Morgunblaðið - 22.03.1959, Page 3
Sunnudagur 22. marz 1959
MORGUNBLAÐIÐ
3
Úr verin u
--Eftir Einar Sigurðsson-
Togararnir
Tíðin hefur verið ágæt fyrir
vestan, en hér syðra hefur verið
umhleypingasamt.
Skipin halda sig nú aðallega
á 3 stöðum, á Selvogsbanka, fyrir
vestan og frétzt hefur, að ein
10 skip séu komin á Jónsmið
undan austurströnd Grænlands.
Afli hefur verið ágætur hjá
sumum, en misjafn eins og geng-
ur. Fylkir fékk t. d. 26 lestir að
meðaltali á sólarhring.
Þýzkur togari kom hér í vik-
unni til að fá olíu og vatn, sem
hann var orðinn uppiskroppa
með. Hann hafði verið á Ný-
fundnalandsmiðum og lét illa af
verunni þar, aldrei hægt að vera
að vegna íss og frosts.
Fisklandanir sl. viku:
Fylkir.......... 288 t. 11 dagar
Ingólfur Arnarson 70 — 13 —
saltf. 104 —
Jón forseti .... 227 —14 —
Hvalfell .... um 275 — 13 —
Reykjavík.
Tíðin hefur verið stirð undan-
farið, stöðugir umhleypingar og
tíðar landlegur.
Afli hefur verið sæmilegur hjá
einstaka bát, en fjöldinn hefur
fengið lítið. T. d. fengu Hermóð-
ur og Hrefna einn daginn í vik-
unni sínar 20 lestirnar hvor,
nokkrir komust upp í 10—15
lestir.
Af útilegubátum er Helga hæst
með 330 Igstir af sl. fiski. Af
bátum, sem róa daglega, er Svan-
urinn hæstur með 250 lestir ósl.
Fiskur verðist vera að ganga
inn í bugtina, og hafa bátar ver-
ið að fá sæmilegan afla síðustu
daga í Garðsjónum og Akurnes-
ingaforum, sem eru hvoru
tveggja grunnmið.
Keflavík.
Það er alltaf sama ótíðin, og
virðist hvorki þrot né endir
þar á.
Afli hefur verið rýr síðustu
daga. Það má heita svo, að netja-
bátarnir hafi ekki getað dregið
nema annan hvern dag og þá
oftast ekki nærri öll netin. Afl-
inn hefur verið misjafn, frá
mjög litlu og upp í 20 lestir, þó
fékk einn bátur, Reykjaröstin, í
gær milli 30 og 40 lestir. Algeng-
asti aflinn hefur þó verið 5—10
lestir.
Nú eru allir hættir við línuna
nema 2 bátar. Af stærri bátunum
hélt Guðmundur Þórðarson
lengst út og tók netin ekki fyrr
en um þessa helgi. Hafði hann
þá aflað á línuna í 37 róðrum
306 lestir ósl. og er aflahæstur
allra Keflavíkurbáta.
Akranes.
•Róið var alla daga vikunnar,
en alltaf voru slæm sjóveður.
Afli hefur verið mjög misjafn,
frá helzt engu og upp i 33 lest-
ir í róðri. Var það Sigrún, sem
fékk stærsta róðurinn í vikunni.
Meðalafli á dag hefur verið 7—10
lestir.
Síðustu daga hefur verið einna
bezt hjá þeim bátum, sem hafa
verið með net sín í Forunum og
fyrir utan Skaga, aðeins hálfrar
til þriggja stundarfjórðunga
siglingu úr höfn. 4 bátar eru með
net sín út af Jökli, en hafa lítið
getað vitjað um síðustu daga
vegna ótíðar.
Ef veður skánar einhvern tíma,
eru menn vongóðir um sæmileg-
an afla. Engin trilla er enn
byrjuð.
Aflahæsti báturinn er nú Sig-
rún með 390 lestir ósl.
Vestmannaeyjar.
Alltaf voru einhverjir á sjó
alla daga vikunnar, en sjóveður
vond.
Afli var mjög lélegur, með því
allra lakasta, sem menn muna
eftir á þessum tíma vertíðarinn-
ar. Hjá flestum bátum var afl-
inn 4—8 lestir í róðri í 60 net.
Eru nú allir stærri bátarnir
komnir með net, en nokkrir
smærri bátar stunda veiðar með
handfæri, og hefur aflinn hjá
þeim verið heldur að glæðast
síðustu daga og nokkrir fengið
það, sem kalla mætti sæmilegan
afla, eða 7—8 lestir á skip.
Lifrarsamleg Vestmannaeyja
hefur tekið á móti 833 lestum
af lifur á móti 1099 lestum á
sama tíma í fyrra, eða 266 lest-
um minna nú.
Lögskráð hefur verið á 95 fleyt
ur, og eru það nokkru fleiri bát-
ar en í fyrra. Auk þess eru gerð-
ir út úr Eyjum allmargir að-
komubátar, sem lögskráð er á í
heimahöfn.
10 aflahæstu bátarnir eru:
Gullborg .. 337 t. ósl.
Snæfugl SU .. 308 — —
Stígandi .. 292 — —
Hannés lóðs .... .. 286 — —
Björg SU .. 278 — —
Sig. Pétur .. 265 — —
Bergur VE .. 239 — —
Kristbjörg .. 237 — —
Kári .. 232 — —
Víðir SU .. 221 — —
Nýjung viS síldveiðar
Ný gerð af vindu . (power
blocks) hefur verið að ryðja sér
til rúms vestanhafs undanfarin
ár. Er hún notuð til að draga
inn snyrpunætur. Vindan er
vökvadrifin og fest upp í „bómu“
á skipinu og þykir auðvelda mjög
og flýta fyrir að ná inn nótinnl.
Eru þessar vindur orðnar í 90%
af síldveiðiskipum vestanhafs.
Við austurströnd Bandaríkj-
anna er algengt að nota dælur
í sambandi við vindur þessar til
þess að ná síldinni úr nótinni.
Eru dælurnar 10 til 16 þuml-
unga víðar og því mjög fljót-
virkar.
Bæði þessi tæki eru til hér á
landi, en lítil reynsla mun enn
fengin af þeim. Um þessar mund-
ir er verkfræðingur staddur hér
til að kynna íslendingum frekar
þessa nýjung.
Fælir flotinn síldina.
Það hafa oft verið uppi getgát-
ur um það, að dýptarmælarnir
fældu síldina. Nú hefur hinn
kunni norski fiskifræðingur De-
vold komizt að raun um, að síldin
heldur sig mun ofar í sjónum,
þar sem flotinn er.ekki að veið-
um. Einnig að síldin fælist, þar
sem margir bátar eru að kasta.
„Það er ekki nema eðlilegt" segir
Devold, „að síldin verði hrædd,
þegar hundruð skipa eru á svæð-
inu og 20—30 skip eru að snyrpa
á litlum bletti. Síldin hlyti ann-
ars að vera tilfinningalaus og ó-
næm fyrir öllu braukinu og
bramlinu“. Gæti ekki það sama
átt sér stað hér, eða þá að þessu
væri svipað farið með þorskinn,
að hann styggðist við allt grjót-
kastið.
Veiðar með Ijóstum og dælum
Það færist stöðugt í vöxt að
nota ýmsar nýjar aðferðir við
fiskveiðar. Þannig vöktu í haust
veiðar Rússa í námunda við Jap-
an, þar sem notuð voru ljós og
dælur, mikla athygli. Þarna var
að verki 2G00 lesta verksmiðju-
skip með mörgum 300 lesta fiski-
skipum ásamt 12 frystiskipum,
sem fluttu aflann jafnóðum fros-
inn til hafnar.
Þessi veiðiaðferð er áður þekkt
og notuð af Japönum, sem safna
síldinni saman í hnapp með sterk
um ljósum. Síðan er kastað mjög
stórri nót af öðru skipi skammt
frá, þá eru ljósin slökkt og önnur
kveikt skyndilega á bak við nót-
ina. Leitar þá síldin í áttina til
nótarinnar, þar sem ljósin eru, en
þá er hún snyrpuð. Síðan er henni
dælt upp í skipið með afkasta-
miklum dælum.
Hvað gera fslendingar til þess
að afla þekkingar á nýjustu
veiðiaðferðum annarra þjóða? Er
hér ekki verkefni fyrir Fiski-
málasjóð, Fiskifélagið og L. f. Ú.?
Sr. Óskar J. Þorláksson
Vísindin meira í þágu
sjávarútvegsins.
Aðrar þjóðir eru stöðugt að
taka vísindin meira og meira í
þágu atvinnuveganna. Eru íslend
ingar nógu vakandi í þéssum efn
um. Starf eins snjalls vísinda-
manns getur fært þjóðinni tugi
milljóna króna árlega, þegar vel
tekst til.
Framleiðsla soðinna matvæla
fer stöðugt vaxandi í heimin
um. Eftirtektarvert er, hve fram-
leiðsla þessi af fiski fer ört vax-
Pálmasunnudagur
I.
Blessaður sé konrngurinn,
sem kemur í nafni Drottins.
Friður á jörðu og dýrð í
upphæðum. (Lúk. 19. 38).
ATBURÐIR Pálmasunnudagsins
hafa yfir sér sérstakan blæ, meðal
þeirra atburða úr lífi Jesú Krists,
sem guðspjöllin greina frá. Yfir-
leitt hafði Jesú starfað í kyrrþey
og ekki viljað láta mikið á sér
bera, þó að ekki gæti hjá þVÍ farið,
Netavertíðin ætti að ná hámarki nú um páskana
að orðrómurinn um hann bærist
víða, ekki sízt vegna kraftaverk-
anna, sem hann gerði, þó að hann
sjálfur legði ríkt á við menn að
halda þeim sem minnst á lofti.
Hér er brugðið nokkuð út frá
þessari venju, þó að ekki sé hægt
að segja að hér sé um mikla við-
höfn að ræða, gat ekki hjá þvlí far-
ið að þetta atvik vekti nokkra at-
hygli, svo að jafnvel andstæðing-
um Jesú þótti nóg um.
Hann hafði nú starfað í þrjú ár
meðal þjóðar sinnar, og starf hana
hafði, að ýmsu leyti verið óvenju-
legt. Að vísu var kenning hans í
ætt við boðskap spámannanna, en
þó fyllri og dýpri. Máttarverk
hans vörpuðu nýju ljósi yfir sam-
band Guðs og manna og kærleiks-
þjónusta hans sýndi mönnum inn
í leyndardóma mannlegs lífs. Guð
var ekki aðeins hinn fjarlægi
Guð, hátt upp hafinn yfir allt
jarðneskt og mannlegt, hann var
hinn nálægi Guð, hinn kærleiksríki
faðir, sem lét sér annt um velferð
barna sinna, og vildi kalla þau til
þjónustu við sinn viija.
Með boðskap gínum hafði hann
þegar vakið margt fólk til umhugs
unar um hin sönnu verðmæti lífs-
ins og gefið því nýja trú á lífið
og framtíðina.
Sterkar vonir voru vaknaðar
meðal þjóðarinnar, að þarna værj
komimn hinn fyrirheitni Messías,
sem ætti bæði að vera veraldlegur
og andlegur leiðtogi hennar.
Vér sjáum þessa sannfæringu
endurspeglast í orðum fóilksins við
innreið Jesú til borgarinnar:
„Blessaður sé konungurinn, sem
kemur í nafni Drottins, friður á
jörðu og dýrð í upphæðum“.
II.
andi. Þannig voru á síðasta ári
soðnar og síðan frystar aftur
27.000 lestir af fiskstöngum í
Bandaríkjunum, og hafði þá
magnið aukizt um 15% frá árinu
áður. Fiskurinn, sem fór til þess-
arar framleiðslu, er jafnmikill að
magni til og íslendingar seldu
til Rússa á sl. ári. íslendingar
selja mjög mikið af „blokkum"
til Bandaríkjanna til þessarar
framleiðslu, þótt Kanada geri það
einnig.
Nýja vísitalan
Eitt það athyglisverðasta í lög-
unum um útflutningssjóð ásl.vori
var 55% yfirfærslugjaldið. Það
var hugsað sem áfangi til að
koma á jafnvægi milli hins ranga
gengis og framleiðslukostnaðar.
Ef þessari ráðstöfun hefði verið
fylgt eftir með því að stöðva
vísitöluna eins og nú, hefði öðru
vísi farið, en látið var reka á
reiðanum, og því fór sem fór.
Teljast má mjög mikilvægt, að
nú hefur tekizt að stöðva vísi-
töluna, og ekki nóg með það,
heldur fara nokkur og það ekki
svo fá stig niður á við aftur.
Það er næstum ótrúlegt, að þetta
skyldi takast eftir það, sem á und
an var gengið.
Ný vísitala hefur nú verið tek-
in upp. Segja má, að það sé
formsatriði, en þegar frá líður á
það að hafa viss áhrif, að hún er
miðuð við 100. Það mætti hugsa
sér, að þegar verðlag og visitala
hefði staðið svo og svo lengi
óbreytt, þ. e. í 100, fyndist al-
menningi ekki lengur þörf fyrir
nokkra vísitölu eða að hún hefði
nokkurt gildi og hana mætti af-
nema, því að öllum ber saman
um, að vísitölufyrirkomulagið
hafi ekki sem heppilegust áhrif
á efnahagslífið. En því er ekki
að heilsa. Eftir er segjum að tvöf.
yfirfærslugjaldið frá í fyrravor
til þess að fá fullt jafnvægi milli
framleiðslukostnaðar og gengis-
ins og við það hlýtur vísitalan að
raskast á nýjan leik, ef ekki fyrr.
Eitt er þó gott við hina nýju
vísitölu, að hún á að gefa sann-
ari mynd af hinu almenna verð-
lagi og vera þannig hagstæðari
launþegum en grundvöllurinn
var fyrir gömlu vísitölunni.
Fjárlögin.
Niðurstöðutölur á rekstraryfir-
liti fjárlaganna 1958 voru 804
milj. króna, en talið er, að tekj-
urnar fari 70—80 milj. kr. fram
úr áætlun.
Fróðlegt verður að sjá, hverjar
þessar tölur verða í ár. Því
hefur verið margyfirlýst, að álög-
ur muni ekki auknar á almenn-
ingi, hvernig sem við það tekst
að standa. Vitað er, að alltaf síg-
ur á ógæfuhliðina fyrir útflutn-
ingssjóði og hann vantar nú mjög
fé til þess að geta staðið við
skuldbindingar sínar.
En þegar þjóðin öll hefur ver-
ið beðin að sýna sparnaðarvilja
og hún vikizt vel við þeim til-
mælum, væri almenningi áreið-
anlega geðþekkast að ráðizt yrði
á skriffinnskuna og sparað þar.
Nefndunum og ráðunum fækkað
og starfsfólki í opinberum stofn-
unum, þar sem ekki yrði komið
við að leggja þær hreinlega nið-
ur og dragið úr ríkisrekstrinum,
þar sem mikið fé er bundið af
hálfu þess opinbera. Má þarnefna
sem dæmi að selja mætti að skað-
lausu, samtökum útgerðarmanna
Fiskiðjuver ríkisins, Síldarverk-
smiðjur ríkisins, Tunnuverk-
smiðju ríkisins og fleiri hliðstæð
fyrirtæki, hætta að láta sveitar-
félögin hvíla með ofurþunga af
óarðbærum og illa reknum fyrir-
tækjum á ríkissjóði og þannig
mætti lengi halda áfram.
Það verður ekki bæði haldið og
sleppt, þegar um það er að ræða
að bjarga efnahag ríkis, sem er
á glötunarbarmi. Einhverju verð-
ur ríkið að „fórna“, ef fórn skyldi
kalla.
Skilningur þjóðarinnar fer vax
andi á því, að það verður að
vera það sem kalla mætti heil-
birgður rekstur, hvort heldur hjá
einkstaklingum, sveitarfélögum
eða ríkinu. Það er aðeins verið
að kaupa sér gálgafrest m?ð
styrkjum og lánum hvort heldur
innlendum eða erlendum. Það
kemur alltaf að skuldadögunum.
Þjóðin verður fyrr eða síðar að
greiða með svitadropum fyrir
óráðsíuna.
Um aldaraðir hafa kristnar
kynslóðir tekið undir fagnaðar-
söng Pálmasunnudagsins, og þetta
gerum vér enn í dag, vér syngj-
um meira að segja: „Víst ertu,
Jesú, kóngur klár, kóngur dýrðar
um eilíf ár“. — En Köfum vér í
alvöru hugsað um það, hvað í því
felst að vera þegnar í ríki þessa
konungs.
Hver kynslóð, sem lifir, verður
að taka kristindóminn til nýrrar
athugunar. Það er ekki nóg að
taka að erfðum fagrar kirkjur og
fögur musteri, „musteri Guðs eru
hjörtun, sem trúa“. Áíhrif kristin-
dómsins í lífi samtíðarinnar, fer
eftir áhrifum hans £ hjörtum
hvers einstaklings. Ef að einstakl-
ingarnir kappkosta að lifa eftir
hugsjónum réttlætis, s-annleika og
kærleika, þá hefur það sín áhrif
til blessunar á líðandi stund. En
ef að þjóðin hugsar aðeins um
munn og maga, verður þess ekki
langt að bíða, að vegur hennar
endar í helslóðum.
Eins og nú standa sakir er tíðar
andinn ekki sérstaklega hagstæð-
ur andlegum málum. Hvar sem
menn koma saman til fundai'halda
eða mannfunda er meira rætt um
fjármál og atvinnumál en trú og
siðgæði, og þó eru hin andlegu
viðhorf mannsins undirstaða alllr-
ar velferðar hans í veraldlegum
málum. j
En þó að oss finnist kannsku
tiðarandinn ekki hagstæður and*
legu lifi nú sem stendur, hvað et
það í samibandi við þá aðstöðu,
sem kristindómurinn átti á fyrri
öldum. , ■.
Sjálfur höfundur hans var
krossfestur. 1 rúm þrjú hundruð
ár var kristin trú neðanjarðai*
hi-eyfing hins rómverska ríkis. —.
Kristnir menn voru ofsóttir með
báli og brandi og öliu því misk*
unnarleysi, sem fornöldin hafði vit
á. En samt lifði kristindómurinn,
Var það mögulegt, nema að æðri
hönd væri þar að verki?
Einn af hinum síðustu ofsækj*-
endum kristindómsins í Rómaveldi
á að hafa sagt á banasænginnií
„Þú hefur sigrað Galilei".
Pálmasveigar og pálmagreinar
uu uu.a:3,>A.i nííis irjaoxusangio^ u.ioa
í íþróttum fornaldarinnar.
Minningar Pálmasunnudagsins
benda oss á sigur kristindómsins,
sem heyrir framtíðinni til.
Ó. J. Þ.