Morgunblaðið - 22.03.1959, Side 1
24 síður
/ höfubborg Tíbet hefur nú ver-
/ð barizt i fjóra daga samfleytt
Kommúnlstar hugðust
lokka Dalai Lama
til Peking
NÝJU DEHLI, 21. marz. —
Reutersfréttir herma, að enn
sé barizt af hörku í Lahsa,
höfuðborg Tíbets, og sé upp-
reisn Tíbetbúa gegn kommún-
istum í algleymingi. — Sam-
kvæmt þessum fréttum hófst
uppreisnin fyrir fjórum dög-
um og mun hafa soðið upp úr,
þegar orðrómur komst á
kreik um það, að kommúnist-
*r hyggðust flytja Dalai Lama
til Kína. Orðrómur þessi fékk
byr undir báða vængi, þegar
kommúnistaforingjarnir í
Lahsa boðuðu Lama á sinn
fund og sögðu honum að
skilja lífvörð sinn eftir heima.
Dalal Lama
Skömmu síðar söfnuðust þús-
undir Tíbetbúa fyrir framan höll
Lama til að koma í veg fyrir, að
Kínverjum tækist að hafa hendur
í hári hans. Aðrir Tíbetbúar söfn-
uðust saman fyrir utan sendi-
ráðsbústað Indlands og báðu
sendiherrann um hjálp til að
hindra kommúnista í að hand-
taka leiðtoga þeirra.
BERLIN G ATÍÐINDI skýra frá
því í frétt á fimmtudaginn, að
ðanska stjórnin geri sér ljóst, að
ekki ósvipaðar ástæður séu á
Grænlandsmiðum og miðunum
við Færeyjar, en þó hafi hún ekki
í hygffju að gera neinar endan-
legar breytingar á landhelginni
þar norður frá fyrr en að al-
Þegar svo var komið, fóru kín-
verskir hermenn á vettvang og
hugðust dreifa mannfjöldanum,
en þá sló í bardaga, þótt Tíbet-
búar væru vopnlausir. Síðan
hafa að sögn geisað blóðugir bar-
dagar í höfuðborginni milli Tíbet-
búa og kommúnista.
Kommúnistar vildu, að Lama
færi til Peking til viðræðna, en
Tíbetbúar segja, að hann eigi
nú samkvæmt venjunni að heim-
sækja klaustrin í landinu, þar
sem hann hafi náð 23 ára aldri.
Eins og kunnugt er, þá játa
Tíbetbúar Búddatrú sína og eru
þess fullvissir, að fyrirrennari
Lama sé endurfæddur í piltinum
og sé það raunar sjálfur Búdda.
Fréttamenn segja, að Dalai
Lama óttist, að honum verði
meinað að fara heim aftur, ef
hann fer til Peking, en kommún-
istar vilja fyrir alla muni hindra
hann í að heimsækja klaustrin
í landinu, því þeir óttast, að
för hans muni efla trú lands-
manna og veita þeim um leið
meira þrek í baráttunni við kín-
verska herliðið í landinu, sem
telur um 30 þús. manna.
Þá eru kommúnistar sagðir
vilja svipta Lama embættinu og
skipa annan trúarleiðtoga í hans
stað, a. m. k. um stundarsakir.
Sá er 21 árs og hægri hönd Dalai
Lama, mun m. a. vera næstur
honum á andlega sviðinu. í hon-
um hafa guðir einnig endur-
fæðzt samkvæmt kenningunni.
Hann hefur einna mest vald
Tíbetbúa í veraldlegum málum,
en landsmenn vefengja margir
andlega reisn hans og nú hefur
Dalai Lama gert kröfu til þess
að fara með veraldlega leiðsögn
líka.
Kommúnistar hernámu Tíbet
1950. Næsta ár var þeim falið
að fara með utanríkismál lands-
ins, en það skyldi sjálft fara með
innanríkismál. í Tíbet er þing,
en yfirstjórnin er í höndum
fimm manna ráðs. — Dalai Lama
var krýndur 1940.
Undanfarin ár hefur Khamba-
ættflokkurinn haldið uppi skæru-
hernaði gegn kínverskum komm-
únistum, einkum í austurhéruð-
unum, þar sem ættflokkur þessi
býr. Af sumum fregnum mætti
þjóðaráðstefnunni um landhelgis
mál lokinni, en hún verður haldin
á vegum SÞ í Genf á næsta ári,
eins og kunnugt er.
Blaðið segist ráða þetta af yfir.
lýsingu, sem Krag utanríkisráð-
herra gaf í þinginu á þriðjudág-
inn var, þegar rætt var um samn-
Framh. á bls. 23.
helzt ráða, að skæruliðarnir séu
komnir til höfuðborgarinnar, en
í síðasta mánuði voru þeir sagðir
um 40 mílur frá borginni. Haun-
ar er hér varla um skæruliða að
ræða, heldur herflokka, allvel
vopna búna.
Flóttamenn, sem komu til Ind-
lands í gær, segja, að maður að
nafni Antuk Gounpo Tashistjórni
nú uppreisninni í Tíbet. Hann er
óþekktur maður, en hefur barizt
gegn Kínverjum lengi. Hann er
frá Litang í austurhluta Tibets,
en þar var mikið barizt í upp-
reisninni 1956, þegar Kínverjar
sprengdu Litangklaustrið í loft
upp.
Dulles heimsœkir
Peppin
ÞAÐ þótti tíðindum sæta, þegar
Dulles utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, skrapp heim í síðustu
viku og hitti litla franska hund-
inn sinn, sem heitir Peppin. —
Utanríkisráðherrann gekk hægt
úr Walter Reed hersjúkrahúsinu
niður í garðinn, en þar gekk hann
fram og aftur í rúman klukku-
tima, unz hann skrapp heim og
var þar í hálfa klukkustund.
— Peppin líður vel, sagði utan-
rikisráðherrann að heimsókn lok-
inni, en hann hóstar dálítið.
Þetta var í þriðja skiptið, sem
Dulles fékk heimfararleyfi síð-
an hann lagðist í sjúkrahúsið 13.
febrúar sl. eins og menn muna.
Frú Dulles hefur verið í fylgd
með manni sinum.
Undanfarið hefur Dulles verið
í geislalækningum við krabba-
meini, en nú er því lokið og ár-
angurs beðið.
Myndin hér að ofan er af
Dulles, þegar hann er að leggja
af stað í heimsóknina til Peppins.
Danir vikka ekki út
landhelgina fyrir
1960
Ummæli Krags um landhelgi Græn-
lands voru misskilin
Miðstjórnarfull-
trúi Framsóknar
vill stór kjördæmi
MBL. birtir í dag grein, sem
Gunnar Þórðarson í Grænu-
mýrartungu ritaði árið 1954 I
Tímann um kjördæmamálið.
Mælir hann þar með stórum
kjördæmum og hlutfallskosn-
ingu. Gunnar á sæti í mið-
stjórn Framsóknarflokksins og
stjórn Búnaðarfélags Islands.
— Sjá grein á bls. 6. /
Ásge't Pétursson irambjöðandi
Sjólistæðisflokksins í Mýrnsýslu
Á FJÖLMENNUM fundi, sem trúnaðarmannaráð Sjálfstæðisflokks-
ins í Mýrasýslu hélt fyrir skömmu í Borgarnesi var einróma
samþykkt að skora á Ásgeir Pétursson lögfræðing að verða í kjöri
fyrir Sjálfstæðismenn i héraðinu i næstu alþingiskosningum. Hef-
ur hann orðið við þeim tilmælum og er framboð hans því ákveðið.
Er þetta fyrsta framboð Sjálfstæðisflokksins í kosningum þeim,
sem fram eiga að fara í sumar, sem birt er.
Ásgeir Pétursson er fæddur
21. marz árið 1922. Varð hann
því 37 ára í gær. Hann er sonur
Péturs heitins Magnússonar fjár-
málaráðherra og alþingismanns
frá Gilsbakka í Borgarfirði og
Ingibjargar Guðmundsdóttur
konu hans. Lauk hann lögfræði-
prófi árið 1950 og starfaði síðan
í nokkra mánuði sem blaðamað-
ur við Morgunblaðið. Síðan gerð-
ist hann fulltrúi í Menntamála-
ráðuneytinu og var skipaður
deildarstjóri ráðuneytisins árið
1956 og hefur verið það síð'an.
Hefur tekið mikinn þátt i
félagsmálastarfi.
Ásgeir Pétursson hefur tekið
mjög mikinn þátt í félagsmálum
og verið sýndur þar margvísleg-
ur trúnaður. Á háskólaárum sín-
um var hann einn af fulltrúum
lýðræðissinnaðra stúdenta í
stúdentaráði. Formaður Heim-
dallar, félags ungra Sjálfstæðis-
manna, var hann árin 1950—
1952 og formaður Sambands
ungra Sjálfstæðismanna var hann
árin 1955—1957. Átti hann þá
einnig sæti í miðstjórn Sjálf-
stæðisflokksins. Ásgeir Péturs-
son hefur þannig um áraskeið
verið einn af fremstu forystu-
mönnum ungra Sjálfstæðis-
manna.
Á unglingsárum sínum og
námsárum stundaði hann jöfnum
höndum sveitavinnu og sjó-
mennsku á togurum. öðlaðist
hann við þessi störf góða þekk-
ingu á atvinnuvegum þjóðarinn-
ar og lífskjörum fólks til sjávar
og sveita.
Ásgeir Pétursson er, eins og
hann á kyn til, ágætlega gefinn
og starfshæfur maður. Nýtur
hann trausts og vinsælda meðal
allra er honum kynnast. Er
óhætt að fullyrða að hann mundi
reynast farsæll og dugandi full-
trúi ættarhéraðs sins á Alþingi,
enda munu Mýramenn hyggja
gott til forystu hans.
Inflúensa i Bretlandi
LUNDÚNUM, 21. marz. — Fyrstu 10 vikur þessa árs hafa 5782
menn dáið úr inflúensu í Bretlandi, en 1873 á sama tíma í fyria.
Frá þessu er skýrt í opinberri tilkynningu brezka heilbrigðismála-
i áðuneytisins, sem gefin var út í dag.
Heilbrigðismálaráðuneytið seg-
ir ennfremur, að inflúensufar-
aldurinn í Bretlandi sé nú í rén-
un eins og sjá megi af þvi, að
í síðustu viku létust 907 sjúkl-
ingar úr veikinni, en 1400 í vik-
unni þar áður. 701 sjúklingur af
þessum 907 var yfir 65 ára.
1951 var mesta inflúensuárið í
Bretlandi eftir styrjöldina. Þá
létust lþ þús. manns á 10 fyrstu
vikum ársins.
Fleiri Fœreyingar við
Crœnland en áður
KAUPMANNAHÖFN, 21. marz.
Landsstjórn Grænlands hefir nú
ákveðið að leyfa fleiri færeysk-
um bátum að leggja upp í græn-
lenzkum höfnum í sumar en
nokkru sinni fyrr, eða þrisvar
sinnum fleiri en í fyrra. Er talið
að um 1200 færeyskir sjómenn
muni stunda veiðar við Vestur
Grænland yfir sumarið. - Seinna
í sumar munu Færeyingar ræða
við grænlenzka ráðamenn um af-
not af höfnum í Grænlandi til
margra ára. Mun þá einnig verða
samið um að færeyskir bátar
leggi afla sinn á land í Grænlandi
og þar verði unnið úr aflanum í
fiskiðjuverum, sem stjórnin tel-
ur nú mjög mikla nauðsyn á að
byggð verði.
★------------------------★
JMiprpmM&lúÍ*
Sunnudagur 22. marz.
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 3: Kirkjuþáttur. — Úr verinu.
— 6: Kjördæmaskipunin.
— 8: Sitt af hverju tagi."
— 9: Bevan beðinn að bjarga konu.
— 10: Fólk í fréttunum. — Skák.
— 11: Kvenþjóðin og heimilið. — Þjó®
dansar.
— 12: Forystugreinin: — Vandamál
gatnagerðarinnar.
Átti að myrða milljónaerfingj*
ann Polo? (Utan úr heimi).
— 13: Reykjavíkurbréf.
— 15-16: Barnalesbókin.
— 22: Samstarf bæjarfélagsins vtb
samtök borgaranna.
★------------------------★