Morgunblaðið - 19.04.1959, Qupperneq 24
VEDRID
Austan stinningskaldí.
Allhvasst meff köfium.
88. tbl. — Sunnudagur 19. apríl 1959
Reykjavíkurbréf
Sjá bls. 13
Greiðsluhallalaus fjárlög án
nýrra skatfa og tolla
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins i fjárveitinganefnd
gera sameiginlegar tillögur um
afgreiðslu fjárlaga
t ••
Onnur umrœða um trv. á morgun
ÚTBÝTT var á Alþingi í gær
nefndaráliti frá 1. minnihluta
fjárveitinganefndar um frum-
varp til fjárlaga fyrir árið 1959.
Þessi 1. mhl. fjvn. er skipaður
fulltrúum Sjálfstæðisfl. og Alþfl.
í nefndinni.
Jafnframt hafa verið lagðar
fram breytingartillögur við frv.,
sem nefndin stendur öll að og
ennfremur sérstakar breytingar-
tillögur frá fulltrúum Sjálfstfl.
og Alþfl. og aðrar frá fulltrúa
Alþýðubandalagsins.
í nefndaráliti 1. mhl. fjvn. er
tekið fram, að nefndin standi
öll að breytingartillögunum við
gjaldabálk frv., en samkomulag
hafi ekki náðst um ráðstafanirn
ar þær til lækkunar á útgjöldum
ríkissjóðs og ákvörðun tekjuáætl
unar, sem felast í tillögum full-
trúa Sjálfstæðisfl. og Alþfl.
Tillögur þær um hækkun á
gjaldaliðum fjárlagafrumvarps-
ins, sem nefndin stendur öll að,
nema samtals rúmum 30 millj.
kr. Því til viðbótar leggur 1.
mhl. til, að ríkissjóður leggi fram
til útflutningssjóðs 154 millj kr.
Yerður því útgjaldahækkun alls
kr. 184 millj.
Til þess að mæta þessari hækk
un leggur 1. mhl. nefndarinnar til,
að ýmis útgjöld ríkissjóðs á öðr-
um liðum frv. verði lækkuð um
49,2 millj. kr. Ennfremur verði
áætlaðar tekjur af núverandi
tekjustofnum ríkissjóðs hækkað
ar um 68, 6 millj. Er þá meðtal-
in hækkun á verði tóbaks og á-
fengis, er nemur 25 milljónum
og fellt niður núverandi framlag
útflutningssjóðs til ríkissjóðs að
upphæð 20 milljónir.
Þá er lagt til, að 25 milljónum
af greiðsluafgangi ríkissjóðs 1958
verði varið til að mæta útgjöld-
um ríkissjóðs á þessu ári og enn
fremur greiði Sogsvirkjunin 30
milljónir vegna tolla og annarra
opinberra gjalda í sambandi við
hina nýju virjun Sogsins.
Samkvæmt tillögum 1. mhl.
fjárveitingarnefndar verður fjár-
lagafrumvarpið með 9,5 millj. kr.
greiðsluhalla við 2. umræðu. Er
tekið fram í nefndaráliti að við 3.
umræðu verði gerðar tillögur um
jöfnun tekna og gjalda þannig
að fjárlög verði afgreidd greiðslu
hallalaus.
Önnur umræða um fjárlaga-
frumvarpið verður á morgun.
Varðar-
fundur á
þriðjudag
ÁKVEÐIÐ er að Landsmála-
félagið Vörður haldi fund n.k.
þriðjudag. Umræðuefni: Tíma
mót í íslenzkum stjórnmál-
um. Frummælandi verður
Jóhann Hafstein, hankastjóri.
Söfnunin nam um 4 millj.
MORGUNBLAÐIÐ afhenti í gær-
dag til slysasamskotanna allt
það fé, er blaðið hefur safnað
í þessu skyni, og er fjársöfn-
Eru brunarústir Berg-
þórshvols fundnar?
STARFSMENN Þjóðminjasafns-1 í ársbyrjun 1959 voru kolaðir
ins gerðu fornleifarannsókn á birkibútar úr þessu lagi sendir
Bergþórshvoli 1951 og fundu þá til aldursgreiningarstofnunar
mikið brunalag undan stóru Þjóðsafnsins í Kaupmannahöfn
brunnu fjósi. Lagið var neðst
allra mannvistarlaga á sínum
stað og hlýtur þvi að vera mjög
gamalt og getur vel verið frá
Njálsbrennu, sem talið er að yrði
árið 1011.
Vísitalan óbreytt
KAUPLAGSNEFND hefur reikn
að vísitölu framfærslukostnaðar
í Reykjavík 1. apríl 1959 og reynd
ist hún vera 100 stig eða óbreytt
frá grunntölu vísitölunnar 1.
marz 1959.
Samkvæmt ákvæðum 6. gr.
laga nr. 1/1959, um niðurfærslu
verðlags og launa, er kaup-
greiðsluvísitala tímabilsins 1. maí
til 31 ágúst 1959 100 stig eða
óbreytt frá því, sem er í mánuð-
unum marz og apríl 1959.
Bílstjóraniir unnu
LOKIÐ er hinni árlegu skák-
keppni milli Samb. ísl. banka-
manna og skákdeildar Bifreiða-
stjórafél. Hreyfils. Fóru Hreyfils-
menn með sigur af hólmi 15% :
14% vinning. í fyrra unnu banka
menn, en þetta er í fjórða skiptið,
sem þessir aðilar tefla.
og rannsakaðir þar fyrir vinsam-
legan atbeina forstöðumannsins
dr. J. Troels-Smith.
Mæling á geislavirku koli
(kolefni 14) í sýnishorni þessara
kolabúta hefur nú leitt til þeirr-
ar niðurstöðu, að viðkomandi
birkitré hafi vaxið innan ára-
bilsins 840—1040. Nákvæmari
aldursgreining fæst ekki með
þessari aðferð enn sem komið
er. En niðurstaða þessi kemur
mjög vel heim við það sem ætla
mátti um aldur brunalagsins af
legu þess í jarðlögunum og hlýt-
ur að auka líkurnar fyrir því,
að fjósið hafi brunnið í Njáls-
brennu.
(Frétt frá Þjóðminjasafninu).
Mathías Á. Mathiesen
Páll V. Daníelsson
Fundur annað kvöld hjá
Landsmálafél. Fram
HAFNARFIRÐI. — Landsmálafé-
lagið Fram heldur fund í Sjálf-
stæðishúsinu annað kvöld kl. 8,30.
Frummælendur verða þeir Matt-
hías Á. Mathiesen sparisjóðsstjóri,
sem ræðir um stjórnmálaviðhorfið,
og Páll V. Daníelsson bæjarfull-
trúi, er talar um bæjarmál og seg-
ir frá afgreiðslu síðustu fjárhags-
Mikið netjatjón hjá
Vestmannaeyjabátum
VESTMANNAEYJUM, 18. apríl. aríæratjón þeirra er miikið. Þessir
1 vikuni, sem nú er að líða, hefir
daglega komið hér á land jafn og
góður fiskur. Hins vegar var sjó-
sókn sem fyrr erfið mjög sökum
storma á miðunum. Mjög mikið
netjatjón ihefir orðið og lætur
nærri, að nokkrir bátar verði að
hætta veiðum vegna þess, hve veið-
Sumarfagnaður stúdenta
síðasta vetrardag
STUDENTAFELAG Reykjavík-
ur og Stúdentaráð Háskólans
gangast fyrir sumarfagnaði í
Lídó síðasta vetrardag. Hefst
fagnaðurinn klukkan hálfníu um
kvöldið, og verður margt til
gleðskapar. Af skemmtiatriðum
má nefna, að Sigurður Benedikts
son mun halda uppboð á mjög
verðmætum hlutum. Fyrst mun
hann bjóða upp nokkrar flöskur
af „svartadauða", fyrstu blöndu,
og verða þær áritaðar og mynd-
skreyttar af ýmsum þjóðkunnum
mönnum, m. a. Tómasi Guðmunds
syni, Sigurði Nordal og Jóni
Pálmasyni. Má búast við að sleg
izt verði um þessar óvenjulegu
flöskur. Þá mun Sigúrður enn-
fremur bjóða upp nokkrar áritað
ar bækur eftir unga höfunda.
Af öðrum skemmtiatriðum má
nefna, að enska söngkonan Suss-
an Sorell syngur nokkur lögð og
Karlakór Háskólastúdenta mun
væntanlega einnig koma fram.
Síðan verður stiginn dans fram
eftir nóttu.
Aðgöngumiðar að sumarfagnað-
inum verða seldir í herbergi
Stúdentaráðs í Háskólanum og í
Lídó frá kl. fimm og fram úr
síðasta vetrardag.
bátar áttu net sín suður á „Banka“
en þar hvessti mikið af austri á
þriðjudaginn og var mikill sjór
og straumur. Bátarnir reyndu á
miðvikudagin að draga eithvað af
netunum, en það gekk mjög erfið-
lega í versnandi veðri. Þeir kom-
ust ekki á sjó næsta dag vegna
óveðurs.
Loks a föstudaginn tóikst þeim
að komast út og vitja ..etanna.
Var þá allt rekið saman og vafið
í hnúta svo stóra, að óviðráðan-
legt var. Þó gátu einstaka bátar
krafsað eitthvað úr dræsunni. —
Netjatjónið er misjafnlega mikið
hjá bátunum, og sumir fengu nær
öll sín net aftur. Þess skal getið,
að bátarnir sem misstu net sín, eru
dreifðir mjög yfir veiðisvæðin hér
vestur og suður af Eyjum. Hins
vegar urðu þeir bátar, sem áttu
net vestur af Dröngunum ekki
fyrir netjatjóni þess-a óveðursdaga.
Mest hafði tjónið orðið hjá þeim
bátum, er net áttu suður og vestur
af Geirfuglaskeri. — Bj. Guðm.
Neskaupstað, 18. apríl. — Gerp-
ir ei á heimleið af Jónsmiðum
með 300 lestir af ísfiski. — Er
hann væntanlegur á mánudag.
—Fréttaritari.
áællunar. — Er allt Sjálfslæffisfólk
velkomiff á fundinn og hvatl til aff
fjölmenna.
Fróðlegt erindi
um Crænland
SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskcöld
hélt Ferðafélag íslands kvöld-
vöku í Sjálfstæðishúsinu. Þar
fiutti ungur fslenzkur náttúru-
fræðingur, Eyþór Einarsson, er-
indi um Norðaustur-Grænland,
en þar hafði hann dvalizt eitt
grænlenzkt sumar eða 7 vikur
með vísindaleiðangri Lauge
Kochs. Flugu vísindamennirnir
víðs vegar um þetta hrikalega
landsvæði til að sinna rannsókn
um sínum, og tók Eyþór margar
litskuggamyndir, sem hann sýndi
til skýringar. Voru myndirnar
undurfallegar og var fengur í að
fá að kynnast þessu sérkennilega
landslagi.
un blaðsins til slysasamskotanna
þar með lokið.
Guðlaugur Þorvaldsson, full-
trúi, er starfar á vegum söfnun-
arnefndar, tók við sparisjóðsbók
frá Landsbankanum nr. 95570
með innstæðu að upphæð kr.
1.226.866.40, en að auki tók Guð-
laugur við kr. 2750,00 í pening-
um er safnazt höfðu síðustu daga.
Hafa þannig safnazt hjá Mbl.
alls kr. 1,229,616,40.
Guðlaugur skýrði blaðinu svo
frá að heildarsöfnunin myndi
vera fast að 4 millj. kr. Mest
hefði safnazt í biskupsskrifstof-
una, tæpl. 1,5 millj. kr.
Islenzka myndlist-
arsýnmgm
í Moskvu opnuð
ÍSLENZKA myndlistarsýningin í
Moskvu var opnuð með hátíð-
legri athöfn föstudaginn 17.
þ. m. —
Ávörp fluttu Pakhomov, að-
stoðarmenntamálaráðherra Sovét
ríkjanna, Gerasimov, formaður
Listamannasambands Sovétríkj-
anna, Birgir Thorlacius, ráðu-
neytisstjóri og Valtýr Pétursson,
listmálari.
Að kvöldi sama dags var hald-
inn stofnfundur íslandsvinafé-
lags í Moskvu.
Tómas Guffmundsson
Varðarfagnaður í Sjálf-
stœðishúsinu í kvöld
LANDSMÁLÁFÉLAGIÐ Vörður
efnir í kvöld til Varðarfagnað-
ar í Sjál'stæðishúsinu og hefst
skemmtunin kl. 9, en húsið verð-
ur opnað kl. 8,30.
Þessi Varðarfagnaður verður
með sama sniði og áður. Að þessu
sinni mun Tómas Guðmundsson,
skáld, flytja forspjall, góðkunnir
leikarar sýna leikþátt og gaman-
þáttur verður fluttur. Þá verður
dans og leikir, sem Axel Helga-
son stjórnar.
Landsmálafáiagið Vörðui vill
gefa féiagsmönnum sínum kost á
góðum og ódýrum skemmtunum
og í þeim tilgangi efnir það til
Varðarfagnaðar. Mælist þetta vei
fyrir og var mikil og aimenn
ánægja með fyrsta Varðarfagn-
aðinn, sem haldinn var. Ekki er
því ólíklegt að félagsmenn noti
tækifærið og fjölmenni á Varð-
arfagnaðinn í kvöld.