Morgunblaðið - 14.04.1959, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. apríl 1959
MORGUHBLAÐIÐ
3
Þrír keppendur unnu
10.000 kr. verðlaunin
Vogum vinnur — vogum tapar
í síðasta sinn í vetur
A SUNNUDAGSKVÖLDIÐ lauk þættinum Vogun vinnur — vogun
tapar, sem verið hefur í útvarpinu í vetur, undir stjórn Sveins Ás-
geirssonar. — Aldrei fyrr hefur verið eins há upphæið í veði, eins
og í þessum þætti. Allir keppendurnir þrír voru komnir að loka-
spurningunni og kepptu til 10.000 króna verðlaunanna.
sagnfræðingur, frítt far til
útlanda, en 'hann hefur komizt
næst því að fá 10.000 kr. verð
Sturlunga.
Fyrst kom Herborg Gestsdóttir,
sem svaraði hiklaust öllum
spurningum úr Sturlungu,
sem fyrir hana voru lagðar. Her
borg er bókavörður á Bæjarbóka
safninu. Að þrekrauninni lok-
inni kvaddi hún sér hljóðs og
talaði um Sturlungu, sagði að
sú bók hefði meira upp á að
bjóða en fólk héldi, þar væru
ekki eingöngu frásagnir af bar-
dögum og slíku, heldur væri þar
einnig margt annað ákaflega vel
sagt. Herborg mun þó sjálf ekki
hafa lesið Sturlungu fyrr en hún
var orðin fullorðin, en sýnilega
bætt það rækilega upp, eftir að
hún byrjaði.
Franska stjórnarbyltingin.
Næstur kom Stefán Pálsson,
tannlæknir, sem svaraði spurning
um úr frönsku stjórnarbylting-
unni. Sýndi hann víðtæka þekk-
ingu á viðfangsefninu, svaraði
jafnan um hæl og gerði í stuttu
máli grein fyrir því sem um var
spurt, þannig að ófróðir hlust-
endur um þetta efni höfðu fullt
gagn af upplýsingunum. Er þetta
viðfangsefni, franska stjórnar-
byltingin, geysilega umfangsmik
ið, þó byltingin sjálf næði ekki
yfir langt tímabil, því um þetta
efni hafa fræðimenn í öllum
löndum ritað þykka doðranta. í
kveðjuorðum sínum hvatti Ste-
fán almenning til að kynna sér
sögu, og þá gjarnan byrja á
frönsku stjórnarbyltingunni, sem
hefði haft gífurlega mikil áhrif í
veraldarsögunni.
Alþingiskosningar í 40 ár.
Þriðji keppandinn var Skúli
Skúlason, innheimtumaður. Hann
svaraði spurningum um alþingis
kosningar og hefur sýnilega furðu
legt minni. Virðist hann vita ná-
kvæmlega hve mörg atkvæði allir
frambjóðendur hafa fengið á ís-
landi síðastliðin 40 ár. í kveðju-
orðum sínum sagðist hann í
fyrstu hafa verið tregur til að
fara í þáttinn með þetta efni,
bjóst við að það væri nokkuð
þurrt, og gat þess að hann hefði
jafnvel búizt við þyngri spurn-
ingum í þessum síðasta þætti.
Keppendur á sunnudagskvöldið
sigruðu því allir með soma.
Frítt flugfar í skeljaleit.
í lok þáttarins tilkynnti Sveinn
Ásgeirsson, að F.f. veitti yngsta
keppandanum, Páli Einarssyni,
frítt flugfar hvert á land sem
hann vildi fara í skeljaleit. Einn
ig fær Sverrir Kristjánsson,
laun, af þeim
ekki sigruðu.
keppendum sem
Carl Olsen
Samsöngur Karla-
kórs Reykjavíkur
KARLAKÓR Reykjavíkur hélt
samsöng í Gamla Bíói í gær-
kvöldi, hinn fyrsta af fimm, sem
kórinn heldur í þessari viku. —
Söngstjóri var Sigurður Þórðar-
son, en einsöngvarar með kórn-
um voru þau Sigurveig Hjalte-
sted, Guðmundur Guðjónsson og
Guðmundur Jónssori, óperusöngv
ari. — Á efnisskránni voru jöfn-
um höndum íslenzk og erlend
lög. A meðan kórinn tók sér
sönghlé, söng Sigurveig Hjalte-
sted tvær óperuaríur við mikla
hrifningu áheyrerida.
Hefir dvaLizt Liálfa öld á IsLandi
í DAG er hálf öld liðin, síðan
Carl Olsen ,annar aðalstofnandi
umboðs- og heildsölufyrirtækis-
ins Nathan & Olsen hf., kom
fyrst hingað til lands. í aprílmán-
uði 1909 kom Carl Olsen fyrst
hingað, og undanfarin 50 ár hafa
íslendingar notið góðs af starfs-
kröftum þessa dugnaðar- og at-
orkumanns.
Er Olsen kom til íslands frá
Kaupmannahöfn, var hann tæp-
lega þrítugur að aldri. Olsen er
kominn af bláfátæku fólki, en
með miklum dugnaði og harð-
fylgi tókst honum að afla sér
þeirrar menntunar, sem þurfti til
þess, að hann yrði hlutgengur
sem verzlunarmaður. Olsen starf
aði fyrst í Kaupmannahöfn hjá
Brödrene Levy, sem margir ís-
lendingar kannast við, af því að
þeir verzluðu með íslenzkar af-
urðir. Síðan réðst hann til Bryde-
feðga, sem áttu miklar verzlanir
hér á landi. Olsen vann hjá þeim
í 9 ár í Höfn, en var þá sendur
sem erindreki þeirra hingað til
lands. Næstu þrjú árin vann
hann við verzlanir Brydefeðga,
ýmist hér í Reykjavík, í útibú-
unum eða í Höfn. En 1. jan. 1912
stofnsetti hann heildsölufyrir-
tæki ásamt Fritz Nathan.
Það var ekki heiglum hent að
slofnsetja fyrirtæki og koma því
Van Beinum hljóm-
sveitarst jóri látinn
AMSTERDAM, 13. apr. (Reuter)
Hinn heimsfrægi hljómsveitar-
stjóri Eduard van Beinum, stjórn
andi Amsterdam Concert Gebouw
sinfóníuhljómsveitarinnar hné
í dag niður og dó, er hann var að
stjórna æfingum hljómsveitar
sinnar. Hann var 57 ára að aldri.
Þetta gerðist er hann ætlaði að
fara að stjórna þriðja kafla fyrstu
sinfóníu Brahms. Hljóðfæraleik-
ararnir sáu allt í einu að van
Beinum reikaði fyrir framan þá
líkt og drukkinn maður og féll
hann í faðm tveggja hljóðfæra-
leikara. Hann var þá þegar látinn.
Van Beinum hefur verið veikur
og skýrir tónlistargagnrýnadi eins
hollenzku blaðanna van Berkel
frá því, að hann hafi fyrir nokkr-
um dögum séð hann taka töflu.
„Við vissum, að svo var komið
fyrir honum, að aðeins töflurnar
héldu honum uppi.“
á traustan rekstrargrundvöll í þá
daga. Lánsféð lá ekki á lausu, og
það þurfti mikla bjartsýni og hug
rekki til að leggja út í slíkt með
tvær hendur tómar. En þeir fé-
lagar sigruðust á byrjunarörðug-
leikunum. í apríl 1915 brann skrif
stofa verzlunarinnar í Edinborg-
arhúsi. Varð það til þess, að þeir
félagar réðust af miklum stórhug
í að byggja á Godthaabslóðinni á
horninu á Austurstræti og Póst-
hússtræti. Nathan & Olsenshús-
ið er mikið stórhýsi og bar af öðr-
um húsum í Reykjavík í þá daga.
Áhugi Olsens beindist ekki ein
göngu að verzlunarstörfunum.
Hann hafði einnig mikinn áhuga
á landbúnaði, reisti býlið Austur-
hlíð innan við bæinn og ræktaði
30 dagsláttur og hafði búskap á
Kotferju í Ölfusi.
Undanfarið hefir Olsen verið
formaður stjórnar Almennra
trygginga. Hann lagði verzlunar-
störfin á hilluna fyrir hálfu ári
og seldi heildsölufyrirtæki sitt.
Olsen er vinsæll maður og vel
metinn. Hann hefir staðið fram-
arlega í starfsemi Frímúrararegi-
unnar og var belgískur konsúll
um margra ára skeið. Olsen fór
utan fyrir nokkrum dögum og
mun dveljast þar í nokkrar vik-
ur.
Georg Friedrich Handel
Klaus-Peter Doberitz.
Sinfóníuhljómsveitin
heldur tónleika í kvöld
I KVÖLD kl. 8:30 heldur Sin-
fóníuhljómsveit Islands tónleika
í Þjóðleikhúsinu. — Stjórnandi
hljómsveitarinnar að þessu sinni
er Páll Pampichler, en einleikari
á celló Klaus-Peter Doberitz. —
Á tónleikunum verður 200. ártíð-
ar Hándels, sem er í dag, minnzt
með því, að leikið verður í upp-
hafi tónleikanna verk eftir hann,
„Introduction og Rigaudon“. —
Önnur verk á efnisskránni eru
cellókonsert í B-dúr eftir Bocc-
herini, Sinfonietta fyrir kemmer-
hljómsveit eftir Benjamin Britt-
en og svíta fyrir hljómsveit eftir
austurríska tónskáldið Artur
Michl. Tvö síðasttöldu verkin
hafa ekki verið flutt hér á hljóm-
kum áður.
Þess má geta, að Páll Pamp-
ichler stjórnar Sinfóníuhljóm-
sveitinni nú í fjórða sinn á hljóm
leikum hér í Reykjavík, en auk
þess hefur hann stjórnað tónleik-
um víða úti um land. — Einleik-
arinn, Klaus-Peter Doberitz, er
ungur Þjóðverji, sem starfað hef-
ur með Sinfóníuhljómsveitinni í
vetur.
Akranesi, 13. april.
Þrir þorskanetjabátar reru I
gær. Komu tveir inn og hafði sá
hærri 5 lestir. Einnig voru 15
trillubátar á sjó í gær og fisk-
uðu 26,5 lestir. Hæstur var Már
með tæplega hálfa þriðju lest.
Almennt drógu þeir 500—1000
kg á færið. — Oddur.
í DAG eru 200 ár liðin frá dán-
ardægri tónskáldsins Hándels og
mun þess minnzt á viðeigandi
hátt um allan heim.
Hándel ar þýzkur að fæðingu,
bartskerasonur frá Halle, fæddur
23. febrúar 1685. Hann var settur
til mennta, en lærði þó tónlist
jöfnum höndum, og varð jafn-
snemma dómkirkjuorganisti í
Halle og lögfræðinemi við há-
skólann þar í borg. Ekki varð
hann þó lögfræðingur, því að
tónlistin tók hann allan. Eftir
þriggja ára dvöl í Italíu kom
hann til Lundúna. Hann var þá
orðinn hálfþrítugur. I Lundún-
um dvaldi hann úr því til ævi-
loka og þar vann hann ævistarf-
ið. Englendingar telja hann því
með sínum mönnum, enda varð
hann enskur ríkisborgari. Þeir
létu og grafa hann í Westminster
Abbey meðal beztu sona þjóðar-
innar.
Hándel er þýzkur að fæðingu,
Handel) dó 14. apríl 1759, fyrir
réttum 200 árum, svo sem fyrr
segir. Hann var blindur síðustu
æviárin, en hin sömu urðu örlög
Bachs.
Hándel samdi 46 óperur, 32
óratóríur og fjölda hljóðfæra-
verka. Óperur hans heyrast nú
ekki lengur, en úr þeim eru ein-
staka lög kunn, eins og hið fræga
Largo, sem er aría úr óperunni
Xerxes. Af óratoríum eftir hann
eru frægust Messias, Samson og
Judas Makkabeus.
Þeir Bach og Hándel eru ein-
hverjir mestu tónsnillingar, sem
sagan þekkir. Bach var fæddur
í Eisenach sama árið og Hándel
og var tæpum mánuði yngri.
Eisenach er skammt frá Halle,
fæðingarborg Hándels. Þeir hitt-
ust aldrei, þótt Bach gerði til-
raunir tii þess, þegar hann vissi
Hándel staddan á næstu grösum.
Hándel mun ekki hafa þekkt
neina tónsmíð eftir þennan mikla
samtíðarmann sinn og ekki haft
hugmynd um, að á næsta leiti
við hann var fæddur og óx upp
tónsnillingur, sem var honum
enn meiri.
Framsókn ein á móti
Yfirgnæfandi meirihluti ís«
lenzkra kjósenda mun fagna því,
að samkomulag hefur nú tekizt
milli þriggja þingflokka um lausn
kjördæmamálsins. Framgangur
málsins hefur þar með verið
tryggður, ekki aðeins á því Al-
þingi sem nú situr, heldur og
einnig í þeim kosningum, sem
fram munu fara á komandi sumri
og á því þingi, sem síðan kem-
ur saman að þeim loknum.
Öll óvissa um örlög þessa rétt-
lætismáls er þess vegna úr sög-
unni. Með kjördæmafrumvarpinu
hefur verið lagður grundvöllur að
sannari og réttari mynd löggjafar
samkomunnar í framtíðinni. Það
hefur verið tryggt, að hún verðl
skipoið nokkurn veginn í samræmi
við þjóðarviljann. Hér eftir getur
það ekki hent ,að t. d. stjórnmála
flokkur, sem hlýtur einn 1/4 eða
1/3 hluta kjósenda fái hreinan
meirihluta. En það henti árið
1931, þegar Framsóknarflokkur-
inn fékk rúman þriðjung atkvæða
en hreinan meirihluta þingmanna.
Framsóknarflokkurinn er nú
eini stjórnmálaflokkurinn, sem
berst gegn leiðréttingum á kjör-
dæmaskipuninni. Hann dreymir
ennþá um að það ástand geti
skapazt, sem ríkti hér árið 1931,
að hann geti fengið þingmeiri-
hluta út á rúmlega þriðjung kjós
enda. En slík skrípamynd verður
Alþingi aldrei oftar af þjóðarvilj-
anum. Og það er einmitt vegna
vitneskjunnar um það, sem Fram
sóknarflokkurinn berst eins og
ljón gegn hinni fyrirhuguðu kjör
dæmabrcytingu.
..SftDsærri þessara
þr'owja flokka“
Svo ofsareiðir eru Tímamewn
nú vegna samkomulags þess sem
tekizt hefur á Alþingi um fram-
gang kjördæmamálsins að þeir
kalla þetta samkomulag „sc.m-
særi þriggja flokka“.
Þetta gefur mjög góða hugmynd
um hinn innri mann Framsóknar
manna um þessar mundir. Sam
komulagið um lausn kjördæma-
málsins á Alþingi hefur náðst fyr
ir opnum tjöldum. Sjálfstæðis-
flokkurinn og Alþýðuflokkurinn
lýstu því yfir við stjórnarskiptiir
í desember s. 1., að það væri meg
in tilgangur minnihlutastjórnar
Alþýðuflokksins að beita sér fyr
ir leiðréttingu á kjördæmaskip-
uninni. Síðan hafa þær tillögur,
sem nú hafa í aðalatriðum verið
lagðar fyrir Alþingi verið ræddar
fyrir opnum tjöldum, bæði í blöð
um allra flokka og meðal almenn
ings. Þjóðin hefur þess vegna ver
ið þess fyllilega vitandi, hvert
1 væri stefnt í þessum efnum.
I
Strjálbylið heldur full-
trúum sínum
Ein af þeim firrum, sem Tíma-
menn hafa haldið fram undan-
farið er að strjálbýlið myndi
verða svipt öllu áhrifavaldi á Al-
þingi, ef hinar nýju tillögur um
breytta kjördæmaskipun næðu
fram að ganga. Þjóðin hefur nú
fengið tækifæri til þess að kynn
ast sannleikanum i þessu efni.
Og sannleikurinn er sá, að strjál
býlið heldur öllum sínum full-
trúum. Eina breytingin, sem
gerist er sú, að í stað þess »9
þingmennirnir voru áður kosnir
meirihlutakosningu i 21 einmena
ingskjördæmi, verða þeir nú kosa
ir með hlutfallskosningu á ná-
kvæmlega sama hátt og megin-
hluti Búnaðarþings, stéttarþingu
sjálfra bænda er kosið. En þa9
voru einmitt Framsóknarmennira
ir, sem höfðu forystu um það a9
hlutfallskosningar í stórum kjö»
dæmum voru teknar upp til Búa-
aðarþings.