Morgunblaðið - 26.04.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.04.1959, Blaðsíða 13
Sunnudagur 26. april 1959 MORGUNBLAÐIÐ 1 ts i. . 4 ■ ■ " i.«r ■ -w '» ' . '' v . að vegna fjarveru nokkurra þing- öldunnar, sem Hermann Jónas- T manna væri frestað atkvæða- son réttilega sagði að skollin væri greiðslu um ákveðnar tillögur. yfir, þegar V-stjórnin hljóp af Jón Pálmason, forseti Sameinaðs hólmi. þings, benti þá á, að það væri ekki á valdi forseta að greina á milli, hverjar af löglegum breyt- ingartillögum skyldu teknar til atkvæða. Þær yrðu allar að ber- ast upp, ef þær væru ekki teknar aftur af sjálfum flutningsmönn- unum. Hins vegar væri engin á- stæða til að fresta atkvæðagreiðsl unni í heild, þar sem vitað væri, að fjarvistir þeirra þingmanna, rninnihlutastjorn Alþyðuflokks- sem lasnir voru, mundu ekki hafa , ins, stofnað til „útgjalda- áhrif á úrslitin. Þetta lá í augum Útgjöld, sem Framsólm stofnaði til ^ Timinn talar nú mjög um, að Skátar tóku virkan þátt í sumarfagnaðinum að vanda. REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 25. apríl Sumarkoma íslendingar fagna sumri af heil- um huga. Veturinn, sem var að líða, hefur að ýmsu leyti verið erfiður. Lengi var misviðrasamt og mannskaðar miklir. Með vax- andi birtu batnar oftast veður og bjartsýni eykst. Vertíð, a. m. k. hjá bátaflotanum, virðist ætla að verða góð, þrátt fyrir örðugleika í fyrstu. Bændur hafa sloppið við stórfelld harðindi og vegir hafa furðu lengi reynzt færir. 1 stjórnmálum hefur margt borið við á þessum vetri. í desem ber-byrjun gafst V-stjórnin upp eftir að ný verðbólgualda var skollin yfir, eins og forsætisráð- herra hennar réttilega sagði. Hann hljóp af hólmi eftir að raun var á komin um það, að hans eigin sögn, að stjórnin gat ekki komið sér saman um nein raunhæf úrræði gegn vandanum, sem fyrirsjáanlegur hafði þó ver- ið frá því, að bjargráðin botn- lausu voru sett á sl. vori. Eftir að V-stjórnin þvældist ekki lengur fyrir, tókst að ná samkomulagi um stöðvun verð- bólgunnar, sem skapar svigrúm til þess að kjósendur geti sjálfir við almennar kosningar kveðið á um frambúðarráðstafanir í þess- um efnum. Ennfremur hafa Sjálf- stæðisflokkur, Alþýðuflokkur og kommúnistar orðið ásáttir um nýja kjördæmaskipan, sem veitir betri tryggingu fyrir flokkslegu jafnrétti'en áður hefur fengizt. Kosningar verða sennilega hinn 28. júní. Gefst kjósendum þá færi á að gjalda V-stjórnarflokk. unum verðugar þakkir fyrir frammistöðu hennar, segja til um stefnuna í efnahagsmálum og kveða á um, hvort þeir telji frem- ur til þjóðarheilla, að réttlæti eða ranglæti ráði skipan Alþingis. r Ohepp ni einræðisherrans Sama dag og fréttir bárust af því, að Dalai Lama hefði sagt fréttamönnum viðs vegar að frá því, að honum hefði tekizt með aðstoð hugrakkra og þjóð- hollra Tíbet-búa að flýja undan yfirgangi og árásum Kínverja í Tíbet, var einnig sagt frá því í fréttum, að á flokksþingi kín- verska kommúnistaflokksins, hafi Chou en Lai sagt, að Dalai Lama hafi verið rænt og fluttur burt af ofbeldis- mönnum. Menn furða sig á því að þessi kommúniski ein- ræðisherra skuli halda fast við ósannindi sín, eftir að hann veit að Dalai Lama er kominn á þær slóðir, að hann getur sjálfur hnekkt þeim og sagt heiminum frá flótta sínum. Að vonum hafa margir haft orð á þeirri einstöku óheppni, sem einræðisherrann þannig varð fyrir, að skýrslur þeirra Dalai Lama skyldu berast umheiminum samtímis. Þegar málið er betur skoðað, er síður en svo víst, að Chou en Lai setji þetta fyrir sig. Hann er ekki að tala fyrir hinn frjálsa heim, heldur þann kúgaða, þar sem allar fréttir eru lagaðar í hendi, eða haldið alveg leyndum, ef svo vill verkast. Almenningi bak við járntjaldið verður stöð- ugt talin trú um, að Dalai Lama hafi verið rænt, hitt sé auðvalds- lygi að hann hafi flúið, ef þá ekki er alveg þagað um „lyginá:: og „ránið“ eitt fært í frásögur. Nýlega er komið út rit um blaðamennsku bak við járntjald. Þar er t. d. skýrt frá þeirri stað- reynd, að í blöðum Sovét-ríkj- anna var ekki skýrt einu orði frá stórkostlegum mannskaða, sem varð úti fyrir ströndum Rúss- lands. Hins vegar var vikum eða mánuðum saman haldið áfram að birta heillaóskaskeyti til Stalins á sjötugsafmæli hans! Kristiim ferðast á milli kommúnistaþinga Skiljanlegt er, að almenningur á bak við járntjald eigi erfitt með að átta sig á staðreyndum. Til- gangurinn er einmitt sá að rugla um fyrir mönnum, svo að frekar sé hægt að leiða þá áfram í blindu og ósjálfstæði. fslendingar þekkja sama fyrirbærið, þó að í mildari mynd sé, í þeim byggðalögum. þar sem Framsókn hefur öll ráð og Tíminn einn er lesinn. Hugar- heimur þess fólks, sem fyrir þeirri ógæfu verður, hlýtur óhjá- kvæmilega að skekkjast verulega. En jafnvel þeir, sem hafa færi á að vita betur, láta stundum trúna blinda sér sýn. Meðal áheyrenda Chou en Lai var einn, Kristinn Andrésson, sem áreiðanlega mundi ekki láta frásögn Dalai Lama sjálfs hagga tröllatrú sinni á sanngildi' frásagnar kínverska einræðisherrans. Kristinn hefur nú þegar birt í Þjóðviljanum frá- sagnir af veru sinni á flokksþingi kommúnista í Moskvu á dögun- um. Hann segir m. a. svo frá því: „Maður saknaði vina í stað frá 20. þinginu, þar sem eru þeir Malenkov, Molotov, Kaganovitsj, Bulganin og Sjepilov. Enginn þeirra sást þar, enda ekki lengur í forystuliði flokksins. Mikojan sagðist oft hafa verið spurður að því i Ameríkuför sinni, hvort á- tökin við þá bæri að skilja svo að andstaðan í flokknum hefði aukizt. „Nei“, svaraði Mikojan, Það er alger eining“. „Síðan þeir voru gagnrýndir, hefur þeim ekki bætzt einn liðsmaður. Við minnumst á þá hér á þinginu í þeim eina tilgangi að sýna einu sinni enn á grundvelli staðreynda, hve algerlega röng og skaðleg stjórnmálaafstaða þeirra var og að rétt og nauðsynlegt var að berjast á móti henni“. Og eftir ræðum manna á þinginu var ekki annað að heyra en allt hefði breytzt mjög til batnaðar, ein- mitt við það, að tekin hefði verið raunsærri stefna, sú stefna, sem Krúsjev og fylgismenn hans börð- ust fyrir og leyst hefur ný öfl úr læðingi um allt land. Hver og einn fulltrúi á þessu þingi hafði sögur að segja af auknum framkvæmdum, breyttum við- horfum, nýrri vakningu í sveit- um landsins, sér í lagi, og auknu frumkvæði almennings“. Þarna var, sem sagt, allt í ein- ingu andans og bandi friðarins. Galdurinn var sá einn að reka gagnrýnendurna í útlegð, eftir það sjá hinir hvað þeirra bíður, ef þeir taka ekki undir lofdýrðar- óðinn um Krúsjev & Co., enda hefur hann hljómað sætt í eyrum Kristins Andréssonar. Gjöf Kjarvals Hin veglega gjöf Jóhannesar Kjarvals til byggingar Listasafns ríkisins er hinum mikla meistara samboðin. Kjarval hefur árum saman skotið sér undan því, að byggt væri fyrir hann sjálfan hús, þar sem hann gæti búið og unnið að listaverkum sínum og þau síð- an geymzt um aldur og ævi. í stað þess vill hann safnbyggingu svo að sem flestum listaverkum verði komið þar fyrir. Sú ákvörð- un hans verður ekki til þess að hans eigin verk gleymist. Þó að Kjarval hefði ekki sýnt þessa óeigingirni, mundi málverkum hans ætíð hafa verið tryggur heiðursveggur meðal hins bezta, sem íslenzkir listamenn í þessari grein hafa gert. Fum Framsoiviiar og fjárlaga- afgreiðsla Taugaóstyrkur og örvilnan Framsóknarbroddanna brýzt nú fram í flestum þeirra gerðum. Ruddaskapur Eysteins Jónssonar í útvarpsumræðunum um kjör- dæmamálið, þegar hann í stað raka réðst með persónuníði að Jóni á Reynistað og Jóni á Akri, birtist og í atkvæðagreiðslu við 2. umr. fjárlagafrumvarpsins. Þá krafðist Eysteinn Jónsson þess, uppi og var öllum þingmönnum ljóst. Engu að síður lét Eysteinn Jónsson sér sæma r.ð skattyrðast út af þessari sjálfsögðu afstöðu forseta. Því eftirtektarverðara var, að sjálfur lét hann flokks- menn sína í fjárveitinganefnd ekki taka aftur eina einustu af þeim tillögum, sem þeir höfðu fram borið. Ef hann hefði talið að frestun hefði nokkra þýðingu, þá hafði hann og þeir félagar í hendi sér að geyma atkvæða- greiðsluna um tillögur sínar tii 3. umræðu. Hæðast að sjálfum sér En það voru fleiri Framsókn- armenn, sem urðu sér til lítils sóma við þessa 2. umræðu máis- ins. Fulltrúar Framsóknar í fjár- veitinganefnd fjargviðruðust mik ið yfir þvi, að afgreiðsla málsins hefði dregizt nú eftir áramótin, og fóru um það háðulegumorðum í nefndaráliti sínu og ræðuhöld- um. En hver ber ábyrgðina á þess um drætti? Enginn fremur en hinn marglofaði fjármálaráðherra Framsóknar. Hann vanrækti að búa fjárlagafrumvarpið svo úr garði sem stjórnarskrá lýðveldis- ins mælir fyrir. Frumvarpið, sem hann lagði fyrir Alþingi á sl. hausti, var að mestu gagnslaust plagg, eins og Magnús Jónsson réttilega sýndi fram á í ágætri ræðu. Minnihlutastjórn Alþýðuflokks ins varð því að fitja alveg upp á nýjan leik og tók það að vonum verulegan tíma. Því fremur sem hún vildi ekki hafa þann hátt á, sem Framsókn hefur iðkað, að láta fjárlög af ásettu ráði gefa ranga mynd af tekjum og gjöldum ríkissjóðs. Framsóknarbroddarn- ir hafa gert þetta í því skyni að geta haft milljóna tugi eða meira til ráðstöfunar fyrir utan lög og rétt. Góðri fjárstjórn tilheyrir aftur á móti að tekjur og gjöld séu svo nákvsémlega áætlað sem bezt verður séð þegar frumvarpið er samþykkt. I þessu hefur nú mikið á unnizt. Hvað varðar Eystein um þjóðarhag? Á sínum tíma varð víðfrægt, þegar Þóroddur Guðmundsson kommúnisti á Siglufirði varpaði fram spurningunni: „Hvað varð- ar mig um þjóðarhag?" Eysteinn Jónsson varð í vetur mjög sár yfir, að samnefndarmenn hans í stjórn síldarverksmiðjunnar skyldu meta þennan sama Þór- odd meira en Eystein og kjósa hann fremur sem varaformann verksmiðjustjórnar. Því að eftir að hann hrökklaðist úr fjármála ráðherraembætti, þótti honum raunabót í, að verða varafor- maður þessarar stofnunar. En fjármálaráðherrann fyrrverandi hefur einmitt tileinkað sér kjör- orð Þórodds og er því sizt fram yfir hann takandi. Þetta kom mjög glögglega fram við af- greiðslu fjárlaga nú. Þá börðust Framsóknarmenn um á hæl og hnakka fyrir því, að ekkert til- lit yrði tekið til hinnar gífur- legu tekjuþarfar útflutnings- sjóðs, rúmlega 150 millj. kr., sem var bein afleiðing verðbólgu aukningar“, sem „skiptist þann- ig, að 82,3 millj. kr. renna til útflutningsbóta, en 116 millj. kr. til niðurgreiðslna". En allar þessar upphæðir eru bein afleiðing þess, hvernig V- stjórnin, undir forystu Hermanns Jónassonar skildi við. Ef þessum fjárhæðum hefði ekki verið var- ið, svo sem gert hefur verið, mundi ófarnaður uppgjafarinn- ar hafa lent enn harðar á al- menningi en þó hefur orðið. Þeg- ar Framsóknarmenn tönnlast nú á þessum fjárhæðum, eru þeir því að minna almenning á þá ógæfu, sem þeir sjálfir leiddu yfir landslýðinn. Því miður var hún miklu meiri en sem þessum tölum nemur. En ábyrgðarleysi þeirra kemur fram 1 því, að þeir skuli nú láta svo sem alls ekki þurfi að afla fjár til að standa undir fyrirsjáanlega meira en 150 millj. kr. vituðum halla. Minnir þetta mjög á atferli þeirra um áramótin 1957—58, þegar tekjuhalla fjárlaganna var eytt með þeim frumlega hætti að taka óhjákvæmileg útgjöld af sjálfum fjárlögunum, þar sem þau að sjálfsögðu áttu að standa. Fylgdii ekki foringjanum Það vakti athygli við afgreiðslu fjárlaganna, hversu oft Fram- sóknarmenn voru sundraðir við atkvæðagreiðsluna. Um eina til- lögu kommúnista, þá að lækka út í bláinn útgjöld til nokkurra starfsgreina um 5%, sátu flestir Framsóknarmenn hjá, sumir greiddu henni atkvæði, en fjár- málaráðherrann fyrrverandi stóð upp og gerði grein fyrir því, að tillagan væri óframkvæm anleg og mundi eingöngu horfa til þess að falsa fjárlögin. Hann greiddi því atkvæði á móti fals- tillögunni en enginn flokks- mannanna fékkst til að fylgja honum í þessu. Þeir hafa auð- sjáanlega ekki áttað sig á, hvað foringinn væri að gera með því að taka þarna allt í einu gagn- stætt venju ábyrga afstöðu. Þeir gættu þess ekki, að fjármála- ráðherrann fyrrverandi var þarna í raun og veru að reyna að verja sinn eiginn heiður, að halda því fram, að ekki væri svo auðveldlega hægt að koma fram sparnaði, að tillaga um 5% niður- skurð án nokkurra skýringa eða ábendinga um hvernig að skyldi farið, mundi leiða til raunveru- legrar gjaldalækkunar. Hitt er miklu líklegra til sparnaðar, sem Guðmundur f. Guðmundsson fjár málaráðherra benti á, að fækka t.d. tollþjónum, sem mjög var fjölgað á hinum ótrúlegustu stöðum rétt áður en V-stjórnin hrökklaðist frá, í sömu svifum og tekin var skyndilega ákvörðun um kauphækkun í fjármálaráðu- neytinu og skattstofunni, sem af einhverjum ástæðum þótti á- stæða til að launa dygga þjón- ustu. Kommúnistar vildu stöðva byggingu lögreglustöðvar Þjóðviljinn hefur öðru hverju 1 að undanförnu birt lúalegar ár- j Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.