Morgunblaðið - 14.04.1959, Qupperneq 8
8
MORGinVfíLAÐIÐ
Þriðjudagur 14. apríl 1959
Tyrone-fjölskyldan.
Þjóðíeikhúsið:
Húmar hœgt að kveldi
Harmleikur eftir Eugene O'Neilie
Leikstjóri: Einar Pálsson
ÞJÖÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi sl. undirlagi höfundarins, og var
föstudagskvöld harmleikinn
„Húmar hægt að kveldi“ (Long
Days Journey into Night) eftir
hinn stórbrotna ameríska leik-
ritahöfund Eugene O’Neill, en
hann hlaut, sem kunnugt er,
Nóbelsverðlaunin árið 1936. Er
þetta annað leikritið, eftir hann,
sem Þjóðleikhúsið sýnir, hitt er
Anna Christie, sem leikhúsið
sýndi árið 1952. Þá sýndi og
Leikfélag Reykjavíkur fyrir all-
mörgum árum leikrit hans „Eg
man þá tíð“.
O’Neill mun jafnan verða tal-
inn einn allra mikilhæfasti leik-
ritahöfundur samtíðar sinnar og
tvímælalaust mesta leikritaskáld
Bandaríkjanna fyrr og síðar.
Enginn höfundur hefur af meiri
einlægni og ástríðuþunga spurt
um og leitað að innstu rökum
mannlegs lífs, með öllum hin-
um miklu þjáningum þess og von
brigðum, enda eru verk hans
flest reist á sárri og óvenjulegri
, lífsreynslu allt frá bernskuárum,
reynslu, sem hefði orðið mörg-
um öðrum ofraun, en varð hon-
um óþrjótandi efniviður til
sköpunar sígildra listaverka.
Nokkru áður en O’Neill dó,
haustið 1953, hafði sá orðróm-
ur komizt á kreik, að hann hefði
skrifað nokkur leikrit, sem aldrei
hefðu verið birt og að hann hefði
eyðilagt þau öll. Þetta reyndist
þó, sem betur fór, ekki rétt, því
að honum látnum fundust nokk-
ur leikrit, áður ókunn, og var
þeirra á meðal leikritið „Long
Days Journey into Night“, sem
í íslenzku þýðingunni hefur hlot-
ið titilinn „Húmar hægt að
kveldi“. Dramaten í Stokkhólmi
fékk leikritið til sýningar, að
það frúmsýnt þar 1956. Þótti
frumsýning þessa verks mikill
leiklistarviðburður og síðan hef-
ur það verið sýnt víða um heim
og alls staðar hlotið frábæra
dóma.
Eins og vikið er að hér að
framan, varð O’Neill þegar á
bernsku- og æskuárunum fyrir
þeirri lífsreynslu, sem síðar varð
meginuppistaðan í öllum rit-
verkum hans. Faðir hans var
fráegur leikari og á sífelldu
ferðalagi með konu sína og syni
fram og aftur um Bandaríkin og
þau lifa lifi sínu að mestu í
leiguherbergjum gistihúsanna og
á misjöfnum veitingakrám. Þetta
eirðarlausa og rótlausa lif hefur
óhjákvæmilega áhrif á fjöl-
skyldulífið og markar djúp spor
í sálarlíf fólksins, ekki sízt
bræðranna, sem hafa fengið að
erfðum veilur föður síns og
hneigzt til drykkjuskapar. Út
úr þessu umhverfi brýzt yngri
bróðirinn, Eugene, fer í sigling-
ar, sem háseti, víða um heim og
tekur þá fullan þátt í villtu lífi
hafnarborganna. Að lokum hverf
ur hann heim, fær snert af
berklum og fer á heilsuhæli.
Og þegar hann kemur þaðan,
24 ára gamall, hefst hinn glæsi-
legi rithöfundarferill hans.
Það mun ekki fara á milli
mála, að leikritið „Húmar hægt
að kveldi" er byggt á ævi höf-
undarins sjálfs og er það sízt
til þess að draga úr gildi þess,
enda telja margir leikritið eitt
af merkustu verkum höfundar-
ins. Leikurinn gerist i sumar-
bústað Tyronefjölskyldunnar í
Bandaríkjunum á einum degi og
í sömu stofunni, árið 1912. Heim-
ilisfólkið er leikarinn James
Tyrone, kona hans Mary C.
Tyrone, synir þeirra tveir, James
og Edmund og þjónustustúlkan
Kathleen. — James Tyrone eldri
er frægur leikari. Hann hefur
stefnt að því að verða mikill
Shakespeare-leikari, en fljóttek-
inn gróði og hylli múgsins leiddi
hann í þá freistni að leika í æs-
andi leikritum á borð við Greif-
ann af Monte Cristo. Við þetta
hefur sjálfsvirðing hans beðið
þann hnekki, að hann hefur lagt
lag sitt við sér verri menn á veit-
ingakránumi Frú Tyrone hafði
verið ung og fríð stúlka og vel
menntuð, er hún giftist og hún
gat aldrei sætt sig fyllilega við
lífsháttu manns síns. Hún varð
sjúk eftir barnsburð og sjúk-
leiki hennar og vonbrigði hafa
leitt til þess að hún er orðin eit-
urlyfjanautninni að bráð. James
yngri er drykkfelldur og kæru-
laus og kaldhæðinn að minnsta
kosti á yfirborðinu, og hjá yngri
bróðurnum Edmund, bólar á
sömu tilhneigingu. En hann er
gáfaður unglingur og hrifnæm-
ur og les mikið. Einkum hafa
rithöfundar eins og franska
skáldið Baudelaire og þýzki
heimspekingurinn Nietzsche haft
mikil áhrif á hann. — Allt er
þetta fólk á flótta, — flótta frá
sjálfu sér og veruleikanum og
er ekki einmitt það hinn eilífi
harmleikur mannanna? — Hér
skal svo ekki fjölyrt meira um
efni þessa leiks, en ég vil leyfa
mér að benda lesendum á ágæta
grein eftir ameríska rithöfund-
inn Joseph Wood Krutch um
O’Neill og verk hans, sem birtist
í Morgunblaðinu sl. föstudag. Er
þar gerð góð grein fyrir þessu
leikriti, en þar kemst hann með-
al annars svo að orði um það:
„Það má kannski segja, að það
sé harmleikur, þar sem tekið er
fyrir efni, sem oft er sagt mest
áberandi með okkar kynslóð, þ. e.
a. s. rótleysið; tilfinningin, sem
sögð er vera ríkari meðal manna
á okkar dögum en nokkru sinni,
að vera „utangarðs“ í lífinu’*.
Einar Pálsson hefur sett leik-
inn á svið og annast leikstjórn-
ina. Hefur hann þar fengið til
úrlausnar mikið verkefni og
vandasamt. Verður ekki annað
sagt, en að hann hafi leyst starf
sitt af hendi með prýði. Eitt-
hvað má þó að öllu finna, svo
er einnig hér t. d. það að leik-
stjórinn hefði gjarnan mátt
benda Kristbjörgu Kjeld á það,
að hún talar óþarflega hátt.
Reyndar finnst mér hlutverkið
ekki fyllilega við hæfi þessarar
ungu og efnilegu leikkonu, enda
þótt hún leysi það sæmilega af
hendi. Og hún verður að vara
sig á Önnu Frank, einkum hvað
framsögnina snertir. Framsögn
hennar þá átti ágætlega við hlut-
verkið, en þar með er ekki sagt
að hún dugi alls staðar.
Önnur hlutverk leiksins eru
mjög veigamikil og vandasöm og
þá einkum hlutverk frú Tyrone,
sem Arndís. Björnsdóttir leikur.
— Arndís Björnsdóttir átti fyrir
nokkru fjörutíu ára leikafmæli
og var þess minnzt á viðeigandi
og verðskuldaðan hátt í Þjóð-
leikhúsinu þetta kvöld. Hefur
leikkonan á sínum langa leik-
ferli átt mikinn og merkan þátt
i hinni stórfelldu þróun íslenzkr-
ar leiklistar á síðari áratugum.
Hefur hún farið með fjölda hlut-
verka, bæði á vegum Leikfélags
Reykjavíkur og Þjóðleikhússins,
mörg þeirra mikil og erfið, svo
sem kerlinguna í „Gullna hlið-
inu“, frú Essie Miller í „Eg man
þá tíð“ og frú Tang í „Konu of-
aukið“ og af smærri hlutverk-
um vil ég nefna fóstruna í „Föð-
urnum", vandasamt hlutverk, þó
það sé ekki mikið að vöxtum.
I öllum þessum hlutverkum og
reyndar flestum öðrum, hefur
Arndís sýnt afburðagóðan leik,
er ber vitni um ágæta menntun
hennar, sterka skapgerð og næm-
an skilning á þeim persónum,
sem hún túlkar.
Eg held að óhætt sé að full-
yrða, að frú Tyrone sé eitt allra
vandasamasta hlutverkið, sem
Arndís Björnsdóttir hefur leikið
og því ánægjulegra er að geta
sagt með fullum rétti, eftir fjöru-
tíu ára leikferil hennar, að hún
hefur með leik sínum nú náð
hvað hæst í list sinni. Hún túlk-
ar af átakanlegri nærfærni sálar-
líf þessarar hrjáðu konu, hinar
margbreytilegu geðsveiflur henn-
ar, harm hennar og ótta og von-
lausa og örvæntingarfulla bar-
áttu hennar við ofurvald eitur-
nautnarinnar. Fer hér saman
næmur skilningur leikkonunnar
á hlutverkinu og mikil tæknileg
geta.
Valur Gíslason leikur James
Tyrone eldra. Tyrone á erfiða
aðstöðu á heimilinu, því þar eru
allir með því marki brenndir að
afsaka sjálfa sig, en saka hina
um þá ógæfu, sem á heimilinu
hvílir. En einkum verður þó
heimilisfaðirinn skotspónn í
þessu efni, bæði af hendi eigin-
konunnar, sem þó ann honum,
og sona sinna. Reynir þetta
mjög á hinn roskna listamann,
sem er í rauninni viðkvæmur og
góður maður. — Valur fer með
hlutverk þetta af öruggum skiln-
ingi og persónan er sönn og lif-
andi og sjálfri sér samkvæm í
öllum viðbrögðum sinum.
James yngra leikur Róbert
Arnfinnsson. Sýnir Róbert með
leik sínum í þessu vandasama
hlutverki, eins og svo oft áður,
hversu fjölþætt leikgáfa hans
er. Bregður hann upp svo raun
sannri mynd af þessum unga,
kaldhæðna og drykkfellda
manni, ekki sízt er hann kemur
ölvaður heim og hefur alla til-
burði og svipbrigði drukkins
manns, að ég held að það verði
varla gert öllu betur.
Edmund, yngri bróðurinn (ali-
as O’Neill) leikur Erlingur
Gíslason. Mér hefur alltaf, frá
því ég sá þennan unga mann í
„Önnu Frank“, þótt hann við-
felldinn leikari, hófsamur í túlk-
un sinni og einlægur.' Svo ér
einnig að þessu sinni. Edmund
er stærsta hlutverk hans til
þessa og verður ekki annað sagt
en að hann hafi leyst það af
hendi með fullum sóma.
Leiktjöldin, • sem Gunnar
Bjarnason hefur gert, og annar
sviðsbúnaður falla mjög vel við
leikinn.
Þýðingu leikritsins hefur séra
Sveinn Víkingur gert og hefur,
að mér virtist, leyst það verk vel
af hendi.
Leiknum var frábærlega vel
tekið og leikstjóri og leikendur
hylltir að leikslokum, en þó sér-
staklega Arndís Björnsdóttir,
sem þjóðleikhússtjórinn Guð-
laugur Rósinkranz, Valur Gísla-
son og Brynjólfur Jóhannesson
ávörpuðu og afhentu fagrar
blómakörfur, — en frá því hefur
verið sagt áður hér í blaðinu.
Leiksýning þessi var í alla
staði athyglisverður listviðburð-
ur, sem menn munu lengi minn-
ast.
Sigurður Grímsson.
Krúsjeff heimsœkir
Norðurlönd í sumar
KAPPMANNAHÖFN, 9. apríl. — |
Það var tilkynnt opinberlega í J
dag, að nú hefði verið ákveðið
að Krúsjeff forsætisráðherra
Sovétríkjanna komi í opinbera
heimsókn til Danmerkur 10.
ágúst í sumar, dveljist þar fjóra
til fimm daga og haldi síðan til
Svíþjóðar og Noregs. Þessi fyrir-
hugaða heimsókn Krúsjeffs hef-
ur valdið talsverðum viðsjám í
Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Hafa hægri flokkarnir hver af
öðrum lýst yfir því, að þeir vilji
ekki eiga neina aðild að því að
heiðra forsætisráðherra Sovétríkj
anna. Þeim sé enn í fersku minni
framkoma Sovétstjórnarinnar i
Ungverjalandsmálinu. 1 Svíþjóð
hafa hægri menn í stjórnarand-
stöðu tilkynnt að þeir muni ganga
út af þeim þingfundi, sem Krús-
jeff verði boðið að ávarpa.
Bræðurnir.