Morgunblaðið - 21.04.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.04.1959, Blaðsíða 14
!4 MORCVNRLAÐIÐ Þriðjudagur 21. apríl 1959 — Ræða Magn- úsar Jónssonar Framh .af bls. 13 Ingin nægir aðeins til þess að greiða hið lögboðna framlag ríkis- sjóðs til þeirra skóla, sem nú eru í smíðum, og því ekki gert ráð fyrir neinum nýjum skólum. í>örf in fyrir nýja skóla er bins vegar *vo brýn, að ógerlegt er að fresta framkvæmdum. Nefndin hefur því talið óhjákvæmilegt að leggja til að tekin verði upp fjárveiting til 7 nýrra barnaskóla og tveggja skólastjóraíbúða, og fer því þó fjarri, að þörfinni sé fullængt. Nemur þá hækkun á fjárveitingu til barnaskólabygginga 2.7 miilj. kr. Um gagnfræðaskólana gegnir svipuðu máli. Fjárveiting til þeirra í fjárlagafrv. nægir aðeins tii þess að greiða hluta ríkissjóðs af stofnkostnaði skóia í smíðum, en þörf nýrra skóla mjög brýn. Er lagt til að veita nokkra fjár- hæð til byggingar tveggja nýrra gagnfræðaskóla og til endurbygg ingar á einum skóla. Nemur þá hækkun f járveitingar til bygging- ar gagnfræðaskóla 1.3 milij. kr. I>á er og lagt til að taka upp fjárveitingu til tveggja iðnskóla, á Selfossi og í Hafnarfirði, 50 þús. kr. til hvors. Fjárveitinganefnd hafa borizt ailmörg erindi, þar sem beðið er um sérstakar fjárveitingar til efl ingar skógrækt við ýmsa héraðs skóla, þar eð sú skógrækt nýt- ur ekki styrks frá skógrækt rík- ’isins eins og skóggræðsla á veg- um skógræktarfélaga. Sjálfsagt er að örfa þessa skógræktarstarfsemi við skólana, en nefndin telur nauð synlegt, að sú starfsemi verði felld inn í ramma skógræktar ríkisins. Telur nefndin ekki fært að veita sérstakar fjárveitingar i þessu skyni, fyrr en niðurstaða •r fengin um frambúðarskipan þessa þáttar skógræktarmálanna. Þá er og rétt að geta þess, að nefndinni hafa borizt óskir frá flestum starfandi tónlistarskól- um um aukinn styrk. Augljóst er, að starfsemi hinna ýmsu tóniist- arskóla er mjög mismunandi, bæði að magni og gæðum, en fjár veitinganefnd hefur enga aðstöðu til þess að kynna sér í einstökum atriðum starfsemi þessara skóla. Nefndin hefur því ekki talið sér j fært að gera nú neinar breyt- ingar á fjárveitingum til tónlist- arskóla. Henni er vel ijóst, að hér er um merkilega menningar •tarfesmi að ræða, sem með ári hverju verður umfangsmeiri, en telur ógerlegt að veita þessum skólum styrki, meira og minna af handahófi, svo sem gert hefir verið. Er nauðsynlegt að mennta málaráðuneytið safni ýtarlegum gögnum um alla þessa skóla og starfsemi þeirra og reynt verði aS íinna einhvern grundvöll til ð byggja á í sambandi við styrk- veitingar til skólanna. í>á vil ég minnast á eitt atriði, þótt ekki varði það miklu fyrir afkomu ríkissjóðs. Nefndin mæl- ir með að veita 15 þús. kr. styrk vegna útgáfu minningarrits um 30 ára starf Laugarvatnsskóla. Ýmsir slíkir styrkir hafa verið veittir á undanförnum árum og virðist það fara í vöxt að ýmsar ríkisstofnanir gefi út afmælis- Og minningarrit og leiti síðan eft- ir á ríkistyrks til útgáfunnar. I>ótt mörg þessara rita hafi ýmiss konar fróðleik að geyma, þá get- ur það ekki gengið, að einstakar ríkisstofnanir á eigin spýtur hefj- ist banda um útgáfustarfsemi í trausti þess að fá síðan fé úr ríkis- sjóði til að standa undir halla af útgáfunni. Um þetta verður rik- isstjórnin að setja ákveðnar r?gl- ur, er farið verði framvegis eftir. Tryggja þarf sjúkraflugið. Um tíu ára skeið hefur Björn Pálsson starfrækt sjúkraflug, og mun óhætt að fullyrða, að þessi starfsemi hafi bjargað fjölda mannslífa. Fyrir strjálbýlið er þessi þjónusta ómetanleg og skap j ar mikið öryggi. Sjúkraflug þetta hefur Björn Pálsson rekið á eigin ábyrgð og eigi notið annars ríkis- styrks en 50 þús. kr. af því fé, sem árlega er varið til slysa- varna á vegum Slysavarnafélags íslands. Nú hefur Björn Pálsson tjáð nefndinni, að rekstrarkostn- aður sjúkraflugsins sé nú orðinn svo mikill að eigi sé auðið að starf rækja það án verulegs fjárstyrks. Jafnframt hefur Björn Pálsson gert tillögur til nefndarinnar um frambúðarskipan þessarar þjón- ustu. Fjárveitinganefnd telur brýna nauðsyn að tryggja fram- haldandi sjúkraflug og telur það ekki betur komið í annarra hönd- um en Björns Pálssonar vegna reynslu hans og frábærrar atorku á þessu sviði. Leggur nefndin til, að Birni Pálssyni verði veittar vegna sjúkraflugsins 100 þús. kr. tíl viðbótar þeim 50 þús. kr., er hann mun fá frá Slysavarnafélagi íslands, en jafnframt telur nefnd in nauðsynlegt, að ríkisstjórnin taki upp samninga við Björn um tilhögun sjúkraflugsins í framtíð- inni. Að undanteknum nokkrum stór um útgjaldaliðum, sem sérstak- lega er ástatt með, og ég mun víkja að, nema hækkunartillög- urnar á þskj. 391 aðeins um 6.5 millj. kr., og eru af þeirri upp- hæð um 3 millj. kr. hækkun til hafnargerða og skólabygginga. Sýnir petta glöggt hveisu hóf- samlega hefur verið farið í hækk un útgjalda, þrátt fyrir þann mikla fjölda fjárbeiði.a, sem nefndinni bárust. Vík þá að nokkrum liðum, sem hafa sérstöðu. Hækkun vegna trygginga. Stofnsett hefur verið sérstök sjúkradeild í dvalarheimili aldr- aðra sjómanna. Leiðir af þessu óhjákvæmileg hækkun útgjalda vegna lögboðinna sjúkrastyrkja, og hækka af þessum sökum fram lög til annarra sjúklinga en berklasjúklinga um tæpar 900 þús. kr. Þessi útgjaldaliður í 17. gr. fjárlaga hækkar þó raunveru lega ekki nema um tæpar 700 þús. kr., þar eð útgjöldin eru áætluð þar lítið eitt of há. >á hafa framlög almannatrygg- inganna verið og lágt aætluð \ frumvarpinu og hefur reynzt óhjá kvæmilegt að hækka þá fjárveit- ingu um 4.5 millj. kr. og er þá sá útgjaldaliður 11 millj. kr. hærri en í fjárlögum ársins 1958. Samkv. endurskoðaðri rekstr- aráætlun er gert ráð fyrir því, að rekstrarkostnaður gufubors rík- isins og Reykjavíkurbæjar verði á þessu ári 10 millj. kr., en í fjár lagafrumv. er aðeins lagt til að veita 3.7 millj. kr. til reksturs gufuborsins. Samkvæmt samningi er ríkissjóði skylt að greiða helm • ing rekstrarkostnaðar á móti Reykjavíkurbæ. Ekkert vit er í að láta þetta dýra tæki standa ónotað, enda allar horfur á, að mikill árangur verði af borun- um þessum. Verður því að hækka fjárveitingu ríkissjóðs um 1.3 millj. kr. Þá hefur stjórn gufu- borsins farið fram á 600 þús. kr. fjárveitingu frá ríkissjóði og Reykjavíkurbæ hvorurn um sig, til kaupa á borvindu til djúpbor unar. Hér er tvímælalaust um brýnt nauðsynjamál að ræða, en eðlilegt virðist að leysa slika fjárfestingu með lántöku, þar eð borkostnaðurinn verður talilnn með stofnakostnaði, þegar hinar einstöku borholur verða beizlað- ar, og er samkomulag við fjár- málaráðherra, að reyvt verði að leysa málið á þann veg. Áhrif launahækkana. f fjárlagafrumv. er reiknað með 183 stiga kaupgjaldsvísitölu. í janúarmánuði var starfsmönnum ríkisins greitt kaup eftir kaup-' gjaldsvísitölu 203 stig. Veldur þetta ríkissjóði 3.2 millj. kr. út- j gjöldum. 6 og 9% grunnkaups- hækkun opinberra starfsmanna,1 sem samþykkt var nokkru fyrir áramót veldur 24 millj. kr. hækk- un og grunnkaupshækkun verka- manna 12 millj. kr. hækkun út- [ gjalda á þessu ári. Hér kemur svo aftúr til frádráttar lækkun launa vegna lækkunar vísitölu úr 183 stigum í 175 stig. Nemur sú lækkun samtals 22 millj. kr. Nettó útgjaldahækkun vegna launa- breytinga verður því samtals 17.2 millj. kr. Ógerlegt er að deila þessari hækkun niður á hvem einstakan lið frv., og er því lagt til að taka fjárveitingu til að mæta þessum útgjöldum í 19. gr. frv. Þar sem í nefndaráliti okkar í 1. minni hl. n. er ekki gerð nein sérstök grein fyrir breytingartil- lögum nefndarinnar við heimilda grein frv., ætla ég að víka nokkr- um orðum að sumum þeirra til- lagna til frekari skýringa. Lagt er til að auka aðstoð við blinda á þann hátt, að heimila að fella niður aðflutningsgjöld af sendiferðabifreið fyrir Blindra- vinafélag íslands og veita enn- fremur 20 blindum mönnum í stað 10 áður þau hlunnindi, að þeir fái síma, án þess að þurfa að greiða stofngjöld eða afnotagjöld. Þá er og í brtill. við 17. gr. lagt til að veita Blindrafélaginu nokk- urn byggingastyrk. Hér er um styrktarstarfsemi að ræða, sem áreiðanlega allir munu sammála um. Stjórn Sementsverksmiðju rik isins hefir að undanförnu unnið að því að tryggja verksmiðjunni nauðsynlegt rekstrarfé. Eru horf- ur á að það rekstrarfé fáist, en þó því aðeins, að ríkissjóður ábyrg- ist greiðslu rekstrarlánsins. Sem entsverksmiðjan er eign ríkisins Og virðist ekki álitamál, að ríkis- sjóður veiti þessa ábyrgð til þess að tryggja rekstur verksmiðjunn- ar. Það hefir komið í ljós, að láns- heimildir þær, sem í lögum eru, varðandi skip þau, sem smíðuð hafa verið í Austur-Þýzkalandi á vegum ríkisstjórnarinnar, eru eigi nægilega háar, því að skipin hafa hækkað í verði og ennfrem- ur mun reynast óumflýjanlegt að hækka hundraðstölu láns út á hvert skip. Ríkisstjórnin hefir því óskað eftir að fá viðbótar- lántökuheimild, er nemi allt að 14,5 millj. kr. Telur nefndin ekki um annað að ræða en veita þá heimild. Á síðastliðnu sumri urðu bænd- ur í ýmsum sveitum á Norður- og Norðausturlandi fyrir all- þungum búsifjum vegna lang- varandi óþurrka. Var bændum þessum veitt aðstoð með lánum til kjarnfóðurkaupa fyrir milli- göngu Bjargráðasjóðs, en ríkis- sjóður lagði fram féð. Var ekki auðið að afla fyrirfram heimild- ar Alþingis til þessara ráðstaf- ana, en lagt er til að þessi ráð- stöfun verði staðfest af Alþingi með heimild í 22. gr. fjárlaga. Auknar jarffhitarannsóknir Á Norður- og Norðausturlandi er víða heitt vatn í jörðu. Hita- veitur eru þegar komnar í Ólafs- firði og Sauðárkróki til mikilla þæginda fyrir íbúa þessara staða og mikill áhugi er á að koma upp hitaveitu fyrir Akureyri og Húsavík Hitaleit hefir einnig sum staðar á þessu svæði mikla þýð- ingu í sambandi við hugsanlega hagnýtingu jarðefna Flutningur jarðbora er mjög kostnaðarsam- ur, enda næg verkefni annars staðar fyrir þá jarðbora, sem til- tækir eru. Það er því talið mjög æskilegt, að keyptur verði jarð- bor, er staðsettur verði nyrðra. Er talið, að kaupverð sliks bors sé um 3 millj. kr. og árlegur rekstrarkostnaður nemi svipaðri upphæð. Jarðhitinn í landi voru jafngildir kola- og olíunámum annarra þjóða, og er því naumast i áhorfsmál að leggja beri alla j áherzlu á að hagnýta sem bezt • þessa dýrmætu orku. Er því lagt til, að ríkisstjórninni verði heim- ilað að kaupa umræddan jarð- bor. Síldarverksmiðjur ríkisins hafa undirbúið að reisa soðvinnslustöð við síldarverksmiðju sína á Rauf- arhöfn. Slíkri stöð var komið upp við verksmiðjurnar á Siglu- firði fyrir síldarvertíð í fyrra. Reyndist sú stöð vel og skilaði góðum arði, enda þótt verksmiðj unum bærist lítil síld til vinnslu. Áætlað er, að hin fyrirhugaða stöð á Raufarhöfn geti unnið soð úr 5500 málum síldar á sólar- hring og myndi stofnkostnaður stöðvarinnar vera um 3 millj. kr. Stjórn síldarverksmiðjanna tel- ! ur sig geta fengið lán til þessava ! framkvæmda, en þó því aðeins 1 að ríkisábyrgð fáist. Þar eð hér sýnist vera um þjóðhagslega skynsamlega framkvæmd að ræða, stofnkostnaður að mestu leyti innlendur og verksmiðjurn- ar auk þess eign ríkisins, telur nefndin sjálfsagt að veita um- beðna ábyrgð. í fjárlögum ársins 1958 var Krossanesverksmiðjunni, sem er eign Akureyrarkaupstaðar, veitt ríkisábyrgð á allt að 1 millj. kr. láni til þess að koma upp heil- mjölsvinnslutækjum í verksmiðj unni. Var áætlað, að framkvæmd ir þessar kostuðu um 2 millj. kr. Ábyrgðarheimild þessi hefir þegar verið notuð. Verksmiðju- stjórnin hefir loforð fyrir lánum til að ljúka verkinu, en á sumum þessara lána a- m. k. mun vera krafizt ríkisábyrgðar. Það er að vísu óeðlilegt að veita ríkis- ábyrgð fyrir öllum stofnkostnaði, og er rétt að ríkisstjórnin gangi ekki lengra í þessu tilfelli en brýn nauðsyn krefur, en hins vegar telur nefndin nauðsynlegt, að tryggja það, að framkvæmd verksins stöðvist ekki. Eftirgjöf þurrafúalána Auk þessara heimilda, sem öl] nefndin mælir með að veittar verði, er ein viðaukatillaga við 22. gr. frv., sem nefndin hefir ekki orðið sammála um, en sem við í 1. minni hl. n. teljum sjálf- sagt að mæla með og flytjum því með öðrum sértillögum okkar. Er hér um að ræða heimild til ríkisstjórnarinnar til þess að gefa útvegsmönnum eftir þær skulda kröfur, sem ríkissjóður hefir eignazt á þá vegna innlausnar á lánum, sem hann er í ábyrgð fyrir vegna þurrafúa í fiskiskip- um. Fyrir nokkrum árum fór að verða vart skemmda í ýmsum fiskiskipum af völdum svkallaðs þurrafúa. Hafa ýmsir útvegs- menn orðið fyrir þungum búsifj- um af þessum sökum. Óumflýj- anlegt var talið að hlaupa undir bagga með þessum mönnum og hafa í fjárlögum síðustu ára ver- ið veittar ríkisábyrgðarheimildir fyrir lánum til viðgerða á skip- um þessum. Frá upphafi hefir verið reiknað með því, að ríkis- sjóður tæki að sér greiðslu þess- ara lána, enda afkoma útvegsins ekki slík, að útvegsmenn gætu tekið á sig slíkt tjón, því að verð- uppbætur til útvegsins voru ekki miðaðar við að auðið væri að mæta slíkum áföllum. Var þetta í rauninni staðfest af fjármála- ráðuneytinu, því að ríkisábyrgð- ih var veitt, enda þótt lánin væru til svo skamms tíma, að þess var engin von, að viðkom- andi útvegsmaður gæti greitt þau á svo akömmum tíma. Síðan hefir verið sett löggjöf um sér- staka tryggingu á fiskiskipum til að mæta þessu áföllum hér eft- ir. í samningum við útvegsmenn um síðustu áramót féllst ríkis- stjórnin á að útflutningssjóður greiddi iðgjöld af þurrafúatrygg- ingu fiskiskipa, svo sem gert hefir verið með önnur tryggingar gjöld. Ef þeir útvegsmenn, sem féngið hafa með ríkisábyrgð lán til þess að greiða með áfallinn kostnað vegna þurrafúaskemmda yrðu krafðir um þau lán, þá væri hlutur þeirra gerður lakari en hinna, sem hér eftir verða fyrir hliðstæðum áföllum Af þeim sökum féllst íkisstjórnin á þá ósk LÍÚ, að ríkissjóður taki að sér greiðslu á þeim þurrafúa- lánum, sem útvegsmenn þegar hafa tekið vegna þurrafúa- skemmda Við í 1. minni hl. n. teljum sjálfsagt, að staðið verði við það fyrirheit. Þá er komið að því að gera grein fyrir þeim tillögum okkar í 1. minni hl. nefndarinnar, sem eiga að geta tryggt það, að auð- ið reynist að afgreiða greiðslu- hallalaus Sjárlög, án þess að leggja á almenna skatta eða tolla. Fjárlög og útflutningsframleiffsla ekki aðskilin Það væri engum vandkvæðum bundið að afgreiða fjárlögin greiðsluhallalaus, ef ekki þyrfti jafnframt að sjá fyrir þörfum útflutningssjóðs, en fjárhagsmál þessara sjóða verða ekki aðskilin. Ýmsir halda því að vísu fram, að útgjöld útflutningssjóðs séu allt annars eðlis. Er það rétt, að út- flutningsuppbætur eru ekki nein ir venjulegir ríkisstyrkir, en fjár til þessara sjóða er aflað með sams konar ráðum — sköttum á almenning í landinu — og mjög er vafasamt, að niðurgreiðslur á vöruverði, sem nú í ár munu , nema um 250 millj. kr. eigi frem- ur að teljast útgjöld útflutnings- sjóðs en ríkissjóðs, þótt fyrrv. fjármálaráðherra hafi látið flytja þau yfir á útflutningssjóðinn til þess að sýna minni hækkun út- gjalda ríkissjóðs. Áætlað er, að útgjöld útflutn- ingssjóðs á þessu ári aukist um 199 millj. kr. vegna aukinna út- flutningsuppbóta og niðurgreiðsl na á vöruverði. Hin aukna að- stoð við útflutningsatvinnuveg- ina um sl. áramót leiðir af sér 82,3 millj. kr. ný útgjöld. Þær bætur voru miðaðar við kaup- gjaldsvísitölu 175 stig. Þrátt fyrir 10 stiga lækkun kaupgjaldsvísi- tölunnar með lögunum um lækk- un kaupgjalds og verðlags og afleiddar verðlækkanir, hefir reynzt óumflýjanlegt að auka niðurgreiðslur vöruverð mjög mikið til þess að koma kaup- gjaldsvísitölunni niður í 175 stig. Til viðbótar þeim niðurgreiðsl- um, sem áður giltu, og áætlað var að kostuðu útflutningssjóð 135 millj. kr. á þessu ári, hafa niðurgreiðslur síðan um áramót verið auknar um 109,1 millj. kr. Þar við bætast 7,6 millj. kr. út- gjöld, sem stafa af aukinni neyzlu niðurgreiðsluvara. Á sú upphæð raunverulega að bætast við hinar fyrri niðurgreiðslur, ■ því að þær voru ekki miðaðar við raunverulega neyzlu niður- greiddra vara. Aukinn bifreiffainnflutningur Til þess að mæta þessum nýju útgjöldum útflutningssjóðs án nýrra almennra skatta- og tolla- hækkana er ráðgert að rýmka um ínnflutning bifreiða án gjaldeyr- isleyfa, ef umsækjendur hafa á eðlilegan hátt eignazt gjaldeyri og hækka jafnframt leyfisgjald af bifreiðum þessum. Virðist þetta eðlileg ráðstöfun, því að ella yrði gjaldeyri þessum varið til annarra kaupa, sem vafasamt er, að gæfu ríkissjóði nokkrar toll- tekjur. Um tilhögun þessa gjalds í einstökum atriðum mun ég ekki ræða nánar, því að það varð ar í rauninni ekki afgreiðslu fjár- laga heldur mun ríkisstjórnin gera fjárhagsnefndum þingsins grein fyrir þeirri fjáröflunarleið í sambandi við frv. um útflutn- ingssjóð. Áætlað er, að gjald þetta veiti útflutningssjóði 25 millj. kr. auknar tekjur. Þá er og gert ráð fyrir því, að 20 millj. kr. framlag það frá útflutningssjóði til ríkissjóðs, sem ákveðið er í lögum um út- flutningssjóð falli niður. Vantar þá 154 millj. kr., og er lagt til í tillögum okkar í 1. minni hl. n., að ríkissjóður leggi útflutnings- sjóði þá fjárhæð. 230 millj. kr. bil tekna og gjalda Bil það milli tekna og gjalda, sem brúa þarf hjá útflutnings- sjóði og ríkissjóði miðað við tekjuáætlun fjárlagafrv. nemur því um 230 millj. kr. Þegar ætl- unin er að brúa slíkt bil án þess að hækka almenna skatta og tolla, má sérhverjum manni ljóst vera, að það verður ekki gert nema með því móti að gera ýms- ar róttækar ráðstafanir til þss að draga úr útgjöldum rikissjóðs. Okkur í 1. minni hl. n. er það mæta vel ljóst, að slíkar ráðstaf- anir eru aldrei vinsælar hjá þeim, sem fyrir barðinu á þeim verða, ekki sízt þegar lítið aðhald hef- ir verið áður um fjáreyðslu rík- issjóðs, en það er samt sannfær- j Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.