Morgunblaðið - 21.04.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.04.1959, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 21. apríl 1951 MORGUNBLAÐIÐ 3 Séð inn eftir kirkjunni.— (Ljósm. Pétur Thomsen). Fyrir fórnfúst starf safnaðar■ fólks er jbetta guðshús risið Kirkja Óháða safnaðarins vigð á sumardaginn fyrsta A SUMARDAGINN fyrsta, kl. 2 síðdegis, mun biskupinn yfir ís- landi, herra Ásmundur Guð- mundsson, vígja kirkju Óháða safnaðarins. Af þessu tilefni átti prestur safnaðarins, séra Emil Björnsson, tal við fréttamenn í gær, sýndi þeim kirkjuna, sagði sögu byggingarinnar í stórum dráttum o.fl. ★ Kirkjan, ásamt áföstu félags- heimili og öðrum vistarverum, er nú fullbúið hið innra, en eftir er að ganga frá allri bygging- unni að utan, múrhúða og mála. — Kirkjusalurinn er íburðarlaus, en ákaflega vistlegur og fagur í einfaldleik sínum. Flestir kirkju gripir eru þegar fyrir hendi. Enn vantar þó altaristöflu í kirkjuna, en fyrir vígsludaginn hefir Hauk ur Thors lánað mjög fagra mynd eftir Jóhannes Kjarval, er nefn- ist „Fjallræðan". — Ekki er held ur pípuorgel i kirkjunni, en á vígsludaginn mun kirkjugestum gefinn kostur á að gefa fé til or- gelkaupa. Mun það fé, er þá safn ast verða stofn að sjóði til þess að kaupa vandað pípuorgel. — Yfir þvera forhlið kirkjunnar verður litaður, steindur gluggi, sem Nína Tryggvadóttir gerir. Hefir listakonan fyrir alllöngu gert frumdrætti að glugga þess- um, en alllangt mun enn í land, að glugginn sjálfur verði full- gerður. Hefir gengið fljótt og vel Bygging kirkjunnar hefir gengið mjög fljótt og vel, og kvað séra Emil það mest að þakka miklum áhuga o'g fórnfúsu starfi mikils fjölda safnaðarfólks. — í ágúst 1956 var fyrsta skóflustung an að byggingunni tekin. Rúmu ári síðar, eða í okt. 1957, var félagsheimilið fullgert og kirkj- an uppsteypt með þaki. Var fé- lagsheimilið vígt hinn 13. okt., og við það tækifæri lagði Gunn- ar Thoroddsen, borgarstjóri, hornstein kirkjunnar. — Vetur- inn 1957—’58 var nokkurt hlé á framkvæmdum, en undir vor var hafizt handa við innréttingu kirkjunnar. Byrjað var að halda guðsþjónustur í kirkjusalnum í sept. s.l., en nú er hann fullgerð- ur, sem fyrr greinir. — Fyrsta athöfnin, sem fram fer í kirkj- unni eftir vígsluna, verður ferm- ing n.k. sunnudag. Kirkjan og félagsheimilið eru samanlagt um 320 fermetrar að flatarmáli, og munu þar komast í sæti samtals 350—400 manns, en hægt er að opna milli kirkj- unnar og félagsheimilisins. í sjálfan kirkjusalinn munu kom- ast um 250 manns í sæti. >— Bygg ingin er öll steinsteypt, einnig loftið, en að innan er loftið í kirkjusalnum klætt timbri. — Kór og upphækkun að sunnan- verðu í salnum eru klædd teppi, og dregill liggur frá anddyri og upp að altarinu. Gólf í anddyri er klætt mosaik. Salurinn er bjartur vel og hefir mjög góðan hljómburð, að sögn kunnugra. Inn af kirkjunni er skrúðhús og skrifstofa safnaðarprests, þar sem hann hyggst vinna öll prests verk, sem ekki fara fram í sjálfri kirkjunni. Félagsheimilisins er áður getið, en salur þess er ætl- aður til funda safnaðarins og safn aðfélaga, unglingastarfs og veit- inga. — Á neðri hæð byggingar- SÍÐDEGIS í gær vakti mikill gufumökkur við Hátún vestan- vert athygli vegfarenda. Voru starfsmenn hitaveitunnar þar að vinna við að ná upp einum af borum hennar, sem í fyrri viku kom þarna niður á öfluga vatns- æð, eins og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu. Gekk verkið allerfiðlega, því vatnið í holunni er svo heitt, að erfitt reyndist að kæla það nægilega mikið til að koma í veg fyrir gos. Var þá leitað til Slökkviliðs- ins, og það beðið um hjálp við að dæla köldu vatni í holuna, meðan borinn næðist upp. Kom það á vettvang og reyndi fyrst að dæla köldu vatni með einni slöngu, en það reyndist ekki nóg, holan hélt áfram að gjósa öðru hvoru. Var þá dælt gegnum tvær slöngur og hélt það holunni í skefjum, svo hægt var að ná bornum upp. Um kl. 7 í gær- kvöldi var búið að loka holunni. Hafði drifið að fólk meðan á þessu stóð, einkum krakkar, og innar er svo annar salur, snyrti herbergi, eldhús og geymslur. Ódýr bygging Það er ekki aðeins, að bygg- ing kirkjunnar hafi gengið óvenjufljótt og vel, heldur hefir hún reynzt ódýrari en hinir bjart sýnustu þorðu að vona. Kostnað- ur við bygginguna hingað til nem ur aðeins tæplega 1,5 millj. kr. — og er þar sjálfboðavinna öll reiknuð til verðs. ■— Byggingar- nefnd kirkjunnar hefir verið skipuð þessum mönnum, auk safnaðarprestsins: Andrési Andr éssyni, form. safnaðarins, Einari Einarssyni, trésmíðameistara, sem jafnframt hefir haft yfirum- sjón með öllu tréverki við bygg- inguna, Ólafi Pálssyni, Gesti Gíslasyni og Þorfinni Guðbrands- syni. — Múrarameistari við bygginguna er Guðjón Sigurðs- son, rafvirkjameistarar þeir Jón Guðjónsson og Svavar Kristjóns- son og pípulagningameistarar Loftur Bjarnason og Tryggvi Gíslason. — Listmálararnir Bene dikt Gunnarsson og Einar Bald- vinsson höfðu umsjón með máln var fengin lögregla til að halda þeim í skefjum, svo ekki hlytist slys af. Borinn verður nú fluttur inn að Lækjarhvammi við Suður- landsbraut, og borað með honum þar. Leiðrétting í FRÉTT MBL. af bæjarstjórnar- fundi sl. fimmtudag um ráðhús- málið hafði fallið niður orð í um- mælum Gísla Halldórssonar bæj- arfulltrúa, sem breytti innihaldi setningar, sem var eftir honum höfð. Rétt er málsgreinin þannig: Þó það yrði ákveðið að flytja flugvöllinn. mundi það taka ára- tugi, en ef ráðhúsið yrði byggt þar, þá mundi öll vinna, sem þeg- ar hefur verið lögð í undirbúning, verða svo til einskis virði. Slík ákvörðun mundi þýða scöðvun á framkvæmdum um ófyrirsjáan- legan tíma. ingu. — Arkitekt er Gunnar | Hansson. Emil Björnsson kvað safnaðar- félögin, Kvenfélagið og Bræðra- félagið hafa borið hita og þunga dagsins í kirkjubyggingarmálinu. Hafa þau safnað til og gefið kirkj unni mikil verðmæti. Kvenfélag- ið hefir t.d. gefið gólfteppi og miklar fjárupphæðir. Auk þess safnaði félagið, með frú Maríu Maack í broddi fylkingar, fyrir fögrum altarisklæðnaði og há- tíðahökli, sem frú Unnur Ólafs- dóttir hefir saumað. Bræðrafé- lagið hefir t.d. gefið skírnarfont, sem Ásmundur Sveinsson, mynd- höggvari hefir gert, sérkennilega fagran grip. Formaður safnaðar- ins, Andrés Andrésson, hefir gef- ið altarisgöngusilfur 1 minningu foreldra sinna, hina fegurstu gripi. Björn Þorsteinsson hefir smíðað og gefið predikunarstól, og safnaðarkonur gefa silfurkerta stjaka. — Þannig mætti lengi telja. — Það mun því engan veg- inn ofmælt, sem séra Emil Björns son sagði að lokum: — Fyrir fórnfúst starf safnað- arfólks er þetta guðshús risið. Þess má loks geta, að Óháði söfnuðurinn var stofnaður árið 1950, en hefir ekki átt fastan' samastað fyrir guðsþjónustur og annað safnaðarstarf fyrr en nú. í söfnuðinum munu nú vera um eða yfir tvö þúsund manns, í Reykjavík og Kópavogi. Kjarval Gjö! Kjarvnls JÖHANNES Kjarval hefir lagt hornstein að Þjóðlistasafni fs- lendinga. Hann varð fyrstur allra til þess að ánafna væntanlegu listasafni stóra fjárupphæð en hún er andvirði byggingar þeirr- ar er íslenzka ríkið ákvað á sín- um tíma að reisa yfir verk Kjar- vals, ásamt íbúð og vinnustofu handa listamanninum. Mér er ekki kunugt hvort lík eða hliðstæð dæmi hafa fundizt í sogu annara Þjóðlistasafna úti um heim, en ég tel það heldur ólíklegt. Slík rausn af listamanns hendi í sambandi við byggingu listasafns er eflaust sjaldgæf ef til vill einsdæmi og þjóðinni til sóma. Frá fyrstu kynnum hefir mér fundist að góðar vættir og ham- ingjudísir örlaganna hafi fylgt Jóhannesi Kjarval. Þessi tilfinn- ing mín á sér stað í veruleikan- um því vart getur meiri gæfa hlotnast einum listamanni en afreka það sem Kjarval hefir unnið á sviði sinnar listar. Verk hans hefir til þessa dags verið svo stórbrotið að það er aðeins á valdi ofurmennis að standa þar að baki, en list hans er svo frá- bær að ævintýri er líkast. Ég tel það gæfumerki að for- lögin skyldu haga þannig til. að það varð Jóhannes Kijarval, og einmitt hann, sem nú leggur hornstein að okkar íslenzku myndlistarsafni. Það skal vanda sem vel á að standa. Ég veit að það er hamingja íslands sem nú leggur traustan grunn að okkar myndlistahöll með veglegri gjöf frá Kjarval. Gunnlaugar Scheving. Erfiðlega gekk að ná upp bornum við Hátún SlÖkkviIiðið fengið til að k’æla Holuna STAKSTflNAR Skattarnir skattlagðir í forystugrein Mbl. s.l. laug- ardag var að því vikið, hvernig kaupmenn og kaupfélög væru gerð að innheimtustofnunum til þess að ná inn stórkostlegum gjöláum handa því opinbera. Þessu hefur almenningur alls ekki áttað sig á svo sem vert er. Gjald er hér lagt ofan á gjald, þegar um einstakar vörutegund- ir er að ræða. Innflutnings- gjaldið, sem er þyngsti liðurinn, er lagt á fob-verð vöru að við- bættu yfirfærslugjaldi, farm- gjaldi, vátryggingu, verðtolli og vörutolli. Þannig eru að nokkru skattarnir skattlagðir, því yfir- færslugjaldið, verðtollur og vöru tollur renna til opinberra þarfa. Tollstöðva gjaldið svonefnda er reiknað af vörutolli og verðtolll og söluskatturinn af sömu gjöld- um og influtningsgjaldið. Hér kemur allt hið sama fram. Það er ekki að furða, þótt vöruverðið skrúfist upp, þegar þannig er að farið. Austrænu innkaupin Fólk er líka skattlagt á ann- an hátt af opinberri hálfu í sam- bandi við verzlunina, en því er alltof Utill gaumur gefinn. Með vöruskiptunum við járntjalds- löndin hefur komið mikið magn af illa unnum vörum inn í landið, sem fólk hefur orðið að borga fullu verði. Fyrir fáum dögum var yfir því kvartað í einu blað- inu, að austrænar ljósaperur ættu það til að springa í hönd- unum á fólki, eftir litla notkun, og fykju þá glerbrot í allar áttir. Ef \ erzlunín væri frjáls, mund- um við fyrst og fremst leita til hinna gömlu og grónu iðnaðar- landa í nánd við okkur, en þaðan fengjum við miklu endingar- betri vörur en austan frá. Með þessum austrænu innkaupum á lélegum vörum, allt frá bílum niður í ljósaperur, er verið að skapa viðskipti, sem eru óhag- stæð fyrir fólk almennt og miklu dýrari en annars mundi vera. Nú játaur Eysteinn í Tímanum s.l. laugardag, er frá því skýrt, að Eysteinn Jóns- son hafi tekið svo til orða á AI- þingi, að það væri „eðiilegt að áætlanir f járlaga stæðust illa, þar sem verðbólgan yxi stöðugt." ) Það er fyrst eftir að E. J. er farinn frá f jármálastjórninni, sem hann sér ástæðu til að játa að verðbólgan vaxi stöðugt. En jafnframt þessu dregur svo E.J. atgerlega fjöður yfir þá st.ið- reynd, að jafnskjótt og hann var hrapaður úr ráðherrastólnum, voru stigin fyrstu skrefin til þess að stöðva dýrtíðina. Eysteinn Jónsson gat aldrei stöðvað dýrtíðina. Hann hélt áfram að hækka allt og hækka sem hækkað varð og meira enþað eins og ,j,ólagjöfin“ og „bjarg- ráðin“ forðum daga bera vott um. Hraði hækkananna óx eftir því sem þær urðu fleiri. E. J. var eins og smábolti eða steinvala í skriðu, sem hann réði ekkert við, en þóttist þó ætla að ráða við. Þegar V-stjórnin settist að völd- um var það eitt æðsta loforðið, að nú ætti að „brióta blað í efna- hagsmálum landsmanna“, koma þar á nýjum skikk og skipan og stöðva verðbó'guna. Efndirnar urðu þær, aö íslendingar hafa aldrei kynnzt annari eins verð- bólgu og einmUt í tíð þessarar ríkisstjórnar, vinstri stjórnarinn- ar, sem ætlaði sér að brjóta blað en braut það ekki, heldur rauf öll gefin heit og loforð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.