Morgunblaðið - 22.03.1959, Side 23

Morgunblaðið - 22.03.1959, Side 23
23 Sunnudagur 22. marz Í959 MORGUNRLAÐIÐ Heimsækir Bretland PARÍS, 21. marz. — Forsætisráð- herra Frakklands, Michel Debré, kemur í 'heimsókn til Lundúna upp úr miðjum apríl n.k. — Þetta var opinberlega tilkynnt í París í dag. Atvimudeysi BONN, 21. marz. — Atvinnuleys- ingjar í Vestur-Þýzkalandi eru nú um 1 millj. Hefur þeim fækkað um 200 þús. manns í febrúarmán- uði, að því er fregnir herma. „Ike“ ræðir við Maemillan WASHINGTON, 21. marz: — Eisenhowcr og Macmillan munu halda áfram viðræðum sínum í dag, og verða þá til kvaddir brezkir og bandarískir sérfræð- ingar um landvarnir, afvopnun og kjarnorkumál. Er því talið að rætt verði um bann við kjarn- orkuvopnum auk Þýzkalandsmál- anna. Á fundum sínum hafa þeir Ei- senhower og Macmillan rætt um undirbúning utanríkisráðherra- fundar stórveldanna. Telja þeir æskilegt að fundur utánríkisráð- herra fjalli ítarlega um deilumál- in, áður en fundur æðstu manna verður haldinn, og leggja áherzlu á, að sá fundur standi í 2—3 vik- ur, en ekki tvo til þrjá mánuði, eins og Sovétstjórnin hefur lagt til. Hefur Macmillan komið með þá tillögu að herliði austurs og vesturs í Evrópu verði ekki fjölg- að frá því, sem nú er og vopna- búnaður ekki aukinn. — Landhelgi Dana Frh. af bls. 1. ing Breta og Dana um Jandhelgi Færeyja og fullgildingu þessa samnings. Þá segir blaðið, að ummæii utanríkisráðherrans hafi verið misskilin í Noregi og m. a. af þeim sökum hafi þingmaðurinn Einar Hareide fyrir kristilega þjóðflokkinn gagnrýnt dönsku stjórnina harðlega fyrir áform hennar í landhelgismálum Græn lands. Þingmaðurinn, sem sjálfur hefur mikilla hagsmuna að gæta í þessu máli að sögn Berlingatíð- inda, sagði eitthvað á þá leið í samtali við Dagblaðið í Ósló að ef ráðagerðir dönsku stjórnarinn- ar kæmust til framkvæmda mundu Norðmenn neyðast til að fiska ekki á Grænlandsmiðum í vor. Um 100 norsk fiskiskip áttu að sigla á þessi mið í apríl „og við veiðum á miðunum fyrir inn- an 12 mílna rnörkin", sagði þing- maðurinn. Þá hélt hann því fram, að litlar þjóðir ættu ekki að fá leyfi til að breyta landhelgi sinni a§ eigin geðþótta. Danmörk ætti að láta landhelgismál Grænlands liggja í láginni þangað til niður- stöður alþjóðaráðstefnunnar lægju fyrir. Þá segir Berlingur ennfremur, að auðsýnt sé, að norska utan- ríkisráðuneytið hafi líka misskilið ummæli Krags. Talsmaður þess sagði, að það mundi baka Norð- mönnum mikil óþægindi og fjár- hagstjón, ef Danir stækkuðu land helgina við Grænland. Kvaðst talsmaðurinn vona, að danska stjórnin mundi ekkert gera í mál- inu á þessi stigi og ummæli Krags þýddu ekki það, að hún mundi hefja aðgerðir fyrir al- þ j óðaráðs tef nuna. Þá miskildi Lys0, fiskimálaráð- herra Norðmanna, einnig um- mæli Krags. Hann sagði, að Norð menn væru neyddir til að athuga málið nánar, ef Danir víkkuðu út landhelgina við Grænland eins og við Færeyjar. Ræða við Adenauer BONN, 21. marz. — Segni for- sætisráðherra ftalíu er í Bonn og byrjaði í dag viðræður við Aden- auer kanslara um alþjóðavanda- mál. Meðal þeirra, sem þátt taka í viðræðunum eru Pella, utan- ríkisráðherra Ítalíu, og þýzkir sérfræðingar í alþjóðapólitík. ítalirnir komu í gær til Bonn frá París, þar sem þeir ræddu við de Gaulle. Fréttamenn segja, að de Gaulle hafi lofað að styðja að því, að ítalir fái að taka þátt í viðræðunum um öryggismál Evrópu, þegar þar að kemur. ftalirnir fara heim á morgun. VEGNA skrifa í Tímanum 17. febrúar vil ég taka eftirfarandi fram: Hreppsnefnd Barðastrand- arhrepps hafði ekkert umboð kjósenda sinna til að lýsa yfir andstöðu sinni við breytingu á kjördæmaskipan landsins, sem hreppsnefnd Barðastrandar- hrepps. Þessir menn gátu látið álit sitt persónulega í ljós og hefði farið betur á því. Annars held ég að það hefði verið sæmra hjá þessum mönnum (hreppsnefndinni) að skora á hátt virt Alþingi að auka nú á þess- um fjárlögum framlag úr "íkis- sjóði til vega og brúargerðar í Barðastrandarhreppi, svo að hluti sveitarinnar, það er fyrir utan Haukabergsvaðal, einangr- ist ekki í fyrstu frostum og sjón- um. Fyrst þiagmaður fejördæmisins virðist hafa gleymt þessum hluta sveitarinnar þessi tvó og hálft ár sem hann er búinn að vera á þingi, mundi það hafa verið betur tek'ð upp fyrir hreppsnefndinni heldur en að fara að skipta sér SL. föstudag opnaði ísafold yf- irlits- og sölusýningu á bókum, sem gefnar hafa verið út hjá fyr- irtækinuu. Á sýningunni eru yfir 500 bókatitlar, og eru þar á meðal rit, sem komu út fyrir 50—60 ár- um. Margt af bókunum, sem þarna eru, hafa fyrir löngu verið innkallaðar og hafa því ekki sézt í bókabúðum í mörg ár. Sýningin verður opin fram yfir mánaða- mót. Ljósmyndari blaðsins tók mynd ina hér fyrir ofan á sýningunní. Sandgerði, 21. marz. — í gær voru níu netabátar á sjó héðan, en engir línubátar. Fengu neta- bátarnir samtals 82 lestir. Dux fékk 21 lest, Rafnkell 17,4 lestir og Særún 9,7 lestir. Allt miðað við óslægðan fisk. Var fiskurinn tveggja nátta. í dag er suðaustan stormur og engir bátar á sjó. af málum, sem ekki voru í hennar verkahring. Éf ég á að segja mitt álit á kjör- dæmamálinu, þá get ég ekki komið auga á að það sé gerræði við sjálfstæði héraðanna að fá 5 —6 þingmenn kosna í hvert kjör- dæmi í staðinn fyrir 1 þingmann áður. Hitt er eðlilegt, að flokkur eins og Framsóknarflokkurinh vilji ekki breyta kjördæmaskipaninni vegna þess að hann hefur svo lítið fylgi með þjóðinni, og lifir þess vegna árangrikjördæmaskip an. Okkur í dreifbýlinu finnst j Framsóknarflokkurinn ekki hafa' verið flokkur dreifbýlisins í hinni svo kölluðu vinstri stjórn, því aldrei hafa vörur verið eins skattlagðar og annað, er bændur hafa þurft að kaupa eins og ein- mitt þá. Tel ég því rétta ráð- stöfun að þeim milljónum, sem of-lagðar voru á þjóðina og komu harðast niður á smábændum, verði varið til að greiða niður aftur vöruverð í landinu. Sveinn Jóh. Þórðarson, Innri-Múla, Barðaströnd. Innilega þakka ég öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa hjálpað okkur í veikindum JÓFRÍÐAR dóttur minnar. Alla þá fórnfýsi, hlýhug og hjálpsemi bið ég Guð að launa ykkur. Glaumbæ í Staðarsveit 15. marz 1959. Vilborg Kjartansdóttir. Bréí af Barðaströnd: Um kjördæmamálið STÁLBÁTAR Stórt sænskt fyrirtæki óskar eftir sölumanni á íslandi fyrir fiskibáta úr stáli. — Leitið nánari upplýsinga hjá: Aströms varv och verkstadsindustri ab Kalix Stockholm Bitkikrossviður 3 — 4 — 5 — 6 — 12 mm þykkir, fyrirliggjandi. H.f. Akur Hamarshúsinu. Sími 13122 og 11299. Vegna jarðarfarar GlSLA JÖNSSONAR verkstjóra verður verkstaeði vort lokað frá hádegi þriðjudaginn 24. þ.m. Kristinn Jónsson Vagna- & Bílasmiðja. Faðir minn LUDVIG ARNE EINARSSON málarameistari lézt að heimili sínu 20. þ.m. Guðmundur Ludvigsson og fjölskylda. Elskulegi litli sonur okkar JÓN OTTÖ RÖGNVALDSSON andaðist á Landsspítalanum 19. þ.m. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. marz kl. 1,30 e.h. Ingibjörg Árnadóttir, Rögnvaldur Jónsson. Eiginmaður minn elskulegur GlSLI JÓNSSON Frakkastíg 12, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni 24. marz kl. 2 e.h. Guðrún Magnúsdóttir. Fðari okkar VILHJÁLMUR ketilsson frá Kirkjuvogi. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. marz kl. 13,30. ^ Vilborg Vilhjálmsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.