Morgunblaðið - 19.04.1959, Side 3
Sunnudagur 19. apríl 1959
MORGUNBLAÐIÐ
3
Við Vonarstrœii mun
ráðhúsið rísa
Nýjar deilur um staðarval
verða aðeins til að skjóta
málinu á frest
Frá bœjarstjórnarfundi
-—---------------—---—------•'i
Sr. Óskar J. Þorláksson:
Fylg þú mér
Á FUNDI bæjarstjórnar síðastl.
fimmtudag lagði Alfreð Gísla-
son (A) fram tillögu um að end-
urskoða fyrri samþykkt bæjar-
stjórnar um staðsetningu ráðhúss
við norðurenda Tjarnarinnar og
benti flutningsmaður jafnframt á
að rétt væri að staðsetja ráðhúsið
við suðurenda Tjarnarinnar.
A. G. minnti á, að þann 29.
desember árið 1955 hefði bæjar-
stjórn samþykkt með öllum
atkvæðum að staðsetja ráðhús
borgarinnar við norðurenda
Tjarnarinnar. Þetta hefðu bæjar-
fulltrúar þó gert óánægðir, marg-
ir hverjir, enda hefði það komið
fram í bókunum ýmissa fulltrúa
og rakti hann þær nokkuð. Hins
vegar hefði það verið almennur
vilji til samkomulags í þessu
máli, sem svo lengi hefði dreg-
izt, sem hefði ráðið því, að bæj-
arfulltrúarnir greiddu atkvæði
með staðsetningu ráðhússins við
norðurendann.
Bæjarfulltrúinn benti á, að síð-
an þetta gerðist, hefði Oddfellow
húsið verið hækkað, en það væri
tilræði við hið væntanlega ráð-
hús. En alla vega séð væri staðar
valið óheppilegt, því þó að hús
væru rifin í nágrenninu í stórum
stíl, væri of þröngt um ráðhús og
torgmyndun, að nokkru ráði, allt
að því ómöguleg. A. G. hélt því
fram, að ekki væri rétt að stað-
setja ráðhús í elzta hluta borg-
ar, sem væri í vexti, enda hefði
hvorki Kaupmannahöfn eða
Stokkhólmur gert slíkt, svo
dæmi væru nefnd. Taldi hann
það „ábyrgðarleysi gagnvart
Reykjavík framtíðarinnar“, eins
og bæjarfulltrúinn orðaði það, að
staðsetja ráðhúsið á þessum stað.
Kvað hann tillögu sína fram
komna vegna þess að enn væri
hægt að snúa við frá fyrri villu
og finna ráðhúsinu nýjan stað.
Kvaðst hann hafa bent á suður-
endann, sem líklegan stað, enda
væri það sannfæring sín að flug-
völlurinn hlyti að hverfa og þá
myndi leysast úr álögum stórt
svæði, þar sem ráðhúsið yrði vel
staðsett í nýju og glæsilegu bæj-
arhverfi.
Þórður Björnsson (F) talaði
næstur. Ræddi hann málið á
breiðum grundvelli og m. a.
hverja kosti sá staður yrði að
hafa, sem valinn yrði undir ráð-
hús, Ekki kvaðst hann fylgjandi
þeirri tillögu Alfreðs Gíslasonar,
að staðsetja ráðhúsið sunnan
Tjarnarinnar og leggja niður
flugvöllinn í því skyni. Bar
Þórður fram tillögu í lok máls
síns, sem gekk í svipaða átt og
tillaga Alfreðs Gíslasonar.
Gunnar Thoroddsen, borgar-
stjóri, kvaðst í tilefni tillagna
Alfreðs Gíslasonar og Þórðar
Björnssonar vilja flytja svohljóð
andi dagskrártillögu:
Með vísun til þess
að bæjarstjórnin samþykkti 29.
desember 1955 með 15 sam-
hljóða atkvæðum allra bæj-
arfulltrúa, að ráðhús
Reykjavíkur skyldi reist í
Tjarnarvikinu við Vonar-
stræti,
að bæjarstjórnin kaus á þeim
fundi ráðhúsnefnd til þess
að undirbúa og hrinda í
framkvæmd byggingu ráð-
hússins,
að þar til ráðnir húsameistarar
hafa undir yfirumsjón róð-
húsnefndar og fram-
kvæmdastjóra hennar unn-
ið að teikningu ráðhúss á
þessum stað,
að ráðhúsnefndin hefur falið
húsameisturunum að hafa
tilbúnar teikningar til bygg
ingarnefndar 1. júlí nk. og
að sótt hefur verið um fjár-
festingarleyfi til byrjunar-
framkvæmda,
telur bæjarstjórnin ekki rétt að
ómerkja fyrri einróma ákvarð-
anir, ónýta það mikla undirbún-
ingsstarf, sem unnið hefur verið,
og stofna að nýju til deilna og
ágreinings um staðarval fyrir ráð
húsið, og vísar tillögum Alfreðs
Gíslasonar og Þórðar Björnsson-
ar frá.
Sýndu þann þroska að
sameinast
Borgarstjóri kvaðst vilja
minna á, að í marga áratugi hefði
ágreiningur um, hvar ráðhúsið
ætti að standa, torveldað fram-
kvæmdir. Skipulagsnefnd hefði
fyrir nokkrum árum verið falið
að benda á þá staði, sem nefnd-
in teldi að helzt kæmu til greina.
Hefði verið bent á 16 staði, en
nefndin hefði eindregið mælt
með þessum stað við Vonar-
stræti. Vitaskuld hefðu verið
skiptar skoðanir um hvar ráðhús-
inu skyldi valinn staður, en bæj-
arfulltrúar •’hefðu sýnt þann
þroska að sameinast allir um
þann stað, sem skipulagsnefnd og
aðrir sérfræðingar mæltu með.
Það væri illa farið að skapa nú
nýjan ágreining um ráðhússmál-
ið. Yrði það til að slá því máli á
frest um ófyrirsjáanlegan tíma.
Undanfarin ár hefðu fulltrúar
minnihlutans í bæjarstjórn deilt
á meirihlutann fyrir að fram-
kvæmdir í ráðhúsmálinu gengju
ekki nógu vel. Nú vildu þeir
Alfreð og Þórður tefja málið. Ef
leitað yrði tillagna nú að nýju
um staði sem kæmu til greina
undir ráðhús, mundu áreiðanlega
koma uppástungur um fleiri
en 16 staði. Alfreð Gíslason hefði
lýst því yfir á fundinum 29. des.
1955, að hann vildi helzt byggja
ráðhúsið ó Klambratúni. Síðan
hefði hann greitt atkvæði með
Vonarstræti. Nú vildi hann
byggja það á flugvellinum. Flug-
ráðsmaðurinn Þórður Björnsson
vildi hins vegar ekki byggja það
þar, og væru þessir bæjarfulltrú-
ar þannig þegar farnir að deila
um málið sín á milli, og sæist
þar glöggt hvert stefndi.
Ráðhúsnefnd mun að sjálf-
sögðu skila sínum tillögum til
bæjarstjórnarinnar, þegar þær
eru tilbúnar, hélt borgarstjóri á-
fram. Teikningar af ráðhúsinu
eiga að verða tilbúnar 1. júlí og
verða þó lagðar fyrir byggingar-
nefnd, bæjarráð, bæjarstjórn og
skipulagsnefnd.
Bæjarstjórn hefur valið ráð-
húsi Reykjavíkur stað, sagði
borgarstjóri. Þeirri ákvörðun
verður ekki breytt. Við Vonar-
stræti mun ráðhúsið rísa.
Alfreð Gíslason tók næstur til
máls. Kvaðst hann á fundi 29.
desember 1955 hafa greitt at-
kvæði með því að ráðhúsið yrði
við norðurenda tjarnarinnar.
Hann kvaðst hafa gert það í
vissri stemningu, einingu and-
ans, sem hefði ríkt á þessum
fundi. Hann kvaðst ekki flytja
sínar tillögur til þess að rjúfa
þá einingu, sem þar hefðu
náðst um málið, heldur vera að
reyna að skapa einingu um að
málið verði athugað að nýju.
Alfreð kvaðst vilja telja það
fagnaðarefni og lofsvert að þetta
mál skyldi hafa dregizt svo sem
raun bæri vitni, og kvaðst vona
að drátturinn yrði það langur að
menn sæju að sér.
Þórður Björnsson kvað þetta
ráðhúsmál eitt af þeim málum,
sem aldrei gæti orðið pólitískt,
hvernig sem því væri velt. Lagði
hann áherzlu á að bæjarstjórn
fengi að vita um starf ráðhús-
nefndar og taldi að ein vandasam
asta ákvörðunin í sambandi við
ráðhúsið væri hvað ætti að vera
í því.
Guðmundur Vigfússon kvaðst
enn vera þeirrar skoðunar að
bæjarstjórnin hefði gert rétt í
desember 1955 og kvaðst því
ekki álíta, að nú þyrfti að gera
endurskoðun.
Magnús Ástmarsson sagði að
sér fyndist varla hægt að taka til-
lögur Alfreðs Gíslasonar alvar-
lega. Hann kvaðst á sínum tíma
hafa álitið að aðrir staðir væru
heppilegri undir ráðhús, en sá
sem valinn var, þó kvaðst hann
hafa greitt atkvæði með staðn-
um, vegna þess að fyrir lá álit
sérfræðinga á, að þessi staður
yrði valinn og annmarkarnir ekki
meiri en þeir voru. Kvað hann
varhugavert að láta tilfinningar
stjórna gerðum sínum um of, og
sýndi dæmið um Alfreð Gíslason
það bezt.
Gísli Halldórsson kvaðst þvi
miður ekki hafa haft aðstöðu til
að mæta á ,.einingarfundinum“.
Hann lýsti undrun sinni yfir til-
lögum þeirra tveggja bæjarfull-
trúa, sem nú vildu kljúfa málið
eftir að búið væri að sameinast
um það eftir svo nákvæma at-
hugun. Yrði það til þess eins að
vekja á ný deilur um málið, sem
hefðu hjaðnað fyrir einhug bæj-
arst j órnarinnar.
Við Tjarnarendann yrði ráð-
húsið frjálst á þrjá vegu, án þess
að nokkuð verði rifið. Yrði þaðan
eitt fegursta útsýni frá miðbæn-
um. Mætti telja það heppilegt, að
bæjarstjórnin skyldi verða sam-
mála um þennan stað og yrðu
væntanlega allir sammála um að
hann hefði verið rétt valinn, þeg
ar ráðhúsið risi af grunni.
Það mundi taka áratugi að
flytja flugvöllinn og ef ráðhúsið
yrði byggt mundi öll vinna, sem
lögð hefði verið í undirbúning-
inn, verða svo til einskis virði.
Lauk Gísli Halldórsson máli sínu
mcð því, að hann teldi ekki rétt
að taka upp mál, sem svo mikil
eining hefði verið um. til þess að
vekja um það deilur.
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri tók aftur til máls. Kvað
hann einkennilega lýsingu Al-
freðs Gíslasonar á fundinum 29.
desember 1955. Væri sú lýsing
líkust því, þegar heilagur andi
kom yfir postulana á hvítasunnu
og þeir fóru að tala annarlegum
tungum. Væri að heyra að bæjar-
fulltrúar hefðu á þessum fundi
talað allt annað en þeir ætluðu
að segja.
Borgarstjóri kvað skoðanir
lengi hafa verið skiptar í þessum
málum og sjálfur hefði hann um
hríð haft augastað á öðrum stað,
Háaleiti. Hins vegar hefði verið
gerð málamiðlun að lýðræðis-
hætti og bæjarfulltrúar samein-
ast um þann stað ,sem sérfræðing
ar hefðu eindregið mælt með.
Borgarstjóri minnti á að árið
1941 hefði bæjarstjórn kosið
nefnd til að velja stað fyrir vænt
anlegt ráðhús. Hefði sú nefnd
lagt einróma til að ráðhúsið yrði
reist í Tjarnarvikinu við Vonar-
stræti. í þeirri nefnd áttu sæti:
Guðm. Ásbjörnsson, Bjarni
Benediktsson, Jón Axel Péturs-
son, Jónas Jónsson frá Hriflu,
Helgi Herm. Eiríksson og Sig.
Sk. Thoroddsen verkfr.
Ástæðan til þess að lagt væri
til að tillögum Alfreðs Gíslason-
ar og Þórðar Björnssonar yrði
vísað frá væri sú, að með þeim
væri málinu slegið á frest um ó-
fyrirsjáanlegan tíma.
Guðmundur H. Guffmundsson
talaði síðastur. Kvað hann sig
ekki hafa órað fyrir því, er hann
mætti á fundinn, að hann mundi
taka þar til máls. En nú hefðu
málhreiflir bæj^rfulltrúar haft
I.
„Og er Jesús hélt áfram þaðan
sá hann mann sitja hjá toll-
búðinni, Mattheus að nafni, og
hann segir við hann: Fylg þú
mér. Og hann stóð upp og
fylgdi honum.“.
(Matt: 9.9).
ÞESSI þrjú orð: „Fylg þú mér“,
hafa löngum bergmálað í hugum
kristinna manna á liðnum öldum
og gera það enn í dag. Þó að guð-
spjöllin segi frá sögulegum stað-
reyndum, samtölum Jesú við ein-
staka samtíðarmenn hans, þá eru
orð hans ekki tímabundin, held-
ur hafa þau gildi fyrir alla tíma.
Þessi orð eru því til vor töluð,
þau eru umhugsunarefni vort í
dag, hvernig vér getum fylgt
Jesú og aukið áhrif hans meðal
samtiðarmanna vorra. Þegar Jes.
ús talaði þessi orð til fiskimann-
anna við Genesaretvatnið, og
Mattheusar tollhei-...umanns, þá
yfirgáfu þeir sin fyrri störf og
fóru inn á algerlega nýjar brautir.
Árangurinn varð mikill eins op
kunnugt er. Fiskimennirnir boð-
uðu andleg sannindi, og Mattheus
hætti að skrifa tollskýrslur og
reikna út tolla, en ritaði í þess
stað upp orð Jesú og lagði til
eina merkilegustu heimildina i
frásagnir guðspjallanna. Getum
vér nú farið eins að og postul-
arnir gerðu? Já, vissulega hafa
margir gert það og gera. Menn
leggja inn á algjörlega nýjar
brautir fyrir áhrif trúarinnar. En
þetta er ekki það almenna. Mern
halda áfram sínum störfum, verka
menn, sjómenn, bændur og em-
bættismenn vinna flestir áfram
sín daglegu störf, þó að þeir hafi
orðið mjög snortnir af áhrifum
Krists, og það gera húsmæðurnar
líka og svo mætti lengi telja.
Hvað felst þá í því að fylgja
Kristi, fyrir þetta fólk? Það er
fyrst og fremst að tileinka sér
þau grundvallarsannindi, sem
hann boðaði, leitast við að sýna
það í verki, sem vér játum með
vörunum.
Vér höfum vissuega mörg tæki-
færi, til þess að láta áhrif krist-
indómsins ná til lífsins, ef að
oss er það á annað borð áhuga-
mál. Margir hafa dvalið við þessi
af sér mat og vildi hann þá launa
það með því að haÍEa af þeim
svefn. Hann kvaðst ekki hafa
verið gagntekinn af neinni
stemningu á fundinum 29. des.
1955, en aðeins hafa greitt atkv.
eftir sannfæringu sinni, og til að
stuðla að því að framkvæmdir
gætu hafizt. Það tæki 5 ár að
undirbúa ráðhúsbygginguna
tæknilega og kvaðst Guðmundur
ekki sammála Gísla Halldórssyni
né öðrum, sem teldu þann undir-
búning til lítils sem einskis. ef
ráðhúsinu yrði valinn annar stað
ur. Teikningar yrðu einskis virði,
en allur annar undirbúningur
væri í fullu gildi. Allur undirbún
ingur væri í fullu gildi, hvort
sem húsið væri byggt þarna eða
annars staðar.
Guðmundur H. Guðmundsson
kvaðst sanfærður um að ef fram
færi skoðanakönnun um það,
j hvar ráðhúsið ætti að standa,
mundi meirihlutinn vilja hafa
það við Vonarstræti. Hann
kvaðst vilja taka það skýrt fram,
að hann hefði ekki greitt þessum
stað atkvæði í neinni stemningu
og sagði að sér fyndist óþarfi að
gefa það í skyn að bæjarfulltrú-
ar hefðu verið undir áhrifum á
bæjarstjórnarfundinum 29. des.
1955.
Fleiri tóku ekki til máls. Var
frávísunartillaga borgarstóra
samþykkt með 12 atkvæðum
gegn 3 að viðhöfðu nafnakalli.
Með tillögu borgarstjóra greiddu
atkvæði allir Sjálfstæðismennirn
ir tíu, Magnús Ástmarsson og
Guðm. Vigfússon, móti Álfreð
Gíslason, Þórður Björnsson og
Guðm. J. GuðmuMdsson.
orð Jesú: „Vilji einhver fylgja
mér, þá afneiti hann sjálfum sér
og taki upp kross sinn og fylgi
mér. (Mark. 9,35). |
Hér er talað af fullu raun-
sæi. Jesús Kristur lofaði læri-
sveinum sínum, hvorki gulli né
grænum skógi, hann vissi það,
að þeir, sem ætluðu að fylgja
honum, urðu fyrst og fremst að
ganga vegu sjálfafneitunar og
fórnfýsi. Og þetta er svona enn
í dag. En Jesús Kristur fór aldrei
dult með það, að tilgangur lífs-
ins væri sá að þroskast í sam-
féiagi við Guð til eilífs lífs. Og
á þessu megum vér nútímamenn
aldrei missa sjónir.
II.
„Fylg þú mér“, hljómar oft I
sál vorri. Það getur vel verið að
þessi rödd sé ekki alltaf skýr. en
hún kallar samt á það bezta í
voru eigin hjarta. Innst inni við-
urkennum vér, að lífshamingja
vor sé bundin við lífsstefnu, sem
felst í fagnaðarerindi Jesú, þó að
vilji vor sé veikur, að lifa eftir
þeim sannindum.
Þú, sem lest þessar línur mín-
ar í dag og átt í baráttu við þinn
veika vilja, minnstu þess, að Krist
u rgetur snortið hjarta þitt og
beint huga þínum inn á nýjar
brautir, sem liggja til heilbrigðs
lífs.
Enginn er svo fullkominn að
hann þurfi ekki að vera betri,
enginn svo djúpt s'okkinn, að hann
eigi ekki viðreisnar von í Guðs
augum.
Mörgum finnst, að heimurinn
í dag sé ekki sérstaklega hag-
stæður andlegum málum, og vissu
lega getum vér viðurkennt að
efnishyggjan hefur fest of djúpar
rætur í mannlegri sál, en hvað
myndum við þá hafa sagt um
fornöldina, þegar kristnir menn
voru ofsóttir með báli og brandi
og urðu að fara í felur með trú
sína? i
Vér erum frjáls að vitna um
trú vora, og vér megum lifa voru
kristna lífi, og trúarsamféleg vort
við Guð fær enginn frá oss tekið.
Og þrátt fyrir alla efnishyggju
er svo margt í þessmu heimi, sem
ber vott um trúarþroska og ávexti
kristindómsins.
Minnumst þess að vegurinn til
bjartari og betri heims liggur
gegnum þroska hvers einstakl-
ings.
Og þess vegna hljóma orð Jesú
enn til vor: “Fylg þú mér“.
Ó. J. Þ.
Aflabörgð Horna-
fjarðarbáta
HÖFN, Hornafirði, 17. marz. —
Frá mánaðamótum hafa Horna-
fjarðarbátar eingöngu stundað
útilegu. Alls hafa bátarnir land-
að samtals 19 sinnum á þessum
tíma. Hefur Gissur hvíti landað
þrisvar sinnum 100.5 lestum og
Jón Kjartansson fjórum sinnum
91.8 lestum, en samtals hafa bát-
arnir landað 455.8 lestum til 15.
apríl.
Frá áramótum er þá afli þeirra
sem hér segir: Gissur hvíti 445.5
lestir í 44 sjóferðum, Jón Kjart-
ansson 407,4 lestir í 41 sjóferð,
Helgi 26,4 í 5 sjóferðum, Akur-
ey 310.6 lestir í 41 sjóferð, Hvann
ey 311.4 i 6 sjóferðum og Sigur-
fari 309 lestir í 40 sjóferðum. —
Einn báturinn, Akurey varð fyrir
vélarbilun fyrir nokkru og varð
að fara í slipp í Vestmannaeyj-
um.
I síðustu viku hefur ekki verið
unnt fyrir bátana að draga. Vegna
storma og stórsjóa hafa þeir ekk-
ert getað aðhafzt frá því á mánu-
dag til föstudags, og munu netin
vera mjög mikið samanrekin
eftir svo mikinn veðraham.
—Gunnar.