Morgunblaðið - 22.03.1959, Síða 24
VEÐRIÐ
Hvass suðaustan. — Higning
öðru hverju.
Reykjavíkurbréf
Sjá bls. 13
68. tbl. — Sunnudagur 22. marz 1959
Vagnoþörf S. V. R. eykst stöðugt
sótt um leyfi fyrir 8 vögnum
Ein af myndunum á sýningunni, „Úr Grafningnum". Þetta er eitt af síðustu málverkum Ásgríms.
Sýning á listaverkagjöf
Ásgríms opnuð í gœr
Á FUNDI bæjarráðs er haldinn
var á föstudaginn, var rætt nokk-
uð um vagnakost Strætisvagna
Reykjavíkur og kom forstjóri
fyrirtækisins, Eiríkur Ásgeirsson
á fundinn og gerði þar nánari
grein fyrir þessu máli. Samþykkti
bæjarráð á fundinum aðgerðir
forstjórans í þessum efnum, en
hann hafði með samþykki borg-
arstjóra sótt um leyfi fyrir 8 nýj-
um strætisvögnum.
Vagnakostur Strætisvagna
Reykjavíkur er nú 50 vagnar. Ár-
lega er nauðsynlegt að fá að
minnsta kosti fimm vagna nýja
til endurnýjunar öðrum, sem taka
verður úr umferð vegna slits.
Forstjórinn gerði bæjarráðs-
mönnum grein fyrir þörf nýrra
leiða og nefndi hann þar fyrst
Hálogalandshverfið og Vogahverf
ið. Sem kunnugt er, fer fólkinu,
sem flytur í þessi hverfi nú nærri
dagfjölgandi, en þarna eru mörg
stórhýsi. Taldi Eiríkur Ásgeirsson
að til þess að mæta þörfinni fyrir
strætisvagna í þessum hverfum,
þá þurfi að bæta þar við tveim
nýjum vögnum. f öðru lagi nefndi
hann leiðina inn að Kleppi. Á
þeirri leið aka alls 4 vagnar nú,
en vegna sífjölgandi íbúatölu, og
þá ekki sízt vegna „Prentarasam-
byggingarinnar" sem hýsa mun
hundruð \anna, þá verður ekki
hjá því komizt að bæta fimmta
vagninum á þessa leið.
Loks ræddi forstjórinn um nýja
leið, sem hann kvað mikla þörf
vera á að opnuð yrði. Væri það
vagn, sem æki um hverfiíl í Aust-
urbænum, og hæfi akstur við
gatnamót Laugarásvegar og Sund
laugavegar, æki um nýju hverfin
og Smáíbúahverfið niður að
Lönguhlíð og kæmi þar til móts
við hraðferðina Austurbæ Vest-
urbær, sem skilaði farþegum
áfram niður í bæinn og vestur.
Frá Lönguhlíð æki vagninn síðan
aftur inn á Laugarásvegi, að nýja
biðskýlinu þar. Þannig yrði slík-
um hringakstri um Austurbæinn
komið á, en slíkt er lika aðkall-
andi.
Hvassviðri veldur
tjóiii í Grundar-
firði
GRUNDARFIRÐI, 20. marz. — í
gær og í nótt var hér hvasst
mjög af suðri. í morgun lygndi
nokkuð, og fóru þá bátar uftur
ásjó, en veður var þó það sla'mt,
að þeir hafa átt erfitt með að
athafna sig. Áður en hann rauk
upp, höfðu bátarnir aflað ágæt-
lega í tvo daga og flutt að landi
um 320 lestir af góðum fiski.
Hefur því verið nóg að gera hér,
og má segja, að hver vinnufær
hönd hafi unnið að verkun afl-
ans.
f rokinu í nótt vildi það óhapp
til, að fiskhjalk.r Verzlunar.
félagsins Grundar féllu að
nokkru, en þar var nýbúið að
hengja upp mikinn fisk. Fór
vinnuflokkur árla í morgun til
þess að reisa hjallana og bjarga
fiskinum frá skemmdum eftir
föngum. Sem betur fer virðist
tjón ekki hafa orðið ýkjamikið.
— E.M.
SÍÐDEGIS í gær var opnuð í
Listasafni ríkisins í Þjóðminja-
safninu sýning á myndum eftir
Ásgrím Jónsson. Er hér um að
ræða myndir úr safni því, sem
listamaðurinn gaf íslenzka ríkinu
eftir sinn dag, og megnið af mynd
unum á sýningunni hefir ekki
verið sýnt áður. Aðeins tæpur
helmingur þeirra fullgerðu
Umferðarreglur
um Miklubraut
BÆJARRÁÐ samþ. á fundi sín-
um á föstudaginn að mæla með
þeirri tillögu umferðarnefndar,
að umferð um íbúðagötu Miklu-
brautar skuli víkja fyrir umferð
þvergatna Miklubrautar, enda
verði komið þar fyrir varúðar-
merkjum. Sama gildi um umferð
úr íbúðagötunni inn á aðalak-
braut Miklubrautar.
Ennfremur verði einstefnu-
stur ákveðinn í nefndri íbúða-
götu frá austri til vesturs.
mynda, sem listamaðurinn ánafn-
aði ríkinu, rúmaðist á sýning-
unni.
Gylfi Þ. Gíslason, menntamála-
ráðherra, opnaði sýninguna með
ræðu, og Ragnar Jónsson, for-
maður sýningarnefndar, flutti
stutt ávarp um lífsstarf og lífs-
baráttu Ásgríms.
Alls eru á sýningunni 172 olíu-
málverk, vatnslitamyndir og
teikningar, en gjöf Ásgríms var
420 fullgerð olíumálverk og vatns
litamyndir auk margra teikninga
og á þriðja hundrað ófullgerðra
mynda. Listmálararnir Svavar
Guðnason og Jón Þorleifsson
völdu myndirnar á sýninguna og
önnuðust alla uppsetningu sýn-
ingarinnar.
Sýningin verður opin í hálfan
mánuð.
Mildl vinna
við fiskinn
STYKKISHÓLMI, 20. marz. — í
fyrradag var afli Stvkkishólms-
báta með bezta móti um langt
skeið. Aflahæstur bátanna þann
dag var Tjatduv, með 26 lestir.
í gær var varsta veður á miðun-
um, og urðu bátarnir að hverfa
frá netjum sínum. Einn þeirra
gat þó dregið tvær trossur og
fékk 16 lesta afla. Einn bátanna
fór inn til Grundarfjarðar og
tveir til Sands. Bátarnir eru á
sjó í dag, en ekki kunnugt um
afla þeirra enn.
Mikil vinna er nú við fiskvinnsl
una hér, bæði vegna góðs afla
bátanna í fyrradag, og einníg
lagði Þorsteinn þorskabitur hér
upp 180 lestir fyrir nokkrum dög-
um, sem enn er verið að vinna
að. —Árni.
Skipsmeim veikt-
ust og hætta varð
veiðum
SIGLUFIRÐI 21. marz. — Hinn
nýi austur-þýzki togveiðabátur
Margrét, varð að hætta veiðum
í fyrstu veiðiför sinni, vegna veik
inda skipsmanna, en inflúenza
gaus upp á skipinu og veiktust
5 menn. Kom skipið hingað inn á
fimmtudaginn. Hér voru ekki til
taks aðrir menn í stað þeirra er
veiktust og liggur því skipið enn
í höfn hér. Er óvíst hvenær Mar-
grét kemst á veiðar aftur.
Héraðslæknirinn telur að in-
flúenzufaraldurinn sé í rénum, en
þó er veikin enn allútbreidd í
bænum. — Stefán.
Káffisala Kvenna-
deildar Slvsa-
j
varnafélagsins
KVENNADEILD Slysavarnafé-
lagsins hefur síðdegis í dag kaífi-
sölu í Sjálfstæðishúsinu til ágóða
fyrir söfnunina vegn ahinna ný-
afstöðnu sjóslysa. Gefa félags-
konur alls kyns heimabakaðar
kökur og góðgæti og eru slíkar
kaffisölur frægar orðnar vegna
hinnar rausnarlegu framreiðslu.
Sýna konurnar mikinn dugnað
og áhuga, til að geta lagt góðu
málefni lið, og ættu Reykvíking-
ar ekki að láta bregðast að njíita
veitinga þeirra í Sjálfstæðishús-
inu í dag, og gera þar með sitt
til að styrkja gott málefni.
Stofnfundur Sjált
stœðisfélags
í Höfnum
SJÁLFSTÆÐISMENN í Höfnum hafa ákveðið að boða til
stofnfundar Sjálfstæðisfélags. Fundurinn verður haldinn í
samkomuhúsi staðarins þriðjudaginn 24. þ. m. kl. 8 e. h.
Á fundinum mæta: Þingmaður kjördæmisins, Ólafur Thors,
formaður Sjálfstæðisflokksins og Gunnar Helgason, erindreki
Sjálfstæðisflokksins.
Þessi mynd var tekin austur í Dráttarhlíð, Þing/allavatnsmegin, og er hún tekin skömmu eftir
að búið var að sprengja í gegnum hlíðina jarðgöngin fyrir Efra Sogsorkuverið. Þessir menn
vinna erfitt verk og áhættusamt, en það er að hreinsa til í jarðgöngunum eftir að sprengt hefur
verið. Nota þeir til þess meðal annars langar stálstangir til þess að losa grjótið í hlíðum og
hvelfingu jarðganganna. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Kaffikvöld þátttakenda
í stjórnmálaskóla Varðar
UNDANFARNAR vikur hefur stjórnmálaskóli Varðar
starfað tvisvar í hverri viku. Hafa þar verið flutt 13
erindi um ýmisleg efni af þjóðkunnum mönnum. í
kvöld mun stjórnmálaskólanum Ijúka með sameigin-
legri kaffidrykkju allra þátttakenda. Jafnframt mun
verða tekin ákvörðun um það, hvort haldnir skuli
málfundir fyrir þá, sem þátt hafa tekið í stjórnmála-
skóianum, og^ þeim veittar leiðbeiningar í ræðu-
mennsku.
Kaffikvöldið hefst kl. 8,30 í kvöld í Valhöll við
Suðurgötu.