Morgunblaðið - 22.03.1959, Side 9
Sunnudagur 22. marz 1959
MORCUHItL AÐIÐ
9
Bevan beðinn um að hjarga
aldraðri og sjúkri konu
ISVÍÞJÓÐ er nú mjög rætt um
undarlegt mál, sem sýnir fólki
þann megin mun sem er á frjálsu
þjóðfélögunum og þjóðskipulagi
kommúnista í viðhorfunum til
einstaklingsins. Þetta. mál snertir
eina fjölskyldu. Aldraða og sjúka
konu, sem býr í Eistlandi á eng-
an að annan en dóttur sína hinu
megin við Eystrasalt. Það hefur
verið sótt um það, að gamla kon-
an fái leyfi til að fara úr' landi
til dóttur sinnar, en Sovétyfir-
völdin hafa hvað eftir annað
neitað. Slíka framkomu yfirvald-
anna í Rússlandi eiga Svíar erfitt
með að skilja. En hún verður
vissulega til þess að færa fólki
heim sanninn um kúgunarkerfi
kommúnismans. — Slíkt sem
þetta gæti ekki gerzt í nokkru
lýðræðislegu menningarlandi.
★
GAMLA konan heitir Aline
Gauf og er 65 ára. Hún býr
í bænum Keila, skammt fyrir
sunnan Tallin, höfuðborg Eist-
lands. Dóttir hennar Helga og
tengdasonur Robert Raiend búa
i Norrköbing og hafa þau hjón
góðar tekjur, svo að þau gætu
Frú Aline Gauf
búið gömlu konunni góða að-
hlynningu í ellinni.
Frú Aline Gauf hefur orðið að
þola miklar raunir eins og marg-
ir landar hennar. Strax að stríði
loknu handtóku Rússar hana og
mann hennar og vörpuðu í fang-
elsi. Voru þau ákærð um að hafa
hjálpað þremur Eistlendingum að
flýja úr landi. Urðu þau að þola
vosbúð og iila meðferð í fangels-
inu. Maðurinn missti sjónina og
var fluttur í þrælkunarbúðir
austur í Síberíu, þar sem hann
lézt, en frú Eline sat'í fangelsi
í Tallinn fram til 1951, er henni
var sleppt úr hakli. Árið 1957
fékk hún þó uppreisn æru, þar
sem talið var að hún hefði verið
saklaus fangelsuð og dæmd í
ógnaræði Stalins.
Er frú Aline kom út úr fang
elsinu var hún niðurbrotin og
heílsulaus kona. Hún þjáist
enn af hjartabilun, lifrarveiki
og liðagigt og er andlega nið-
urbeygð. Hún átti tötra eina
tii að kiæðast í og skorti bæði
peninga og þak yfir böfuðið.
f fyrstu varð hún að betla og
fá að hýrast inni í skúmaskot-
um að næturlagi, en síðar
skaut góðhjartað fólk í Keila
yfir hana skjólshúsi. Hún hef-
ur nú vinnu þrjá daga í viku
frá kl. 7 á morgnana tií kl.
10 á kvöldin og fær fyrir þetta
í kaup sem samsvarar 240 kr.
á mánuði. Er hún svo örvingl-
uð yfir örlögum sínum og öll-
um kjörum, að hún hefur
Hjónin Kobert og Helga Raiend
nokkrum sinnum gerí tilraun
til að fremja sjálfsmorð.
★
ÓTTIR hennar er 35 ára. Hún
flúði frá Eistlandi 1944 og
komst eftir mikla hrakninga til
Svíþjóðar 1947. Þar kynntist hún
samlanda sínum, verkfræðingn-
um Robert Raiend og giftist hon-
um. Er þau nú sænskir ríkisborg-
arar. Þau vissu ekkert um örlög
frú Aline fyrr en 1956, enda var
Eistland algerlega lokað land. Þá
fengu þau nafnlaust bréf með
heimilisfangi gömlu konunnar og
hafa síðan ítrekað sent umsóknir
til rússneska sendiráðsins um að
hún fái leyfi til að koma til
þeirra.
Allt er tilbúið til að taka á
móti henni. Ungu hjónin geta
framfleytt henni og þau hafa
lagt til hliðar fé til að kosta ferð
hennar til Svíþjóðar. Sænsk
yfirvöld leyfa dvöl konunnar í
Sviþjóð. Aðeins eitt vantar, far-
arleyfi rússneskra yfirvalda.
Margháttaðar viðræður hafa far-
ið fram við starfsmenn rússneska
sendiráðsins í Stokkhólmi, en öll-
um hefur verið svarað með þveru
neii. 'Síðasta neitunin kom í
febrúar sl.
Raiendhjóniu hafa líka snúið
sér til sænska Rauða krossins og
beðið hann að stuðla að því að
Rússar sýni hinni öldruðu konu
meiri linkind. Sænski Rauði
krossinn hefur rætt um þetta við
fulltrúa rússneska Rauða kross-
ins en árangurslaust.
Einnig rituðu hjónin til séra
Hewlett Johnsons, hins rauða
djákna af Kantaraborg, sem er í
miklum metum meðal kommún-
ista. Djákninn kom skilaboðun-
um til rússneska sendiráðsins í
London, sem gerði ekkert annað
í málinu en að útskýra hvernig
ætti að sækja um brottfarar-
leyfi.
★
Xí SÍÐAST hefur mál þetta
komizt á dagskrá þannig, að
einn af æðstu mönnum rúss-
neskra kommúnista, Mikahil
Suslov er í heimsókn í Bretlandi
sem gestur Aneurins Bevans, eins
af foringjum brezka Verka-
mannaflokksins. Hafa þau hjón-
in Robert og Helga Raiend ritað
honum bréf, þar sem þau biðja
um náð fyrir görnlu konuna. -—
Jafnframt hafa þau ritað Aneurin
Bevan bréf, þar sem þau biðja
hann um að ganga í málið og
gera allt sem hann geti til að
milda hjarta síns rússneska gests.
Enn einu sinni hefur verið sótt
um fararleyfi fyrir gömlu kon-
una og er beðið eftir svari. Það
er ekki aðeins beðið eftir svari
um örlög einnar aldraðrar konu,
heldur eftir svari um það, hvort
Rússar ætli stöðugt að halda uppi
siðum og framkomu, sem hvergi
tíðkast í menningarlöndum.
oyftromberg A6 |{ji|n]|j((|rar
Hannes Þorsteinsson & Co.
Rafmótorar 3-fasa fyrir-
liggjandi í eftirtöldum
stæ rðum: 14—% —1—2—3
_4—7i4_ip_15 0g 23 ha.
Einnig 1-—*asa mótorar %
og 1 ha.
Allir STRÖMBERG-mólorar
eru vatns- og rykþéltir. —
Hafnarstræti 5
Aukastarf
Umboðsmenn óskast til að afla
trygginga. —
Almennar Tryggingar hf.
Austurstræti 10, sími 1-77-00
H úsgagnasmiður
Húsgagnasmiður óskast (helzt vélamaður).
NÝJA KOMPANÍIÐ HF.,
Grettisgötu 51, sími 13850.
Hinar mjög eft-irspurðu
A.E.G. rafmagnseldavélar
eru komnar. — Höfum enn nokkur stykki ólofuð.
BRÆÐURNIR ORMSSON HF.,
Vesturgötu 3, sími 11467.
Herbergi
Reglusamur maður í góðri atvinnu óskar eftir
góðu herbergi til leigu strax. Tilboð leggist inn
á afgreiðslu Morgunb&ðsins fyrir þriðjudags-
kvöld 24. marz, merkt: „Regla — 5344“.
Ungtemplarar
Ársháfíð
ungmennastúknanna Andvara og Framtíðarinnar
verður haldin í kvöld, sunnudaginn 22. marz, í
Góðtemplarahúsinu kl. 9.
Góð skemmtiatriði.
Miðar afhentir við innganginn.
Árshátíðarnefnd.
Orðsending frá
Bólsturgerðinni
Fram til 1. maí n.k. seljum við öll bólstruð hús-
gögn með mjög vægum útborgunum við móttöku
húsgagnanna.
Fyrirliggjandi margar gerðir
a f
dagstofusófaseftum
stökum sfólum
o g
svefnsófum
Notið tækifærið, eignist húsgögn með slíku móti.
Bólsturgerðin
Skipholti 19, sími 10388.