Morgunblaðið - 17.03.1959, Síða 19

Morgunblaðið - 17.03.1959, Síða 19
Þriðjudagur 17- marz 1959 MOnClllSBLAÐlÐ 19 — Landsfundarlok Framh. af bls. 1. raforkumAl, Fyrst flutti Valgarð Thorodd- sen framsögu fyrir raforkumála- nefnd, en síðan hófust frjálsar umræður. Þessir tóku til máls: Séra Sigurður Pálsson á Selfossi, Jóhann Sigurðsson, Reykjavík, Jón Páimason, alþm., Akri, Hannes Þorsteinsson, Reykjavík, Sigurjón Einarsson, Reykjavík, Ásgeir Sigurðsson, skipstjóri, Ásberg Sigurðsson, ísafirði, Þor- valdur Ari Arason, Reykjavík, Ásgeir Pétursson, Reykjavík, og Júlíus Havsteen, fyrrv. sýslu- maður. Lauk fundi á lau^ardaginn kl. rúmlega 7. Fundurinn á sunnudaginn KLUKKAN tíu á sunnudagsmorg uninn setti formaður Sjálfstæðis- flokksins fund að nýju. Þá til- nefndi hann Guðlaug Gíslason, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, fundarstjóra, en fundarritarar á þeim fundi voru Sigurður A. Björnsson frá Veðramóti og Ósk- ar Kristjánsson, Súgandafirði. Á þessum fundi voru frjálsar umræður um ýmis nefndarálit og tóku eftirtaldir menn til máls: Magnús Sigurðsson, Reykjavík, Halldór Briem, Reykjavík, Jósa- fat Arngrímsson Njarðvík, Jón Gauti, Kópavogi, Einar Thorodd- sen, Reykjavík, Páll S. Pálsson, Sandgerði, og Guðmundur Jóns- son, Rafnkelsstöðum. Fundarhlé var gert frá kl. 12 til kl. 2 e. h. Framsöguræða um stjórnmál og frjálsar umræður Ólafur Thors setti síðasta fund landsfundarins kl. 2 e. h. á sunnu- daginn og skipaði Pétur Ottesen alþm. á Ytrahólmi, fundarstjóra. Fundarritarar voru þeir Guð- mundur Gíslason, Kópavogi, og Jón Sumarliðason, Breiðaból- stað. Einnig á þessurp fundi voru frjálsar umræður um ýmis nefndarálit, en auk þess hafði Gunnar Thoroddsen, borgai- stjóri, framsögu fyrir stjórnmála- nefnd. Aðrir, sem töluðu á þess- um fundi voru þessir: Pétur Bene diktsson, bankastjóri, Egill Hjörv ar, Reykjavík, Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, Sveinn Benediktsson, framkvstj., Reykjavík, Jóhann Ragnarsson, Reykjavík, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Reykjavík, Páll Scheving, Vestmannaéyjum, Jón Bjarnason, Akranesi, Ingólfur Möller, skipstjóri, Bjarni Bents- sen, Reykjavík, Guðbjartur Ólafs son, hafnsögumaður, Reykjavík, Pétur Sæmundsen, Reykjavik, frú Guðrún Guðlaugsdóttir, Reykjavík, Steingrímur Davíðs- son, Blönduósi, Jóhann Þ. Jósefs- son, alþm., Þorvaldur Ari Ara- son, Reykjavík, Þorkell Sigurðs- son, Rvík, Valgarð Thoroddsen, Hafnarf., AxelTulinius,Neskaup stað, Guðmundur Gíslason, Kópa- vogi, Hannes Þorsteinsson, Rvík, og frú Sigurbjörg Lárusdóttir, Selfossi. Var umræðum á fundin- um þar með lokið. Þessu næst voru greidd atkv. um tillögur og álitsgerðir 13. landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins. Ávarp formanns S. U. S. Er atkvæðagreiðslunni var lokið kvaddi sér hljóðs Geir Hallgrímsson, bæjarfulltrúi, for- maður SUS og flutti stutt ávarp. Vék hann fyrst að því, að er síð- asti landsfundur Sjálfstæðis- manna var haldinn, hefði þeirri skoðun verið haldið fram af andstæðingum Sjálfstæðisflokks- ins, að ekki væri hægt að stjórna með Sjólfstæðismönnum. Nú væru þessir sömu menn komnir á þá skoðun, að ekki væri hægt að stjórna landinu án þátttöku Sjálfstæðisflokksins, enda væri Sjálfstæðisflokknum einum f lokka treystandi til að jafna ágreining milli stétta. Á þessum landsfundi hefði ríkt mikill einhugur og ein. drægni en þó eðlilegur skoðana- munur, sem hefði verið leystur með samvinnuvilja og víðsýni. Stefna 'Sjálfstæðisflokksins væri mjög vel til þess fallin að hvetja menn til baráttu og ungir Sjálf- stæðismenn mundu ekki láta sitt eftir liggja í þeirri baráttu. Geir Hallgrímsson sagði að ung um mönnum hefði alltaf gengið vel að fylkja sér undir merki Sjálfstæðisflokksins, sem væri m. a. því að þakka, hve formaður flokksins væri síungur og skildi vel hugsjónir og stefnumál ungu kynslóðarinnar. Fyrir hönd ungra Sjálfstæðismanna færði Geir Hall grímsson formanni. Sjálfstæðis- flokksins, Ólafi Thors, einlægar þakkir fyrir ötula baráttu fyrir hugsjónum hinna yngri í flokkn- um þau 25 ár, sem hann hefur verið formáður flokksins. Var Ól- afur Thors síðan hylltur af fundarmönnum. Lokaræða Ólafs Thors ólafur Thors, formaður Sjálf- stæðisflokksins, flutti lokaræðu fundarins. Þakkaði hann öllum, sem lagt hefðu hönd á plóginn í sambandi við þennan flokksfund, fyrst og fremst framkvæmda- stjóra flokksins, Magnúsi Jóns- syni, alþm., fyrir mikið og gott starf svo og öllum starfsmönnum öðrum. Þá þakkaði formaður full- Eire go bráth. Beannacht agus caradas do mhuinntir Inis Tu- ile agus na Eireann faoi Lá Fhéil Pádraig, Patreksmessa 17. marz 1959. í DAG er Patreksmessa, þjóðhá- tíðardagur íra. Þar sem íslend- ingar standa í nánum blóðtengsl- um við þessa þjóð er ekki úr vegi að minna þá á daginn. Eins og nafnið bendir til, er dagurinn kenndur við heilagan Patrek, þjóðardýrling íra. Er hann íslendingum ekki með öllu ókunnur, þar sem fáein staðar- nöfn hér eru við hann kennd, t. d. Patreksfjörður. trúum komuna, og ræðumönnum ræður. Ólafur Thors sagði að sér hefði liðið vel á þessum landsfundi og hann kvaðst vona að aðrir full- trúar hefðu einnig fundið þá hlýju, sem leikið hefðu um fund- inn. Nú hyrfu fulltrúar heim í yndislegt íslenzkt vor. Tími sán- ingar væri framundan og það í fleira en einum skilningi. Fulltrú- arnir færu af fundinum með sáð- korn sannleikans og það sakaði ekki þó því væri einnig sáð í grýtta jörð Framsóknar. Við skulum einnig vona að uppsker- an verði góð. Kosningar framundan Kosningar eru framundan, hélt Ólafur Thors áfram. Nú er að fara í brynjuna og fara um landið eldi. Framsóknarmenn hafa sagt, að í næstu kosningum verði barizt um kjördæmamálið og við þurfum ekki að vera hræddir við að berjast við þá um það mál frekar en önnur. Vanda- mál sveitanna verða bezt leyst í samvinnu við þéttbýlið, en ekki í andstöðu við það og það er hag- Patrekur hinn helgi hóf kristniboð sitt með írum á 5. öld. Var hann velskur að ætt, en írsk- ir víkingar hernámu hann á unga aldri og höfðu með sér til írlands. En hann slapp úr þræl- dómi og komst til Frakklands, þar sem hann tók vígslu. Sneri hann síðan til írlands og tók að boða þeim hið lifandi orð. í dag klæðast írar grænura fötum og fara í skrúðgöngu, — og er mikið um ölteiti eins og að líkum lætur!!! Og eru þeim flutt- ar beztu árnaðaróskir með dag- inn. ur sveitafólks, að augu þess opn- ist fyrir þessu. Ólafur Thors sagði að lokum: Ég bið ykkur allrar blessunar í mikilli einlægni og þakka þann einhug, sem hér hefur ríkt. Ég bið þess að forsjónin megi far- sæla fósturjörðinni störf þessa landsfundar. Ég segi hér með 13. landsfundi Sjálfstæðisflokksins slitið. Lokaorðum formanns flokksins var tekið með langvarandi lófar taki. M. E. K. Byggingarsa mvinnuíélay barnakennara tilkynnir: Fyrir dyrum standa eigendaskipti að eftirtöldum íbúðum f élagsmanna: 1. 5 herb. íbúð í sambyggingu félagsins við Hjarðarhaga. 2. Einbýlishús við Heiðargerði. \ Félagsmenn, sem kynnu að hafa hug á að neyta forkaups- réttar, gefi sig fram við undiritaðan eigi síðar en 25. þ.m. STEINÞÓR GUÐMUNDSSON, Nesveg 10. Sími 12785. Innilegar þakkir til allra hinna mörgu f jær og nær sem sendu mér skeyti, blóm, og færðu mér gjafir á afmælis- daginn minn 2. marz. Sömuleiðis þakka ég innilega Kvenfélagi Óháða Safnaðarins fyrir samsæti er það hélt mér föstud. 13. marz. Hjartans þakkir til ykkar allra. Ingibjörg ísaksdóttir. Ég þakka hjartanlega börnum mínum, tengdabörnum og vinum fjær og nær fyrir gjafir, skeyti, blóm og yndislegar óskir á áttræðisafmæli mínu 8. marz s.l. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Einarsdótir, Njálsgötu 71. Hugheilar þakkir til allra er sýndu mér vinsemd, með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 100 ára afmæli mínu 9. marz síðastliðinn. Og síðast en ekki síst Kvenfélagi Hrunamanna fyrir rausnarlegar veitingar. Guð blessi ykkur öll. Steinunn Jónsdóttir, Hvítárdal. Innilega þakka ég öllum þeim sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sextugsafmli mínu. Guð blessi vkkur öll í Jesú nafni. Sigurður J. Guðmundsson frá Sandevri. Mínar hjartans þakkir vil ég færa öllum sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á fimmtugs- afmæli mínu, 27. febrúar. Lifíð heil. Bjarni Sigurðsson, Hausthúsum, Garði. Eiginmaður minn GÍSLI JÓNSSON bifreiðasmíðameistari, andaðist í Landsspítalanum 15. marz. Jarðarförin ákveðin síðar. Guðrún Magnúsdóttir. Elskuleg eiginkona mín og fósturmóðir okkar INGIBJÖRG SÍMONARDÓTTIR Hverfisgötu 17, Hafnarfirði, andaðist 15. marz að St. Josepsspítala, Hafnarfirði. Guðmundur Þorbjörnsson og fósturdætur. Sonur okkar magnUs hjörtur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikud. 18. marz kl. 1,30 eh. Oddný Hjartardóttir, Steindór Tnginiundarson. Teig, Seltjarnarnesi. * ANNA G. ÞORKELSDÖTTIR frá Mosfelli, verður jarðsungin fimmtudaginn 19. þ.m. Athöfnin hefst í Dómkirkjunni kl. 10,30 f.h. og verður útvarpað. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, skal bent á Prestsekknasjóð í skrifstofu biskups. Svanlaug Einarsdóttir Anna M. Þorstelnsdótir, Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, sem sýnt hafa samúð við andlát sonar míns, bróður okkar og tengda- bróður SVANS PALMARS ÞORVARÐARSONAR sem fórst með b/v Júlí. Guð blessi ykkur öll. Þuríður Jónasdóttir, Guðrún og Gerald D. Dyer, Halldóra Jónsdóttir, Hilmar Karlsson, Hera Karlsdóttir. Þökkum hjartanlega öllum nær og fjær er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar hjart- kæra sonar og bróður SIGURÐAR ÓSKARS JÓIIANNSSONAR og biðjum þeim blessunar Guðs. Brynhildur Kristinsdóttir, Jóhann Sigurðsson, Kristinn Jóhannsson, Arngrímur Jóhannsson, Ingi Þór Jóhannsson, Davíð Jóhannsson. Af öllu hjarta þakka ég þeim fjölmörgu er sýndu mér samúð og vináttuhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar MARÍU MAGNtJSDÓTTUR Sérstaklega þakka ég börnum mínum, tengdabörnum, starfsfólki Sjúkrhúss Keflavíkur og síðast en ekki sfst mágkonu minni Halldóru Jósepsdóttur fyrir ómetanlega hjálp og styrk í löngu sjúkdómsstríði konu minnar Blessun drottins vaki yfir ykkur öllurr Karl A. Guðmundsson, Keflavik. Hjartans þakkir til allra nær og fjær fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður, sonar og bróður OTTÓS H. GUÐMUNDSSONAR Algóður Guð blessi ykkur. Eiginkona, börn, foreidrar Og systkini. Þökkum innilega aruðsýnda samúð og vinarhug við frá- fall og jarðarför föður okkar og tengdaföður TÓMASAR KR. JÓNSSONAR sem andaðist 3. marz síðastliðinn. Börn og tengdabörn. Patreksmessa í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.