Morgunblaðið - 24.03.1959, Side 2

Morgunblaðið - 24.03.1959, Side 2
2 Þriðjudagur 24. marz 1959 MORCUWRT4FHD S „Vissi ekki hvort dagur var eða nótt" Lýsing lögreglumanna á ölvuðum bil- stjóra, sem olli stórskemmdum á bil á laugardaginn ÉG hef ekki hreyft bílinn minn í hálfan mánuS, sagði maðurinn, er lögregiumenn komu heim til hans og kváðu sig komna til hans vegna þess, að hann hafi ekið brott frá árekstri sem hann olli. Lögreglumennirnir kröfðust þess að fá að skoða bílinn. Kom þá strax í ijós að bíllinn, sem stóð inni í bílskúr, var nýiega þangað kominn og vél hans enn vel heit. Sr. Friðrik J. Rafnar vígslu- biskup látiiin SÉRA FRIÐRIK J. Rafnar, vígslu biskup, á Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu þar í bæ síðastliðinn laugardag eftir lang- varandi sjúkdómslegu. Séra Frið- rik J. Rafnar var fæddur á Hrafnagili í Eyjafirði 14. febrúar 1891 og var því réttra 68 ára að aldri. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík árið 1912 og guðfræði prófi frá Háskóla íslands 1915. Hann stundaði verzlunarnám í Leith 1905—1908 og var sömu ár jafnframt við verzlunarstörf þar ytra. Þá stundaði hann skrifstofu störf í Reykjavík 1915—16, en 1916 var hann settur sóknarprest ur að Útskálum og var vígður sama ár. Árið 1927 var honum veitt Akureyrarprestakall og þjónaði hann því þar til 1954. Hann var vígslubiskup í Hóla- stifti frá því 1937 og síðan. Séra Friðrik J. Rafnar gegndi fjölda trúnaðarstárfa innan kirkju og utan, var í stjóm Presta félags Hólastiftis frá 1928 og for- maður þess frá 1937, prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi frál941. Hann var og í fræðsluráði Akur- eyrarkaupstaðar og ennfremur í sáttanefnd og barnaverndarnefnd staðarins. Þá var séra Friðrik J. Rafnar mikilvirkur rithöfundur. Skrif- aði m.a. bók um Mahatma Gandhi svo og sögu heilags Franz frá Assisí, auk fjölda hugvekja og tímarits- og blaðagreina. Séra Friðrik J. Rafnar var son- ur hins kunna prófasts og fræði- manns sér Jónasar Jónassonar á Hrafnagili og konu hans Þórunn- ar Stefánsdóttur. Kvæntur var séra Friðrik Ás- dísi Charlotte Guðlaugsdóttur bæjarfógeta á Akureyri og lifir hún mann sinn. Þau hjón voru barnlaus en ólu upp fósturbörn. Þessa mæta kirkjuhöfðingja og vinsæla sóknarprests mun nánar getið hér í blaðinu síðar. Útför hans mun verða gerð frá Akur- «yri eftir páska. Forsaga þessa máls er sú, að um kl. 2 á laugardaginn varð árekstur á gatnamótum Lauga- vegar og Nóatúns. Utanbæjarbíl var ekið af Néatúni og beint inn á Laugaveginn, sem mikil umferð bíla var um og er aðalbraut. Þar ók þessi bíll á annan bíl og olii á honum stórskemmdum, sneri frá honum eftir áreksturinn og ók á brott. Maðurinn sem ekið hafði bílnu*, er fyrir skemmd- unum varð, tók númer ökuníð- ingsins og hringdi á lögreglu- stöðina. Þar var samstundis sett í gang leit að bílnum, og með aðstoð radíósímanna í lögreglu- bílnum. Lögreglumennirnir komu heim að húsi manns þess, er ók brott frá árekstrinum skömmu síðar. Va hann þá úti við. Fór þá samtal það fram milli hans og lögreglumannanna, sem að of- an greinir. Er lögrcglumennirnir höfðu at- hugað bílinn, viðurkenndi mað- urinn brot sitt. Var hann að dómi lögreglumannanna áberandi ölv- aður og færðu þeir hann niður á lögreglustöð. í skýrslu götulög- reglunnar til rannsóknarlögregl- unnar um þetta árekstrarmál, og manninn, sem árekstrinum olli, segir, að svo ölvaður hafi mað- urinn verið, að hann „vissi“ ekki hvort dagur var eða nótt. Maður- inn skýrði lögreglunni frá því, að hann hefði verið á leið úr vinnu hér í bænum, drukkið 4—5 „sjússa“ af ákavíti áður en hann hóf heimaksturinn. Þá sagði hann frá því, að eftir áreksturinn á Laugaveginum, hefði hann ein- hvers st-.ðar .„'it vélarhlifinni af bílnum sínum. En fyrir það, hve skjótráð götu- lögreglan var, tókst á svipstundu að ljúka þ^ssu máli, sem ella hefði getað órðið þungt fyrir fæti. Sem fyrr greinir, skemmdist bíllinn mikið, sem hinn ölvaði maður ók á og má heita að hægri hlið bíls- ins sé svo til ónýt. Mun kosta allmikið fé að bæta tjónið, en það verður hinn ölvaði ökumað- ur að gera. En til viðbótar fær hann svo ökuleyfissviptingu og fjársektir, ef að líkum lætur og miðað við önnur mál af sama toga spunnin. Góðir gestir heim- sækja Hveragerði HVERAGERÐI, 23. marz. — í gær, sunnudag, efndi kór Hlíð- ardalsskóla í Ölfusi til tónleika í Hótel Hveragerði. — Á efnis- skránni voru bæði andleg og ver- aldleg lög, eftir íslenzk og er- Iend tónskáld. Fyrst söng bland- aður kór, síðan karlakór, og loks blandaði kórinn aftur. Flest af kórfólkinu eru ungling ar, sem hafa aðeins æft frá síð- astliðnu hausti, og má segja, að undravert sé, hve söngstjórinn, Jón Hj. Jónsson, hefir getað þjálfað kórinn vel á skömmum tíma. Einkum vakti athygli mýkt raddanna og skýr framburður texta. Einsöngvarar voru þfeir Ingi- bjartur Bjarnason og Garðar Corten, auk söngstjórans Jóns Hj. Jónssonar. Undirleik á píanó annaðist Sólveig Jónsson. Húsið var þétt setið áheyrend- um, og var það samdóma álit þeirra, að tóaleikar þessir hefðu tekizt með ágætum. — Vil ég hér með, fyrir hönd Hvergerðinga, þakka kennurum og nemendum Hlíðardalsskóla fyrir þessa kær- komnu heimsókn. — Georg. Austfjarðatogararnir ,,fara heim ÞESSI mynd var tekin í gærdag um borð í togaranum Vetti. Hann er sameign kauptúnanna á Aust- urlandi, Eskifjarðar, Fáskrúðs- fjarðar og Reyðarfjarðar. Hann fer nú á veiðar og mun leggja aflann upp á „heimahöfnum" sín- um, þar sem atvinnusleysi hefur gert mjög vart við sig í vetur. Langt er nú liðið síðan Vöttur landaði þar. Togarinn hefur þó ekki legið bundinn, heldur hefur hann lagt upp aflann að staðaldri hér í Reykjavík, til vinnslu hjá Júpiter og Marz, en það kunna útgerðarfyrirtæki, sem Tryggvi Ófeigsson veitir forstöðu, hljóp undir bagga með Austfirðing- unum, til þess að fleyta þeim yfir algera stöðvun togarans. Nú skýr ir stjórnarblaðið Alþýðublaðið frá því að tryggt sé „að togararn- ir Vöttur og Austfirðingur munu landa á Austfjörðum á næstunni, en undanfarið hafa þeir lagt upp í Reykjavík“. Síðar segir stjórnarblaðið: „En nú hefur tekizt að útvega togur- unum nokkurt atvinnuaukningar fé, er mun gera þeim kleift að leggja upp á Austfjörðum á næst- unni“. Ekki getur blaðið þess hve mikið fé hér er um að ræða, en Fékk 133 lestir í fimm róðrum Aldrei jafnmikill afli á jafn skömm- um tíma GRUNDARFIItÐI, 23. marz. — Aldrei hefir borizt jafnmikið aflamagn á land hér í Grundar- firði á jafnskömmum tíma eins og fimm síðustu dagana nú fyrir helgina. — f gær var aflinn aft- ur miklu miani, hæst 10 lestir á bát, en allir voru á sjó. Allir bátar eru einnig á sjó í dag, en ókunnugt um afla. Alls róa nú 8 bátar héðan, og stunda nú allir veiðar með þorska net. — Á föstudaginn komu þeir allir að landi með eftirfarandi afla: Farsæll 19,7 lestir, Páll Þor- leifsson 11,2, Sigurfari 17,3, Ingj- aldur 22,6, Hringur 21,8, Blíðfari 25,2, Sæfari 27,9 og Grundfirð- ingur II með 34,6 lestir. Var afla magnið á föstudaginn þannig rösk lega 170 lestir samtals, og er það alveg óvenjulega mikið. — Grund firðingur II, se» er aflahæsti báturinn hér, landaði hvorki meira né minna en 133 lestum úr fimm róðruna í sl. viku. Veðráttan er yfirleitt mjög stirð til sjósóknar, og hefir þar af leiðandi verið meira slit á veiðarfærum en ella og sá fiskur, sem á land kemur, þar af leið- andi ekki eins góður. — Mjög mikið annríki er iiú við fiskverk- im hér, og verða allir að leggja hart að sér til þess að koma afl- anum undan. — E.M. það mun nema verulegri fjárhæð. Þetta mun væntanlega hafa í för með sér að forstjóri útgerðar- fyrirtækisins, Jóhannes Sigfús- son, sem verið hefur með skrif- stofu fyrirtækisins hér í Reykja- vík um alllangt skeið, flytji hana aftur austur til Eskifjarðar. Iiigolfui* Hall- grímsson, Eskif irði fimmtugur FIMMTUGUR er í dag Ingólfur Hallgrímsson, framkvstj., Eski- firði. Ingólfur er fæddur og upp- alinn á Eskifirði og hefur átt þar heima. Hann hefur um langt skeið rekið umboðsverzlun þar í kauptúninu og tekið virkan þátt í atvinnumálum og félagsmálum á staðnum. Ingólfur hefur lengi átt sæti í hreppsnefnd Eskifjarðar og gengt fleiri trúnaðarstörfum í byggðarlagi sínu. Hann er ein- dreginn Sjálfstæðismaður og hef- ur verið forystumaður Sjálfstæð- ismanna á Eskifirði frá unga aldri. Ingólfur er mikið prúð- menni og vinsæll og vel látinn af öllum, sem hafa kynnzt hon- um. Tónleikor sinfóníusveitarinnor SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands hann. Lifa og sum af verkum hans Brúðuleiksýniug annan páskadag ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur efnir til brúðuleiksýningar annan páskadag kl. 1:30 í Skátaheimil- inu. — Þar munu börn og ungl- ingar sýna brúðuleikrit undir stjórn Jóns E. Guðmundssonar, listmálara. Leikbrúðugerð hefur verið vinsæl greín í tómstunda- iðju Æskulýðsráðsins, og árlega farið fram sýningar, sem hafa verið mjög fjölsóttar. hélt 2. tónleika sína undir stjórn Thor Johnson í Þjóðíeikhúsinu þriðjudaginn 17. þ. m. Var þar fyrst flutt sinfónía í A-dúr (K. 201) eftir Mozart. Var flutning- ur hennar stílhreinn og fágaður. Þar næst var Consertino fyrir pí- anó og hljómsveit eftir Arthur Honegger. Er þetta allnýstárlegt verk, byggt á jassinum að miklu leyti, mjög fjörugt og líflegt og haglega gert, en innihaldssnautt og víða „banalt“. Mun það tæp- ast talið meðal merkari verka þessa snjalla tónskálds. Gisli Magnússon lék píanóhlutverkið framúrskarandi vel, og stjórn- andinn og hljómsveitin létu sitt ekki eftir liggja að skila verk- inu á fullkominn hátt. Síðasta verkið á þessum tónleikum var1 hin fræga svíta Richards Strauss: „Borgari gerist aðalsmaður“, op. 60. Það vakti mikla gleði allra músikalskra manna að heyra þetta snjalla verk flutt hér í fyrsta sinn. Strauss var, ásamt Max Reger, merkasta tónskáld aldamótanna, og enginn hefur verið annar eins galdrameistari á sviði hljómsveitartækninnar og mjög á hinum glæsilega og „geni- ala“ hljómsveitarbúningi þeirra. Þessi svíta er fagurt verk, sam- ið fyrir smærri hljómsveit, en flest önnur verk Strauss. Oft nálgast stíllinn kammermúsik- stílinn, og reynir mjög á einstaka hljóðfæraleikara víða í verkinu. Það var mjög eftirtektarvert hversu vel hljómsveitin skilaði “svítunni.,, Hafði Thor Johnson þaulæft hana svo, að hvergi var bletttur né hrukka. Sem stjórn- andi er hann afburða snjall, og er m. a. slagtækni hans fullkomin, svo að hvergi skeikar. Einleikarar í „svítunni“ voru þessir: Björn Ólafsson (fiðla), Einar Vigfússon (celló), Björn Guðjónsson (tromp et), Björn Einarsson (básúna) og Gísli Magnússon (píanó). Allir leystu þeir hlutverk sín prýðisvel af hendi. Fleiri mætti nefna, sem mikill vandi hvíldi á. Hefði ver- ið vel viðeigandi að endurtaka þetta verk sem fyrst. Áheyrendur, sem höfðu nær fyllt salinn, fögnuðu listamönnunum hjartanlega með dynjandi lófa- taki. Þriðju tónleikarnir, sem Thor Johnson stjórnar eru í Þjóðieik- húsinu í kvöld. p, j.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.