Morgunblaðið - 14.04.1959, Qupperneq 1
r
24 síður
Talið er að Duiles sé
dauðans matur
*
Leggst aftur á sjúkrahús en Eisenhower
hraðar för sinni til Washington
í>að styrkir og mjög þessar
grunsemdir, að Eisenhower for-
seti, sem verið hefur í fríi í bæn-
um Augusta í Georgíu, ákvað
skyndilega að snúa til Washing-
ton í dag í þeim tilgangi ein-
um að heimsækja Dulles í sjúkra
húsinu.
Washington, 13. apríl.
JOHN FOSTER DULLES
batt í gær skyndilega enda á
hvíldardvöl sína í Florída og
flaug aftur til Washington. —
Hann var veiklulegur og virt-
ist hafa grennzt mikið. Þegar
til Washington kom ók hann
beint til Walter Reed-sjúkra-
hússins og lagðist þar að
nýju. Mörgum getgátum er
leitt að því, hvað valdi að ut-
anríkisráðherrann leggst aft-
ur í sjúkrahúsið, en margir
telja, að hann muni ekki
verða fær um það framar að
gegna embætti sínu, því að
hann sé dauðans matur.
Dalai Lama fœr bústað
i bœnum Musoorie
Nýja Delhi, 13. apríl. (Reuter)
ÞAÐ er nú ákveðið að Dalai
Lama, hinum landflótta þjóð-
höfðingja Tíbets, verður feng-
inn dvalarstaður í bænum
Mussoorie í rótum Himalaya-
fjalla. Dalai Lama mun ekki
ganga á fund Nehru forsætisráð-
herra, heldur mun Nehru hitta
hann í Mussorie þann 23. apríl,
en þann dag ætiar Nehru að sitja
fund alþjóðlega ferðamálafélags
ins, þar sem rætt verður um að-
ferðir til að auka ferðamanna-
straum til Indlands.
Alitið er, að Nehru muni eftir
hinn fyrirhugaða fund með Dalai
Lama ræða við sendiherra Rauða
Kína um möguleika á að koma
á nýjum sáttum milli Dalai Lama
og kínverskra kommúnista. Er
það haft eftir áreiðanlegum
heimildum, að Nehru sé þess
mjög fýsandi að Dalai Lama fái
aftur að snúa heim. Telur hann
að sú lausn yrði öllum fyrir beztu
og myndi draga úr spennunni í
Suður Asíu.
Bærinn Musoorie er mjög vin-
sæll hvíldar- og sumardvalar-
staður í Norður Indlandi. Þangað
streyma Indverjar í sumarleyfi,
þegar hitinn verður of mikill
niðri í Hindustan-sléttu. Bærinn
er suðvestur af smáríkinu Nepal
Landakröfur
BELGRAD, 13. apríl. (Reuter).
Koca Popovic utanríkisráðherra
Júgóslavíu fór hörðum orðum í
þingræðu í dag um stuðning
Rússa við landakröfur Albaníu
og Búlgaríu gegn Júgóslavíu.
Hann sagði, að ef Rússar styddu
slíkar landakröfur væri það eitt
alvarlegasta vandamálið, sem
upp hefði komið í sambúð þess-
ara þjóða, því að slíkar landa-
kröfur gætu falið í sér neista,
er kveikt gæti styrjaldarbál.
Popovic kvað það eftirtakan-
legt, að ekkert Austur Evrópu-
ríkjanna hefði mælt gegn landa-
kröfum Albana og Búlgara og
það þrátt fyrir það, að fyrr á ár-
um hefðu þau viðurkennt og und
irritað samninga varðandi núver-
andi landamæri Júgóslavíu. En
nú hefur sú breyting orðið á. að
Rússar sjá, að þeir geta ekki kúg
að Júgóslava. Þess vegna taka
þeir meira að segja að styðja
landakröfur Búlgara, sem þó
börðust með nazistum í síðustu
styrjöld.
og um 150 km. frá landamærum
Tíbets. Engar samgöngur eru þó
hugsanlegar þá leið, því að stór-
fenglegustu fjallgarðar heims
iiggja þar á milli og algerar veg-
leysur. Það er talið að Dalai
Lama fái einbýlishús í borginni
til umráða og þess að vænta að
strangur vörður verði um húsið
til að losa Dalai við ónæði.
Nýtt
Discoverer
gervitungl
V anderber g-stöðin
í Kaliforníu,
13. apríl. (NTB)
FULLTRÚI bandaríska flug-
hersins skýrði blaðamönnum
frá því í kvöld, að þá um
kvöldið hefði verið skotið á
loft nýju gervitungli af teg-
undinni „Discoverer“. Heppn-
Jaðist skotið prýðilega. Gervi-
tungl þetta fer í kringum
jörðina í rétta stefnu norður-
suður og í hverri umferð
beint yfir heimskautin.
Eldflaugin, sem skaut Dis-
coverer á loft, var tveggja
þrepa, alls 26 metra há, er
hún stóð á jörðinni og mun
seinna þrepið fylgja sjálfu
gervitunglinu á brautinni
kringum hnöttinn. Alls vegur
þetta seinna þrep og gervi-
tunglið 2200 kg.
Fulltrúi flughersíns upp-
lýsti, að ætlunin væri að gera
næstu daga merkilega tilraun
með að sleppa 100 kg. hylki
út úr eldflauginni og freista
þess að senda það óskemmt
inn í lofthjúp hnattarins og
niður á jörð. Fulltrúinn tók
þó fram að því miður væru
tiltölulega litlar líkur til að
tilraunin heppnaðist. Hylkið
á að koma niður til jarðar
nálægt Hawai á Kyrrahafi.
í opinberri tilkynningu um
sjúkrahúsvist Dullesar segir, að
hann hafi lagzt í sjúkrahúsið til
þess að gangast undir nákvæma
læknisrannsókn. Sé nú ætlunin
að ganga úr skugga um, hver ár-
angur hefur orðið af geislalækn-
ingunum, sem beitt var við hann
vegna þess að hann gekk með
krabbamein.
Það er- álit manna, að Dulles
einn ákveði það, hvort hann seg-
ir af sér embætti sem utanríkis-
ráðherra. Ef hann tekur þá
ákvörðun að láta af embætti
mun hann fyrst skýra forsetan-
um frá því. Þess vegna velta
menn því fyrir sér, hvort Dulles
muni segja lausnarorðið, þegar
Eisenhower kemur að sjúkrabeði
hans.
Útvarpsumræða um
kjördæmafrum-
varpið í kvöld
Ólafur Thors, Jón á Reynistað og
Jón á Akri fala af hálfu Sjálfstæðis-
flokksins
í KVÖLD kl. 8,15 hefst útvarp
frá Alþingi. VerSur þá útvarpað
fyrstu umræðu um kjördæma-
frumvarpiS. Verða talaðar tvær
Mynd þessi var tekin austur í Moskvu fyrir nokkrum dögum
af Frikrik Ólafssyni við setningu skákmótsins. Hann er hér að
draga úr númer sitt í röð keppendanna. (Ljósm.: Tass)
umferðir og hefur hver flokkur
45 mínútur til umráða, en í fyrri
umferð talar hver flokkur 25 til
30 mínútur.
Röð flokkanna er ákveðin og
verður Sjálfstæðisflokkurinn
fyrstur, þá Framsóknarflokkur,
Alþýðuflokkur og Alþýðubanda-
lag.
Af hálfu Sjálfstæðisflokksina
tala í umræðunum fyrsti flutn-
ingsmaður frumvarpsins Ólafur
Thors, form. Sjálfstæðisfl., Jón
Sigurðsson á Reynistað 2. þingm.
Skagfirðinga og Jón Pálmason
á Akri, þingmaður Austur-Hún-
vetninga.
Konungsbróðir
trúlofar sig
Einn nl íoringjum dnnshrn
Jnfnnðnrmnnnu slnl vishý
Stjórnmálaferli hans þarmeð lokið
KAUPMANNAHÖFN. — Kunnur
forustumaður danska Jafnaðar-
mannaflokksins, Villy Heising,
sem bæði hefur verið þingmaður
flokksins og fulltrúi hans í bæj-
arstjórn Khafnar hefur skyndi-
lega orðið að víkja úr þessum
stöðum sínum, vegna þess, að
hann var gripinn að verki, þar
sem hann var að stela viskýflösku
og vindlum úr veizlu hjá bæjar-
stjórn Kaupmannahafnar.
Starfsfóik Ráðhússins í Khöfn
hefur orðið þess vart að undan-
förnu, að þegar bæjarstjórnar-
veizlur hafa verið haldnar í ráð-
hússalnum hefur bæði áfengi og
tóbak horfið. Vegna þessa hefur
starfsliðinu verið fyrirskipað að
fylgjast vel með því sem gerist
í veizlunum og reyna að komast
fyrir þjófnaðina.
Fyrir nokkrum dögum fóru
fram í bæjarstjórn Kaupmanna-
hafnar kosningar í forsæti og
ýmis embætti bæj arstj órnarinn-
ar. Þar var meðal annars endur-
kjörinn annar varaforseti bæjar
stjórnar, jafnaðarmaðurinn Villy
Heising. Þegar kosningum var
lokið var efnt til hinnar árlegu
veizlu bæjarstjórnar í tilefni kosn
inganna. En þá gerðist það að
einn af varðmönnum ráðhússins
kom að Villy Heising, þar sem
hann var að stinga viskýflösku
og vindlakassa ofan í skjalatösku
sína. Varðmaðurinn skýrði borgar
stjóra frá þessu. Félagar Heising
í borgarstjórninni tóku þegar
mjög hart á þessu afbroti, sem
þeir sögðu að væri fyrir neðan
virðingu nokkurs bæjarstjórnar-
fulltrúa. Kölluðu þeir Heising á
sinn fund og kröfðust þess, að
Framh. á bls. 23
BRUSSEL 13. apríl (Reuter).
Öll belgíska konungsfjölsky! ’"'n
var saman komin í dag í ánægju-
legri veizlu í konungshöllinni,
þar sem. Albert yngri bróðir
Baldvins Belgíukonungs tilkynnti
trúlofun sína við Paolu prinsessu
af Kalabriu, en hún er ítölsk
aðalsmær.
Tilkynningin um trúlofunin
kom Belgum á óvart, en nú hefur
verið skýrt frá því, að Albert hafi
dvaldizt í heilan mánuð undir
dulnefni í Rómaborg í vetur, þar
sem hann var á höttunum eftir
hinni ítölsku prinsessu. En ást
þeirra blómgaðist síðan, er þau
dvöldust saman í skíðakofa uppi
í fjöllum Svisslands.
í kvöld brá Alþert prins dýr-
mætum demantshring á baug-
fingur sinnar fögru meyjar. Ekki
hefur enn verið tilkynnt hvenær
brúðkaupið fer fram, en það verð
ur í Rómaborg. Síðan munu þau
búa í Belvedera-höll í Belgíu.
Þriðjudagur 14. apríl
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 3: Á íslandi í 50 ár.
—- 6: Sérhver verkamaður ,,kapital-
isti“ (Erl. yfirlitsgrein). —„Þef
ar fólk fer til að skemmta
sér“ samtal við Sussan Sorrela.
— 8: „Húmar hægt að kveldi" leik-
rit Þjóðleikhússins.
— 9: Miskunnsamur samverji (Rita
Ólafíu Jóhannsdóttur minnzt i
Noregi).
— 10: Hlutfallskosningar eru runnar
af rót réttlætishugsjónar —
eftir Júlíus Havsteen.
— 12:* Forustugreinin: 14. apríl —
George Orwell — samvizka okk
ar tíma (Utan úr heimi).
—13: Tíbet og Tíbetþjóðin — sr. J4-
hann Hannesson.
— 17: Happdrætti S.Í.B.S.
— 22: íþróttafréttir.