Morgunblaðið - 22.03.1959, Page 15
Sunnudagur 22. marz 1959
MORCUNBLAÐIÐ
15
Nírœð í dag:
Þórunn Björnsdóftir
*> frá Seli
AUSTAST í Grímsnesinu er fjall-
ið Mosfell. Það lætur lítið yfir
sér í fjarska, en er nær dregur
er það fagurt og vinalegt. Víða
dregur það lyng og grasbrekkur
upp til brúna. Efra er það vaxið
mosabreiðum og grösugum smá-
dölum. Land gott er fyrir fénað
í fjallinu og börnin við fjallið
elska berjabrekkurnar. Góðbýlin
eru hringsett um fjallið. Á fyrstu
tugum þessarar aldar var þar
margmenni á hverjum bæ. Hund-
gá og hó, vinnuköll og hlátra-
sköll frá þessum býlum bergmál-
uðu í fjallinu. Að austanverðu er
fjallið aflíðandi, þar undir er
bærinn Sel. Húsfreyjan frá Seli,
Þórunn Björnsdóttir, Baldursgötu
16, hér í bæ, er níræð í dag.
Þórunn Björnsdóttir er fædd að
Helludal í Biskupstungum 22.
marz 1869, dóttir hjónanna þar,
Margrétar Guðmundsdóttur og
Björns Björnssonar. Þegar Þór-
unn var þriggja ára, þá komin að
Galtalæk í sömu sveit, dó móðir
hennar. Síðar giftist faðir hennar
Herdísi Halldórsdóttur frá Mið-
dalskoti í Laugardal, alsystur
Sigurðar á Brú í Grimsnesi. Með
Margréti eignaðist Bjöm 4 syni og
tvær dætur og með Herdísi 3
syni. Eftir sjö ára sambúð dó
Herdís. Eftir það bjó Björn með
ráðskonu, Þorbjörgu Þorsteins-
dóttur, í 14 ár. Sum systkinanna
dóu í bernsku, en hin, bræðurn-
ir, ólust upp með Þórunni. Þór-
unni leið vel á ungdómsárunum.
Faðir hennar var dugnaðarbóndi
og komst vel af, og hún átti því
staka láni að fagna að bæði stjúp-
an og ráðskonan voru henni og
hinum börnunum mjög góðar.
Þær voru báðar glaðlyndar og
því oft kátt og skemmtilegt í
bænum.
Þórunn lærði lestur og nauð-
synlegan trúarlærdóm til stað-
festingar, í þeirrar tíðar anda,
auk þess hagnýta handavinnu.
Heimiliskennari var á Galtalæk
til að kenna drengjunum. Sá hafði
mjög góða rithönd og lagði mikla
áherzlu á skriftarkennsluna. Þór-
unn var vel greind fluglæs og
hafði gaman af bókum. Hún leið
af löngun eftir að fá að læra að
skrifa, en skriftarkennslan var
henni alveg forboðin. „Það tjóaði
lítið að fara að kenna telpunni að
pára“, sagði fólkið. En morgun-
ljómi hins íslenzka kvenfrelsis
roðaði kinnar ungu stúlkunnar á
Galtalæk, og hún ákvað með
sjálfri sér, að hún skyldi læra
að skrifa, eins og strákarnir. Hún
reyndi að fara ofan í skrift þeirra
og tókst að læra stafina. Var hún
sískrifandi á hrímið á rúðunum,
eða svellalög, sem þunnur snjór
lá á. Þegar kennarinn sá, hversu
Þórunn hafði af sjálfsdáðum náð
leikni í að skrifa, sagði hann, að
það mætti til að gefa telpunni
forskrift. Gaf hann Þórunni, um
leið og hann fór, tvær forskrifta-
bækur, sem hún lærði mikið af.
Á svellin æfði hún sig í að skrifa
sendibréf.
Þegar Þórunn var fulltiða
stúlka, dó faðir hennar. Réðist
hún þá að Bræðratungu og var
þar í eitt ár. Þar eignaðist hún
sitt fyrsta barn, Guðrúnu Guð-
jónsdóttur. f næstu fardögum réð
ist hún að Spóastöðum til ágætis-
hjónanna Páls Guðmundssonar
og önnu Pálsdóttur. Það var Þór-
unni engin ofraun að hafa litlu
dótturina. Þórunn var dugleg og
hraust, lífið ekkert annað en gleði
og starf, og litla dóttirin jók yndi'
hvers einasta dags. Þar var á
bænum ungur og efnilegur upp-
eldissonur, Kjartan Vigfússon,
ættaður úr Þingeyjarsýslu. Þau
Þórunn og Kjartan felldu hugi
saman, giftu sig 1901 og settust
að í Laugarási. Þar kunnu ungu
hjónin vel við sig. Víðsýnið mikið
og vellandi hverirnir við túnfót-
inn. f hveraholunum eldaði unga
konan allan mat og var það búsí-
lag gott, en ekki kunni hún vel
við að nota hveravatnið i kaffið.
í Laugarási fæddist þein. fyrsti
sonurinn. f næstu fardögum urðu
þau að fara frá Laugarási, því
jörðin hafði verið seld fyrirvara-
laust. Fengu þau þá byggingu
fyrir hálfu Selinu og fluttu á
vesturpartinn, en Guðmundur
Bjarnason og Ingveldur Eyjólfs-
dóttir, fluttu á austurpartinn frá
Bjarnastöðum.
Þegar þessi tvenn, ungu hjón
komu að Seli, var bærinn kominn
að hruni og ekki íveruhæfur.
Byggðu þeir Kjartan og Guð-
mundur tvíbýlisbæ, af eigin
ramleik. Voru baðstofurnar bjart
ar, rúnigóðar og vel viðaðar í
hólf og gólf. Var það mikið fram-
tak og atorka á fyrsta ári. Bjuggu
þessi tvenn hjón á Seli í tvíbýli í
þrjá og hálfan áratug við barna-
lán, búsæld og fádæma gott sam-
komulag. Hélzt gestrisnin og
greiðasemin í hendur í Vestur-
og Austurbænum.
Á Seli kunnu þau Þórunn og
Kjartan, fljótt vel við sig. Þar
er vítt land og fagurt; skiptist
þar á þurrlendi og mýrargróður,
gott fyrir allar skepnur og slægj-
ur á túni og engjum kostaríkar.
Ungu hjónin höfðu ákveðið að
helga sveitabúskapnum krafta
sína og gengu nú ótrauð til verks.
Nóg voru verkefnin framundan:
stækka búið, bæta hús og rækta.
Á Seli fæddust þeim 3 synir. Öll |
voru börnin hraust, uxu vel úr
grasi og það stækkaði færikví-
arnar og jók búhaginn, er lítil
amboð voru borin út og bættust
við í teiginn. Því var við brugð-
ið, hve börnin voru dugleg og
prúð. Kæmi það fyrir, eftir að
morgunstundin kallaði þau til
lærdóms eða starfs, að kvöldfeg-
urðin á Seli tefði fyrir þeim að
komast í háttinn, þurfti mamma
þeirra ekki annað en fara fram
í dyrnar og kalla: „Þið munið eft-
ir morgundeginum“. Oft munu
þessi orð, eftir að Þórunn var
hætt að kalla inn börnin sín,
hafa hljómað í eyrum þeirra að
kvöldi dags og gefið þeim far-
sælan komandi dag.
Eins og flestar sveitakonur átti
Þórunn langan og strangan erfið-
isdag, einkum meðan börnin voru
lítil, en oft mun hún hafa stytt
sér stund og létt sína lund með
því að hafa skemmtilega bók með
í störfum, þegar hún gat því við
komið. Einu sinni um háannatím-
ann, er vinkona hennar úr Reykja
vík heimsótti hana, árla morg-
uns, er fólk myndi varla komið
á fætur, var baðstofan tóm, en
húsfreyjuna fann hún í eldhús-
inu. Stóð hún þar við smjörstrokk
inn, hugði að smjörgerð og las
jafnframt i ljóðabók, sem lá þar •
við hlið hennar á gömlum hlóð-
arsteini. Þórunn er einlæg trú- i
kona og las hún húslesturinn á I
Seli og oftast í Vídalínspostillu á
sunnudögum. Sátu börnin henn-
ar jafnan prúð undir lestrinum,
en þegar fór að vora, fannst þeim
Vídalín langorður. Þegar kirkju-
klukkurnar á Mosfelli kölluðu til
tíða, sáust Þórunn og Kjartan
æfinlega koma heim túnið með
prúðbúinn barnahópinn sinn.
Oft vorum við systkinin send í
vesturbæinn að Seli með um-
burðarbréf, óskilafé eða rákum
önnur erindi foreldra okkar. Gest
risnin var alltaf söm við sig og
húsfreyjan laðaði að sér alla, sem
henni kynntust með góðvild sinni
glaðværð og kímni.
Árið 1937 flutti Guðmundur og
fjölskylda hans af austurpartin-
úm að Hömrum í Grímsnesi, og
bjuggu þau Þórunn og Kjartan þá
á allri jörðinni með börnum sín-
um, unz þau brugðu búi 1939.
Tóku þá við búinu Árni og Björn,
sem keyptu alla jörðina. Fáum ár-
um síðar hætti Björn búskap
og flutti til Reykjavíkur. Nú hef-
ir hann selt Sveini sinn hluta
jarðarinnar. Þórunn missti mann
sinn 1943 og hefir síðan dvalið al-
farið hjá börnum sínum, Guð-
rúnu og Birni, í húsi þeirra Bald-
ursgötu 16.
Börn Þórunnar eru fimm sem
fyrr getur, og eru þau eftir aldri:
Guðrún Guðjónsdóttir, sem nær
óslitið hefir dvalið með móður
sinni og verið henni stoð og stytta
Ólafur Kjartansson, að Seli,
Björn Kjartansson, verkam. í
Reykjavík, Árni Kjartansson,
bóndi að Seli, tvigiftur, síðari
kona Elinora, velmenntuð, þýzk
kona af góðúm ættum, og Sveinn
bóndi að Seli.
Þórunni hefir liðið vel síðan
hún kom til borgarinnar og elskar
borgina sína. Hún kom með fúll-
ar ferðaskrínur, ekki af dýrgrip-
Framhald á bls. 22.
%
LESBÓK BARNANNA
Mjálsbrenna og hefnd Kára
23. l»elr Flosi voru við eld-
ana, i»ar til er morgnað var
mjög. Þá kom þar maður einn
ríðandi að þeim. Hann nefnd-
ist Geirmundur.
„l*ér hafið mikið stórvirki
unnið“, segir hann.
Flosi svarar: „Bæði munu
menn þetta kalla stórvirki-og
illvirki“.
„Hversu margt hefir hér
fyrirmanna látizt?" segir Geir-
mundur.
Flosi svarar: „Hér hefir lát-
izt Njáll og Bergþóra og synir
þeirra allir, Þórður Kárason
og Kári Sölmundarson“.
24. Geirmundur mælti: —
„Dauðan segir þú þann nú,
er á brott hefur komizt og ég
hefi talað við £ morgun“.
„Hver er sá?“ segir Flosi.
„Kára Sölmundarson fund-
um við Bárður, búi minn“, seg
ir Geirmundur.
„Hafði hann nokkuð vopna?"
segir Flosi.
„Hafði hann sverðið Fjör-
sváfni“, segir Geirmundur, og
var blánaður annar eggteinn-
inn, og sögðum við að dignað
mundi hafa, en hann svaraði
því, að hann skyldi herða i
blóði Sigfússona og annarra
brennumanna“.
25. Flosi mæltl til Geir-
nundar: „Hvort mun Ingjald-
ar heima að Keldum?“
Geirmundur kvaðst ætia, að
hann myndi heima vera.
„Þar er sá maður“, seglr
Flosi, „er rofið hefir eiða við
oss og allan trúnað. Hvern
kost viljið þér nú gera Ingj-
rldi? Hvort viijið þér gefa hon
um upp, eða skulura vér nú
fara að honum og drepa
hann?“
Þeir svöruðu allir, að þeir
vildu fara að honum og drepa
hann.
26. Flosi og allir þeir riðu
nú í braut og stefndu upp til
Rangár og upp með ánni. Þá
já hann mann ríða ofan öðrum
megin árinnar. Hann kenndi,
að þar var Ingjaldur frá Keld-
um. Flosi kaliar á hann. Ingj-
aldur nam þá staðar og sneri
við fram að ánni.
Flosi mælti tii hans: „Þú
hefir rofið sátt við oss, og hef-
ir þú fyrirgert fé og fjörvi. Þó
mun eg gefa þér líf, ef þú vilt
selja mér sjálfdæmi“
Ingjaldur svarar: „Fyrr skal
ég ríða til móts við Kára, en
eg selji þér sjálfdæmi“.
Frá yngstu höfundunum:
— Ritgerðasamkeppni —.
16. Æðaríjölskyldan
VORIÐ var komið í eyj-,
arnar, þar sem æðarfugl-
inn átti heima. íturvaxn-
ar kollurnar syntu fram
og aftur, sumar við hlið-
ina á blikunum sínum,
sem vörðu þær vasklega
fyrir ágengni annarra.
Ungfrú Rikka slétti
v mdlega úr fjöðrunum
sí, lum, Henni leist mjög
ve á einn blikann, sem
var ungur og ógefinn. —
Fjölli af kollum hafði
hópait í kring um hann
og hlustaði á sögurnar af
þeim niörgu hættum og
ævintýrum, sem hann
hafði lent í.
Þegar 'eið fram yfir
lágnættið fóru fuglarnir
að vappa upp í fjöruna.
Yfirleitt sátu tvö og tvö
saman, sem airnað hvort
voru nýtrúlofuö eða gift.
Þeir, sem enn höfðu ekki
fundið sér maka, drógu
sig saman í smáhópa,
stungu nefinu undir væng
og fóru að sofa.
Ungfrú Rikka vaknaði
af værum blundi, þegar
einhver ýtti ósköp var-
lega við henni. Það var
blikinn ungi, sem hún
fjörunni og þau syntu um
alla víkina og um morg-
uninn, þegar hinir fugl-
arnir vöknuðu af nætur-
svefninum, voru þau trú-
lofuð. Þau höfðu ákveðið
að gifta sig þá um dag-
inn.
Bæði kepptust við und-
irbúninginn að hjóna-
vígslunni. Þau struku sig
og snurfunsuðu og heldu
síðan til gamalla og
reyndra hjóna, sem áttu
„Þetta er fínt liús“, sagði Rikka og brosti.
hafði verið hrifnust af um að leggja þeim lífsregl-
daginn.
„Komdu“, hvíslaði
hann, „við skulum synda
út á víkina."
Þau gengu saman eftir
urnar.
Þar næst syntu þau á-
samt öllum brúðkaups-
gestunum út á víkina.
Þau áttu að veiða mörg