Morgunblaðið - 19.04.1959, Page 6

Morgunblaðið - 19.04.1959, Page 6
e MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. apríl 1959 i I i 5KAK i 1 i SKÁKÞINGIÐ í Moskvu er nú hálfnað, og er keppnin nokkuð hörð og jöfn, þó eru þeir Smyslov, Bi'onstein og Spassky ágengastir, og eru í 3 efstu sætunum eftir 6. umf. Friðrik virðist hafa farið með löndum og haft sig lítið í frammi til þessa enda hafa menn það fyrir satt að hann beiti jafn- vel öðrum byrjunum, en hann er vanur og þá í þeim tilgangi að leyna andstæðingum sínum í nk. kandidatakeppni þeim vopnum er hann vill beita þar. Undanfarið hafa margir spurt mig um byrj- unina sem Larsen tefldi gegn Friðrik en hún nefnist Birds byrjun. Ég ætla því að draga upp ófullkomna mynd af henni fyrir spyrjendur. r Bird byrjun. (From bragð) 1. f4 Hugmyndin á bakvið leikinn er að tefla Hollenzka vörn með skiptum litum, en sú byrjun kem- ur venjulega fram eftir að svart- ur svarar 1. — d5. Ég ætla aðeins að rifja upp skemmtilega peðs- fórn sem nefnist „From bragð“ 1. — e5!? S ABCDEFGH .....am = M Vm. « Wmm ABCDEFGH Staðan eftir 4. — g5!? Leikur Laskers. 1. f4 þíðir vissa veikingu á hvítu kóngsstöðunni og svartur ræðst þegar til sóknar gegn veikleikan- um. 2. fxe5 Aðrir möguleikar eru 2. e4. Kóngsbragð. 2. d3, exf4; 3. Bxf4, d5 og svartur hefur góða stöðu. 2. — d6; Til þess að koma Bf8 út og verða þannig á undan í liðskipan. 3. dxd6 Hvítur þarf vitaskuld ekki að taka peðið. 3. — Bxd6; Hótar Dh4f 4. Kf3. Slæmir afleikir eru 4.a e4? og 4. b g3. 4.a — Dh4f en þessi staða kom upp í skák er ég tefldi eitt sinn í 1. flokks keppni í T. R. og andstæðingurinn gafst upp. 4.b — h5! og svartur hefur betur. Al- gengastar eru nú tvær leiðir. 4. — g5!? (Lasker) 4. Rf6 og jafn- vel 3. leiðin 4. — Bg4. Við skulum lítillega athuga 4. — g5!? abcdefgh urslega og svarti kóngurinn er í yfirvofandi hættu. 6. — Bxe5; 7. dxe5, Dxdlf; 8. Kxdl, Rc6; 9. Bf4, Be6; 10. e3, Rge7; 11. Bb5, 0-0-0; 12. Kcl, Bd5; 13. Hgl, a6; 14. Be2, Be6; 15. Bg5! með jöfnu tafli samkv. R. Fine. Ég vil taka það fram að Friðrik hefur senni- lega valið 1. — d5. En þann leik athugum við nánar þegar okkur berst skák þeirra Larsens og Friðriks. Hvítt: Dr. S. Tartakower. Svart: W. Winter. From bragð. Teflt í Nottingham 1936. 1. f4, e5; 2. fxe5, d6; 3. exd6, Bxd6 4. Rf3, g5; 5. d4, g4; 6. Rg5, De7; (Betra er 6. — f5.) 7. Dd3!, f5; 8. h3, Rc6; 9. hxg4, Rb4; 10. Db3, f4; 11. Bd2? Dr. A. Aljechin segir í bók sinni um mótið: Leikur, sem eyðileggur árangurinn af kraftmikilli taflmennsku Tarta- kowers í byrjuninni. Betra var 11. Hxh7, Hxh7; 12. Dxg8f, Dd7; 13. Rxh7, Rxc2f; 14. Kdl, Rxal! 15. e4! fxe3 e. h. 16. Bxe3 með óstöðvandi sókn. 11. — Rxc2f; 12. Dxc2, Dxg5; 13. Rc3, Rf6; 14. Re4, Rxe4; 15. Dxe4f, De7; 16. Df3 Ef 16. Dxe7, Kxe7; 17. Bc3, Bxg4; 18. d5, h5!; 19. Bxh8, Hxh8 með miklum möguleikum fyrir svart. 16. — Be6; 17. Dxb7, o-o; 18. Df3, Dg7; 19. Bc3, Bxg4; 20. Dd5f, Kh8; 21. 0-0-0, Hae8; 22. Hd3, Bf5; 23. Hf3, Be4? Betra er 23. —He7; 24. Dh5, Bxf3?; Slæmur afleikur. Betra var 24. — c6 25. exf3, He3; 26. Bc4, Hfel; 27. Bb3, He8-e7; 28. Df5, c5?; Síðasti afleikurinn, Jen eftir 28. —- He8; 29. Bc2 var svartur í erfiðieikum. 29. Hxh7f, Dxh7; 30. Dc8? gefið. IRJóh. Rímnavaka — óvenju'eg bók með nútímarímum Safnað hefur Sveinbjörn Beinteinsson ÚT er komin á forlagi ísafoldar ný bók, sem inniheldur rímur ortar á þessari öld og nefnist bók in Rímnavaka. Höfundar hennar eru 31 að tölu, þeir yngstu um tvítugt og hinir elztu á níræðis- alri. Elzta ríman er ort 1907, en sú nýjasta á s.l. ári. Meðal þeirra, sem rímur eiga í bókinni, eru nokkur þekkt skáld og má þar nefna Jakob Smára, Jóhannes úr Kötlum og Stein Steinarr. Svein- björn Beinteinsson rithöfundur hefur safnað í kver þetta og búið það til prentunar. Hann skrifar einnig formálsorð, sem nefnast Ævintýrið, og er þar rakin í stór um dráttum saga íslenzkrar ljóða gerðar. Segir hann þar m.a.: „Ljóðakunnátta almennings hef- ur bezt varið íslenzkuna fyrir ofurmagni erlendra áhrifa og inn lendum ómenningarhneigðum, Enn mætti góð vísa og snjöll ríma koma í góðar þarfir. því margur vandi steðjar nú að ís- lenzkri tungu og allri okkar menningu. Það sýnir sig að mörg ágæt ríma hefur ort verið1 á seinni árum. . . . “ Sveinbjörn Beinteinsson er Borgfirðingur að ætt og uppruna, sonur Beinteins Einarssonar frá Litla-Botni og Helgu Pétursdóttur konu hans frá Draghálsi. Hann hefur lengi haft sérstakan áhuga á rímum og rímnaskáldskap og hefur skrifað bók um rímnabragfræði. Dæmi úr bókinni: Rokkið prísa skelliskröll, skandalísera bæinn; það eru skvísleg húllum-höll, húkkar fýsu gæinn. Delar barnum dragast að. Drykkir um varir streyma. Svo verður farið strax af stað í stællegt kar að geima. Slógu fírar fljótt til sanns fyrir spíra saman. Kyssa gírugt fýsu fans finnst þeim dýrlegt gaman. (Ari Jósefsson, Halldór Blön- dal, báðir nýlsoppnir af ,.stæl gæja-aldrinum). Úr Hlíðar-Jónsrímum eftir Stein Steinarr: Upp skal hefja ringa raust rymja stefja langa flokkinn, sorgir skefja Sóns við naust, sinn við tefja Boðnarstrokkinn. Hygg ég óðar hallt sé ker, hismi og tróð þar margur firmi, fljóðið góða, þó ég þér þetta bjóði af fátækt minni. Þó ég meini þetta og hitt þér ég reyna vil að segja: þú ert eina yndið mitt, uns ég seinast fer að deyja. KV IK MY N DI R * Stjörnuhíó: GULLNI KADILLAKKINN KVIKMYND þessi, er gerð eftir leikriti þeirra Kaufmans og Teich- mans, en leikrit þetta sýndi Þjóð- leikhúsið í fyrra með titlinum: „Sá hlær bezt . . .“ og lék Emilia Jónas dióttir aðalhlutverkið Láru Pat- ridge, mjög skemmtilega. Það hlut- verk leikur Judy Hollyday í mynd- inni og er bráðsnjöll. — Efni mynd arinnar þarf ekki að rekja hér, því það er hið sama og í leikrit- inu ,sem mun flestum í fersku minni. Fróðlegt er að bera saman leikinn í kvikmyndinni og á svið- inu í Þjóðleikihúsinu. Vitanlega gefur kvikmyndin meira svigrúm til fjölbreytni leikatriða og útfoún- aðar, en leikurinn er auk þess miklu betri í myr.dinni, en í Þjóð- leikhúsinu, einlkum leikur stjórn- enda hlutafélagsins. Myndin er bráðskemmtileg ekki sízt fyrir afbragðsgóðan leik þeirra Judy Hollyday og Poul Douglas, sem leikur fyrrverandi forseta fé- lagsins, Mc Keefer. Auslurbæjarbíó: H E L V E G U R ÞESSI ameríska mynd, sem tekin er í litum og CinemaScope, segir frá flótta ífoúa þorpsins Cfoiku Shan í Kina til Hong Kong undan harðstjórn og ofbeldi kommúnista- stjórnarmnai'. Hefur amerískur ævintýramaður, Wilder skipstjóri, sem er þaulkunnugur hafinu við strendur Kína, tekið að sér stjórn flóttans. Meðal flóttamannanna er Cathy Grainger, dóttir amerísks læknis, en kommúnistar hafa myrt hann af því að honum hafði ekki ABCDEFGH Staðan eftir 1. f4, e5!? Harðskeyttasta sóknartilraun svarts 5. d4 Of hægfara er 5. g3, g4; 6. Rh4, Re7!; 7. d4, Rg6; 8. Rg2, Rc6 (Hótar Rxd4 og síðan Bxg3f). 9. e3, h5; 10. Bd3, h4 sbr skákina Schenk—Spielmann, Wi- en 1911, og dr. Euwe álýtur svörtu sóknina mjög sterka. 5. — g4; 6. Re5 Hér er mjög flókin leið. 6. Rg5!?, f5!; 7. e4, h6; 8. e5, Be7; 9. Rh3!, gxh3; 10. Dh5t, Kf8; 11. Bc4, De8; 12. Dxh3, Rc6; 13. c3, Dg6; 14. 0-0. Hvítur hefur tvö peð fyrir manninn og góða árásar möguleika samkvæmt áliti V. Pirc en L. Pachmann álítur stöð- una í jafnvægi. Ég hallast að áliti V Pirc með tilliti til þess að svörtu mennirnír standa klúð- skrifar úr daglega lifinu Frelsisljóð eftir pöntun. SÍÐASTLIÐINN miðvikudag var komið á framfæri í þesum dálkum fyrirspurn um það, hvar ljóðið hennar Halldóru B. Björns- son um Tibet væri. Nú hefu rHalldóra sjálf svarað þessarai spurningu í bréfi til Vel- vakanda. Kveður hún ljóð sitt um Tíbet ekki til, ekki ennþá. Aftur á móti kveðst hún vilja sýna þá rausn að gefa Mbl. kost á að eignast þetta ljóð, en aðeins með því skilyrði að það kosti ferð hennar til Tíbet og heim aftur, ásamt nokkurra vikna dvöl í land inu. Þá lofar hún allt af því heilsíðu ljóði um Tíbet. Þegar Velvakandi kom á fram- færi þessari fyrirspurn, hafði hann ekki hugmynd um að skáld- konan tæki að sér að yrkja slík frelsisljóð eftir pöntun. En gam- an væri að vita hver hefur kost- að hana í slíka ferð, til Kýpur. Skyldi það vera blaðið, sem birti ljóðið? Hver er höfundurinn? Þó að skríða sjái um sinn svartar hríðir kífsins, fyrir kvíða muni minn má ei tíðum lífsins. Veit ég hann sem hjartað sér hjálplegan að vera, varla anna ðætlar mér, en ég kann að bera. Vitið þið hver gerði þessar vísur? Sá, sem hafði þær yiir fyrir Velvakanda vissi það ekki, en hefur löngun til að vita hver þesi ágæti hagryðingur er. Þátturinn verði endurtekinn. SÍÐASTI útvarpsþáttur „Vogun vinnur — vogun tapar“, var ennþá meira spennandi en fyrri þættir, vegna þess að þá kepptu þrír um lokaverðlaunin. Ég hefi nrðið var við. að beim sem misst hafa af þessum þætti af einhverj- um orsökum, þykir það afleitt. Og það lítur út fyrir að hér sé um nokkuð stóran hóp að ræða. Þennan dag var mikið um ferm- ingarveizlur. Liðlega 350 börn voru fermd í Rvík, Keflavík og Hafnarfirði. Velvakanda er kunnugt um, að í einni fermingarveizlunni hér í Reykjavik, þar sem voru um 60 manns, létu nær allir veizlu- gestir í ljós, að þeim þætti leitt að missa af þættinum. Hafi svo margir gestir setið fermingar- veizlur hjá öllum þessum ferm- iingarbörnum sem varla er þó hægt að gera ráð fyrir í alvöru, þá hafa um 21000 manns forfall- ast frá að hlusta á þáttinn a£ þeim orsökum. Þó það sé nú vafalaust ýkt tala, yrðu vafalaust margir fegn- ir ef útvarpið vildi endurtaka þennan síðasta þátt. Þegar ég er nú búinn að telja saman fermingarbörnin og kom- ast hve mörg þau eru, gerist þessi spurning áleitin: Hve miklu skyldi vera eytt í fermingarsiði, veizlur og gjafir á ári hverju á íslandi? heppnast uppskurður á einum af foringjum þeirra. Á flóttanum ger ist margt sögulegt, barátta við varðbát og tundurspillir kommún- ista og ofsalegt stórviðri, en allt þetta fær ekki hindrað það að flóttamennirnir komast að lokum til Homg Kong, — og Wilder skip- stjóri uppsker launin fyrir örugga leiðsögu, — og launin er auðvit- að Catfoy Grainger. Mynd þessi er fremur ómerki- leg ctg langdregin á köflum. Jofon Wayne, sem leiikur Wilder skip- stjóra, er kailmannlegur og fer dável með hlutverk sitt, en Lauren Bacall, sem leikur Cabhy er ekki aðlaðandi kona og leikur henn-ar án tilþrifa. Fæ ég ekki skilið það dálæti, sem margir, einkum í Ame- ríku, hafa á þessari leilkkonu. Gamla Bíó: MISSKILIN ÆSKA ÞAÐ er mikið rætt, nú á tímum, um vandamál æskufólksins, og er það ekki að ástæðuiausu. Heimsstyrjöld og hin mikla tækni og hraði, sem á öllu er, hefur sett mark sitt á þá kyn- slóð, sem nú er að alast upp. Hún finnur hvergi hald né traust í þessum heimi sífelldra styrj- alda og illdeilna þjóða í milli En vandamál unga fólksins eru ekki aðeins útávið, gagnvart um- heiminum, heldur einnig á heim- ilunum, gagnvart foreldrunum, sem oft gefa sér ekki tíma til að sinna börnum sínum sem skyldi og reyna að skilja þau og sýna þeim þá blíðu, sem hverju barni er nauðsynleg. Um þetta alvar- lega nútímafyrirbæri fjallar mynd sú, sem hér ræðir um. Ung ur drengur slær mann í sjálfs- vörn. Það er farið með hann á lögreglustöðina og hann segir þar allan sannleikann, en enginn trú- ir honum, — ekki einu sinni faðir j hans. Þegar þeir tala saman síðar j feðgarnir, segir drengurinn við föður sinn. „Ég er sonur þinn, en þú þekkir mig samt ekki. Hvern- ig ættir þú að vita hvort ég segi satt eða ósatt.“ Og móðir drengs ins segir við mann sinn: „Pening ar það eina, sem þú hefur gefið honum . . . en það er ekki nóg til að vinna ást hans.“ Mynd þessi er mjög athyglis- verð og vel leikin, einkum hlut verk drengsins og foreldra hans, er þau James Mac Arthur, Kim ! Hunter og James Daly leika. — Myndin á fyrst og fremst erindi til foreldra, og ættu sem flestir þeirra að sjá hana. —Ego. Austurríski skíða- garpuriim hér AUSTURRÍSKI skíðagarpurinn Zimmerman er nú kominn til Reykjavíkur utan af landi. Verð- ur hann við æfingar ásamt reyk- vískum skíðamöhnum í Skála- felli núna um helgina ,en fer síð- ar í vikunni upp í Jósefsdal og tekur þátt í móti, sem verður þar um næstu helgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.