimnesi, Dalvík kl. 2 e.h. Jarðað verður
að Upsum.
Anna ólafsdóttir.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við frá-
fall sonar okkar og bróður
HELGA VATTNES KRISTJÁNSSONAR
sem fórst með vitaskipinu Hermóði.
Lovísa Helgadóttir, Kristján Vattnes og systkinin.
Hjartans þakkir til allra fjær og nær er sýnt hafa
okkur samúð við fráfall okkar ástkæra sonar og bróður
BIRGIS GUNNARSSONAR
matsveins, er fórst með Vitaskipinu Hermóði.
Aðalheiður Magnúsdóttir,
Gunnar Arnbjörnsson og systkini.