Morgunblaðið - 21.04.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.04.1959, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐtÐ Þriðjudagur 21. apríl 1959 Kínveí jar snúa við blaðinu Nú er Dalai Lama talinn frum' "* ill uppreisnarinnar i Tibet HONGKONG, 20. apríl. — NTB-Reuter. — „Yfirlýsing Dalai Lama um til- drögin til flótta taans frá Tíbet er full af lygum og mótsögnum", segir í frétt sem kínverska frétta stofan „Nýja Kína“ sendi út í dag. Er í fréttinni talað um taina „svokölluðu yfirlýsingu sem send hafi verið út með hjálp irtd- verskra embættismanna í Tezp- ur“. Segir í fréttinni, að hin póli- tísku og trúarlegu kerfi í Tíbet hafi verið samin og skipulögð í landinu af stjórninni í Peking á tímabilinu milli 13. og 18. ald- ar. Sú staðreynd, að Dalai Lama byrji yfirlýsingu sína með því að minnast á hið svokallaða sjálf stæði Tíbets sýni ljóslega, að sá sem samið hafi yfirlýsinguna sé að túlka vilja hinna heimsvalda- sinnuðu árásarríkja. Hingað til hafi svokallað frelsi Tíbets ævin- lega verið skálkaskjól brezka heimsveldisins til árása á Kína. Þá segir enn í fréttinni, að samn- ingur Tíbets og Kína frá 1951 byggi á þeim forsendum að Tíbet sé hluti af kínverska alþýðulýð- veldinu, en það nefni Dalai Lama ekki einu orði í yfirlýs- ingu sinni. Stóð að uppreisninni Fréttastofa Pekingstjórnar- innar segir að Dalai Lama og stjórn hans hafi unnið mark- visst að því að eyðileggja samninginn frá 1951, hafi staðið fyrir uppreisn Khamba ættflokksins og loks hinn 10. marz sl. tekið forustuna í al- mennri vopnaðri uppreisn. í yfirlýsingu sinni hafi Dalai Lama ekki tekizt að sýna fram á, að eitt einasta atriði úr samningnum frá 1951 hafi verið brotið af kínverskum stjórnarvöldum. I niðurlagi fréttarinnar er reynt að bera til baka þau ummæli Dalai Lama, að Kínverjar hafi brennt klaustur í Tíbet, myrt munka o. s. frv. í Taipei á Formósu sagði einn af þingmönnunum frá Tíbet, sem nú eru landflótta, að Dalai Láma mundi ekki setjast að í Indlandi. Dagskrá Albingis í DAG eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis á venjuleg- um tíma. Fjórtán mál eru á dag- skrá efri deildar: 1. Almannatryggingar, frv. — 2. umr. 2. Sýsluvegasjóðir, frv. - 2. úmr. 3. Almannatryggingar, frv. — 1. umr. 4. Þinglýsingar, frv. — 1. umr. 5. Ættaróðal og erfðaábúð, frv. — 1. umr. 6. Nauðasamningar, frv - 1. umr. 7. Landskipti, frv. — 1. umr. 8. Kyrrsetning og lögbann. frv. — 1. umr. 9. Lögræði, frv. — 1. umr. 10. Aðför, frv. — 1. umr 11. Eignarréttur og afnotaréttur fasteigna, frv. — 1. umr. 12. Lögtak og fjárnám, frv. — 1. umr. 13. Landamerki o. fl., frv - 1. umr. 14. Bæjarnöfn, frv. — 1. umr. Fimm mál eru á dagskrá neðri deildar: 1. Meðferð opinberra mála, frv. — 1. umr. 2. Almenn hegningarlög, frv. — 1. umr. 3. Prentréttur, frv. — 1. umr. 4 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, frv. — 2. umr. 5. Almannatryggingar, frv. — 3. umr. Hann mundi sennilega fara til Formósu til að ræða við Sjang Kaí-Sék forseta. Jafnframt til- kynnti formælandi stjómarinnar á Formósu, að hún mundi veita Tíbetbúum alla þá hjálp sem hún gæti í baráttunni við kúgarana. 60.000 hermenn kúga 50.000 borgara. í Biliguri i Indlandi herma góðar heimildir, sem fylgjast vel með þróuninni í Tibet, að 60.000 manna kínverskur herstyrkur haldi 50.000 ibúum höfuðborgar- innar, Lhasa, í skefjum. Hafa íbúarnir allir verið skráðir, og fylgzt er með daglegu lífi hvers einasta manns. I Benares Dalai Lama og föruneyti hans halda áfram ferð sinni til áfanga staðarins, sem liggur nálægt Nýju Dalhi. Þar er gert ráð fyrir að Dalai Lama setjist að. í dag kom hann til Damnath rétt utan við Benares, sem er einn af helg- ustu stöðum Búddatrúarmanna. Yfir 10.000 manns höfðu beðið hans klukkutímum saman. Síðan fór Dalai Lama til helgidómsins, sem reistur hefur verið á þeim stað, sem Búdda á að hafa haldið fyrstu pródikun sína fyrir 2500 árum, 1 stuttri ræðu hvatti hann menn til að vinna að betra friði í heiminum með því að vera heil- ir og óskiptir í trú sinni. Leppurinn lætur til sín heyra Panchen Lama, sem er leppur Pekingstjórnarinnar í Tíbet, lýsti því yfir í Peking i gær, að yfirlýsing Dalai Lama væri alger fölsun á staðreyndum og hreinn uppspuni, segir í frétt frá kín- versku Kína“. fríft^rf^f,,nni „Nýja Engin afskipti af stjórn- málum Nehru forsætisráðherra Ind- lands sagði á þingi í dag, að Dalai Lama muni fá fullt frelsi til að iðka og starfa að trúmál- um í Indlandi, en honum yrði ekki leyft að skipta sér af stjórn- málum meðal hann dveldist í landinu. Hins vegar verður hon- um veitt fullt frelsi til að láta í ljós skoðanir sínar, sagði Nehru. Guðjón Einarsson Gubjón Einarsson kjörinn form. nemendasamb. VÍ Skátar í Ilvera- gerði lialda skemmt un á sumardaginn fyrsta HVERAGERÐI, 21. apríl. — Skátafélag Hveragerðis mun að venju halda hér skemmtun í Hótel Hveragerði á sumardaginn fyrsta. Þar verða ýmsir smá leik- þættir sýndir og sungnar gaman- vísur. Einnig verður sýnd óper- an Goðgá eftir Pál Ásmundsson. Mun ágóðinn af skemmtuninni renna í húsbyggingarsjóð, en hús næðisleysi hefur háð skátafélag- inu mjög. Skátafélagið hefur starfað með miklum blóma að undan- förnu. T. d. minntist það nýlega Badens Powels á sérstakri sam- komu, sem var mjög vel sótt. Fé- lagið starfar í þremur flokkum, Ylfingaflokki, Ljósálfaflokki og kvenskáta- og drengjaskátafl. — Það telur um 130 meðlimi. — G. M. Krúsjeff sendir Nasser bréf KAÍRÖ, 20. apríl. — NTB-AFP. —. Sendiherra Rússa í Kaíró, Evgeni Kisselev, átti í dag fund við Nasser forseta Egyptalands í fyrsta sinn síðan hann kom aft- ur frá Sovétríkjunum, en þar hafði hann dvalizt síðan 25. jan. Sendiherrann bað um viðtalið strax og hann kom til Kaíró í fyrri viku, en honum var ekki veitt áheyrn fyrr en í dag. Við- sjárnar milli Nassers og Krús- jeffs hófust meðan Kisselev var í Sovétrikjunum. Kaíróútvarpið skýrði frá því í dag, að Krúsjeff hefði sent Nasser bréf, en ekki er vitað um hvað það fjallar. AÐALFUNDUR Nemendasam- bands Verzlunarskóla íslands var haldinn laugardaginn 11. apríl í félagsheimili V.R. og hófst klukkan 2. Formaður sambandsins, Jóhann Ragnarsson, setti fundinn og skýrði frá starfsemi sambands- ins á sl. ári. Ól. Egilsson gjaldkeri las síðan upp reikninga sam- bandsins og voru þeir samþykkt- ir samhljóða. Þá var kjörið í stjórn. Fráfar- andi form. baðst eindregið und- an endurkosningu, en í hans stað var Guðjón Einarsson fulltrúi einróma kjörinn. Aðrir í stjórn voru kjörnir Jóhannes Helgason, Jósef Björnsson, Kristinn Halls- son, örn Valdimarsson og í vara- stjórn Ellert Schram, Kristján Ragnarsson og Ól. Briem. Hin nýja stjórn mun efna til árshá- tíðar Nemendasambandsins hinn 30. apríl n.k. í veitingahúsinu „Lido“. Árshátíðir Nemendasam- bandsins hafa verið mjög vin- sælar, enda gefst gömlum nem- endum þar kostur á að endur- nýja gömul kynni og fagna nýút- ! skrifuðum nemendum, og er ekki ! að efa, að árshátíðin verði fjöl- sótt. Firmakeppni í bridge í kvöld FIRMAKEPPNI Bridgesambands íslands hefst í Skátaheimilinu við Snorrabraut kl. 8,00 í kvöld. Keppni þessi er einmennings- keppni og verða spilaðar þrjár umferðir allar í Skátaheimilinu á þriðjudagskvöldum. Að þessu sinni taka 160 fyrir- tæki þátt í keppninni og verður spilað í tíu 16-manna riðlum. Keppt er um nokkra silfurbik- ara og má búast við mjög spenn- andi og tvísýnni keppni, þar sem allir beztu spilamenn bæjarins, — bæði karlar og konur, taka þátt í keppninni. Árið 1958 sigraði Mjólkursam- salan, eftir að hafa háð mjög harða keppni við Veiðarfæra- verzl. Geysi, Borgarbíiastöðina, S'.ippfélagið o.fl. Keppnisstjórn biður spila- menn að vera mætta í Skáta- heimilinu ekki síðar e kl. 7,45. Bridgesambandið vill þakka öllum þeim fyrirtækjum, sem sýnt hafa því þá velvild og stuðn ing, að taka þátt í keppni þess- ari, bæði fyrr og nú. Fjárlögin Framh. af bls. 1. on og hjá NATO verði lögð nið- ur. Sparnaður við það mundi verða 1 milljón 770 þús. Þá legðu Alþýðubandalags- menn til að framlag ríkislög- reglu á Keflavíkurflugvelli yrði lækkað um 1,5 millj., til Skipa- útgerðar ríkisins um 3 millj., endir bundinn á framlög til Skál holts og felld niður greiðsla rík- issjóðs á láni prestakallasjóðs til kirkjubyggingarsjóðs og þannig spöruð rúm milljón. Auk fleiri tillagna væri lagt til að fellt yrði niður tæpra þriggja milljóna kr. framlag til landssímans. Karl Kristjánsson framsögu- maður þriðja minnihluta fjár- veitinganefndar tók næstur til máls. Hann talaði fyrst um það að biðin hefði orðið löng eftir fjárlagafrumvarpinu og það þrátt fyrir það, að hin nýja ríkisstjórn hefði uppi tal um, að hún myndi verða fljót að ganga frá málun- um. Þá sagði hann að Fram- sóknarmenn teldu áætlun fjár- lagafrumvarpsins um hækkun á tekjum ríkissjóðs óraunhæfa og sömuleiðis væri niðurskurður á útgjöldum ríkissjóðs óraunhæfur og til þess fallinn að skerða upp- byggingu atvinnulífs í landinu. Ræðumaður lýsti óánægju yfir því, hve niðurgreiðslur og alls konar uppbætur hefðu hækkað síðan núverandi ríkisstjórn tók við. Kæmi þetta í ljós í fjárlaga- frumvarpinu og í því að útgjöld útflutningssjóðs myndu stórauk- ast. Var hann mótfallinn því að síauknu fé væri dembt í niður- greiðslusvelginn og taldi fjáröfl- un ríkissjórnarinnar til niður- greiðslnanna óraunhæfa. Meginhluti ræðu Karls Krist- jánsson fjallaði þó um lækkan- ir þær á ríkisútgjöldum, sem ríkisstjórnin hyggst nú fram- kvæma. Fór hann mörgum orð- um um, að þessar hækkanir myndu koma hart niður á mörg- um aðiljum og jafnvel verða þess valdandi að ríkið stæði ekki við skuldbindingar sínar sam- kvæmt lögum. Sumpart væru lækkunartillögur ríkisstjórnar- innar líka óraunhæfar, aðeins á blaðinu. Ræðumaður rakti útgjaldaliði fjárlagafrumvarpsins og flutti nú 4 mánuðum eftir að flokkur hans fór úr ríkisstjórn algera stjórn- arandstöðuræðu, þar sem hann virtist nú vera orðinn mótfallinn öllum lækkunum á opinberum útgjöldum og framkvæmdum. Meðal þess sem ræðumaður drap á voru tillögur stjórnar- innar um lækkun Alþingiskostn- aðar og stjórnarkostnaðar, sem hann taldi óraunhæfar og sama væri að segja um lækkun á toll- gæzlukostnaði og kostnaði við rekstur Skipaútgerðar ríkisins. Þá var hann mótfallinn lækkun til framkvæmda í Skálholti, kaupum á jarðræktarvélum, rík- isábyrgðum, bygginga á jörðum ríkisins, flugvallargerðum, skóla byggingum til Landsspítalans, til íþróttamanna o. s. frv. En sama var að segja á öllum sviðum, að ræðumaður virtist vera á móti yfirhöfuð öllum lækkunum á út- gjöldum ríkisins. Er framsögumenn nefndar- álita fjárveitinganefnda höfðu lokið máli sínu var almennt gert ráð fyrir því, að fjár- málaráðherra Guðmundur í. Guðmundsson, mundi taka til máls og ræða fjárlögin af sín- um sjónarhóli sem aðili að málinu. Það var þó ekki Guð- mundur í., sem steig í ræðu- stólinn, heldur Eysteinn Jóns son, fyrrverandi fjármálaráð- herra. Hafði honum verið svo mikið í mun að bera af sér sakir, að hann hafi ekki still- ingu til að bíða eftir að fjár- málaráðherra talaði. Þó hafði Karl Kristj ánsson, flokksbróð ir Eysteins talað í fulla tvo tíma þegar Eysteinn tók til máls, en Karl var síðastur framsögumannanna. Hefur Eysteini líklega ekki þótt Karl taka svari fyrrverandi fjármálaráðherra nógu sköru- lega. Landsleikur viÖ Dani hér 26. júní síÖan leikiö ytra 18. og 21. ágúst SÍÐASTL. föstudag fór Björgvin Schram, formaður KSf, utan til Danmerkur til samningagcrða við fulltrúa danska og norska knatt- spyrnusambandanna, en nokkuð skiptar skoðanir voru uppi milli þessara aðila um það, hvernig skyldi fyrir koma leikjum þessara .anda í undankeppni Olympíuleikanna 1960, sem lokið á að vera á þessu ári. Nú hefur blaðinu borizt einkaskeyti frá Danmörku þar sem segir að náðst hafi endanlegt samkomulag um framgang máls- ins. Er samkomulagið þannig. 26. júní: Landsleikur í Reykjavík: ísland — Danmörk. 2. júlí: Landsleikur í Danmörk: Danmörk — Noregur. 7. júlí: Landsleikur í Reykjavík: ísland — Noregur. 18. ágúst: Landsleikur í Danmörk: Danmörk — Island. 21. ágúst: Landsleikur í Noregi: Noregur — Island. 13. sept.: Landsleikur í Noregi: Noregur — Danmörk. Ef svo fer, að fslendingar geti | landsleik í Reykjavík f I ekki komið því við að halda' um 26. júní n. k., þá haui i<að orðið að samkomulagi að báðir leikir Islands og Danmerkur fari fram í Danmörku og þá hinn fyrri 28. júní þar ytra. FH. vonn ÍH. og XR. vnnn Frnm Á LAUGARDAG skýrðust mjög línur í handknattleiksmótinu. FH vann ÍR með 27 gegn 15. Sýndi FH góðan leik en ÍR var langt frá venjulegri getru. KR vann Fram með 24:20. Þar með er Fram fallið niður í aðra deild, en í 1. deild eru FH og KR ósigr- uð og koma ein félaga til greina sem meistarar. — Nánar síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.