Morgunblaðið - 17.03.1959, Page 18

Morgunblaðið - 17.03.1959, Page 18
15 MORCrNBLAÐlÐ Þriðjudagur 17. marz 1959 Jón Magnússon kjórinn formaður Blaðamannafélags Isiands Félagið heiðraði tvo félaga sína AUALFUNDUR Blaðamannafélags íslands var haldinn á sunnudag- inn og var hann fjölsóttur. Fund þennan sátu m. a. Pakob Péturs- ron, ritstjóri Islendings á Akureyri, og Skúli Skúlason, ritstjóri, sem er búsettur í Noregi. En það er mjög fátítt að hinir fáu félags- menn Blaðamannafélagsins, sem starfa utan Reykjavíkur, sitji aðalfund félagsins. Sigurður Bjarnason, ritstjóri, fráfarandi formaður félagsins, gaf skýrslu um störf stjórnarinnar á síðasta starfsári, sem voru æði umfangsmikil. Taldi formaður það merkust tíðindi, að þá hefðu tekizt samningar milli blaðamanna og blaðaútgefenda um stofnun lífeyrissjóðs og eru greiðslur nú hafnar í sjóðinn. Formaður minnt- ist einnig á hið norræna blaðamannamót er hér var haldið á síðast- liðnu sumri, hið fyrsta, sem haldið er hér á landi. allir miðar uppseldir. Verður sýningin endurtekin á fimmtu- dagskvöldið. Grein um þjóðdansa eftir Þorstein Einarsson bíður birtingar, en myndin sýnir félaga þjóðdansafélagsins dansa. Þetfa verSur mín síðasta sjóferð sagði formaðurinn Þrír Ungverjar lenda \ hrakningum Góður hagur Menningarsjóðs Atli Steinarsson gjaldkeri fé- lagsins gerði grein fyrir fjárhag þess, og er hann góður. Þá gerði Ingólfur Kristjánsson grein fyrir reikningum Menningarsjóðs og gat sérstaklega um gjöf Vil- hjálms í’insen, fyrrum sendi- herra, er stofnaði með 25,000 kr. framlagi sérstakan styrktarsjóð innan Menningarsjóðsins. Færði fundurinn Vilhjálmi sérstakar þakkir fyrir hina stórrausnarlegu gjöf. Hagur Menningarsjóðs er góður og fer hann vaxandi, en hann veitir blaðamönnum veru- lega utanfararstyrki. Nema eign- ir sjóðsins nú samtals 241 þús. kr. Tveir blaðamenn heiðraðir Er gerð hafði verið grein fyrir fjárhag félagsins og Menningar- sjóðs ávarpaði Sigurður Bjarna- son þá Bjarna Guðmundsson, blaðafulltrúa, og Jón Bjarnason, fréttaritstjóra. Þessir blaðamenn áttu báðir fimmtugsafmæli ný- lega. Báðir hafa þeir starfað lengi og vel að málefnum Blaða- mannafélags íslands, í stjórn þess og á annan hátt. í nafni félagsins færði formaður þeim Bjarna og Jóni þakkir félagsins og kvað það ósk þess að fá að heiðra þá með því að afhenda þeim að gjöf „Penna B. í.“. Voru það hinir vönduðustu sjálfblekungar. — Bjarni Guðmundsson þakkaði f. h. afmælisbarnanna, fyrir þann heiður sem félagið hefði sýnt þeim. Stjórnarkosning Sá háttur er hafður á í Blaða- mannafélaginu að formannssætið er aldrei lengur á höndum sama blaðs en eitt ár í senn. Var Jón Magnússon, fréttastjóri Ríkisút- varpsins, nú einróma kjörinn for- maður. Aðrir í stjórn félagsins eru: Andrés Kristjánsson, Tím- anum, Atli Steinarsson, Mbl., Jón Bjarnason, Þjóðviljanum, og Gísli J. Ástþórsson, Alþýðublað- inu. í stjórn Menningarsjóðs voru einróma kjörnir þeir Sigurður Bjarnason, Ingólfur Kristjánsson og Hendrik Ottósson. Áður en fundi var slitið, kvaddi hinn gamalkunni ritstjóri Skúli Skúlason sér hljóðs og ávarpaði fundarmenn. En hann kvaðst ekki hafa setið fund í Blaða- mannafélaginu síðan 1942. Hvatti Skúli íslenzka blaðamenn til þess að efla félag sitt og var tekið undir þau orð Skúla með dynj- ÞRÍR hinna ungversku flótta- manna, sem búa í Vestmannaeyj- um, voru hætt komnir á sunnu- dagskvöldið á opnum trillubát. Báturinn, er farið hafði í róður eftir hádegið á sunnudaginn, hreppti versta veður og einnig bilaði vélin. Rak bátinn fyrir vindi og straumi inn í brim garðinn utan við Dalsfjöru undir Eyjafjöllum. Þykir það ganga kraftaverki næst að mennirnir komust heilu og höldnu gegnum brimgarðinn og upp á sandinn. í gær- morgun komu þeir til byggða að Fornusöndum til Jóns bónda Magnússonar, er var í fjósi þeg- ar þeir komu. Var skipbrotsmönn um einkar vel tekið á Fornu- söndum, og voru þeir hressir vel í gærkvöldi. Annars höfðu þeir verið þreyttir mjög eftir langa göngu eftir sandinum, sem all- ur var undir grunnu vatni. Formaðurinn á trillunni heitir Horvat og var með honum tengdasonur hans, þriggja barna faðir og kunningi þeirra mannaeyjum. í samtali við Mbl. í gær sagði Horvat, að þegar veðrið hafl skyndilega tekið að versna síð- degis á sunnudaginn, hafi þeir ætlað að halda til hafnar, en svo ótt jókst veður og sjór, að bát urinn tommaði ekki móti veðrinu. Síðar um daginn bilaði vélin og síðan hrakti bátinn undan veðr- inu. Horvat sagði að sjór hefði komizt í bátinn og því hefði vél- in bilað. Þá sagði hann, að er bátinn bar inn í brimgarðinn í myrkrinu á sunnudagskvöldið, hafi mennirnir allir fallið út úr bátnum, og sagði hann að þeir félagar hefðu svamlað í land. Hafði sjór verið miklu minni þegar komið var inn fyrir brimgarðinn. Rétt á eftir þeim kom svo bátur þeirra siglandi upp í sandinn og hafði ekkert lauslegt úr honum farið, ekki einu sinni aflinn, tveir fiskar. Mennirnir létu fyrirber- ast á sandinum í fyrrinótt og hófu gönguna til byggða þegar með birtu. Horvat sagði að lokum að þetta myndi verða sín síðasta sjóferð, það væri ekki á annarra færi að stunda sjómennsku, en þeirra, sem fæddir væru og uppaldir við sjó og sjósókn. Hann kvað F ornusanda-h j ónin hafa tekið þeim þremenningunum frábær- lega vel og stæðu þeir í mikilli þakkarskuld við fólkið. Jón bóndi Magnússon á Forna sandi sagði, að augljóst væri að báturinn hefði farið kjölréttur gegnum brimgarðinn og alla leið upp í sand. Báturinn væri með öllu óskemmdur eftir strandið. — Ungverjarnir munu fara heim tiL Eyja um Þorláks- höfn. Jón Péfursson sefti ísl. met í hásfökki Á FR J ÁLSÍ ÞRÓTTAMÓTI ÍR um. Sigraði Jón Pétursson einnig®*- andi láfataki. Uppreisnarmeim Bagdad, 16. marz. BAGDAD-útvarpið skýrði frá því í gærkvöldi, að hersveitir uppreisnarmanna hefðu gert innrás í bæinn Ramadi, sem er skammt frá landamærum íraks og Sýrlands. Samkvæmt útvarpsfrétt- inni hefur verið mikill and- róður gegn Kassems-stjórn- inni í bæ þessum að undan- förnu. „REYKJAFOSS*4 fer frá Reykjavík föstudaginn 20. þ.m. til Vestur- og Norðurlands. Viðkomustaðir: Patreksfjörður ísafjörður Siglufjörður Akureyri Húsavík. Vörumóttaka á miðvikudag og fimmtudag til hádegis. H.f. Eimskipafélag íslands. Tónleikar NEMENDATÓNLEIKUM V. M. DEMETZ, sem halda átti á morg. un, hefur enn verið frestað vegna veikinda eins söngvarans. Ákveð- ið hefur verið að halda tónleik- ana fimmtudaginn 9. apríl kl. 7. e. h. innanhúss sl. laugardag setti Jón Pétursson KR nýtt ísl. met í há- stökki. Stökk Jón 1.91 metra en gamla metið sem hann átti var 1.90. Jón átti ágætar tilraunir við 1.95 en mistókst að þessu sinni. Mót ÍR fór fram að Háloga- landi. Var þar keppt í 5 grein- Svíarnir sigruðu í GÆRKVÖLDI hófst afmælis- sundmót KR, en meðal keppenda er þrennt af bezta sundfólki Svía. Voru hinir sænsku gestir hylltir í gærkvöldi áður en sundmótið hófst. Svíarnir sigruðu í þeim greinum er þeir tóku þátt í. í 100 m skriðsundi sigraði Lenn art Brock á 59.7 sek. Guðm. Gíslason ÍR synti á 59.9 sek. í 100 m skriðsundi kvenna sigraði Birgitta Erikson á 1.07.1 sek. Ágústa Þorsteinsdóttir Á synti á 1.07.7 mín. Birgitta vann einnig í 50 m baksundi á 36.4 sek. Helga Haraldsdóttir KR synti á 37.3. í 200 m bringusundi karla sigr aði Bernt Nilsson á 2:39,6, 8/10 úr sek. frá sænska metinu. Sig. Sigurðsson Akranesi, synti á 2: 47,8 mín. í 3x50 m bringusundi kvenna setti sveit Ármanns ísl. met 1: 56.5, en gamla metið er sveit Ár- manns frá 1948 átti, var 1:58,8. í þrístökki 9.70 2. Björgvin Hólm ÍR 9.63 m. — f langstökki án Svigkeppni atrennu sigraði Emil Hjartarson ÍS stökk 3.25 m en annar varð Björgvin Hólm 3,18. — f hástökki án atrennu sigraði Karl Hólm ÍR 1,60 m 2. Jón Þ. Ólafsson ÍR 1,57 m. — f stangarstökki sigraði Valbjörn Þorláksson ÍR stökk 3.80 m 2. varð Valgarður Sig- urðsson ÍR 3,65. Annar í hástökki varð Heigi Valdimarsson ÍS stökk 1.80 m. Rvíkurmótsins SVIGKEPPNI Skíðamóts Rvík- ur fór fram á sunnudaginn, und- ir -umsjá Ármanns. í A-flokki karla sigraði Valdimar .Örnólfs- son ÍR á 103,3 sek. 2. Stefán Kristjánsson Á 104,0 sek. f B-fl. sigraði Þorkell Ingimarsson ÍR. í C-flokki sigraði Þórir Lárusson ÍR. í drengjafloki sigraði Björn Bjarnason Á. í kvennaflokki sigr- aði Marta B. Guðmundsdóttir, KR. Ármann J. Lárusson vann landsflokkaglímuna LANDSFLOKKAGLÍMAN var haldin að Hálogalandi á sunnu- daginn. Keppt var í 4 flokkum eftir að Ben. G. Waage forseti ÍSÍ hafði sett mótið. Úrslit urðu þessi: í 1. þyngdarflokki sigraði Ár- mann J. Lárusson UMFR 3 vinn- inga (lagði alla): Er þetta í 6. sinn, sem Ármann sigrar í þess- ari keppni. 2. Kristján Heimir Lárusson UMFR. 2. fl. sigraði Trausti Ólafsson Á 6 vinninga. Hann og Hilmar Bjarnason urðu að glíma auka- glímu til að fá hrein úrslit í þess- um flokki. f flokki 16—19 ára sigraði Gunnar Pétursson UMFR 4 vinn inga (lagði alla). í flokki yngri en 16 ára sigraði Sigurður Stein- dórsson UMF Samhygð, 5 vinn- inga. 2. Gunnar Sigurgeirsson UMFR 4 vinninga. Var jöfnust keppnin í þessum flokki. ÍR vann KFR 44:42 SL. sunnudagskvöld hófst körfu- knattleiksmeistaramót fslands. —- Ben. G. Waage setti mótið, en því næst léku í 2. fl. karla Ármann og KR. Ármann vann yfirburða- sigur, 55 stig gegn 10. Þá fór fram leikur í mfl. karla milli ÍR og KFR. Var það hörkuspennandi, tvísýnn og góður leikur. ÍR fór með sigurinn, 44 stig gegn 42.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.