Morgunblaðið - 22.03.1959, Side 22
22
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 22. marz 1959
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 12.
veitingahúseigandi og varaborg-
arstjóri í Antibes, hefir skýrt frá
í einstökum atriðum. *
Hann hefir upplýst, að la Cour
læknir hafi boðið honum nokkr-
ar miljónir franka, ef hann vildi
taka að sér að ráða Polo af dög-
um. Polo var þá liðsforingi í
franska hernum í Alsír.
Rayon lét ekki annað uppi við
la Cour en að hann tæki boðinu,
en raunverulega hafði hann á-
kveðið að rannsaka .málið nán-
ar. Hann tók við peningunum og
gekk m. a. s. svo langt að segja
la Cour, að honum hefði tekizt
að kyrkja Polo, og síðan hefði
hann fleygt líkinu í Signu.
Sannleikurinn var sá, að Ray-
on hafði falið Polo í veitingahúsi
sínu, Fiskimannahúsinu, í Anti-
bes. Jafnframt segir Rayon unga
manninum, hvað la Cour hafi
ætlazt fyrir. Polo sneri sér þegar
til réttvísinnar og kærði la Cour
fyrir tilræði við sig. Fyrir um
það bil tveimur mánuðum var
la Cour yfirheyrður af lögregl-
unni, en þá voru ekki fyrir hendi
nægar sannanir gegn honum. Er
hann hafði verið spurður í þaula
heila nótt, var hann látinn laus.
Enn er ekki komið fram, hvers
vegna la Cour hefir nú verið
handtekinn.
En þetta fyrrgreinda tilræði er
ekki eina tilraunin, sem gerð
hefir verið til að losna við Polo.
Símagála nokkur er ein af þeim,
sem hefir skipað sér í flokk
þeirra, sem halda því fram, að
Polo sé ofsóttur.
Þessi unga stúlka, sem er 23
ára að aldri og heitir Maité, hef-
ir skýrt lögreglunni svo frá, að
nokkrum mánuðum áður en
myrða átti Polo, hafi verið reynt
með klækjum að koma því til
leiðar ,að hann yrði arflaus.
Ætlunin var að útvega sannanir
fyrir því, að Polo væri umboðs-
maður gleðikvenna, og Maité átti
að útvega sönnun fyrir því. Ef
þetta heppnaðist, gat Domica,
fósturmóðir Polos, fengið upp-
fyllta ósk sína um, að kjörson-
urinn yrði gerður arflaus. Hún
gat snúið sér til réttvísinnar og
látið lýsa ættleiðinguna ógilda á
þeim forsendum, að Polo hefði
ekki reynzt verðugur þess, að
hann væri ættleiddur.
*• ★—□—★
r
Maité sagði lögreglunni, að
eitt sinn í vetur hefði bróðir
Domenicu, Jean Lacaze, fram-
kvæmdastjóri blýnámufélags-
ins, komið að máli við hann og
farið fram á, að hún vottaði, að
Polo væri auvirðilegur gleði-
kvennamiðlari. Sagði hún, að
Lacaze hefði boðið sér nokkrar
miljónir franka að launum. Maité
tók við peningunum, en fór síð-
an á fund Polos og sagði honum,
hvað væri á seyði.
f Lacaze var þegar handtekinn,
og Parísarbúar fengu sannarlega
nóg að tala um á næstunni. —
Lacaze er þekktur sem hinn
mikli iðjuhöldur og framkvæmda
stjóri menningarsjóðsins „Zell-
idja“, sem dregur nafn sitt af
námunum í Marokkó og er fé úr
honum varið til að styrkja listir
og vísindi. Hinn grunlausi for-
maður sjóðsins er Jules Romains.
^ Lögreglan hafði haft veður af
j þessum fyrirætlunum Lacaze, og
með því að hlusta á símasamtöl
! hafði hún aflað sér vitneskju um
! ýmis atriði. Síðan Lacaze var
handtekinn hefir Maité farið
huldu höfði, og lögreglan hefir
ekkert látið uppi um dvalarstað
hennar.
'v- Lacaze var siðar látinn laus.
^ ★—□—★
^Almenningur í París bíður nú
1 með eftirvæntingu eftir að heyra,
' hvað verði aðhafzt í málinu: Ein
j auðugasta fjölskylda í Frakk-
landi hefir lent út í hringiðu
{ ógæfunnar. Forsaga málsins er
' líka viðamikil, og fólkið, sem hér
} á hlut að máli, vel þekkt: glæsi-
leg kona, sem tvisvar varð ekkja
Samstarf bœjarfélagsin við samtök
borgaranna hefur gefizt mjög vel
Samþykkt í bœjarstjórn að brunatrygg-
ingar bœjarins veiti Húseigendafélagi
Reykjavíkur fjárframlag til eldvarna
Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í
á unga aldri, og hefir orðið æ
auðugri með aldrinum, kjör-
barn, sem enginn veit, hvaðan
er komið. Læknir, sem verið hef-
ir náinn vinur konunnar um
margrá ára skeið. Kjörsonurinn
lendir á villigötiím og bjarga á
eignum fjölskyldunnar frá að
lenda í höndum hans. Bróðir
fósturmóðurinnar ar handtekinn
fyrir falska ákæru og mútur.
Læknirinn er handtekinn fyrir
morðtilraun. Ekki er því að efa,
að ýmislegt á eftir að koma á
daginn, áður en yfir lýkur.
JÓN VALGEIR STEFÁNSSON
danskennari ásamt 53 nemendum
— Níræð
Framhald af bls. 15.
um eða gersemum, en fögru lífs-
starfi í fagurri sveit, og er yfir
er litið er erfiðið orðið að mann-
dómssögu, sem hún hefir gam-
an af að blaða í á Baldursgöt-
unni. Frá því að hún flutti til
borgarinnar hefir hún verið sí-
vinnandi, aðallega með prjónana
sína, og þá gleymir hún ekki að
láta bókina liggja fyrir framan
sig á borðinu. Margur ullarsokk-
urinn og-*vettlingurinn hefir lagt
leið sína austur yfir fjall að Seli
og hlýjað sonum hennar við kul-
söm vetrarstörf. Til mömmu á
I Baldursgötunni hafa þeir oft
hugsað með hlýja vettlinga á
höndunum, þegar þorri hefir bit-
ið í á leiðinni á beitarhúsin við
Brúará. Þórunn er mjög heilsu-
góð og les og vinnur gleraugna-
laust, og sjái hún í blaði eða
tímariti vísu eða ljóð, sern ein-
hver lífsspeki er í, skrifar hún
það niður hjá sér, með sinni
ágætu skrift, sem hún hefir engu
þurft við að bæta, síðan hún skrif
aði á svellin að Galtalæk. Þórunn
hefir alltaf verið einlæg trúkona
og trúir á framhaldslífið og ó-
studd labbar hún ennþá til kirkju
á sunnudögum.
Þórunn á Seli er níræð í dag.
Hún lítur yfir liðinn starfsdag og
gleðst yfir því að ekki brást henni
makavalið á Spóastöðum. Hjá
börnum sínum á Baldursgötunni
býr hún við ágætustu aðbúð, og
ef vinir hennar dást að hennar
glaða og unglega yfirbragði, hef-
ir hún svarið á vörunum: „Mér
er gefin góð heilsa, rólyndi og
glaðlyndi, og börnin hafa öll allt-
af verið mér svo góð, þæg og dug-
leg og eins er tengdadóttirin
þýzka og barnabörnin mér svo
góð“. Þá er það einnig gleði henn-
ar í dag, að á Seli eru reist ris-
mikil hús fyrir menn og skepnur,
búsmalinn stór, og túnin þenja
sig út yfir móa og mýrar og
kartöfluræktin ein sú mesta í
uppsveitum Árnessýslu. Yfir bæ
og hjörð að Seli blasir menning
þjóðarinnar á þessum merkisdegi
Þórunnar.
Við systkinin frá Mosfelli þökk
um afmælisbarninu órofa tryggð
við foreldra okkar og okkur frá
fyrstu kynnum og óskum henni
heilla og blessunar á ókomnum
ævidögum. „Guð í hjarta guð í
stafni" gefi henni nú, sem fyrr
faraheill, er hún leggur upp á tí-
unda áratug ævi sinnar.
^ ' y , Gísli Gíslason
frá Mosfelli.
fyrradag ’ar til síðari umræðu 6.
hans efna til glæsilegra dans-
sýninga í Austurbæjarbíói í byrj
un næsta mánaðar.
Þar gefst fólki tækifæri til að
sjá allar tegundir af dönsum,
dansað af fólki á öllum aldri allt
niður til 4 ára.
Þar sem nokkrir söngvarar
voru nemendur í skóla Jóns í
vetur munu þeir einnig koma
þarna fram með nokkur dægur-
lög og hefur Jón samið dansa
við sum þeirra, en það mun vera
all nýstárlegt hér á landi.
Hin vinsæla hljómsveit Andrés
ar Ingólfssonar mun aðstoða við
sýningar þessar. En kynnir verð
ur hin velþekka leikkona Emilía
Jónasdóttir.
Þá má og geta þess, að Jón hef-
ur sjálfur samið flest dansatriðin
er þarna koma fram. Ekki mun
verða hér um margar sýningar
að ræða þar sem Jón Valgeir er
á förum til Kaupmannahafnar
þar sem hann mun dansa í sumar
við hinn þekkta Tívoliballet.
Árshátíð Eiðaskóla
SUNNUDAGINN 14. þ. m. var
haldin árshátíð Eiðaskóla, sem
ungmennafélag skólans stóð að.
Samkomuna setti skólastjór-
inn Þórarinn Þórarinsson, því
næst var sýnd kvikmyndin fs-
lenzkt sveitalíf. Þá var sýndur
sjónleikurinn Nei-ið, eftir Hei-
berg, leikinn af nemendum, und
ir stjórn Ármanns Halldórssonar
kennara og var leiknum mjög
vel tekið. Undirleik við söngv-
ana í leiknum annaðist frú
Sigrið Zophoníasdóttir. Búning-
ar voru fegnir að láni hjá Þjóð-
leikhúsinu.
Hermann Guðmundsson kenn-
ari flutti ræðu. Hann er nýr kenn-
ari við skólann, og er ættaður
frá Eyjólfsstöðum í Fossárdal.
Þá söng samkór 52 nemenda
undir stjórn Þórarins Þórarins-
sonar skólastjóra, og eru það
allir sem reyndust sönghæfir,
eða rúmur helmingur nemenda.
Þetta er fjölmennasti kór, sem
sungið hefur á árshátíðum skól-
ans, og þótti söngurinn takast
prýðilega, og þurfti kórinn að
endurtaka nokkur lög við ágætar
undirtektir.
Að lokum var stiginn dans
í fimleikasal skólans. Jafnframt
voru sýndar kvikmyndir í borð-
stofu skólans.
Samkoman fór fram með
mestu prýði og eru þessar sam-
komur jafnan vel sóttar, enda
fjölbreytt skemmtiatriði.
Þarna munu hafa verið um
350 manns og margir langt að
komnir,
—A. B.
liður fundargerðar bæjarráðs frá
3. marz sl. um 120 þúsund kr. fjár
veitingu úr Húsatryggingasjóði
til Húseigendafélags Reykjavík-
ur til eldvarna.
Alfreð Gíslason tók fyrstur til
máls. Kvaðst hann hafa kynnt sér
málið milli funda. Húseigendafé-
lagið hefði lengi sótzt eftir því
að fá styrk frá bænum, en það
hefði ætíð mætt mótspyrnu. Að
lokum hefðu þeir komið sér niður
á, hvernig þeir skyldu verja
fénu. Það er til eldvarna. Kvað
ræðumaður borgarlögmann hafa
litla trú á þessari starfsemi fé-
lagsins. En stofnanir bæjarins
hefðu nú á hendi þessa sömu
starfsemi, sem Húseigendafélagið
vildi láta borga sér fyrir að taka
að sér. Styrkurinn væri fyrst og
fremst pólitískur bitlingur og
kvaðst ræðumaður greiða at-
kvæði á móti þessari fjárveitingu.
Gunnar Thoroddsen borgarstjóri
tók næstur til máls. Kvaðst hann
á síðasta bæjarstjórnarfundi hafa
rakið gang þessa máls. Hefði Hús
eigendafélag Reykjavíkur spurzt
fyrir um það fyrir 2 árum, hvort
grundvöllur væri fyrir að það
tæki að sér vissa þjónustu í sam
bandi við eld og brunavarnir
gegn þóknun frá bænum. Hefði
málið verið rætt ítarlega og raf-
magnsstjóri m.a. mælt með því,
að þessi samvinna væri tekin
upp, en allmargar íkvikn-
anir væru vegna rafmagns, eins
og kunnugt væri. Meirihluti bæj
arráðs hefði samþykkt að fallast
á þetta, en svipuð samvinna og
hér væri um að ræða hefði gefizt
vel erlendis. Borgarstjóri kvað
það misskilning hjá Alfreð Gísla
syni að hér væri um styrkveit-
ingu að ræða, hér væri um að
ræða samningsmál og til að byrja
með gert ráð fyrir að félagið
tæki að sér þjónustu til eins
árs.
Páll S. Pálsson, varabæjarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins, og for-
maður Húseigendafélags Reykja-
víkur, var mættur á fundinum og
tók næstur til máls. Skýrði hann
fyrst frá því, að fyrir hálfum
mánuði hefði Guðmundur Vig-
fússon, bæjarfulltrúi, hring -
til sín og spurt sig hve margir
meðlimir væru í Húseigendafé-
laginu. Hefði hann sagt honum að
þeir væru 15—1800. Daginn eftir
bæjarstjórnarfundinn hefði verið
skýrt frá því í Þjóðviljanum í
sambandi við umræður um þetta
mál, að meðlimir Húseigendafé-
lagsins væru 1200.
Þá skýrði Páll S. Pálsson frá
því, að þegar bærinn hefði yfir-
tekið brunatryggingarnar, hefði
félögum í Húseigendafélaginu
fundizt að hægt væri að veita
nokkra þjónustu fyrir allt það fé
sem bærinn fengi hjá húseigend-
um á þann hátt. Væri þessi sjóð
ur nú allmargar milljónir, en
tryggingarnar létu ekki þjónustu
í té að sama skapi. Á vegum trygg
inganna hjá bænum væru starf-
andi aðeins tveir menn. Væri
þetta sérstaklega hagkvæmlega.
rekið með tilliti til útgjalda, en
húseigendum ekki veitt sú' þjón-
usta sem skyldi. Hefði Hús-
eigendafélaginu því þótt eðli-
legt, að sú leið væri reynd, sem
hér væri lagt til að farin yrði.
Guðmundur Vigfússon kvað
málið þegar hafa verið ítarlega
rætt í bæjarstjórninni. Það væri
óeðlilegt og óæskilegt að dreifa
eldvörnum á margar hendur, en
hér væri verið að gera það í því
skyni að fela pólitískan bitling.
Kvaðst hann vilja vara við sam-
þykkt þessarar tillögu.
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri talaði aftur. Aðalatriði
I þessa máls væri, hvort menn
• teldu þörf á að auka eldvarna- og
brunastarfsemi í bænum með
áróðri og upplýsingum o. fl. Sér
skildist, að formælendur minni-
hlutans í bæjarstjórn væru ekki
andvígir þvi. Ágreiningurinn
væri hins vegar um það, hverj-
um ætti að fela þetta. Alfreð
Gíslason og Guðmundur Vigfús-
son töluðu um það í öðru orðinu,
að bærinn ætti sjálfur að hafa
þetta með höndum, en það væri
skoðun meirihlutans í bæjar-
stjórn að rétt væri að bærinn
reyndi samstarf um eldvarnir við
samtök borgaranna sjálfra.
Slík samvinna bæjarfélags-
ins og ýmissa samtaka hefði gef-
izt mjög vel á öðrum sviðum, t.d.
í sambandi við rekstur barna-
heimila og leikskóla. Hefði sam-
vinna bæjarfélagsins við Barna-
vinafélagið Sumargjöf verið
mjög góð frá upphafi, og á síðasta
ári hefði bærinn lagt nokkuð á
aðra milljón króna til þeirrar
starfsemi.
Þessa skipan teldi meirihluti
bæjarstjórnar heppilegri en að
bærinn hefði þetta allt í sínum
höndum, og mörg fleiri dæmi
mætti nefna svipaðs eðlis. Þegar
hafizt hefði verið handa um bygg
ingu Sundlaugar Vest-urbæjar,
hefðu samtök áhugamanna geng-
izt fyrir fjársöfnun í þessu skyni.
Þegar þetta fé svo hefði verið af
hent bænum, hefðu kommúnist-
ar í bæjarstjórn með Guðmund
Vigfússon í broddi fylkingar ris-
ið upp og mótmælt ’því að bærinn
lifði á sníkjum hjá bæjarbúum.
Borgarstjóri kvaðst vilja ganga
út frá því, að ekki væri um að
ræða ágreining um sjálft málið,
heldur hver ætti að hafa fram-
kvæmdinn. með höndum. Bæjar-
stjórnarmeirihlutinn vildi hafa
það form á, sem hér væri lagt til,
en Guðmundur Vigfússon vildi
að bærinn hefði þetta með hönd-
um, en það mundi kosta bæjar-
félagið allmikið fé. Það sem vektí
fyrir Guðmundi Vigfússyni væri
þó sennilega það að reyna að
stuðla að því að „skrifstofubákn"
bæjarins væri aukið, svo hægt
væri að skamma bæjarstjórnar-
meirihlutann fyrir það.
Guðmundur H. Guðmundsson
tók næstur til máls. Kvaðst hann
ekki ætla að deila við Alfreð
Gíslason eða Guðmund Vigfús-
son um það, hverjir ættu að veita
þá þjónustu, sem hér um ræddi,
en hann kvaðst vilja varpa til
þeirra tveimur spurningum. 1
fyrsta lagi hvort það væri póli-
tískt að vinna að eldvörnum í
bænum og í öðru lagi, hvaðan
Alfreð Gíslasyni kæmi sú vit-
neskja, að meðlimir Húseigenda-
félagsins séu pólitískir stuðnings
menn bæjarstjórnarmeirihlutans.
Þær brunavarnir, sem gert
væri ráð fyrir að Húseigendafé-
lagið tæki að sé, væru ekki bundn
ar við meðlimi félagsins, heldur
næðu þær til alls bæjarins. En
áhugi kommúnista gegn þessu
máli virtist fyrst og fremst stafa
af því, að þeir væru hræddir um
að verið væri að hygla öðrum en
þeim, sem þeir hefðu sjálfir vilj-
að hygla.
Guðmundur H. Guðmundsson
kvaðst sjálfur vera meðlimur í
Húseigendafélagi Reykjavíkur og
því ekki mundu greiða atkvæði
um málið. Þá kvað hann sér ekki
hafa verið kunnugt um það, að all
ir meðlimir Húseigendafélagsins
væru efnaðir menn og væri sér
nær að halda að þeir væru ekki
vel efnum búnir, þó þeir ættu
þak j#ir höfuðið.
Að umræðum loknum var eld-
varnafjárveitingin til Húseig-
endafélagsins samþykkt með 10
atkvæðum gegn þremur að við-
höfðu nafnakalli. Tveir sátu hjá.
Jón N. Sigurðsson
hæstaréttarlögmaður.
Máltlutningsskrifstofa
Laugavegi 3.0. — Sími: 14934.
DANS-