Morgunblaðið - 14.04.1959, Síða 24

Morgunblaðið - 14.04.1959, Síða 24
VEÐRIÐ Allhvass norðaustan. Léttskýjað. ot!0vmií>Xa 83. tbl. — Þriðjudagur 14. apríl 1959 T íbet og Tíbetþjóðin Sjá bls. 13 Fyrsti okurmáladóm- Hæstarétti unnn l Brandi Brynjólfssyni gert að greíðo rúmlega 750,000 krónur t GÆRDAG gekk dómur í Hæsta rétti í hinu fyrsta svonefnda „okurmáia" og er það dómur í máli því er ákæmvaldið höfðaði gegn Brandi Brynjólfssyni lög- fræðingi Baldursgötu 12, hér í bæ fyrir okurstarfsemi. Hæsti- réttur staðfesti í öllum meginat- riðum dóm undirréttar er dæmdi Brand Brynjólfsson í 570,000 kr. sekt til ríkissjóðs. Hinn óiöglegi ágóði var og gerður upptækur, en sú fjárhæð er rúmlega 140,000 krónur. Loks var lögfræðingnum gert að greiða allan málskostnað fyrir Hæstarétti. Þetta mál Brandar Brynjólfs- sonar er mjög mikið að vöxtum. 21 þús. manns sáu * Asgrímssýninguna SL. sunnudagskvöld 'lauk Ás- grímssýningunni í Listasafni rík- isins. Allan þann dag var stöð- ugur straumur fólks, enda veður mjög gott. Munu hafa skoðað hana þann dag um 2 þúsund manns. Sýningargestir voru 21 þúsund þessar þrjár vikur sem sýningin var opin og mun það vera metað- sókn á maive''kasýningu hérlend Eins og það var lagt fyrir dómend ur Hæstaréttar, var það í „tveim bindum“, alls 289 vélritaðar folíó síður. f undirrétti eru málavextir og dómsforsendur raktar á rúm- lega 40 fólíosíðum. Staðfestingar dómur Hæstaréttar er aftur á móti mjög stuttur. Ákæruatriðin á hendur Brandi Brynjólfssyini eru alls 16 og tru sum þeirra í allmörgum liðum. Brandur Brynjólfsson var tal- inn hafa gerzt brotlegur í við- skiptum sínum við forstjóra fyrir- tækisins Ragnar H. Blöndal h.f. en það var Gunnar Hall. í>á var Brandur talinn hafa gerzt sekur um okurviðskipti við nokkra ein- staklinga aðra, en þeir höfðu leitað til svonefndrar okurnefnd- ar sem kjörin var af alþingi 1955. Hinir ólöglega teknu og á- skildu vextir er Brandur hafði tekið, námu alls kr. 142,488,60. Lög heimila að sektarupphæð skuli nema 4—25 síhnum hærri upphæð en hinn ólöglegi hagnað ur okrarans nemur. Var Brandur dæmdur í lágmarkssekt og nemur hún 570,000 krónum og skal hún ganga til ríkissjóðs. í undirrétti var Brandi settur 4 vikna greiðslufrestur á sektarupphæð- inni og staðfesti Hæstiréttur þann frest, og að verði hún eigi greidd þá, komi varðhald í eitt ár. í Hæstarétti var Brandur Brynj ólfssyni gert að greiða alls 40,000 krónur í málskostnað. Samanlögð fjárhæð sem Hæsti- réttur dæmdi Brand til greiðslu á, nemur kr. 752.488,60. Mynd þessi var tekin austur á Þykkvabæjarfjöru, síðdegis á töstudaginn, er björgun Gulltops var að komast á lokastigið. Goo veiði í nælonnetin GJÖGRI, 9. apríl. — Suðvestan- átt var ríkjandi hér nær allan marzmánuð, og var þá yfirleitt hlýtt mjög í veðri, enda tún tek- in að grænka. — Hinn 4. apríl hljóp hann svo í norðanátt með snjókomu og frosti, og hefir svo haldizt síðan. Ágæt rauðmagaveiði hefir ver ið hér undanfarið og sæmileg grásleppuveiði í nælonnet, en þau hafa ekki verið notuð hér fyrr en nú. Hafa sex slík net ver- ið í sjó hér að undanförnu, og hefir fiskazt vel í þau, þótt nær ekkert hafi fengizt í hin venju- legu net. Eru þegar komnar 16 tunnur af fullverkuðum hrogn- um, og er það óvenjumikið svo snemma vors. — Regína. Báturinn var dreginn 80 m áður en hann varð dreginn Vel heppnaðri björgun Culltopps lokið sandi i flot ÞYKKVABÆ, 1?. apríl. — Eftir rúmlega fimm sólarliringa linnu- laust björgunarstarf við vélbát- inn Gulltopp, sem strandaði hér á sandinum beint fyrir neðan Þykkvabæ, tókst á sunnudags- morgun að ná honum á flot aftur og gat báturinn siglt hjálparlaust til Vestmannaeyja. Aðfaranótt þriðjudagsins var hófst sjálft björgunarstarfið. Var það Björgun hf., sem það annað- ist á vegum tryggingarfél. Sam- ábyrgðar íslands á fiskiskipum. — Báturinn var kominn um 80 m leið upp í sandinn frá fjöru- borði. Mjög hafði sandurinn hreyfzt síðan bátnum var bjarg- að undan sjó, nokkrum dögum eftir strandið. Hafði hlaðið svo miklum sandi að bátnum, að Undiriéttardómur i Tungufossmálinu: 24 menn dœmdir í 1,4 millj. kr. sekt í Menningarsjáð fyrir áfengissmygl í SAKADÓMI Reykjavíkur hefur verið kveðinn upp dómur í máli 25 manna í hinu svonefnda Tungu foss-máli, stórfelldasta áfengis- smygli síðan á bannárunum. Að- eins einn þessara manna var sýkn aður, en hinir hlutu allir sekt- ardóm. Nemur hin samanlagða sektarupphæð rúmlega 1,4 millj. kr. Árdegis í gær sendi saka- dómaraembættið út eftirfarandi fréttatilkynningu um málið: „Árvekni tveggja götulögreglu- manna, Borgþórs Þórhallssonar og Kristins Óskarssonar, leiddi til þess, að uppvíst varð að kvöldi Keflavik - Suðurnes SKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokks- Ins á Suðurnesjum hefur verið opnuð í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík. Fyrst um sinn verður skrifstofan opin frá kl. 10—5, sími 21. Sjálfstæðismenn í Keflavík og á Suðurnesjum eru hvattir til að leita til skrifstofunnar varðandi flokksstarfið fyrir væntanlegar alþingiskosningar. Sjálfstæðisfélögin á Suðurnesjum. 27. ágúst 1958 um stórfelldasta á- fengissmygl síðan á bannárunum. Lögreglumenn þessir handtóku þá tvo menn hér í Reykjavík, sem fluttu með sér á bifreið 770 lítra af spíritus. Síðar þetta kvöld lagði götulögreglan hald á 410 1. til viðbótar. Rannsókn hófst þeg ar í málinu á vegum rannsóknar- lögreglu og daginn eftir hófst dómsrannsókn í tnálinu. Spíritus inn var rakinn til skipverja á m.s. Tungufossi, sem hafði komið frá útlöndum til Reykjavíkur laust fyrir miðnætti 25. ágúst. Rann- sóknin reyndist æði umfangs- mikil og náði til fleiri lögsagnar- umdæma. Upplýsingar fengust um eldra smygl Tungufoss- manna. í ljós kom, að Tungufoss- menn höfðu í þremur ferðum skipsins vorið og sumarið 1958 smyglað inn spíritus til sölu. Að- ferðin var ætíð sú sama: Bátur var leigður, honum siglt til móts við m.s. Tungufoss súnnan Reykja ness, þar sem Tungufoss-menn vörpuðu spíritusnum í sjóinn, án þess að dregið væri úr ferð skips ins eða stefnu breytt, bátsverjar hirtu upp spíritusinn og komu honum á land í Grindavík, Höfn- um og Kópavogi, þar sem hann var settur á vörubíl og ekið til Reykjavíkur. Kaupendur spíri- tussins voru einkum leigubílstjór ar. Ekki fengust óyggjandi sann- anír fyrir heildarmagni þess spíri tuss, sem smyglað var til landsins í þessum þremum ferðum m.s. Tungufoss. Undir rannsókn málsins var lagt hald á 1585 lítra spirituss og er þá með talið það, sem götu- lögreglan lagði hald á í fyrstu lotu. í gæzluvarðhald voru úr- skurðaðir 18 menn. Sátu þeir í haldi frá 2 til 13 daga hver mað ur. öllum þeim skipverjum, 16 talsins sem sannaðist, að viðriðnir væru smyglið, sagði útgerð m.s. Tungufoss upp starfi. Inn í málið drógust ýmsir menn, sem höfðu veitt aðstoð við smygl ið eða átt viðskipti við smyglar- ana. Málum 7 slíkra aðstoðar- og viðskiptamanna var lokið með dómssáttum í desember 1958 og janúar 1959. Hlutu þessir menn, hver um sig, sektir, er námu frá kr. 200,00 til kr. 4000,00. Ákæruskjal var gefið út 10. jan úar 1959. Voru 25 menn sóttir til saka fyrir þátttöku í málinu. Dóm ur gekk í málinu í sakadómi Reykjavíkur 9. apríl 1959. Einn hinna kærðu var sýknaður, en 24 hlutu sektardóm, frá kr. 2000,00 til kr. 180.000.00 hver maður. Sam tals nema sektirnar samkvæmt dóminum og dómsáttunum kr. 1.448.200,00 Sektirnar renna í Menningarsjóð. Ólöglegur hagnaður nam sam- tals kr. 189.166.76. Var hann gerð ur upptækur til ríkissjóðs, ásamt 6% ársvöxtum. 1585 lítrar af spíri tus voru gerðir upptækir til ríkis sjóðs. Dómfelldir fengu hálfs-mánað- ar frest til að segja til um á- frýjun.“ raufin, sem gera þurfti frá fjöru- borði og að honum, var um 3 metra djúp uppi við bátinn og 25—30 m breið, en honum var rennt á hlið niður í fjöruborðið. Björgunarstarfið var sem sé í því fólgið að láta ýtur ryðja braut fyrir bátinn, setja undir hann „sliskjur" og draga hann á þeim fram í sjó. Var það mjög öflugur trukkur með vindu sem dró bátinn fram. Hvíldarlítið var unnið daga og nætur, og var um 20 manna vinnuflokkur við björgunarstarf- ið, sem var seinunnið, meðfram af því, að sandrok var mikið alla dagana. Þegar Gulltoppur var kominn í sjó fram, var dráttarvír settur úr bátnum yfir í gæzluskipið Fanney, sem hefur verið Vest- mannaeyjabátum til aðstoðar eft- ir að Hermóður fórst. Einnig var Vonarstjarnan frá Vestmanna- eyjum til aðstoðar, en skipin reyndust ekki nógu öflug til að geta náð bátnum út, svo ákveðið var að biðja varðskipið Þór að koma á vettvang. I annarri til- raun, um klukkan 8,30 á sunnu- dagsmorgun, tókst Þór að draga Gulltopp á flot. Voru þá um borð í bátnum m. a. skipstjórinn, Sig- fús Guðmundsson, og vélamaður- gang, er báturirin var kominn á flot. Var síðan siglt til Vest- mannaeyja án nokkurrar frekari aðstoðar. Er Gulltoppur mjög lítið skemmdur og hefur björgun bátsins tekizt mjög vel. Mun Gull toppur vera 37. báturinn, sem Björgun hf. nær á flot. Báturinn mun hafa verið tekinn í slipp í Vestmannaeyjum í morgun. Framkvæmdastjóri Björgunar, Kristinn Guðbrandsson, hefur beðið Mbl. að færa Þykkbæing- um sem að björgun bátsins störf uðu, sérstakar þakkir fyrir ein- stakan dugnað og ósérhlífni í starfi við svo erfiðar aðstæður sem á sandinum voru þessa daga. — Magnús. inn, sem setti vél bátsins þegar í ið til. Cervi-vandamál NORFOLK, Virginíu, 6. apríl. — NTB-Reuter. — Formaður ráð- herranefndar Atlantshafsbanda- lagsins, hollenzki utanríkisráð- herrann Luns, sagði á fundi við fréttamenn í dag, að væru Sovét- ríkin reiðubúin til að slaka eitt- hvað til í Berlínarmálinu, þá væri hugsanlegt að Vesturveld- in hefðu líka eitthvað að gefa. Hins vegar lagði hann áherzlu á, að Berlínarmálið væri gervi- vandamál, sem Rússar hefði bú- Friðrik vann Lutikov FRIÐRIK Ólafsson vann sína fyrstu skák á mótinu á laugardag, er hann í 5. umferð átti við Rúss- ann Li.tikov, sem lék drottningar peði. Friðrik breytti slavneskri vörn og segir í skeyti frá Tass fréttastofunni, að byrjun Friðriks hafi verið athygiisverð. Friðrik vann peð í 30. leik og hratí nokkru síðar öllum sóknarmögu- leikum Rússans og vann eftir 50 leiki. Þetta er fyrsta skák mótsins, sem vinnst á svart. Önn -• .'i jlit í 5. umferð: Dr. Filip og Smyslov, Spassky og Milev gerðu jafntefli, en bið- skákir voru hjá Vasiukov og Aronin, Larsen og Bronstein, Simagin og Pcrtisch. Biðskákir úr fyrri umferðum: Skák þeirra Aronins og Smysiovs úr 1. umf. varð jafntefli. í þriðju umferð gerði Larsen jafntefli við Sim- agin og í 4. umfeið gerði Aronin jafntefli við Spasskv. Eftir fimm umferðir er Rússinn Smyslov efstur með 3% vinning, í öðru og þriðja sæti eru landar hans Aronin og Bronstein með 214 v. og eina óútkljáða skák hvor, í fjórða til sjöunda sæti þeir Frið- rik, Tékkinn Filip, Búlgarinn Milev og Rússinn Spassky, sem hafa hlotið 214 vinning hver, Rússinn Vasiukov er áttundi með 2 vinninga og eina biðskák, í níunda og tíunda sæti þeir Larsen og Ungverjinn Portisch með 114 vinning og tvær biðskákir hvor. Rússinn Simagin er ellefti með 114 vinning og eina biðskák. Landi hans Lutikov rekur lestina með einn vinning. Friðrik á biðskák við Filip MOSKVU, 13. apríl. — Skákin milli Friðriks Ölafssonar og Fil- ips í 6. umferð taflmótsins fór í bið. Aðrar skákir í þessari um- ferð fóru svo: Spassky vann Vasiukov. Jafntefli varð í skák- um milli Smyslovs og Larsens, Bronsteins og Simyagins, Milevs og Portis. Skák milli Aronins og Lutikovs fór í bið. I dag voru og tefldar biðskák- ir milli Larsens og Bronsteins, Vasiukovs og Aronins og milli Simyagins og Portis, en urðu all- ar að fara aftur í bið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.