Morgunblaðið - 15.03.1959, Side 24

Morgunblaðið - 15.03.1959, Side 24
V EÐRID Suðvestan kaldi eða stinnings- kaldi. Éljagangur. 62. tbl. — Sunnudagur 15. niarz 1959 Ræða Bjarna Benediktssonar ______Sjá bls. 13_ Allvel horfir um út- flutning á sementi Sementsverksmiðja ríkisins sendi lægsta til- boð um sementssölu til Sogsvirkjunarinnar Sinfóníuhljómsveifin leik- ur þrjú verk sem aldrei hafa verið flutt hér áður NÆSTKOMANDI þriðjudags- kvöld kl. 8,30 heldur Sinfóníu- hljómsveit Islands þriðju tón- leika sína undir stjórn dr. Thors Johnsons, og verða á þessum tón- leikum eingöngu flutt verk, sem aldrei hafa verið flutt hér áður. Einleikari með hljómsveitinni verður Gísli Magnússon píanó- leikari. Á efnisskránni verður fyrst sinfónía í A-dúr, K 201 eftir Moz art. Þá verður Concertino fyrir píanó og hljómsveit eftir svissn- esk-franska tónskáldið Arthur Honegger. Eftir þetta frægasta tónskáld Frakka á þessari öld hefur aldrei verið flutt neitt hér Sjúkrasanilags- gjöld greidd niður Ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða niður sjúkrasamlagsið- gjöld frá og með 1. marz sl. Nem. ur niðurgreiðslan 13 kr. á mánuði á hvern meðlim. (Frétt frá ríkisstjórninni). á landi, utan kórverkið Davíð konungur, sem flutt var fyrir nokkrum árum. Síðast á efnis- skránni er svo svíta úr tónleikum eftir Richard Strauss við sjónleik Molieres Borgari gerist aðalsmað- ur. Er þetta hið fyrsta af stærri verkum Strauss, sem flutt er hér á landi. Annars staðar eru verk hans mikið flutt á hljómleikum. Bílastöður bann- aðar og nýjar aðalbrautir BÆJARRÁÐ samþykkti á fundi sínu á föstudaginn, að fengnum tillögum umferðarnefndar, tvenn ar ráðstafanir til aukins umferð- aröryggis. 1 fyrsta lagi er um að ræða bann við bílastöðum í Suð- urgötunni, beggja vegna götunn- ar, frá Vonarstræti að Kirkju- garðsstíg. 1 öðru lagi er samþykkt um að Sundlaugavegur og Brúnavegur verði gerðir að aðalbrautum. fiustur við Sog — og ú leiðinni þunguð f STÖÐVARHÚSI Efra Sogsvirkj unarinnar er byrjað að setja nið- ur vélar. Þýzkur vélvirki er kom- inn vel á veg með fyrri vatns- túrbinuna, af tveim, fyrir véla- samstæður orkuversins. Mennirn- Ir á efri myndinni vinna með hin um þýzka vélvirkja og eru að setja saman túrbínur. Áður en mjög langt um líður verður byrj að að setja seinni vatnstúrbínuna niður, því allir vélahlutar til þeirra eru komnir austur. Túr- bínurnar eru smíðaðar í V-Þýzka landi í verksmiðjum Mayers. Ljósmyndari Mbl. mætti bíla- lest frá Rafmagnsveitu Reykja- víkur í Hveradölum s.l. fimmtu- dag. Var hún á leið austur að Efra Sogi með ýmislegt til virkj- unarinnar, stórt og smátt. Þessi stóri flutningabíll sem rak lest ina var með háfermi og á köss- unum stóð ASEA. í þeim eru hlutar til háspennuvirkis hins nýja orkuvers. Stœkkun hifaveitukerfis- ins samþykkf í bœjarráði Á FUNDI bæjarráðs á föstudag- inn, var lagt fram bréf borgar- stjóra, þar sem m. a. er óskað til- lagna um það í hvaða bæjar- hverfum hefja skuli hitaveitu- framkvæmdir og 1 hvaða röð. Á fundinum voru lagðar fram til- lögur hitaveitunefndar um þetta. Er þar lagt til að kerfi Hlíða- veitu verði stækkað til norðurs og austurs, og gerð verði áætlun um hitaveitukerfi í hluta Laugar nesshverfis næst dælustöð við Fúlutjörn. Bæjarráð féllst á þessar tillög- ur. — Aðalfundur Blaða- mannafélags ís- lands I dag AÐALFUNDUR Blaðamannafé- lags fslands verðUir haldinn í dag og hefst kl. 3 eftir hádegi í Naust inu uppi. Venjuleg aða'fundarstörf. -------------------® Gunnar Helgason. Gunnor Helgason, erindrekí, taiar um verkuiýðsmól unnuð kvöld ANNAÐ kvöld flytur Gunnar Helgason, erindreki, 11. erindi Stjórnmálaskóla Varðar. I erindi sínu mun Gunnar ræða verka- lýðsmálin, rekja sögu þeirra og skýra starfshætti og skipulag verkalýðssamtakanna og þýðingu þeirra fyrir launþega og þjóðar- heildina. Hann mun skýra það hvernig heilbrigð verkalýðsbar- átta miðast við að tryggja laun- þegum réttan hlut þjóðartekna og stuðla að aukningu þeirra með uppbyggingu atvinnuvega og bættri tækni til framleiðslu. S. 1. föstudag flutti Svavar Pálsson viðskipafræðingur, yfir gripsmikið og fróðlegt erindi um skattamál. Ræddi hann skatt- teknisk atriði í upphafi máls síns, en síðan aðallega um stefnuna í skattamálum undanfarin ár og gerði að lokum grein fyrir þeim breytingum á skattalögum, sem nauðsynlegt er að gera á næstu árum. Að erindinu loknu svaraði Svavar fyrirspurnum, er fram komu. Erindi Gunnars Helgasonar, erindreka, er 2. erindi V. málefna flokks, sem fjallar um ýmsa þætti þjóðmála. Tvö erindi eru eftir af þeim 13, sem flutt verða á Stjórnmálaskólanum. N.k. mið- vikudag mun Jón Júlíusson, hag- fræðingur, flytja erindi um við- skiptamál, en Þorvaldur Garðar Kristjánsson, lögfræðingur og form. Varðar, mun n.k. föstu- dag flytja síðasta erindi skólans og ræða félagsmál. ,k. sunnudag verður svo kaffikvöld fyrir alla þátttakendur Stjórnmálaskólans. Erindi Gunnars Helgasonar annað kvöld hefst kl. 8,30 í Val- höll við Suðurgötu. FYRIR nokkru var óskað eftir tilboðum í sölu á 4000 tonnum af sementi til framkvæmda við hina nýju Sogsvirkjun, við Efra- Sog. — Mörg tilboð bárust frá erlendum sementsverksmiðjum, svo og frá Sementsverksmiðju ríkisins hér. — Hinn 23. febrúar s.l. voru tilboðin opnuð, og reynd ist þá tilboð Sementsverksmiðju ríkisins lægst. — Mun hún því selja Sogsvirkjuninni umrædd 4000 tonn af sementi. ★ í tilefni af þessu sneri Mbl. sér í gær til dr. Jóns E. Vestdal, framkvæmdastjóra sementsverk- smiðjunnar, og spurði hann m.a. um horfur á útflutningi á ís- lenzku sementi. — Sagði dr. Jón, að fulltrúi frá sementsverksmiðj unni væri nú staddur í Bandaríkj unum til að athuga þau mál. — Kvað hann ekkert ákveðið enn í þessu efni, en hins vegar kvað hann horfa allvel um það að tak- ast mætti að selja eitthvað af frmleiðslu verksmiðjunnr til út- flutnings. Einnig væru líkur til, að varnarliðið á Keflavíkurflug- velli keypti eitthvað af íslenzku sementi, en ekkert mun þó full- ráðið í því efni heldur. Dr. Jón Vestdal kvað sements- verksmiðjuna geta framleitt um 110 þús. tonn af sementi á ári, og er það allmiklu meira en búizt var við í upphafi, en gert var ráð fyrir 75 þús. tonna fram- leiðslu á ári. Notkunin innan- lands var 90 þús. tonn á s.l. ári, en gert mun ráð fyrir minni se- mentsnotkun i ár, og ættu því að vera til ráðstöfunar fyrir erlend- an markað milli 20 og 30 þúsund tonn. Áframhaidandi framkvæmdir við verkamannahásið Innflutningsskrifstofan hefur með bréfi til bæjarráðs á föstu- daginn tilkynnt bæjaryfirvöldun- um, að veitt hafi verið leyfi til áframhaldandi framkvæmda við verkamannahúsið nýja við höfn- ina. Er hér um að ræða 400.000 króna fjárfestingaleyfi fyrir ann- arri hæð hússins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.