Morgunblaðið - 21.04.1959, Blaðsíða 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. april 1959
Minnzt tveggja brœðra
Jóns og Kristjáns Þorsteinssona, Hólmavík
Þeir sáu guðs dýrð
og bárust í kaf.
M.J.
HÉR verður ekki rakin löng né
viðburðarík lífssaga. 13 og 18 ára
ungmenni, — eru á morgni kom-
andi dags.
• Foreldrum og vinum, sem
kynntust þeim bezt, og fylgdust
með þroska þeirra J bernsku,
bæði hugsun og starfi var það
ljóst, að þeir gáfu bjartar vonir
-— fögur fyrirheit. Auk þess vaxn
ir úr þeim jarðvegi, þar sem
vænta mátti atgjörvis, því í ættir
fram finnst þar ekki kalviður.
Jón var fæddur 1. nóv. 1940.
Hann dvaldist að mestu heima
hjá foreldrum sínum í Hólmavík,
vel látinn af jafnöldrum og skóla
félögum. dugmikill og áhugasam
ur í starfi. Á sl. hausti kenndi
hann þess sjúkdóms er hann lézt
úr þ. 16. jan. sl. eftir nokkurra
vikna legu á Landsspítalanum.
1 Kristján var f. 11. apríl 1945.
Hann ólst að mestu upp heima
tijá foreldrum sínum, dvaldist
að sumrinu í sveit hjá vinafólki
þeirra, mjög skemmtilegt og
elskulegt ungmenni, öllum hug-
ljúfi þeim er kynntust honum.
I Fyrir um það bil þremur ár
um, kenndi hann augnveiki, sem
þrátt fyrir læknisaðgerðir ágerð-
ist svo hann varð að fara til Kaup
mannahafnar, þar sem gjörður
var á honum heilaskurður, er
virtist hafa borið árangur, en á
s.l. sumri stefndi til hins fyrra,
og um s.l. áramót lagðist hann á
sjúkrahús í Reykjavík án árang-
urs.
1 febr. var hann sendur til
hinna fyrri lækna í Kaupmanna
höfn. — Munu þeir í fyrstu
hafa gefið góðar vonir er þó
brugðust, því þann 20. marz s.l.
kom hann heim og andaðist
tveim dögum síðar.
Við genginn veg þessara ung-
menna, er oss enn ljóst að
skammt sé bilið milli fæðingar
og dauða. Þetta er lögmál sem
allir verða að hlýða.
En þeirra skamma ævi gaf
vonir, að þar væru að vaxa nýtir
og góðir þegnar þjóðfélagsins, og
foreldrum sínum ljúfir og ást-
kærir synir.
Á þessum vetri hefir þjóðin og
íjölskyldur orðið að sjá bak mörg
um efnilegum sonum sínum.
Stundum fjölmennum flokki
stundum einum og einum.
En mestur og sárastur er miss-
irinn hjá vandamönnunum.
Og í framangreindu tilfelli hjá
foreldrunum er nú hafa misst tvo
af þrem sonum sínum. Kæru
hjón. Ég lít í anda, er þið stóðuð
við vöggu drengjanna ykkur og
bros lék um varir þeirra en ást
og trúnaðartraust skein úr aug-
um, hve föður og móðurgléðin
gagntók þá hugann.
Lífið var bjart, vonirnar um
sambúð og framtíð drengjanna
óumræðilega fagrar.
Nú er þeir eru gegnir, er það
trúin sem hjálpar, trúin á þá lífs-
skoðun kristindómsins, að látinn
lifi. Að áfram sé haldið á starfs-
braut til þroska til meiri og meiri
fullkomnunar.
Fornt spakmæii segir.
Þeir, sem guðirnir elska deyja
ungir.
Guðbr. Benediktsson.
Nokkrar ályktanir frá
ársþingi iðnrekenda
Á ÁRSÞINGI Félags íslenzkra
iðnrekenda, hafa verið gerðar
samþykktir varðandi fjármál og
viðskiptamál. Sérstakar nefndir
höfðu fjallað um þessi mál og að
loknum umræðum um tillögur
nefndanna gerði ársþingið m. a.
þessar samþykktir. Er þá fyrst
að geta tillögu frá fjármálanefnd:
Samþykkt var að skora á ríkis-
stjórnina að verða nú þegar við
einróma áskorun Alþingis, um að
hlutast til um að Seðlabankinn
Eiríkur Þorsteinsson frá
Cerðum — minning
HINN 7. þ. m. andaðist Eiríkur
Þorsteinsson, kaupmaður frá Gerð
um eftir langvinna vanheiisu.
Hann var fæddur 9. júní 1886,
sonur hjónanna Þórdísar Þor-
bjarnardóttur og Þorsteins Ei-
ríkssonar. Bjuggu þau hjón lengst
af í Neðranesi í Stafholtstungum.
Var faðir Þorsteins, Eiríkur bór.di
í Svignaskarði Ólafsson, bónda á
Lundum Þorbjarnarsonar bónda
á Lundum, en Þórdís var dóttir
Þorbjarnar á Helgavatni Sigurðs-
sonar prests, Þorbjarnarsonar á
Lundum. Voru þau hjón því
frændsystkin og stóðu ættir
þeirra um Borgarfjörð. Var Þor-
steinn síðari maður Þórdísar.
Þorsteinn var gleðimaður,
ferðamaður mikill og góður
bóndi. Vár búhagur þeirra hjóna
góður.
Þórdís í Neðranesi átti níu börn
er upp komust. Þessi stóri og
h.efur 5 nýja kogti í
Freyðir svo fljótt —
fitan hverfur samstundis .
líkast gerningum.
Inniheldur gerlaeyði —
drepur ósýnilegar
sóttkveikjur.
Inniheldur bleigiefni,
blettir hverfa gersamlega
Mýkra, fínna duft, með
inndælum, ferskum ilm,
svo mjúkt, að það getur
ekki rispað.
Nýr, gljáandi staudur,
svo að birtir í eldhúsinu.
Fljóiast oð eyðo fitu og blettum!
\*-V 5 2Z/IC-6445-50
■myndarlegi systkinahópur var
fyrir og eftir síðustu aldamót að
hverfa úr heimilinu í Neðranesi
og velja sér ævistarfið. Þau syst-
kin fengu sér öll sjálfstæða stað-
festu í atvinnurekstri þjóðarinn-
ar eins og hann þá tíðkaðist, bú.
skap og útvegi og iðnaði og farn-
aðist vel í störfum. Öll eru þau
nú dáin og var Eiríkur síðastur
þeirra. En starfa þeirra sér stað
í bættum býlum og auknum hag
niðjanna og mörgum munu þau
systkin minnistæð.
Eiríkur lagði fyrir sig verzlun.
Sextán ára gamall réðist hann til
Finnboga kaupmanns Lárussonar
i Gerðum í Garði er þá rak þar
verzlun og útgerð og hafði mikil
umsvif. Finnbdgi og kona hans
Björg Bjarnadóttir frá Garðbús-
um í Reykjavík héldu uppi nafn.
frægu heimili og urðu þau hjón
bæði mnniststæð samtíðarkyn-
slóð sinni er í kynni við þau
komst. Þarna varð skóli Eiríks.
Er Finnbogi hvárf úr Garðin-
um og fór að búa á Búðum á
Snæfellsnesi varð Eiríkur eftir
syðra og starfaði um skeið m. a.
hjá Matthíasi Þórðarsyni í Sand-
gerði og Milljónafélaginu.
Árið 1916 keypti Eiríkur Gerða-
eignirnar og tók að reka þar bú-
skap og verzlun. Nokkuð fékkst
hann við útveg og stundaði mikið
fiskkaup og fiskverzlun. Hann
var sýslunefndarmaður um skeið
og tók þátt í opinberum héraðs-
málum.
Árið 1928 seldi hann atvinnu-
rekstur sinn í Garðinum og flutti
hingað til Reykjavíkur. Gjörðist
nann þá eftirlitsmaður með mjólk
urbúðum Mjólkurfélags Reykja.
víkur, en með honum og Eyjólfi
heitnum Jóhannssyni, hinum at-
hafnasama forstjóra Mjólkurfé-
lagsins, var mikil vinátta Þessu
starfi gegndi hann meðan Mjólk-
urfélagið rak mjólkurbúðir sínar
þar til Mjólkursamsalan tók við. [
í byrjun ófriðarins gjörðist |
hann starfsmaður á Úthlutunar-i
skrifstofu Reykjavíkurbæjar og
starfaði þar meðan heÞsa leyfði.
En fyrir þremur árum hvarf hann
frá þeim störfum, gjörsamlega
þrotinn að heilsu.
Eiríkur var maður hress í máli,
glaður og reifur, átti létt með að
stofna til viðkynningar og var
vinmargur. Undir bjó þó rík lífs-
alvara og þó nokkur áhyggju-
semi. Hann var traustur starfs-
maður og gekk mjög upp í störf-
um sínum. Hann var ágætur
heimilisfaðir.
Hann kvæntist 1916, Ragnhildi
Davíðsdóttur, er leng; hatð'. dval-
izt með þeim Finnboga og Björgu
í Gerðum. Hún bjó honum golt
og friðsælt heimilt með hlýjurn
blæ. Hún annaðist martn sinn í
hinum áralöngu veÍKir.dum hans
af frábæru þreki og mikilli nær-
gætni. Þau áttu einn son barna,
Ólaf, kaupmann hér í bæ, sem
kvæntur er Lovísu Rögnvalds-
dóttur.
Útför Eiríks fer fram í dag frá
Fossvogskapellu.
I R. J.
endurkaupi hráefna- og fram-
leiðsluvíxla iðnaðarins, eftir
svipuðum reglum og reglur þær,
sem nú gilda um endurkaup
framleiðsluvíxla sjávarútvegs og
landbúnaðar.
Væntir þingið þess að mál
þetta hljóti ekki sömu afgreiðslu
hjá ríkisstjórninni og heimild
Alþingis um 15 millj. kr. lán til
Iðnaðarbankans.
Þingið skoraði einnig á iðn-
rekéndur og iðnaðarmenn, að
efla Iðnaðarbankann og lagði
þingið áherzlu á þýðingu hans í
þágu íslenzks iðnaðar.
Þá var gerð ítarleg samþykkt
varðandi Iðnlánasjóð. Telur árs-
þingið að sjóður þessi hafi
hvergi nærri fullnægt hlutverki
sínu, og telur nauðsynlegt að
stórauka framlögin til sjóðsins.
Því samþykkti ársþingið að
mæla eindregið með samþykkt
frumvarps þess er nú liggur fyr-
ir Alþingi um að helmingur
gjalds af innlendum tollvöruteg-
undum renni til Iðnlánasjóðsins.
Fari svo, segir í áliti fjármála-
nefndar, að frumvarp þetta nái
ekki fram að ganga, er skorað á
Alþingi að leysa fjárþörf sjóðs-
ins á annan hátt.
í fjármálanefnd áttu sæti
Kristján Jóh. Kristjánsson, Ás-
geir Bjarnason, Ásbjörn Sigur-
jónsson, Magnús Víglundsson,
Ólafur F. Ólafsson, Þorsteinn
Guðbrandsson og Einar Ásgeirs-
son.
Tillögur þær er viðskipta-
nefnd lagði fram og samþykktar
voru á ársþinginu eru þessar
helztar:
Þingið skorar á ríkisstjórn og
Alþingi að gefa frjálsar bygging-
ar til iðnaöarframleiðslu, þar
sem það er ein af öruggustu leið-
unum til að tryggja áframhald-
andi þróun iðnaðarins í landinu
og þar með efnahagslegt öryggi
vaxandi þjóðfélags.
Ársþingið telur að innflutning-
ur á iðnaðarhráefnum eigi að
vera algjörlega frjáls. Á meðan
það verður eigi talið fært, þá
verði innflutningur hráefna fram
kvæmdur eftir fyrirfram gerðum
áætlunum, er tryggi sem hag-
kvæmastan rekstur fyrirtækj-
anna og þar með bætta sam-
keppnisaðstöðu við erlendar iðn-
aðarvörur.
Gerð var og samþykkt varð-
andi innflutning véla og vara-
hluta.
Hefur skortur á nýjum vélum
mjög staðið í vegi fyrir þróun
iðnaðarins.
Skorar ársþingið á innflutnings
yfirvöldin að taka nú þegar upp
breytta stefnu í innflutningi iðn-
aðarvéla og varahluta til þeirra.
Skorað var á ríkisstjórnina að
hlutast til um að lækka nú þegar
verulega fyrirframgreiðslur til
bankanna vegna innflutnings
hráefna. Ennfremur að umsóknir
um ábyrgðir og greiðsluheimildir
til hráefnakaupa fyrir verk-
smiðjuiðnaðinn verði ekki látn-
ar liggja óafgreiddar í gjaldeyris-
bönkunum um lengri tíma.
Ársþingið samþykkti að skora
á ríkisstjórnina að lóta hið fyrsta
fara fram endurskoðun á toll-
skránni í því skyni að tollflokk-
um verði fjölgað með tilliti til
hráefnainnflutnings iðnaðarins.
Jafnframt skorar ársþingið á
ríkisstjórnina að afnema það mis-
rétti, sem nú er ríkjandi í ýms-
um tilfellum, þegar hráefni til
iðnaðar eru hærra tolluð, en full-
unnar innfluttar vörur.
I viðskiptamálanefnd ársþings-
ins áttu sæti Axel Kristjánsson,
Haukur Eggertsson, Gunnar Jón-
asson, Bjarni Kristinsson, Hannes
Pálsson, Oddur Thorarensen og
Ólafur Magnússon.