Morgunblaðið - 22.03.1959, Qupperneq 13
SunnudagifP^2. marz 1959
MORCVNBLAÐ1Ð
13
Stöðvarhúsið við Efra-Sog.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugard. 21. marz
Landsfundur
og flokksþi
ing
Landsfundur Sjálfstæðismanna
og flokksþing Framsóknar voru
mjög sitt með hvorum svip, svo
sem miklar sagnir fara af. í því
þarf raunar ekki að styðjast við
sögusagnir, heldur er nóg að lesa
þær ræður, sem birtar hafa verið
frá báðum aðilum og ályktanir
þeirra.
Ályktanirnar eru eins og hvítt og
svart. Stjórnmálaályktun Sjálf-
stæðismanna er stutt og greinar-
góð. Hún gerir í skýru og áreitnis
lausu máli grein fyrir- höfuð-
stefnu Sjálfstæðismanna og
helztu viðfai.gsefnum, sem nú er
við að etja. Þar er rakið, hvílíkur
aflgjafi frelsið er til allra fram-
fara, bæði að því er varðar anda
og ytri lífskjör. Varað er við hætt
um verðbólgunnar, og sýnt fram
á hvernig bæta megi lífskjörin
með aukinni notkun auðlinda
landsins. Raktar eru hætturnar,
sem stafa af of mikilli íhlutun
almannavaldsins og álögum úr
hófi fram. Brýnt er fyrir ríkinu,
að það þurfi sjálft að hafa for-
göngu um sparnað, t. d. með
skemmra þinghaldi. Lögð er á-
herzla á, að úrslitavald yfir mál-
efnum ríkisins verði að vera í
höndum Alþingis, ríkisstjórnar
og dómstóla en ekki utanaðkom-
andi aðila, þó að sjálfsögð sé góð
samvinna við þá, m. a. við sam-
tök stéttanna. Lýst er vilja til
samstarfs við hinar vestrænu lýð-
ræðisþjóðir. Gerð er grein fyrir
nauðsyn nýrrar kjördæmaskip-
unar. og endurskoðunar kosninga-
löggjafar. Loks er lýst trausti á
æsku íslands og heitið samstarfi
við hana.
Allt annað blasir við, þegar
lesin er stjórnmálaályktun flokks
þings Framsóknar. Landsfólkinu
gafst færi á að heyra hana í
fréttaauka útvarpsins sl. miðviku-
dag. Menn hugðu þá, að ær
skammakjaftur léti óhróður sinn
dynja yfir landsfólkinu. í raun
og veru var þetta prúðmennið
Karl Kristjánsson, sem tekið
hafði að sér að lesa ályktunina,
en gat ekki leynt því, að hún er
að verulegu leyti svívirðingar og
bein ósannindi um andstæðinga
Framsóknar, um leið og leitazt er
við að verja glappaskot hennar
undanfarin ár.
Ræða Ólafs Thors
Hin mikla ræða Ólafs Thors
við setningu landsfundar, setti
strax svip á fundinn. Ekki er öll-
um fært að halda óskiptri athygli
áheyrenda í IVi klukkutíma, svo
sem Ólafur gerði í ræðu sinni
í Gamla Bíó.
Ólafur Thors hefur nú um 25
ára bil verið formaður Sjálfstæðis
flokksins. Geir Hallgrímsson, for-
maður Sambands ungra Sjálf-
stæðismanna, minntist þess sér-
staklega í landsfundarlok og
hylltu allir fundarmenn Óia? á-
kaft af því tilefni. Stjórnmála-
baráttan er oft erfið og þreytandi.
Það er mikið verk að vera 10—20
ár í ríkisstjórn og stjórna jafn-
framt stærsta flokki landsins.
Aldrei hefur þó fjör Ólafs og
bjartsýni notið sín betur en á
þessum landsfundi, bæði í hinni
miklu ræðu og öllum tillögum
hans.
í ræðu Ólafs var rakin stjórn-
málasaga síðustu þriggja ára og
rætt viðhorfið nú, ásamt fram-
tíðarverkefnum og lausi. Sjálf-
stæðismanna á þeim. Allt var
þetta gert svo . málefnalega sem
fremst mátti verða, en einnig rneð
því fjöri og fyndni, sem Ólafi
Thors öðrum fremur er gefin.
Góðlátlegt gaman hans um heitin
á togurunum, sem lofað hafði ver-
ið en aldrei komu, og Lúðvík
hinn 16. er t. d. til þess lagað að
gera staðlaust gort broslegt á
þann veg, sem yfirlætismannin.
um mun reynast skeinuhættast.
Þriðji lestur
Greinilegt er að fleiri en Sjálf-
stæðismenn bíða þess með eftir-
væntingu að fá vitneskju um orð
Ólafs Thors. Ræða hans var flutt
á miðvikudagskvöld. Strax á
föstudagsmorgni býsnaðist Tím-
inn yfir því, að ekki væri búið
að birta ræðuna í heild og sagði
í forystugrein:
„-------Ótrúlegt er, að Mbl.
láti sér nægja að birta aðeins úr-
drátt úr slíkum boðskap.“
Morgunblaðið birti ræðuna alla
þann sama dag, en Tíminn beið
fram á sunnudag með að birta
ræðu Hermanns Jónassonar, sem
flutt hafði verið fyrr sama mið-
vikudag og ræða Ólafs var haldin.
Tíminn taldi meira aðkallandi að
birta á laugardaginn nær tveggja
síðu „hugleiðingar" um áramóta-
grein Ólafs Thors, eftir Pétur
Sigfússon frá Halldórsstöðum. Er
það góður og gegn Framsóknar-
maður, Þingeyingur að uppruna,
sem flúið hefur land og setzt að
a. m. k. um sinn vestur í Kletta-
fjöllum. Um frístundaiðju sína
þar segir Pétur:
,.Ég er nú búinn að lesa hug-
leiðingar Ólafs tvisvar, og meira
en það-----.
Við þriðju yfirferð greinarinn-
ar „árarnót" ætla ég að fá mér
til samfylgdar og samathugunar
einn „hugsandi" Heimdelling og
eina virðulega frú úr innsta hring
kjósenda og dýrkenda Ólafs“.
Því miður hefur Pétur Heim
dellinginn og frúna ekki hjá sér
holdi klædd, heldur lifa þau ein
ungis í hans eigin hugarheimi
Segja má að hann kunni að velja
sér góðan félagsskap á þeim furðu
ströndum, en því miður hafa þau
enn ekki megnað að leysa hann
úr álögunum, sem hann hefur
lent fyrir áratugalestur Tímans
Val félagsskaparins sýnir þó að
maðurinn er á réttri leið. Ef hann
kynni að hlusta á þessar hugsmíð
ir sínar í stað þess að kyrja yfir
þeim Tíma-sönginn, mun hann
eflaust losna úr álagahamnum.
áður en langt um líður.
Kjördæmamálið
á Biinaðarþingi
Ráðgert hafði verið að Búnað
arþing sæti á h. u. b. þriggj
vikna tíma og hefði lokið störf
um áður en landsfundur Sjálf
stæðismanna og flokksþing Fram
sóknarmanna kæmi saman. Þetta
fór þó á annan veg. Ástæðan var
sú, að daginn áður en flokksþing
Framsóknar settist á rökstóla.
vörpuðu þrír Framsóknarmenn á
Búnaðarþingi þar inn tillögu um
kjördæmamálið mjög í Framsókn
arstíl. Einstaka búnaðarþingsfull-
trúi úr hópi Framsóknarmanna
hafði áður haft orð á, að Búnaðar.
þing ætti að gera slíka samþykkt.
Þá fékk það skraf engar undir-
tektir. Það var ekki fyrr en Fram
sóknarbroddarnir voru hér sam-
an komnir, sem þeir gátu kúskað
flokksbræður sína til að taka
þetta mcsta hitamál íslenzkra
stjórnmála nú inn á stéttarfund
bændanna. Hinir skynsamari úr
flokki Framsóknar bentu þó á,
að þetta væri bændasamtökunum
með öllu óviðkomandi og Fram-
sóknarmenn hefðu einmitt lagt
á það ríka áherzlu undanfarið, að
þau ættu að halda sér utan við
stjórnmáladeilur. Aðvörunin kom
fyrir ekki. Flokksaginn réði. Á
síðasta degi átti að afgreiða þetta
mikla mál athugunarlaust.
Ræðurjóns
og Péturs
Allt snerist þetta þó mjög í
höndum Framsóknar. Þeir fengu
að vísu samþykkta tillögu sína
eins og fyrirfram var vitað, því
að þeir lögðu handjárnin á flokks
menn sína. Atkvæði á móti
greiddu einungis 6 Sjálfstæðis-
menn, því að þá voru tveir þeirra
farnir heim til sín af fundi, vegna
þess að þeir höfðu miðað ferða-
áætlun sína við það, sem í upphafi
hafði verið fyrirhugað.
En atkvæðamunurinn hafði hér
enga þýðingu. Eins og á stóð var
hann fyrirfram vitaður. Málið
snerist engu að síður við í hönd-
um Framsóknar. í umræðunum
hófu Sjálfstæðismenn eindregna
sókn fyrir málstað réttlætisins.
Ber öllum saman um, að þeir hafi
þar borið glæsilegan sigur af
hólmi.
Þegar allir standa sig með ágæt
um, er erfitt að gera upp á milli,
hver sé beztur, Þó eru bæði Sjálf-
stæðismenn og Framsóknarmenn
sammála um, að ræða Jóns á
Reynistað hafi borið af. Hann
sýndi með glöggum og óhnekkj-
andi rökum fram á, að hin fyrir-
hugaða breyting er einmitt sveit-
unum og strjálbýlinu til góðs,
þvert á móti fullyrðingum Fram-
sóknar. Þá urðu Framsóknar
mönnum og mjög mikil von
brigði að ræða Péturs Ottesen,
sem eins og vant er gerði grein
fyrir skoðun sinni af skörungs-
skap og sannfæringarkrafti.
Framsóknarmenn höfðu dreift
því út á meðal fylgjenda sinna
að báðir, Jón og Pétur, væru til-
lögum Sjálfstæðismanna um nýja
kjördæmaskipun andvígir. Eftir
Búnaðarþingsumræðurnar þýðir
ekki lengur að halda þeim rógi
áfram, enda sagði einn fundar-
manna á flokksþingi Framsóknar
manna, að óhug hefði slegið á þá
samkomu, þegar þar fréttist af
ræðum þessara tveggja marg-
reyndu foringja bændastéttarinn-
ar, sem eiga sér að baki lengri
og meiri reynslu í þingmálum en
nokkrir aðrir.
Aukið á ugg
Framsóknar
Ekki var þó aukandi á ugg
Framsóknar, því að svo var hann
ríkur í huga flokksbroddanna, að
óttinn brauzt út strax í upphafs-
orðum Hermanns Jónassonar
setningarræðu hans á flokksþing-
inu.
Veikleiki Framsóknar er ekki
sízt fólginn í hinum stöðugu ó-
sannindum, sem flokksmenn
hennar eru fóðraðir á. Gott dæmi
þess birtist í aðsendri grein í
Tímanum sl. miðvikudag, 18.
marz. Þar eru þessi rök höfð á
móti hlutfallskosningu í stórum
kjördæmum:
„Og hvernig hefur svo réttlæt.ið
orðið hjá okkur? f þessu eina
stóra kjördæmi, sem það hefur
verið reynt, í sjálfri Reykjavík.
Þar fékk Sjálfstæðisflokkurinn
við síðustu kosningar 10 fulltrúa
af 15, þrátt fyrir það að sá flokkur
væri þar í minnihluta að atkvæða
magni. Er þetta það réttlæti, sem
höfundur óskar eftir?“
Afsakanlegt er, að maðurinn
segi þessa vitleysu. Hún hefur
staðið í Tímanum og hann trúir
því bókstaflega, sem þar stendur.
Sannleikurinn er hins vegar sá,
að því fer svo fjarri, að Sjálf-
stæðismenn hafi fengið minni-
hluta atkvæða við bæjarstjórnar-
kosningarnar í Reykjavík, er þeir
fengu þar 10 bæjarfulltrúa kosna
að þeir fengu þá 57% allra at-
kvæða. Tíminn hefur fárast um
yfir, að hér skuli ekki tekin upp
sá útreikningur hlutfallskosninga,
sem gerði það að verkum að þess-
ir 57% kjósenda fe’ngju aðeins 7
af 15 fulltrúum!
Auðsærri blekking hefur aldrei
verið sögð, en hér er lifandi dæmi
þess, hvernig Tíminn svíkur þá,
sem trúa honum, og fær þá til
þess að mynda sér alranga mynd
af staðreyndunum. Staðreyndirn-
ar láta hins vegar ekki að sér
hæða. Þar blasa við og nú svo
berlega, að vonlaust var fyrir
Framsóknarbroddanna að leyna
ugg sínum, þegar þeir kölluðu
flokksmenn sina til fundar.
„Þetta var ekki
liægt“, sagði
Hermann
Þó að Morgunblaðið telji litla
giftu hafa stafað af Hermanni
Jónassyni í íslenzkum stjórnmál-
um og sé honum ósammála um
flest, þá fer því fjarri að Her-
manni sé alls varnaf. Hann hefur
oft komið ár sinni vel fyrir borð
og reynzt laginn í að koma mál-
um sínum fram. En nú er honum
auðsjáanlega brugðið. Uggurinn
hefur heltekið hann og vissulega
ekki að ástæðulausu. Hvar í víðri
veröld hefur fyrr en nú á Is-
landi forsætisráðherra í lýð-
frjálsu landi gefið slíka yfirlýs-
ingu sem þessa:
„Ýmsir hafa sagt: Þið Fram-
sóknarmenn áttuð að bera fram
á Alþingi tillögurnar sem þið bár-
uð fram í ríkisstjórninni 17. nóv.
sl. Þetta var ekki hægt. Stjórnar-
sáttmálinn gerir ráð fyrir að
leysa beri efnahagsmálin í sam-
ráði við vinnustéttirnar. Verka-
lýðshreyfingin hafði neitað að
fallast á tillögurnar, ásamt tveim-
ur af stj órnarflokkunum. Að bera
tillögurnar fram á Alþingi hefði
verið brigð á stjórnarsáttmálan-
r
„A það gat
Hermann
ekki fallist“
Út af fyrir sig er, að sama dag-
inn og þessi orð Hermanns Jónas-
sonar birtust í Tímanum hélt
Gylfi Þ. Gíslason ræðu, þar sem
hann skýrði frá því ,,--að
við Alþýðuflokksráðherrarnir
vildum láta leggja efnahagsmála-
ágreininginn fyrir Alþingi, en á
það gat Hermann ekki fallizt."
Það er því fullkomin blekking,
þegar Hermann nú reynir að
skjóta sér á bak við Alþýðuflokk.
inn til afsökunar því, að málið
var ekki borið undir Alþingi.
Einnig er algjörlega rangt að
„verkalýðshreyfingin hafi neitað
að fallast á tillögur Framsóknar-
ráðherranna frá 17. nóvember".
Þær voru aldrei bornar undir Al-
þýðusambandsþing, heldur ein-
ungis tillaga um frestun, sem
miðaði að því að senda þingfull-
trúana heim, án þess að gera
þeim grein fyrir hinu sanna sam-
hengi málsins og fyrirætlunum
V-st j órnar innar.
Það er og mál fyrir sig, að
ríkisstjórnin hafði aldrei lofað
öðru en að hafa samráð við
verkalýðshreyfinguna um þessi
mál. 1 því fólst ekki að hún væri
bundin af ákvörðunum hennar,
heldur einungis að málin skyldi
undir hana borin, hlustað á til-
lögur hennar og þær síðan metn-
ar að verðleikum. Hermann Jón-
asson veit ofur vel, að annað en
þetta felst ekki í því orðalagi „að
hafa samráð" við einhvern.
Vesalmennskan
mesta
En látum þetta allt vera. Segj-
um að Hermann Jónasson hafi
rétt fyrir sér í því, að hann hafi
verið búinn að skuldbinda sig til
að láta aðra en Alþingi íslend-
inga, réttkjörna fulltrúa þjóðar-
innar allrar, hafa úrslitaráð um
mestu velferðarmál hennar. Er
hægt að hugsa sér meiri niður-
lægingu og fordæmingarverðara
athæfi af manni, sem tekið hefur
að sér að stjórna í „lýðveldi með
þingbundinni stjórn", eins og 1.
grein stjórnarskrár lýðveldisins
íslands f i 17. júní 1944 segir
vera grundvallaratriði stjórn-
skipunar okkar?
Framh. á bls. 14