Morgunblaðið - 24.03.1959, Page 16

Morgunblaðið - 24.03.1959, Page 16
16 MOKCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. marz 1959 SINFÓNlUHLJÓMSVElT fSLANDS Tónleikar í Þjóðleikhúsinu í kvöld kl. 8,30. Stjórnadi: Dr. Thor Johnson. Einleikari: Þorvaidur Steingrímsson. Viðfangsefni eftir Bach. Sibelíus og Effinger Aðgöngumiðar seldir í Þjóðleikhúsinu. KjólðSuumastofa mín er aftur opin að Hólatorgi 2 upp. Hefi undan- farin 4 ár unnið hjá ýmsum beztu Tízkuhúsum New York borgar við „Model“ kjólasaum og kjólateikn- ingar. Sími 13085 milli 2—4. Hildur Sívertsen. Aðalfundyr Svifflugfélags íslands verður haldinn í kvöld (24. marz) kl. 8,30 í Aðal- stræti 12 uppi. Venjnleg aðalfundarstörf. STJÓBNIN. Sfúlka óskast til afgreiðslustarfa strax. Hffatvælabúðin Efstasundi 99. Til leigu Ný íbúð í Austurbae.íbúðin er 130 íerm. 5 herbergi. Umsóknir sendist afgreiðslu blaðsins fyrir mið- vikud. merkt: „Ný íbúð — 5490‘‘. 6 herb. íbúð Góð efri hæð um 100 ferm. 3 herb. eldhús og bað ásamt þrem súðarherb. í rishæð við Mjóuhlíð til sölu. Hitaveita. Væntanleg skipti á góðri 4ra herb. íbúðar- haeð sem væri sér á góðum stað í bænum möguleg. INfýja Fasteignasalan Bankastræti 7. Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e.h. sími 18546. Járnvarið timburhús 1 hæð 100 ferm. sem hentaði fyrir verkstæði eða iðnað við Álfhólsveg til sölu. Um 1000 ferm. lóð fylgir. Útb. aðeins 20 þús. IMýja Fasteignasalan Bankastræti 7. Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e.h. sími 18546. Málverkasýning Baldurs Edwins í Þjóðminjasafninu opin daglega, alla bæna- og páskadagana. kl. 2—10. 1 Císli Jónsson bifreiða- smíðameistari — Minnin'r í DAGLEGU tali segjum við að okkur líði vel, þegar við erum við góða heilsu og höfum það, sem þarf til að viðhalda okkar líkamlegu þörfum. Þetta er líka rétt svo langt sem það nær. En maðurinn lifir tlú ekki af einu saman brauði, eins og réttilega er sagt. Nei, hvort okkur líður vel, fer mjög eftir því hvernig okkur semur við það samferða- fólk sem við lifum og störfum með. Að kynnast mönnum sem maður getur með réttu talið vini sina, er ekki hvað minnst virði til þess að manni liði vel í lífinu. Þetta veit ég að flestir munu kannast við. Þess vegna er það ekki heldur sársaukalaust þegar við verðum að sjá á bak slíkum mönnum, og það miklu fyrr en eðiilegt getur talist, en slík eru hin grimmu örlög, sem við verð- um líka að beygja okkur fyrir. Einn af þessum góðu samferða- mönnum og vinum var Grsli Jóns- son bifreiðasmíðameistari, sem við kveðjum hinztu kveðju í dag. Gísli Jónsson var fæddur i Hró- arsholti í Flóa 27. febrúar 1901 og ólst þar upp, en lézt í Lands- spítalanum 15. þ.m. 20 ára gam- all giftist hann eftirlifandi eigin- konu sinni Guðrúnu Magnúsdótt- ur frá Björgvin á Eyrarbakka. Þau eignuðust sex velgefin og myndarleg börn, sem öll eru á lífi og uppkomin. Gísli Jónsson var smiður af guðs náð, fjölhæfur og góður iðn- aðarmaður í orðsins fyllstu merk- ingu, enda gerði hann þær kröfur til samstarfsmanna sinna og ann- arra iðnaðarmanna að þeir ynnu verk sín af skyldurækni og trú- mennsku, en fordæmdi óstundvísi og óvandvirkni eða þáð, sem hann kallaði sjálfúr einu nafni. „fúsk“. Hann var vel gefinn og fljótur að sjá hvernig hlutirnir fóru bezt, sjálfur var hann snyrti- menni, hvort heldur var á vinnu stað eða á heimili sinu. Eins og fleiri menn hafði hann yndi af veiðiskap og vár flestum fróðari um þá hluti. Mig langar að segja hér stutta sögu, sem ég tel lýsa Gísla nokkuð. Á sumrum fór hann oft i frístundum sínum austur í Flóa, til_ að veiða, eins og hann sagði: Ég komst einu sinni með honum í slika ferð. Þeg ar við komum á áfangastaðinn, sem var niður undir sjó, var það . .. . 4 SKIPAUTGCRB RIKfSINS HERÐUBREIÐ vestur um land í hringíerð hinn 31. þ. m. Tekið á móti flutningi til Horna fjarðar, Djúpavogs, Breiðdals- víkur, Stöðvarfjarðar, Mjóafjarð- ar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar og Haufarhafnar í dag og á morgun. Farseðlar seldir á mánudaginn 31. þ. m. HEKLA ausíur um land í hringferð hinn 1. n. m. Tekið á móti flutningi til Fá- skrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðis- fiaraðar, Kópaskers og Húsavík- ur. Tekið á móti flutningi síðdegis í dag og á morgun. Farseðlrr seldir 31. þ. m. SKJALDBREÍÐ vestur um land til ísafjarðar hinn 2. n. m. Tekið á móti flutn- ingi til Ólafsvíkur, Grundar- fjarðar, Stykkishólms, Flateyjar, og Vestfjarðarhafna á morgun og árdegis þriðjudaginn 31. m. mán. Farseðlar seldir 1. n. m. M.s. Helgi Helgason fer til Vestmannaeyja í kvöld. — Vörumóttaka í dag. fyrsta sem hann sagði við mig þegar ég var að líta í kringum mig. „Þarna sérðu Hróarsholts- kletta“ og benti mér í þá átt, og lýsti síðan bæjunum í kringum þá. Þá skildi ég, að annað og meira var á bak við þessar veiði- ferðir hans austur í Flóa. Það voru æskustöðvarnar, sem hann naut svo innilega að sjá héðan af átthagatryggð, sem með honum bjó. Hann var líka tryggur og trúr í öllum sinum störfum á heimili sínu og utan þess. Hann gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir stéttarfélag sitt. En minnisstæðastur verður hann mér sem fulltrúi þess í fram- kvæmdastjórn Iðnráðs Reykja- víkur, sem hann var í mörg ár. Hann var þar mjög traustur og góður starfsmaður, sem allir virtu mjög, enda ,var hann sann- gjarn, réttsýnn og skyldurækinn fulltrúi. Við kveðjum þig Gísli og þökk um áriægjulegt samstarf í mörg ár. Einnig sendum við eftirlif- andi eiginkonu, börnum og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minningin um þig. G. Ó. ★ GÍSLI Jónsson var fæddur 27. 2. 1901, að Hróarsholti í Flóa. Ekki kann ég að rekja ætt hans, en því betur lærði ég að þekkja skap- lyndi hans og mannkosti, eftir að kynrii okkar hófust. Leiðir okkar lágu fyrst saman árið 1938, er starfsmannahópur sá, er undanfarin 6—8 ár hafði starf- að að smíði yfirbygginga á bif- reiðum, stofnaði félag, sem skyldi vinna að því, að þessi starfsgrein yrði gerð eftir sérstakri iðngrein. Var hann einn af hvátamönnum þessarar félagsstofnunar. Síðan biíreiðasmiðir fengu iðn- réttindi 1942, hefur Gísli Jónsson ætíð gegnt fleiri en einni trún- arstöðu í félagi bifreiðasmiða, fyrst formaður í nokkur ár. Próf- nefndarmaður var hann frá 1942. Iðnráðsfulltrúi var hann alla tíð fyrir félagið og jafnan í stjórn Iðnráðs og varaformaður þess undanfarin ár. Öll störf sin í þágu félags bif- reiðasmiða rækti hann af sér- stakri nákvæmni og reglusemi og vildi hlut félagsins ætíð sem stærstan og beztan. Hélt hann jafnan fast fram skoðunum sín- um, en félagsþroski hans var svo mikill að sjaldan kom til harðra átaka. Margir af þeim, sem starfað hafa fyrir félagið leituðu ráða hjá honum, er vanda bar að hönd- um og gekk þaðan enginn bón- leiður til búðar. Gísli Jónsson lærði járnsmíði ungur. Árið 1924 réðist hann til Kristins Jónssonar vagna- og bíla- smiðju og vann hjá því fyrirtæki til æviloka, seinni ár sem verk- stjóri. Margra ánægjustunda hefi ég notið á heimili hans, Frakkastíg 12 og hans ágætu konu, Guð- rúnar Magnúsdóttur, og margt var rætt yfir rjúkandi kaffiboll- um á kyrrlátum kvöldstundum, en aldrei minnist ég þess að um- ræður snerust um fánýta hluti á heimili hans. Gísli Jónsson var karlmenni 1 lund og æðrulaus með öllu.Aldrei heyrði ég hann kvarta yfir neinu, ekki einu sinni eftir að hann kenndi þess sjúkleika, sem nú hefur riðið honum að fullu og hann gekk ekki dulinn að var hættulegur. Það var ekki lítill styrkur fyrir eftirlifandi konu hans og sex uppkomin born, að taka við þeim arfi æðruleysis og karlmennsku er einkenndu hann. Ég kveð þig Gísli, með söknuði, en man drenglundað karlmenni Gunnar Björnsson. — Kjördæmamálið Framh. af bls. 14. lagt þarna fram undirskriftir úr þremUr hreppum í N.-Múlasýslu. Hann er ötull og duglegur í sinu starfi. En mig langar líka að þið vitið hvað fólk er látið skrifa undir. Það er eftirfarandi yfirlýs- ing: „Vegna ummæla í útvarpi og blöðum undanfarið um fyrirhug- aða breytingu á kjördæmaskipun landsins viljum við undirritaðir Alþingiskjósendur tjá hæstv. Al- þingi ,að vér teljum það bæði rétt og sjálfsagt að leiðrétta það mis- rétti sem orðið hefur á kjördæma skipuninni vegna breyttrar bú- setu í landinu.Hins vegar viljum vér eindregið skora á Alþ. að leið- rétta það misrétti, án þess að skertur verði möguleiki hinna dreifðu *g fámennari byggða landsins til þess að geta kynnt og skýrt sjónarmið sin og viðhorf á löggjafarsamkundu þjóðarinn- ar. „Undir þetta er skrifað í fáum hreppum. En hver er að tala um að svipta hinar dreifðu byggðir möguleikunum til að geta kynnt og skýrt sjónarmið sín og við- horf á löggjafarsamkomu þjóð- arinnar? Hver mundi ekki skrifa undir þetta? Þessi texti er búinn til hér í Reykjavík og sendur héðan austur í N.-Múlasýslu til undirskriftar. Svo byrjar smölun- in. Og nú langar mig til að kynna ykkur eitt sýnishorn þessarar iðju. Ur Fljótsdalshreppnum er eitt blað með nokkrurh nöfnum, þar sem engin yfirskrift er, en þar eru „undirskriftir". Og svo stendur á þessu blaði fyrir neð- an: „Ég skrifaði þessi nöfn inn á skjalið, en eiginhandaskriftina er hér að sjá“! Ja, hver er þessi „ég“ sem skrifaði nöfnin inn á skjalið? Það er bara einhver „ég“, sem fyrst býr til undirskriftir, hefur svo sennilega fengið bakþanka og hugsað, ja, það er nú kannske vissara að ég fari og tali við fólk- ið. Lætur það svo skrifa á eitt- hvert blað — þetta er eins og eig- inhandarsýnishorn, — og sendir það svo til Alþingis! Ég held, að hér sé of langt gengið. Réttlætið mun sigra. Við sjáum ekki fyrir lok þessa máls. Hvorki á þingi, né i kosn- ingum. Það kostar oftast harða baráttu að koma miklum réttlætis málum fram. Misrétti, — rang- læti, sem menn hafa lengi búið við, bakað sig við og eflt sig við að óréttu, sleppa menn ógjarnan. Við munum reyna það í þeirri baráttu sem framundan er. En í þeirri baráttu mun Sjálfstæðis- mönnum eins og endranær veit- ast sá styrkur, sem í því felst að berjast fyrir góðum málstað. Við ætlum ekki að svipta neina landsmenn nokknum rétti. Við ætlum að reyna að leiðrétta misrétti, sem lengf hefir ríkt, og lagfæra misfell- ur í stjórnskipun okkar, sem eru undirrót margra mein- semda. Góðir landsfundarfulltrúar! Látum það finnast, þegar lýkur þessum fundi — þegar þessi stóri fundur dreifist aftur um landið allt, í borg og bæ, til sjávar og sveita, að við mun um heyja baráttuna fyrir bættri stjórnskipun í landinu með áræði og festu og fullri sigurvissu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.