Morgunblaðið - 17.03.1959, Qupperneq 9
■Þriðjudagur 17. marz 1959
MORCVNRLAÐIÐ
9
Jón Þ. Jónsson
Gunnlaugsstöðum — minning
HINN 10. marz sl. lézt að heimili
sínu, Gunnlaugsstöðum íStafholts
tungum, Jón Þórólfur Jónsson
fyrrum hóndi þar, og verður hann
jarðsettur frá Síðumúlakirkju í
dag.
Jón fæddist á Gunnlaugsstöð-
um 25. júní 1870, og var því kom-
inn fast að níræðu. Foreldrar
hans voru þau hjónin Jón Þór-
ólfsson bónda frá Norðtungu og
kona hans, Hallfríður Bjarna-
dóttir frá Högnastöðum. Árið sem
Jón fæddist dó faðir hans. Móðir
hans giftist aftur, en missti seinni
mann sinn árið 1890, og bjó Jón
þá með móður sinni til ársins
1895, er hún brá búi og leigði
jörðina. Næstu árin var Jón lausa
maður, og voru það einu ár æv-
innar, sem hann dvaldist, ekki að
staðaldri á Gunolaugsstöðum.
Árið 132 giftist Jón eftirlif-
andi kon-' sinni, Jófríði Ásmunds
dóttur Sinarssonár bónda á
Högnastöðum og Þorbjargar
Sveinsdóttur, konu hans. Var Jó-
fríður allmiklu yngri en maður
hennar. Hófu þau sama ár búskap
á Gunnlaugsstöðum og bjuggu
þar í 40 ár, eða til ársins 1942, er
Guðmundur sonur þeirra tók við
jörðinni.
Þau byrjuðu búskap við
lítil efni á einu lélegasta býli
sveitarinnar. Af túninu fengust
ekki full tvö kýrfóður og annar
heyskapur aðeins á blautum mýr-
um, húsakostur var lítill og bær-
inn mjög slæmur. En þau-hjónin
voru samhent svo af bar og nýtt-
ist allt til fulls, sem þau höfðu
handa á rpilli, enda var hirðusemi
og þrifnaður beggja langt yfir
meðallag. Þau eignuðust 16 börn,
sem öll eru komin til fullorðins-
ára, og unnu það afreksverk að
ala 14 þeirra að öllu leyti upp
heima án þess að þiggja nokkurn
tíma opinbera aðstoð á nokkurn
hátt, og ekki voru þá tryggingar
til að létta undir með ómaga-
heimilum. Ekki hefur hlutverk
Jófríðar heldur alltaf verið létt
að halda öllum hópnum og öllu
innan húss í hinum lélegu húsa-
kynnum jafn hreinu og þokka-
legu og raun bar vitni, og
vinnudagurinn við hinar erfiðu
aðstæður hefur oft verið langur.
En þau hjónin fengu laun erfiðis
síns í miklu barnaláni, og hefur
hinn stóri systkinahópur sýnt for
eldrum sínum og gamla heimilinu
óvenjumikla ræktarsemi, og sam-
heldni|fjölskyldunnar er einstök.
Til dæmis má geta þess, að fyrir
fáum ár m létu 6 systkinanna
ferma börn sín saman í Síðumúla-
kirkju og héldu fermingarveizl-
una á Gunnlaugsstöðum. Voru
þá samankomnir um 70 afkom-
endur og tengdabörn þeirra
hjóna, og hafa þau síðan talað am
daginn sem einn hinn eftirminni-
legasta og ánægjulegasta í lífi
sínu. Á einu merkisafmæli for-
eldra sinna komu systkiniii upp
að Gunnlaugsstöðum með girð-
ingarefni og trjáplöntur, og var
allstór skógræktargirðing gjöf
þeirra til foreldra sinna. Hafa
þau síðan bætt trjáplöntum í
girðinguna árlega og er nú að
vaxa þarna álitlegur skógarlund-
ur. Jón bætti jörðina og byggði
upp og naut við það aðstoðar
fcarnanna, er þau stækkuðu og
býr nfj, eins og áður er sagt, Guð-
ir.undur sonur hans þar. Fjöl-
s&yldat: er orðm stór, tengda.
börnin eru 15, barnabörnin ,rúm-
Itga 50 cg eitt barnabarnabarn
Á Gum.iaugsstöðum hefur oít
verið san kcn.ustaður ungs fó'ks
enda óvíða be+ra að koma, því íð
aldrci virtist Jóni og Jófríði líða
betur en mnan um ungmenni að
ieik, og tóku fullan þátt i leikj-
um þeirra og gáska fram á síð-
ustu ár. Hafa þau alltaf notið ó-
skiptra vinsælda allra nágranna
sinna og hafa börn þeirra hlotið
þá gæfu í voggugjöf, enda aiit
vandað fólk með afbrigðum.
Þrátt fyrir háan aldur var Jóni
hlíft við erfiðri elli. Hann var
að vísu að mestu blindur síðustu
ár ævinn. r, en fi 'skur að öðru
leyti og rat sinnt ýmsum störf-
um fram á síðasta dag, unz hann
hné niður örendur og að morgni
10. marz, eins og áður er sagt.
Munu allir vinir hans þakka, að
honum skyldi hlíft við þjáningum
og sóttarsæng. Um leið og ég
þakka Jóni langa og trygga vin-
áttu sendi ég kveðju mína að
Gunnlaugsstöðum og til allra
systkinanna.
Kristján F. Björnsson.
Kirtjuvikunni
KIRKJUVIKUNNl á Akureyri,
sem staðið hefur yfir síðan sl.
sunnudag, lýkur í dag með guðs-
þjónustu í Akureyrarkirkju.
Þar flytur Ólafur Tr. Ólafsson
bæn, altarisþjónustu annast sr.
Kristján Róbertsson, sr. Benjamín
Kristjánsson, og sr. Sigurður
Stefánsson. Sr. Pétur Sigurgeirs-
son predikar og sr. Sigurður Stef
ánsson prófastur flytur ávarp.
Kirkjukórinn syngur og Jakob
Tryggvasoh leikur útgöngulag.
HÖFUM OPNAÐ
Jpplýsinga og viðskipta skrifstofu
á Laugaveg 33B. Við munum annast upplýsingar
fyrir alia bæði fjær og nær. Heiðruðu landsmenn
það er dýrt að ferðast. Sparið tíma og peninga.
Látið okkur annast fyrir yður upplýsingarnar.
Vinsamlegast sendið skriflegar fyi'irspurnir í
ábyrgðarbréfi ásamt 100 kr. þjónustugjaldi í póst-
hólf 1242. (Geymið auglýsinguna).
r. 22/1959.
Tilkynning
Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há-
marksverð á brenndu og möluðu kaffi frá innlendum
kaffibrennslum:
í heildsölu pr. kg................ kr. 30,75
í smásölu pr. kg.................. — 36.00
Reykjavík 14. marz 1959.
VERÐLAGSSTJÓRINN.
Vélbáturinn Guðbjorg T.H 160
er til sölu. Fullnægir öllum nýtízku kröfum, smíða-
ár 1957. Stærð 9—10 tonn. Buddadieselvél. Atlas-
dýptarmælir. Talstöð og gúmmíbjörgunarbátur.
Ennfremur 30 þorskanet og 40 lóðir. Tilboðum sé
skilað til blaðsins fyrir næsta laugard. 21. þ.m.
merkt: „5436“ eða væntanlegir kaupendur setji sig
itXÍSUNDATM!
4
GIÆS/IEGT UWAl
UEf?Ð U/Ð 4UP/J »
í samband við Jón Árnason kaupfélagsstjóra á Rauf-
arhöfn sem gefur nánari upplýsingar. Allur réttur
áskilinn.
Gólfmottur
nýkomnar í eftirtöldum stærðum.
61x36
76x46
92x51
102x51
114x97
■ITIJlffl
ELEKTROLLX
Nýkomið:
HRÆRIVÉLAR
BÓNARAR
RYKSUGUR
V AR AHLUTIR
Sænsk framleiðsla er alltaf í bezta flokki.
Einkaumboðsmenn:
Honnes Þoisteinssnn & Co.