Morgunblaðið - 22.03.1959, Síða 2

Morgunblaðið - 22.03.1959, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. marz Í959 Þing Æskulýðsráðs Islands haldið um helgina I. ÞING Æskulýðsráðs íslands er haldið um þessa helgi í skrif- stofu ráðsins að Grundarstíg 2. Til þingsétu hafa þrir kosnir full- trúar frá hverju sambandi inn- an ÆRÍ rétt en þau eru: Banda- lag íslenzkra farfugla, íslenzkir Ungtemplarar, íþróttasamband Is lands, Samband bindindisfélaga í skólum, Samband ungra Fram- sóknarmanna, Samband ungra Sjálfstæðismanna, Stúdentaráð Háskóla íslands, Ungmennafélag íslands, Æskulýðsfylkingin — Samband ungra sósíalista. Æskulýðsráð íslands var stofn- að hinn 18. júní 1958 af 9 sam- böndum en íþróttasamband ís- lands hefur gengið í ráðið síðan. Fyrsta stjórn ráðsins var kosin 8. júlí 1958 og skipa hana: Júlíus J. Daníelsson, formaður, Bjarni Beinteinsson, ritari, Magnús Ósk- arsson, gjaldkeri, séra Árelíus Níelsson og Hörður Gunnarsson, meðstjórnendur. I Æskulýðsráði Islands eru nú öll æskulýðssamtök í landinu, að undanskildum tveim, og kemur það fram innanlands og utan sem sameinaður aðili íslenzks æskulýðs. Þátttaka í ÆRÍ hefur engin áhrif á innanfélagsstarf- semi hlutaðeigandi sambands. Leiðréfting ÞAU mistök urðu í gær er ritað var undir mynd af landbúnaðar- nefnd landsfundar Sjálfstæðis- flokksins að skiptist um nöfn á tveimur fulltrúum í nefndinni. Stóð undir myndinni, að maður- inn lengst til hægri í aftari röð væri Sveinn Guðmundsson, Mið- húsum, Barðastrandasýslu, en það er Jón Sigurðsson, Skolla- gróf, Hrunamannahreppi, Árnes- sýslu, Svein Guðmundsson vant- aði á myndina ásamt fleiri full- trúum nefndarinnar. Mbl. biður hlutaðeigandi vel- virðingar á þessum leiðu mistök um. Bæjarstjórn kýs fuiltrúa á }>ing Sambands sveitar- félaga Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI ?!. fimmtudag voru kosnir fulltrúar á landsþing Sambands ísl. sveit- arfélaga. Kosnir voru 9 aðalfull- trúar og .'afnmargir til vara. Aðai menn voru kosnir: Gunnar Thoroddsen, Auður Auðuns, Geir Hallgrimsson, Guð- mundur Vigfússon, Guðmunúur H. Guðmundsson, Magnús Ást- marsson, Tómas Jónsson, Guð- mundur J. Guðmundsson og Gunnlaugur Pétursson. Varamenn voru kjörnir: Gróa Pétursdóttir, Einar Thoroddsen, Björgvin Fredriksen, Alfreð Gíslason, Magnús Jóhannesson, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Óskar Hallgrímsson, Ingi R. Helgason og Páll Líndal. Um þessar mundir er ráðið að opna upplýsinga- og fyrirgreiðslu skrifstofu að Grundarstíg 2 í Reykjavík og mun sérstakur starfsmaður annast umsjá henn- ar. Skrifstofan mun hafa milli- göngu fyrir innlenda og erlenda aðila við meðlimi ÆRÍ og eins gagnvart erlendum félögum eða félagasamtökum fyrir hönd ein- staklinga, félaga og annarra sam- taka hér á landi, er þess óska. Reynt mun verða að veita ís- lenzkum æskulýðssamtökum að öðru leyti alla þá þjónustu, sem tök eru á. Á vegum Æskulýðsráðs Islands eru stjórnmáladeilur, trúmála- deilur, svo og samþykktir og á- skoranir um þau mál ekki leyfð- ar. Samtökin eiga að starfa í anda mannréttindaskrár Sameinuðu þjóðanna og vilja hafa vinsam- leg samskipti við æskulýðssam- tök, hvar sem er í heiminum. ÆRÍ gekkst fyrir námskeiði um menningar- og félagsmál á síðastliðnu hausti fyrir forystu- menn æskulýðsfélaga og mun kappkosta áð halda slíkri starf- semi áfram. Á liðnu sumri æskti Æskulýðs- ráð íslands inntöku í WAY, World Assembly of Youth, ann- ars tveggja alþjóða æskulýðssam- taka er starfa í heiminum, og var tekið í samtökin á þingi þess í New Dehli á Indlandi, er ÆRÍ átti fulltrúa á. Samstarf innan Æskulýðsráðs Islands með fulltrúum hinna ýmsu sambanda er berjast undir margvíslegustu merkjum hefur verið með ágætum. r Anægjuleg kvöldvaka Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ fór fram kvöldvaka Skógræktarfé- lags Reykjavíkur í Tjarnarkaffi, og var hún mjög vel sótt. Skemmtu menn sér hið bezta, en meðal þess er til skemmtunar var, var erindi í máli og myndum, sem Hákon Bjarnason skógræktarstjóri flutti. Voru það myndir frá ýms- um skóglendum og til frekari skýringar sagði Hákon kvöld- vökugestum á mjög skemmtileg- an hátt frá því sem fyrir augun ba á tjaldinu. Þá skemmti Ómar Ragnarsson nemandi í Mennta- skólanum með gamanvísnasöng. Síðan var dans stiginn fram á nótt. <& Sigfús Halldórsson, listmálari. Sigfós Halldórsson opnar mól- verknsýningn í Eyjnm um pósknnn SIGFÚS Halldórsson, listmálari, opnar málverkasýningu í Vest- mannaeyjum nú í byrjun páska- vikunnar og verður hún opin um páskana. Á sýningu þessari verða 42 myndir. Eru það vatnslita- myndir, pastel- og rauðkrítar- myndir, allar málaðar í Vest- mannaeyjum á síðastliðnu árL Sýningin verður til húsa í Akoges húsinu í Vestmannaeyjum. Þetta er þriðja sjálfstæða sýn- ing Sigfúsar Halldórssonar, en áð- ur hefur hann haldið sýningar í Reykjavík og Keflavík. Þá hef- ur hann tekið þátt í fjórum sam- sýningum, í Reykjavík, Hafnar- firði og á AkranesL Smíðar nú 140 farþega- fsotur — byrjaði með 600 $ Konur geta sér gott orð í DougSas- verksmiðjunni LOS ANGELES. — Um það bil sjötti hlutinn af þeim 6000 iðn verkamönnum í Douglasverk- smiðjunum, sem smíða nýju þot- urnar (DC-8) eru konur. I sam- anburði við það, sem annars stað ar gerist í Bandaríkjunum, er þetta mjög há hlutfallstala. Konunar eru fleiri í sumum starfsgreinum í verksmiðjunni, en öðrum. Á þetta einkum við, þar sem hávaði er mjög mikill, og virðist svo sem konur þoli háv- aða betur en karlmenn. Ekki er vitað um ástæðuna ( en sumir tala um að saumaklúbbarnir veiti þar ágæta æfingu). — Verksmiðjustjórnin segir, að kon urnar séu andlega sterkari í vinn unni og þolbetri en karlmennirn ir. Douglasverksmiðjurnar eru einhverjar nýtízkulegustu verk- smiðjur í Bandaríkjunum. I verk smiðjunum er mjög bjart og vina legt og útbúnaður allur hinn bezti. Þar á sér ekki stað neint misrétti milli karlmannaogkvenn anna, hvítra eða svartra og allt renyt til að láta verksmiðjufólk- ið taka eins mikinn þátt í stjórn verksmiðjanna og hægt er. Það getur sent stjórninni tillögur sín- ar um bætta starfsháttu og unnið til 5000 dollara verðlauna, ef til lögur þeirra þykja sérlega at- hyglisverðar. Douglasverksmiðjan greiðir meira en 1 millj. dollara í vinnu- laun á dag. Þessi uphæð er ekki sízt athyglisverð vegna þess að viðskiptavinirnir eru aðeins 52, þó að umsetningin fari yfir 1 milljarð á ári. Þá er þessi háa upphæð einnig athyglisverð vegna þess, að verksmiðjan er að eins 38 ára gömul og þegar Don- ald W. Douglas sem nú er 67 ára gamall, stofnaði fyrirtækið átti hann aðeins um 600 dollara. Fyrst vöktu Douglasverksmiðj- urnar athygli, þegar þeim tókst að smíða fyrstu amerísku sport- vélina, sem gat borið meira en þyngd sína. — Nú vinna alls í verksmiðjunum um 50 þús. manns og á þetta fólk nú m.a. fyrir höndum að smíða 140 far- þegaþotur fyrir ýmis flugfélög. Merkjasala Skálatúns í DAG er merkjasöludagur til ágóða fyrir Skálatúnsheimilið í Mosfellssveit, heimilið sem und- anfarin fimm ár hefur veitt all- mörgum börnum, sem fávitar eru, heimilisvist. Aðkallandi er að stækka heimilið og telur læknir þess að 50 barna heimili, sé það sem nú þarf að koma upp sem fyrst. Málefni hinna fjölmörgu fávita og örvita er að verða mikið vandamál, en með því að styrkja merkjasöluna til ágóða fyrir Skálatún, leggur fólk hönd á plóginn. Mislingar á ísaf irði ÍSAFIRÐI, 20. marz. — Allmikil brögð eru nú að mislingum hér í bæ. Ekki hefur þó til þess kom- ið, að þurft hafi að fella niður kennslu í skólum af þeim sökum, þótt nokkuð sé um fjarvistir nemenda. Allt frá áramótum hafa mislingar verið að stinga sér nið - ur hér, en það er ekki íyrr en nú síðustu vikuna, að þeir hafa breiðzt verulega út. —G. Aðalfundar „F ramtíðarinnar44 í Hafnarfirði VERKAKVENNAFÉLAGIÐ Framtíðin, Hafnarfirði hélt aðal fund sinn 9. marz sl. í Verka- mannaskýlinu. Formaður gerði grein fyrir dýr tíðarmálunum og kaupbreyting- unum á síðastliðinu ári. Gjald- keri las upp reilcninga félagsins og voru þeir samþykktir. Næst skyldi fara fram stjórnarkjör, en stjórnin var öll endurkjörin. Hana skipa þessar konur: Sigurrós ’Sveinsdóttir, form. Málfríður Stefánsdóttir, ritari, Svanlaug Pétursd, fjármálaritari, Guðríður Elíasdóttir, gjaldkeri, Guðbjörg Guðjónsd., varaform. Stjórn Dagheimilisins var einnig endurkjörin og hana skipa: Sigríður Erlendsdóttir, formaður, Guðrún Nikulásdóttir, Margrét Jónsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Vilborg Jóhannesdóttir. Samþykkt var einróma á fund- inum að gefa kr. 5000.00 í Júli/ Hermóðs-söfnunina. Fiskifrœðingur leggur til að hafnar verði módelrannsóknir á veiðafœrum Hœtt var tilraunum með fiotvörpu áður en niðurstaða fékkst í NÝJASTA „Ægi“, Fiskifélags íslands, er ítarleg grein eftir Jakob Jakobsson fiskifræðing, þar sem hann skrifar um síldveiði tilraunir á togaranum Neptúnusi, er þær voru gerðar í nóvember 1958. Voru tilraunir gerðar með flotvörpu og botnvörpu suður í Miðnessjó. f niðurlagsorðum um tilraun- ir þessar, segir Jakob Jakobsson að botnvörputilraunir hafi ein- dregið bent til þess að síldin í Miðnessjó hafi þá er tilraunirnar voru gerðar, yfirleitt ekki veiið nægilega nærri botni til síldveiða í þessa vörpu. Um flotvörputilraunirnar, segir fiskifræðingurinn, að tilraunirn- ar í fyrsta áfanga hafi gefið ó- tvírætt til kynna að nokkru síld- armagni megi ná, þegar síldin heldur sig nærri botni, með sams konar eða líkum útbúnaði. Á fiskifræðingurinn þar við gerð vörpunnar og hleraútbúnað henn ar, sem lýst er nánar í greininni. En síðan bætir Jakob Jakobsson því við, að viðurkenna verði þó að enn einu sinni hafi flotvörpu- tilraunum verið lokið án þess að ákveðið svar, jákvætt eða nei- kvætt fengist. Síðar í lokaorðum sínum segir fiskifræðingurinn m. a. á þessa leið: „Enginn vafi leikur þó á því, að flotvörpuveiðar á einu skipi er mjög vandsöm veiðiaðferð. Ná- kvæmar rannsóknir á gerð og „hegðun" vörpu og hlera í sjón- um eru áreiðanlega nauðsynlegur þáttur í þessum tilraunum. Þá þyrfti einnig að vera hægt að framkvæma „model“ rannsóknir í landi á mismunandi vörpugerð- um og hleraútbúnaði áður en lagt er upp í veiðitilraunir. Á meðan öruggur jákvæður ár- angur hefur ekki enn fengizt með flotvörpuveiðar á einu skipi við I þær aðstæður, tel ég sjálfsagt að frekari tilraunir verði gerðar með tveggja báta vörpu. Sú veiðiað- ferð hefur reynzt mjög vel í Norð ursjó, þar sem sjórinn en enn hlýrri en hér — og árangur Vest- mannaeyinga 1955 var mjög at- hyglisverður". Nýtt frímerki PÓST- og símamálastjórnin til- kynnti í gærdag um útgáfu á nýju frímerki á þessa leið: „5. maí mun póst- og símamála- stjórnin gefa út 2 ný frímerki til minningar um 200 ára dánaraf- mæli Jóns Þorkelssonar, Skál- holtsrekt„rs. Verðgildi merkjanna verða 2 kr. grænt í 500.000 eintökum og 3 kr. rauðblátt í 400.000 ein- tökum“. LUNDÚNUM, 21. marz. — I frétt um frá Leningrad segir, að nú sé rússneski kjarnorkuísbrjótur- inn Lenin kominn úr öllum sín- um reynstoferðum og muni inn- an skamms leggja upp í langa 1 sjóferð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.