Morgunblaðið - 17.03.1959, Side 11

Morgunblaðið - 17.03.1959, Side 11
Þriðjudagur 17. marz 1959 MORGVISBLAÐIÐ 11 Þib skulub ekki vera hrædd jboð er bara kviknab í húsinu WOLFGANG LEONARD var unglingur, er Hitler brauzt til valda. Móðir hans var meðlinvur þýzka kommúnistaflokksins og sanntrúaður kommúnisti — og þegar nazistar efldu völd sín í Þýzkalandi ákvað móðir Wolf- gangs að taka sig upp og fara til Rússlands með son sinn til þess að geta veitt honum hina einu réttu fræðslu og uppeldi — í landi kommúnismans. Þau héldu frá heimalandinu, Þýzkalandi, til Svíþjóðar. Þaðan komst móðir með son sinn til „draumalandsins“. Hún var von- glöð og hrifin, þegar hún steig yfir landamærin finnsku, hana óraði ekki fyrir því, sem fram- tíðin bar í skauti sér, hún hugs- aði aðeins am eitt: Hún var slopp in með son sinn inn í sæluríkið. — S& — Wolfgang Leonard hlaut mikla menntun í Rússlandi, hann gekk í málaskóla, síðan í þjálfunar- skóla Komintern þar sem þylt- ingar og undirróðursmönnum frá öllum löndum voru kenndar hin- ar kommúnisku aðferðir til valda töku í lýðræðislöndum. Hann hlaut gott viðurværi og góð laun, en á fullorðinsárum öðlaðist hann skilning og þroska til þess að skoða kommúnismann í réttu ljósi. Hann valdi þann kostinn að flýja — og fyrir skemmstu komu út í Þýzkalandi stuttar æviminningar hans: Die Revolu- tion entlásst ihre Kinder. — 2á — Hann segir svo frá ferð sinni til Rússlands, að hann hafi fljótt veitt því athygli hve Rússar bjuggu við slæm kjör miðað við Þjóðverja og Skandinava. Hann spurði móður sína hverju þetta sætti, spurði hana hvort hún hefði ekki tekið eftir þessu — og hverju hún sæktist svona eftir. En móðir hans var trúaður komm únisti — og hún ætlaði að ala son sinn upp í sömu trú. Mamma fékk góða vinnu í Moskvu, segir Wolfgang, við bjuggum í einu litlu herbergi fyrst eftir að við komum þang- að, það þótti munaðarlíf. Skömmu síðar var ég sendur í heimavistarskóla — og unglings- árin var ég lengst af í slíkum skólum. — U — Eitt sinn, er ég kom í heimsókn til móður minnar fann ég hana ekki. Ég spurði nágrannana eftir henni, en allir færðust undan að segja mér hvar hún væri niður komin. Ég varð hræddur, mér fannst þetta furðulegt, hún hafði ekki látið mig vita hvert liún ætlaði. Ég skildi það ekki þá, þetta var á sama tíma og Stalínshreins anirnar miklu. Hann sá enga rétta mynd af hreinsununum, heyrffi affeins, aff þeir, sem hurfu hefffu veriff í slagtogi meff naz- istum. Honum fannst þaff ein- kennilegt: Hvernig gat móffir hans hafa veriff nazisti úr þvi aff hún flúffi Þýzkaland Hitlers? — 3á — Hann segir eina dæmigerða sögu um það hve almennur ótt- inn við leynilögreglu Stalins hef- ur verið: í húsi einu í Moskvu bjuggu margar fjölskyldur sam- an í einu stóru herbergi. Snemma morguns, þegar allir voru í fasta svefni, var barið harkalega á dyrnar. Enginn sagði neitt, allir risu úr fletum sínum og klædd- ust í skyndi. Aftur var bankað, enginn hreyfði sig til þess að opna. Allir voru of hræddir til þess. Og enn var bankað — mjög harkalega. Þá vogaði einn karl- mannanna sér að opna. Utan við dyrnar stóð húsvörðurinn — og var mikill asi á honum: — Þið skuluð ekki vera hrædd, sagði hann — það er bara kviknað í húsinu. Áriff 1941 var Wolfgang send- ur frá Moskvui, til Ural — 1200 km frá Moskvu. Hann hafffi ekkert heyrt frá móffur sinni, en veriff sagt, aff hún hafi veriff send til starfa langt frá Moskvu. — 3á — í bænum Ufa í Ural voru mikl- ar bækistöðvar Komintern. Þar var sægur útlendinga, manna frá ýmsum löndum — störfuðu þeir í hinni alþjóðlegu kommúnista- miðstöð. Enda þótt almúginn liði mikinn skort í Ufa sem annars Ernö Gerö staðar í Rússlandi, lifðu komin- ternstarfsmennirnir í alsnægtum og bárust mikið á. Höfðu bíla og önnur þægindi — og gott fæði. í Baschkiri-hótelinu þar bjuggu þeir allir — Og þar heyrði Wolf- gang í fyrsta sinn í Rússlandi þjón bjóða meiri mat, þegar lokið var af diskum. Og það, sem und- arlegra var. Það var í rauninni hægt að fá meira, segir hann. —u — í 60 km fjarlægff frá Ufa var þjálfunarskóli komintern, þang- aff var Wolfgang nú sendur. Þar voru nemendur frá mörgum lönd um, allir gengu þar <undir dul- nefnum — og nemendur máttu ekki segja hver öðrum sín réttu nöfn. Sumir brutu þó þess- ar reglur, segir Wolfgang — 3á — Einn kennaranna, sem hét Bernard 'Koenen, var eineygur. Sagt var, að NKVD, rússneska leynilögreglan, hefði stungið úr honum annað augað í einu hreins unaræðinu. Samt var Koenen ó- bifandi kommúnisti. Og hann komst jafnvel svo langt að verða sendiherra A-Þýzkalands í Prag. Kommúnistar geta því komizt í miklar valdastöður þó að leyni- lögregla þeirra stingi úr þeim annað augað eða svo. — 2á — Wolfgang var í þessum skóla, þegar fregnin barst um það að Komintern hefði verið leyst upp. Nemendurnir spurðu kennara hvort Stalín hefði ákveðið þetta fyrir beiðni Vesturveldanna. Svariff var NEI. Skipulagning Komintern var úrelt orffin, þaff var hvort sem er búiff aff ákveffa aff leggja þaff niffur aff nafninu til í fyrri mynd. En öll starfsem- in átti aff halda áfram — og rúsaneak blöff sögffu ekki frá því, aff Komintern hefði veriff leyst upp. — 2á — Þegar Wolfgang brautskráðist úr skólanum var honum fengið starf í Komintern miðstöðinni við Leningötu í Ufa við skjalasafnið þar. Yfirmaður hans þar nefnd- ist Wilkow. Skömmu síðar var Wolfgang kvaddur til Moskvu. Þá höfðu Rússar styrkt aðstöðu sína á austurvígstöðvunum og höfuðborginni var ekki lengur hætta búin. Komintern miðstöð- in var þá flutt til Moskvu — og hinir erlendu starfsmenn fluttu með — og settust að í Lux-hótel- inu. Wilhelm Pieck Nú var Wolfgang falin kennsla — og meðal nemenda hans voru Ernö Gerö, Wilhelm Piek og Walter Ulbricht. — iá — Jafnskjótt og Rauði herinn var kominn inn í Þýzkaland var Wolfgang sendur þangað ásamt 10 öðrum mönnum, hinum svo- nefndu Ulbricht hópi. Þetta voru allt Moskvumenntaðir Þjóðverj- ar, sem áttu að undirbúa valda- töku kommúnista í Þýzkalandi að styrjöldinni lokinni — og fyrst og fremst að skipuleggja komm- úniska leynilögreglu í landinu. Þetta tókst, að vísu ekki nema í eystri helming Þýzkalands. í fyrstu voru gamlir sósialdemo- kratar teknir að nafninu til í stjórnina, látnir hafa óvinsæl og valdalítil embætti. Kommúnistar sáu þó fljótt, að Þjóðverjar gerðu sig síður en svo ánægða með hina kommúnisku stjórn. Rúss- nesku hermennirnir gengu rupl- andi og rænandi — og nauðguðu konum. Kommúnistarnir komust fljótt að niðurstöðu um það, að með réttum aðferðum gætu þeir náð tangarhaldi á gömlu þýzku nazistunum — enda urðu þeir margir hinir tryggustu skósvein- ar kommúnistastjórnarinnar. Aldrei bar mikið á Wolfgang í Þýzkalandi, hann vann vel á bak við töldin — og þegar hann hafði lokið undirbúningsstarfi sínu gerðist hann blaðamaður í A-Þýzkalandi — og síðar starfs- liðsstjóri í Karl-Marx skólanum. — aá — En Wolfgang Leonard var nú orffinn blendinn í kommúnista- ÞAÐ verður ekki annað sagt en mjög vel hafi tekizt með val á þeim útlendu hljómsveitarstjór- um, sem fengnir hafa verið hing- að til að stjórna tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar á undan- förnum árum. Hér hefir komið margt ágætra stjórnenda, sem hefir tekizt að laða fram það bezta, sem hljómsveitin býr yfir. En engum þessara manna er gert rangt til, þótt sagt sé, að einn hinn allra snjallasti þeirra er ameríski hljómsveitarstjórinn dr. Thor Johnson, sem nú er gestur hljómsveitarinnar í annað sinn, enda er hann mjög dáður stjórn- andi í heimalandi sínu og víðar um lönd. Hann sýndi á tónleik- unum s.l. þriðjudagskvöld, að hann hefir fullt vald jafnt á hljómsveitinni sem viðfangsefn- um sínum; augljóst er að hljóm- sveitarmenn meta hann mjög mikils og vilja allt á sig leggja til að láta að vilja hans í smáu og stóru, enda mun samleikur í hljómsveitinni og heildarsvipur flutningsins vart hafa verið betri í annan tíma en á þessum tón- leikum. Dr. Thor Johnson hefir áður sýnt í verki vinarhug sinn til íslands svo ekki verður um villzt. Og að þessu sinni kom hann hingað færandi hendi: Hann trúnni. Hann var búinn að sjá of mikið og reyna of margt. Hann hafði m.a. komizt að því, aff móðir hans hafði veriff send til Vorkuta-fangabúffanna miklu í Siberíu — og þegar hann loks náffi fundum hennar — og hún var látin laus, ofbauð honunt meðferðin, sem móð: ' hans hafffi hlotið í þessu kommuniska sælu- ríki. Hún var orðin gönwil kona, þreytt á lifinu — sneydd allri lífslöngun. — 1á — Þegar skarst í odda með Titð og Kreml ákvað Wolfgang að láta til skarar skríða. Hann var ákveðinn í að slíta sig frá þvi þjóðskipulagi, sem gert hafði móðir hans örkumla — og ’nann sjálfan að þræli. Um Tékkcslóva kíu koms hann til Belgrad þar sem hann starfaði um stund við. hina þýzku deild útvarpsstöðvar- innar þar. Síðan hvarf hann til Englands — og ver nú öllum sinum kröft- um til þess aff leiffa fólk í sann- leikann um sviksemi kommún- ismans við mannkyniff, sannleik- ann um hina mestu hræsni, lyg- ar, ofbeldi og ófrelsi, sem heim- 'iirinn hefur nokkru sinni þekkt, eins og hann orffar það. — E. H. hafði meðferðis nýja sínfóníu, sem hann hafði látið semja sér- staklega fyrir Sinfóníuhljómsveit íslands, og fengið til þess mann, sem að hans dómi er meðal hinna ágætustu ungra tónskálda í Bandaríkjunum, Cecil Effinger, prófessor við Colorado-háskól- ann. Þetta verk var frumflutt á tónleikunum á þriðjudagskvöld og vakti óskipta athygli áheyr- enda, enda er hér um ræða svip- ríkt og rismikið tónverk, mjög kunnáttusamlega samið og fork- unnarvel ritað fyrir hljómsveit- ina. Sú hugsun sækir á, að í fyrsta þættinum, sem er hægur, speglist hugmyndir tónskáldsins um hið fjarlæga land með kulda- lega nafninu, þar sem hugur hans mun oft hafa dvalið, meðan á samningu verksins stóð. Yfir þessum þætti er svalur, heiður blær. Annar þátturinn er lausari í böndum, en í tveimur síðari þátt unum tekur tónskáldið efnið aft- ur föstum tökum, og niðurlag verksins er mjög áhrifamikið. — Það er vafalítið, að svo ágætt tónverk eftir jafnþekkt tónskáld og Cecil Effinger verður flutt oft og víða, og er það mikill ! sómi, að það skuli hafa verið frumflutt hér og jafnan verða tengt nafni íslands. Hafi þeir báðir þökk, hljómsveitarstjórinn og tónskáldið, fyrir þetta glæsi- lega verk og fyrir þann hug, sem á bak við er. Önnur viðfangsefni voru „Flug elda-svíta“ Handels í fagurri út- setningu stjórnandans og sinfónía nr. 8 í G-dúr eftir Dvorák, ef til vill hin bezta og sannasta af öllum sinfóníum hans. Bæði þessi verk voru stórglæsilega flutt, svo lengi mun verða minnis stætt. Það er mikið fagnaðarefni að mega á næstunni enn eiga von á tvennum sinfóníutónleikum und- ir st'jór dr. Thor Johnson, enda eru á efnisskrám þeirra ýmis forvitnileg verk, sem nýjung er að heyra hér. Vikar. Ræðir stjóriiarmyndun HAAG, 14. marz.’— Júlíana Hol- landsdrottning heldur áfram við- ræðum sínum við stjórnmála- foringja um myndun nýrra ríkis- stjórnar eftir þingkosningarnar í vikunni. Kaþólski flokkurinn kom sterkastur út úr þessum kosningum, hlaut 49 þingsæti, en j afnaðarmen/n, sem áður voru flestir á þingi, eru nú 47. Frjáls- lyndir unnu mest á, þeir hlutu 19 þingsæti. Sumum, sem gengu fram hjá Gildaskálanum í Affalstræti í sólskininu um daginn, datt í hug, hvort einhver glúrinn kaupmaffurinn ætlaffi aff grípa góffviffrisstundina og hafa þarna götusölu á barna- vögnum. — En þeir, sem forvitnastir voru og gægðust inn í vagnana, komust strax á affra skoffun, því aff farkostirnir voru allir vel setnir litlum farþegum. Mæðurnar hafa sennilega orffið þreyttar á göngunni og skroppið inn á „Skála“ til aff fá sér hressingu. Íslands-sinfónían frumflutt 44

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.