Morgunblaðið - 14.04.1959, Qupperneq 10
10
MORCVIVBLAÐIÐ
Þriðjudagur 14’. april 1959
,HlutfaUskosningar eru runnar af
róf réttlœtishugsjónar'
Margir af merkustu forystumönnum
bœndasféttarinnar hafa
barizt fyrir þeim
Eftir Júlíus Havsteen fyrrv. sýslumann
ÞEGAR svara skal þeirri spurn-
ingu hvort heldur skal hafa meiri
hlutakosningar eða hlutfallskosn-
ingar verður að leggja niður fyr-
ir sér hvor kosningaraðferðin er
réttlátari, þ. e. hvor þeirra veitir
einstaklingunum eða kjósend-
unum sem jafnastan kosninga-
rétt og hvor þeirra er um leið til
þess bezt fallin, að Alþingi verði
•kipað sem næst þeirri megin-
reglu, að hver þingflokkur hafi
þingsæti í samræmi við þá at-
kvæðatölu, sem greidd er fram-
bjóðendum flokksins samtals við
almennar kosningar.
Afstaða Páls Briem
í grein minni „Saga kjördæma
jnálsins" hefi ég tekið upp svar
stjórnmálamannsins merka Páls
amtmanns Briem við þessari
spurningu, en þar aem hvort
tveggja er, að enginn hefir rök-
stutt mál sitt betur um ókosti og
ranglæti einmenningskjördæma
með meirihlutakosningu en hann
og að góð vísa er aldrei of oft
kveðin, einkum fyrir þá, sem í
þessu sambandi eru tornæmir
vegna flokksofstækis eða sérhags
muna, vil ég leyfa mér, að taka
upp betur og nákvæmar rök hans,
sem eru svohljóðandi. Megin-
reglan segir hann að sé þessi:
„Atkvæði sérhvers kjósanda á
að hafa fullt gildi í hlutfalli við
önnur atkvæöi, eigi aðeins að
því er snertir þanrí mann, er
hann vill kjósa, heldur og þann
flokk, er hann fylgir að málum.
Atkvæði eins kjósanda er ekki
betra en annars. Meirihlutakosn-
ingin hefir í för með sér: „Öll-
um atkvæðum minnihlutans er
vægðarlaust varpað fyrir borð og
ekkert tillit til þeirra tekið.
Þetta er að voru áliti ekki rétt
og það hefur hinar mestu og ég
vil bæta við hinar verstu af-
leiðingar að því er snertir kjós-
endurna. Það gjörir þá sljóva
og áhugalausa á velferðarmálum
þjóðarinnar. Ef kjósandinn er i
eindregnum meirihluta, þá hugs-
ar hann sem svo: „Ég þarf elcki
að greiða atkvæði, minn flokkur
sigrar samt“. Svo situr hann
heima. Hinn, sem er í eindregn-
um minnihluta hugsar sem svo:
„Það hefur enga þýðingu þó að
ég komi. Atkvæði mínu er kast-
að fyrir borð og er einskis nýtt“.
Svo situr hann heima“.
Mikið af hinum venjulegu kosn
ingaæsingum stafar því af óeðli-
legum lögurn".
„En þó að þessi afleiðing sé ill,
þá er sú afleiðing enn verri, að
velferðarmál þjóðarinnar verða
ekki rannsökuð og rædd svo sem
skyldi. Meirihlutinn sigrar al-
gjörlega en minnihlutinn hefur
engan talsmann. Hvar eru at-
kvæði þeirra, sem heimta sið-
gæði og réttlæti í landsmálum?
Ég efast um að þeirra sé fyrst og
fremst að leita í þingsölum, því
hinar háu réttlætiskröfur eiga
ekkert skjól undir kosningalög
unum. En aftur breiða þau sinn
væng yfir miðlungsmenn, yfir
þá, sem ávallt elta meirihlutann,
sem hafa enga sannfæringu, en
tala eftir því, sem þeir halda að
fjöldinn vilji heyra“.
Föðurlandið er eitt og óskípt
Amtmaðurinn vitnar í orð
franska stjórnvitringsins Mira-
beau, er sagði svo 1789: „Full-
trúaþingin eru fyrir þjóðina al-
veg hið sama sem landsuppdrátt-
urinn er fyrir landið, í stóru sem
smáu eiga þessar myndir að sýna
ar“. Svo bætir hann við frá eigin
sömu hlutföll sem frummyndirn-
brjósti: „Þetta ætti að vera svo,
en er ekki svo, og allra síst þar
sem eiga sér stað venjulegar
meirihlutakosningar í kjördæm-
um. Þjóðirnar hafa gleymt því
að föðurlandið er eitt og óskipt.
Kjördæmaskipting með meiri
hlutakosningar er í eðli sínu
óhafandi. Fulltrúaþingin éiga að
vera hið sama fyrir þjóðina, sem
landsuppdrátturinn fyrir landið“.
Um hlutfallskosríingar segir
amtmaðurinn: „Hlutfallskosning-
ar hafa mikla kosti fram yfir
venjulegar meirihlutakosningar,
en samt eru þær ekki fullnægj-
andi“. Hann vill til viðbótar þeim
uppbótarþingsæti.
Frumvarp Hannesar Hafstein
Þegar Hannes Hafstein lagði
fram frumvarp stjórnarinnar um
að landinu yrði skipt í 7 kjör-
dæmi og kosið í öllum kjördæm-
um eftir reglum um hlutfalls-
kosningar, tók hann m.a. fram við
1. umr. 6. júlí 1905: „Ég gjöri
ráð fyrir, að sumum háttv. þing-
mönnum detti í hug, er þeir sjá
fyrirsögn frumvarps þessa, að
ekki sé ráð nema í tíma sé tek-
ið, að fara nú þegar að grauta í
kosningalögunum til Alþingis frá
3. okt. ’03 áður en þau eru veru-
lega komin til framkvæmda um
land allt. En við nánarj athugun
munu menn sjá, að fruinv. þetta
breytir í engu þeim nýju megin-
reglum, sem lögleiddar voru með
nýju kosningalögunum, heldur
er þetta frumvarp í raun réttri
aðeins framhaldið af kosninga-
lögunum, til þess að fylla það,
sem í þau vantar, sem sé ákvæði
um kjördæmaskipunina í land-
inu, sem álitið hefir verið nauð-
synlegt að endurnýja. En sú nýja
kjördæmaskipun, sem hér er
„principaliter" stungið upp á,
hefur það í för með sér, að hlut-
fallskosningar verður að viðhafa,
til þess að slík skipun geti orðið
affarasæl og réttlát".
Og enn segir ráðherrann síð-
ar: „Sú tillaga hefur stundum
komið fram á undanfarandi þing-
um, að heppilegt mundi að ýmsu
leyti að skipta landinu í fá en
stór kjördæmi, til þess að minnka
hreppapólitík o. fl. En með meiri
hlutakosningu gæti slíkt fyrir
komulag orðið mjög ranglátt, er
tveir eða fleiri flokkar sæktu
fram til kosninga, og sá flokkur
er lítið eitt fjölmennastur væri,
næði öllum fulltrúum. Aftur á
móti getur kosning í stórum kjör-
dæmum, er kjósa á marga full'-
trúa orðið mjög sanngjörn með
hlutfallskosningum. Þegar frum-
varp um leynilegar kosningar og
hlutfallskosningar til bæjar-
stjórna var fyrir þinginu í fyrra
og fékk svo góðan byr að það var
samþ. í e.hl. í Nd. og með 9 sam-
hljóða atkv. í Ed. kom ýmsum
til hugar, hvort ekki mundi unnt
að innleiða þá góðu og sann-
gjörnu kosningaaðferð einnig við
Alþingiskosningar. Stjórnin hef-
ur nú tekið þetta til athugunar
og eftir nákvæma yfirvegun hefi
ég komist að þeirri niðurstöðu,
að þetta sé vel mögulegt".
Réttlátasta kosningaaðferðin
Þeir sem fastast stóðu með
Hannesi Hafstein í kjördæma-
málinu og með hlutfallskosning-
um, — en yfirleitt naut hann
álits og virðingar fyrir frum-
varpið jafnt hjá þeim, sem ekki
þá höfðu gæfu og þor til þess að
fylgja honum í málinu eins og
hjá sínum fylgismönnum, —
voru þessir, svo aðeins nokkrir
séu nefndir: Þingmaður Suður-
Þingeyinga, bændahöfðinginn
Pétur Jónsson frá Gautlöndum,
einn stofnandi Kaupfélags Þing-
eyinga og rómaður bæði í héraði
og Alþingi fyrir réttsýni, góð-
leik og festu. Hafði hann fram-
sögu fyrir þeim alþingismönnum,
sem stóðu með Hannesi Hafstein
í kjördæmamálinu og fórst það
Júlíus Havsteen.
prýðilega. Um hlutfallskosning-
ar komst hann m. a. þannig
að orði: „Ég er sannfærður um
það, að þessi kosningaraðferð
mun elnmitt verða til þess að
efla sannan „pólitískan“ þroska
í landinu, en það sem þm. Vest-
mannaeyja færði sem megin-
ástæðu fyrir sínu máli, að kjós-
endur væru yfirleitt þessu fyrir-
komulagi mótfallnir, finnst mér
vera mjög léttvægt. Það hafa við
urkennt nálega allir, sem á þetta
mál hafa minnzt, að hlutfalls-
kosningin sé sú réttlátasta kosn-
ing, sú kosning sem leyfir flest-
um skoðunum að koma fram á
sjónarsviðið á eðlilegan hátt, ef
þær hafa nokkurt verulegt fylgi
í landinu, í stuttu máli fegursta
kosningaraðferðin“.
Stórbóndinn á Álfgeirsvöllum í
Skagafirði, fyrsti þingmaður
Skagfirðinga árum saman, Ólaf-
ur Briem, tók um frumvarpið
fram: „Ég get ekki betur séð,
en að fyrirkomulag frumv. veiti
einmitt meiri tryggingu fyrir því,
að þingið vinni að þvi einu, er
þjóðfélaginu í heild er fyrir beztu,
sérstaklega að því er snertir fjár-
hagsmálin".
llmmæli Þórhalls biskups
Sögumaðurinn mikli, bænda-
vinurinn Þórhallur biskup Bjarna
son segir um kosningaraðferðina:
„Fyrir mér eru góð hlutfallskosn
ingarlög hita og kappsmál, því
þau eru runnin af rót réttlætis-
hugsjónar“.
Minn gamli góði húsbóndi Guð-
laugur sýslumaður Guðmunds-
son, þingmaður Skaftfellinga,
tók um frumvarpið fram: „Það
er einmitt stærsti kostur þessa
fyrirkomulags, að það tryggir
sérhverjum minnihluta, sem nokk
urt atkvæðamagn hefur, að fá
fulltrúa inn á þing þjóðarinnar.
Með þessu móti yrði þingið sann
astur og réttastur spegill þjóðar-
innar“.
Ekki finnst mér þurfa framar
vitnanna við um ágæti hlutfalls-
kosninga og stórra kjördæma, en
hér að framan er sagt og ætla
ég, að menn þeir, sem ég nú
hefi vltnað í, hafi verið og séu
taldir engu lakari íslendingar og
engu minni vinir bændastéttarinn
Iar íslenzku og dreifbýlisins en
þeir, sem til þess era fengnir,
hagsmuna sinna og flokks síns
vegna, að berjast gegn jafnrétti
landa sinna, sérstaklega gegn
jöfnum kosningarétti og til að
vekja úlfúð, að ég ekki segi hat-
ur, milli þeirra, sem bæjarfé-
lögin byggja og sjóinn stunda og
hinna, sem rækta jörðina og ann-
ast bú sín. En svona hefir hugur
Framsóknarmanna eða foringja
þeirra um langan aldur verið til
kjósenda, sem ekki hafa sömu
„pólitísku trúna“ og til þess að
finna orðum mínum stað, skal
ég um hug þeirra til hlutfalls-
kosninga bæði fyrr og síðar taka
upp umsögn gagnmerka stjórn-
málamannsins og ráðherrans Jóns
sál. Þorlákssonar úr nefndaráliti
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í
milliþinganefndinni um skipun
Alþingis og kjördæmaskipunina,
sem skipuð var samkv. þings-
ályktun 17. ágúst 1931.
Hlutfallskosningar ryðja
sér til rúms
Þar lýsir hann þjóðfélagsvald-
inu eins og það var þá í 19 ríkj-
um Norðurálfu og tekur fram í
upphafi fylgiritgerðarinnar, „að
rikisvaldið er í höndum ríkisborg
aranna“ og að „uppspretta valds-
ins felst í mannréttindum þeirra
borgara, sem hópa sig saman í
þjóðfélag". Þegar hann hefur
lýst kosningatilhögun þessara 19
ríkja til löggjafarþinga segir
hann að lokum: „Af þessum 19
ríkjum í Norðurálfunni, sem
hér hafa verið talin, eru hlut-
fallskosningar til löggjafarþings-
ins lögleiddar í 17. Hlutfallskosn
ingar hafa rutt sér til rúms frá
1899, er þær voru lögleiddar í
Belgíu og allt til þessa tíma.
Ekkert lýðstjórnarríki hefur enn
þá horfið frá hlutfallskosningum
aftur, eftir að hafa lögleitt þær.
Af ( þessum 17 ríkjum munu 14
hafa beinlínis tekið ákvæði um
hlutfallskosningar upp í stjórn-
skipunarlög sin.
í ei _ stjórnarskrá innan þess
ara 19 í” ja finnst neitt ákvæði,
sem bannar hlutfallskosningar á
fulltrúaþinginu eða nokkrum
hluta þess, eða fyrirskipar þar
aðra kosningaraðferð.
Núgildandi stjórnarskrá ís-
lands er ein um slík ákvæði, þar
sem hún bannar hlutfallskosn-
ingar á miklum meirihluta al-
þingismanna.
Breyting sú á stjórnarskrá ís-
forsprakka Framsóknarflokksins
Jóns Þorlákssonar hafa í eyrum
verið sem lúðurhljómur dórns-
dagsins. Andvígir hverri þeirri
stjórnarskrárbreytingu, sem var
spor í áttina til þess að gjöra
kosningaréttinn til Alþingis sem
jafnastan og réttlátastan um land
allt, hafa þeir haldið dauðahaldi
í ástandið eins og það var 1931
með þingrofinu, sem reyndar
færði þeim litla hamingju við
alþingiskosningarnar næstu eftir
frumhlaupið, en þeim tókst þó að
halda í meirihlutakosningu einn-
ig í tvímenningskjördæmunum
til 1942, og til þess að sýna
hversu herfilegt ranglætið var,
má geta þess, að 1937 voru í
Skagafirði greidd alls 2083 atkv.,
Framsókn fékk báða þingmenn-
ina kosna á jafnaðartölunni 1078,
en 905 atkvæði fóru til ónýtis.
Enn verri var útkoman eða rang-
látari í Eyjafjarðarsýslu, þar
náði Framsókn báðum sætum
með 163814 atkv. á hvorn þing-
mann til jafnaðar, en 2008 atkv.
fengu engan. í Rangárvallasýslu
náði Framsókn báðum sætum
með 945 atkvæðum en 920 fengu
engan. Ef kjördæmaskipunin frá
1931 hefði gilt í kosningunum
1956 hefði þingmannatala flokk-
anna orðið þessi:
Framsfl. . . 20 þm. á 12.925 atkv.
Sjálfst.fl. .. 13 þm. á 35.027 atkv.
Alþýðufl. . . 2 þm. á 15.153 atkv.
Alþýðub.lag 1 þm. á 15.859 atkv.
Að baki hvers þingmanns:
Framsóknarflokksins 647 atkv.
Sjálfstæðisflokksins 2.695 atkv.
Alþýðuflokksins 7.577 atkv.
og að baki eina þing-
manns Alþ.bandal. 15.859 atkv.
Tölur þessara tveggja dæma,
sem hér eru tekin, tala sínu skýra
máli um ranglæti Framsóknar-
flokksins og rétt eða kröfu kjós-
enda almennt um lagfæringu á
þessu herfilega ranglæti til Al-
þingiskosninga, sem hér er sýnt.
Rödd Jóns Sigurðssonar forseta
Það er skylda hvers alþingis-
manns að stuðla að því, að kosn-
ingarétturinn sé í heiðri hafður
og sé sem jafnastur og réttlátastur
um land allt. Einmitt þetta var
aðalsmerki Jóns forseta Sigurðs-
sonar í baráttu hans fyrir því,
að bætt yrði misrétti kjördæm-
anna sem fólst í alþingistilskip-
uninni dönsku 1843 og kemur
m. a. fram í þessum orðum hans:
„að fulltrúafjöldinn verður hvað
helzt að byggjast á íbúafjöldan-
um og jafnast eftir honum“.
Eitthvað svipað virðist hafa í
fyrstu vakað fyrir formanni Fram
sóknarflokksins, Tryggva Þór-
lands, sem samþ. var við 2. umr. ■ hallssyni, á 8. fundi milliþinga
í efri deild Alþingis á vetrar
þinginu 1931, fór í þessu efni
ekki lengra en það, að nema
burtu úr stjórnarskránni það
bann gegn hlutfallskosningum,
sem þar er nú, nema burt ákvæði,
sem er til hindrunar réttri skip-
un þingsins og er einsdæmi í
stjórnarskrá lýðræðisríkja í Norð
urálfunni og líklega þó leitað sé
um allan heim. Þessari framúr-
skarandi hóflegu ákvörðun efri
deildar var svo svarað með þeirri
fautalegustu misbeitingu ráð-
herravaldsins í konungsskjóli,
sem dæmi eru til í 100 ára sögu
þessarar virðulegu stofnunnar,
Alþingis. (Þingrofinu). Ég hefi
með ritgerð þessari m.a. viljað
sýna fram á, að sök Alþingis var
þarna engin, öll sökin er hinu
megin“. (Þ.e. hjá Framsóknar-
flokknum). Ritgerð Jóns lýkur
með þessum orðum: „En hitt er
sjálfgefið, að eftir aðfarirnar 14.
apríl 1931 getur Alþingi ekki, ef
það vill halda áfram að vera rétt
fulltrúasamkoma þjóðarinnar,
þar eru nú til beinnar hindrun-
ar fyrir því, að Alþingi verði hlut
fallslega rétt myndað af skoðun-
um og vilja kjósendanna í land-
inu, heldur verður krafan nú að
vea sú, að í stjórnarskrána
vc-ói sett bein ákvæði þessu til
tr -- ^nr í samræmi við það,
er st í stjórnarskrám lýð-
frjálsra landa“.
Andstaða Framsóknar
Þessi síðustu hvatningarori
nefndarinnar um skipun Alþing-
og kjördæmaskipunina 23.
növ. 1931, en þar tekur hann
fram: „að kjördæmaskipunin ætti
fyrst og fremst að miðast við
fólksfjölda“. Því miður hvarf
hann frá þessari réttu skoðun
síðar og stóð sem ráðherra Fram-
sóknarmanna íyjlr þingrofinu.
Atkvæði bóndans og sjómannsins
Blöð Framsóknarflokksins
halda nú uppi látlausum rógi
og heimskulegum staðhæfingum
um einhvern „fornhelgan rétt“
sem eigi að taka frá dreifbýlinu
með stóru kjördæmunum. Auk
þess sem þessar staðhæfingar eiga
sér engan stað í ’sögunni, eru hér
á ferðinn samvizkulausar og
stórhættulegar tilraunir til þess
að kljúfa strjálbýlið frá þétt-
býlinu, en án þess getur það alls
ekki þrifizt.
Nú orðið er íslenzk menning
engu minni í höfuðstað landsins
og stærstu kaupstöðunum en í
sveitunum og sjómaðurinn ís-
látið sér nægja að nema úr ienzki er engu lakari íslendingur
stjornarskranm þau akvæði, sem
ð*
en bóndinn, þeir eru báðir synir
Fjallkonunnar, hold af hennar
holdi og bein úr hennar beinum.
Vilji forsprakkar Framsóknarfl.
efla til bræðravíga út af kosninga
réttinum og kjördæmunum, þá
munu þeir fljótt til þess finna,
eins og fyrri daginn, að íslenzka
þjóðin æskir þess ekki, hún snýr
baki við slíkum vinnubrögðum
eins og við þingrofinu forðum.
Á þessari stundu, þegar stór-
.Framh. á bls. 11