Morgunblaðið - 11.04.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.04.1959, Blaðsíða 3
Laugardagur 11. april 1959 MORCVNBLAÐIh 3 Merkileg sýning á mikilli gjöf ÞAÐ er mikil og falleg sýning, sem nú stendur yfir í Þjóðminja- safninu. Með nokkrum orðum vildi ég leyfa mér að vekja at- hygli þeirra, sem enn hafa ekki séð sýninguna að láta það ekki dragast öllu lengur, því henni mun ljúka um helgina. Sá minnsti Vottur um þakklæti er við getum sýnt Ásgrími fyrir hans miklu gjöf er að skoða sýninguna og njóta hennar. Mikið hefur verið skrifað um Ásgrím og verk hans, en þó er grunur minn sá, að síðari kynslóðir muni drjúgum bæta þar við. Ásgrímur Jónsson ævi hans og starf, bíður enn sinnar doktors ritgerðar. Enginn listamaður hef- ur gefið þjóð sinni jafn fagurt ævistarf. Flestir listamenn okkar hafa lært af verkum hans, hrifizt af listrænum verðmætum þeirra og hans ótömdu sköpunar- gleði. Ungir málarar munu enn sem fyrr sækja til Ásgríms and- lega næringu, aukið áræði, dirfsku og þor, og fordæmi hans mun um alla framtíð veita þeim er vilja, kjark, uppörvun og sann an manndóm. Ásgrímur er tákn okkar um manninn sem aldrei lét bugast, hvorki af lágkúrulegum sjónar- miðum múgsálarinnar, né annar- legum hávaða „autómatlistarinn. ar“, þessu andlega „narkomaní“ samtíðarinnar. Nóbelskáldið okk- ar hefur sagt að ekkert sé eins erfitt og að vera manneskja. Ás- grímur var hið sjaldgæfa fyrir- bæri, einsdæmið um snillinginn og heilsteyptan persónuleika í senn. Það sem Ásgrímur sagði og skrifaði um listina og lífið hefur því miður ekki breyzt sem skyldi. Það eru nefnilega svo margar truflandi stöðvar á svipaðri bylgjulengd. En verk hans munu lifa, og um aldir mun þjóðin sækja.í þau upprunalegan lífs- kraft, stolt sitt og gleði. f blaði menntamálaráðherra, Alþýðublaðinu, birtist fyrir skömmu viðtal við 60 ára gaml- an mann, sem föndrað hefur lítils háttar með liti og pensil. Þessi vesalings maður er haldinn þeirri ónáttúru sem sálarformyrkvun kallast, og lýsir sér í því að afrek annarra verða honum eitur í bein um. Það er líkt og maðurinn hafi skyndilega fengið blæðingu á heilann, slíkt er rugl hans um list Ásgríms. Ef til vill er slíkt ,,gums“ og viðtal þetta er, bezt geymt í þögninni og Alþýðu- blaðinu, en höfundum þess vildi ég vinsamlega benda á, að hversu skrautlegar sem skítaflugurnar eru, þá mun þeira aldrei tak- ast að stöðva gæðinginn á sprett- inum. Ég get ekki lokið svo við þessa grein, að ég ekki lýsi undrun minni yfir tómlæti og þögn Ríkis- útvarpsins í sambandi við þessa sýningu. Minnst einnar klukkustundar dagsskrá hefði sæmt viðburði sem þessum. Þögnin og tómlætið er móðgun við hlustendur, og um leið minn- ingu eins höfuðsnillings okkar í myndlist. Þessi merkilega sýning er gjöf til þjóðarinnar allrar, og er því einn mesti listviðburður í sögu hennar. Og fyrir marga þá sem úti á landsbyggðinni búa, hefði áreiðanlega verið kærkom- ið útvarpsefni greinargóð lýsing á þeim listaverkum, sem nú er að sjá í Listasafni ríkisins. Ævistarf Ásgríms er ævintýrið um ljós heimsins, ljós íslands, hinn ljósfjallaða brigðula bláma þess, sál þess og líf. Það er Íslandssinfónían í litum. Veturliði Gunnarsson. STAKSTEII\IAR Fáll Fampichler Tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar n.k. þriðjudag Flutt verða tvö verk, sem ekki hafa heyrzt hér áður. — Stjórnandi Páll Pampichleo* Hólmfríður Þorláksdóttir Minningarorð HÖFUNDUR Njálu segir um Bergþóru, að hún væri drengur góður. Þau orð koma mér fyrst í hug, þegar Hólmfríður Þor- láksdóttir er kvödd. Vinföst og rausnarleg, hjálpsöm við bág- stadda, einörð og hreinskilin, gædd ríkri sjálfstæðisþrá og höfðingslund og síðast, en ekki sízt, umhyggjusöm húsmóðir — þannig var Hólmfríður. Og þó eru þetta allt dauð orð, sem gefa litla hugmynd um mann- kosti hennar. Þeir duldust undir harðri brún við fyrstu sýn og komu fyrst í ljós við náin kynni. Óvægin gat hún verið í orðum, jafnt við menn sem um þá, og fór þá ekki í manngreinarálit. Til voru þeir, sem ekki undu þessu alls kostar vel. En eigi að síður var hún mjög vina- mörg, því að hjartahlýju átti hún mikla og næman skilning. Hún var því vinsæl í þess orðs beztu merkingu. Trygglyndið var svo fágætt — eins og hjá Berg- þóru. Mér fannst Hólmfríður lifa samkvæmt málshættinum: Sá er vinur, sem til vamms segir. í þessu sem öðru kom fram skörungsskapur hennar, en þó ekki síður í boðorðinu: Allt, sem þú vilt, að mennirnir geri þér, það skaltu og þeim gera. Þannig Framh. á bls. 15. NÆSTKOMANDI .þriðjudags- kvöld kl. 8:30 heldur Sinfóníu- hljómsveit íslands tónleika í Þjóð leikhúsinu. — Stjórnandi verður Páll Pampichler, en einleikari með hljómsveitinni verður ung- ur, þýzkur cellóleikari, Klaus- Pgter Doberitz, sem leikið hefir með hljómsveitinni frá því um nýjár í vetur. — Á efnisskránni verða fjögur tónverk, þar af tvö eftir núlifandi tónskáld, sem ékki hafa verið flutt hér áður. • Fyrsta verkið, sem hljómsveit- in flytur að þessu sinni, er „Intro duction og Rigaudon" eftir Handel, hljómsveitarútsetningu brezka tónskáldsins og hljóm- sveitarstjórans Sir Hamilton Hartys. — Verk þetta er nú flutt í tilefni þess, að nk. þriðjudag eru einmitt rétt tvö hundruð ár liðin frá því að Handel lézt. • Þegar Jón Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, ræddi við frétta- menn um tónleikana, fórst honum m.a. svo orð um meistara Handel: „Handel var heimsmað- ur, sem mikið sópaði að, og fram kvæmdamaður. Umhverfis hann var jafnan allt á ferð og flugi. Sköpunargáfa hans var þrotlaus. Þróttur, tign og glæsimennska ein kenndu tónlist hans. — Hándel er tvímælalaust einn stórbrotn- asti persónuleiki tónlistarsögunn Listkynning Morgunblaðsins sýnir um þessar mundir málverk málverk eftir Jóhannes Geir Jónsson listmálara. Af þeim eru tvö olíumálverk til sölu. Hin málverkin eru i einkaeign. ndin hér að ofan er af öðru olíumálverkanna, sem er úr Skagðíirði. Annað verkefnið á efnisskránni er konsert í B-dúr fyrir celló og hljómsveit eftir ítalska tónskáld- ið og cellómeistarann Luigi Boccherini. Hann fæddist 1743 í Lucca á Ítalíu, varð ungur fræg ur sem tónskáld, en þó sérstak- lega sem frábær cellóleikari. Ferðaðist hann víða og hélt hljóm leika. Hann lézt í Madrid árið 1805. — Eftir Boccherini liggja yfir 500 verk, en lítt eru þau þekkt nú orðið, utan fyrrgreid- ur cellókonsert og menúett sá, er fyrir nokkrum árum var not- aður sem upphafslag morgundag- skrár Ríkisútvarpsins. — Nú er nokkur hreyfing í þá átt að endur vekja verk Boccherinis, einkum í heimalandi hans, Ítalíu. — Ein- leikari með hljómsveitinni í kon- sert þessum er, eins og fyrr grein ir, Klaus-Peter Doberitz. • Eftir hlé verður svo flutt Sinfon ietta fyrir kammerhljómsveit eft ir brezka tónskáldið Benjamin Britten. — Britten er víðfrægasta núlifandi tónskáld Breta, fæddur árið 1913. Þekktastur er hann af óperum sínum, og þá fyrst og fremst Peter Grimes, en úr þeirri óperu hefir Sinfóníuhljómsveitin áður flutt eitt verk, Fjórar sjávar- myndir. Síðasta verkið á efnisskránni er svíta fyrir hljómsveit op. 20 eftir austurríska tónskáldið Arth ur Michl. — Michl fæddist í Graz í Austurríki árið 1897 og hefir starfað þar allt sitt líf. Er hann mikilvirkt og merkt tón- skáld. Þess má geta hér til gamans, að allnáið samband hefir lengi verið milli borgarinnar Graz og Reykjavikur um ýmislegt, er tón listarmál snertir. Þangað fór dr, Franz Mixa, er hann hvarf héðan, eftir mikið og gott starf í íslenzku tónlistarlífi. Þanðan kom dr. Victor Urbancic hingað til lands, og í Sinfóníuhljómsveitinni hafa starfað tveir eða þrír hljóðfæra- leikarar frá Graz. Einnig Páll Pampichler, sá er stjórnar tón- leikunum á þriðjudaginn, er fædd ur 1928 og uppalin í Graz, og þaðan kom hann hingað fyrir rúm um níu árum til þess að taka við stjórn Lúðrasveitar Reykjavíkur. Þetta er í fjórða skipti, sem Pam- pichler stjórnar Sinfóníuhljóm- sveitinni á tónieikum hennar víða úti um land. Hann mun vera yngstur þeirra, sem haldið hafa á tónsprota fyrir Sinfóníuhlióm- sveit íslands. Gon«;u- °n skíða- ferð yfir Kjöl FERÐAFÉLAG ÍSLANDS efnir til göngu- og skíðaferðar yfir Kjöl á morgun. Lagt verður af stað kl. 9 fyrramálið frá Austurvelli og ekið upp í Hvalfjörð að Fossá. — Þaðan vcrður síðan gengið upp Þrándarstaðafjall og yfir Kjöl að Kárastöðum í Þingvallasveit. S j álf stæðisf lokkurinn og landbúnaðurinn Sú staffreynd er almennt viff- urkennd, ekki sízt af fólki í sveit um landsins, aff aldrei hefur ver- iff tekiff á eins raunhæfan hátt á vandamálum landbúnaðarins eins og þegar Sjálfstæffisflokkur- inn hefur haft stjórnarforystu effa veriff í ríkisstjóm. Þaff kom í hlut Péturs heitins Magnússon- ar og nýsköpunarstjórnarinnar i lok síðustu styrjaldar aff hafa forystu um aff taka tæknina í þjónustu ræktunar og bústarfa. Hafinn var stórfelldur innflutn- ingur á hverskonar búvélum og grundvöllur þar meff lagffur aff miklu átaki í ræktunarmálum landsmanna. Má segja aff síffan hafi staðið yfir stórfellt ræktunar starf í svo aff segja öllum sveit- um landsins. En jafnhliffa því sem Sjálfstæff ismenn höfðu forystu um tækni- væffingu sveitanna, beittu þeir sér fyrir endurskoðun á þeirri löggjöf, sem gilti um lánastofnan ir landbúnaðarins. Ræktunar- sjóffnum og byggingarsjóðnum var tryggt stóraukiff fjármagn og nýbýlamyndun studd í miklu rík- ara mæli en áffur tíffkaðist. Á grundvelli þessarar löggjafar hafa stórkostlegar framfarir orff- iff í sveitum landsins síðasta ára- tuginn. Mikill fjöldi íbúðarhúsa og gripahúsa hefur veriff byggff- ur i næstum hverri sveit á land- inu. Skipulegar framkvæmd- ir í raforkumálum Undir forystu nýsköpunar- stjórnarinnar voru einnig sett ný lög um raforkuframkvæmdir og hafizt handa um hagnýtingu vatnsaflsins í þágu sveitanna. Þegar Ólafur Thors myndaffi rík- isstjóm áriff 1953 beitti Sjálf- stæffisflokkurinn sér fyrir stór- huga framkvæmdaáætlun í raf- orkumálum landsmanna. Ákveðiff var aff raforkuver skyldu reist í þeim Iandshlutum, sem fram til þess tíma höfffu orff- iff útundan um raforkufram- kvæmdir. Aff þessari fram- kvæmdaráætlun hefur síffan ver- iff unniff á skipulegan hátt. Ný raforkuver eru risin á Vestfjörff- um og Austfjörðum og hundruff sveitabæja fá árlega raforku. Þannig er hugsjón Jóns Þor- lákssonar og Jóns á Reynistaff um rafvæffingu sveitanna aff kom ast í framkvæmd fyrir ötula bar áttu Sjálfstæffismanna. Er vissu Iega ástæða til þess aff fagna þvL Yfirgnæfandi meirihluti bænda þekkir og metur mikils þessi giftudrjúgu afskipti Sjálfstæðis- manna aff málefnum sveitanna. Sundrungarstarf Framsóknar En einn er sá affili, sem er full- ur úlfúðar og illinda gagnvart Sjálfstæffisflokknum fyrir upp- byggingarstarf hans í þágu sveit- anna. Þaff er Framsóknarflokk- urinn, sem þó segist vera ein- lægastur bændavinur allra stjórn málaflokkanna. Framsóknar- menn reyna stöffugt aff bera róg á milli fólksins í sveitunum og ibúa sjávarsíffunnar. En engum er þaff ljósara en bændum sjálf- um,hversu þýffingarmikið þaff er fyrir hagsmuni þeirra aff fólkiff í þéttbýlinu sýni skilning á þörf- um þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið að því eftir me.gni að gera allri þjóffinni ljóst, hversu þýðingarmiklu verkefni Iandbún aðurinn gegni í þágu þjóðfélags- ins. Hann mun halda því starft áfram og heitir á allt skynsamt og hugsandi fólk í sveitum lands- ins til samvinnu í því starfi. Mun sveitunum og landbúnað- inum verffa ómetanlegur styrkur j að stuffningi og velvild langsam- lega stærsta og þróttmesta stjórn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.