Morgunblaðið - 26.04.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.04.1959, Blaðsíða 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Surmudagur 26. april 195f I SKÁK STÓRMEISTARAMÓTINU í Moskvu: er nú lokið með sigri þeirra Smyslovs, Bronstein og Spassky, sem hlutu 7. vinninga, Dr. Filip, Portisch og Wasukov 6., Friðrik, Milew og Aronin 5., Simagin 4%, Larsen 4 og Lutikov 3%. Frammistaða Friðriks er nokkuð lakari en gert var ráð fyrir, en þegar tekið er íillit til þess að allir þátttakendur eru í topp þjálfun, þá verður þessi afturkippur að teljast eðlilegur, enda ekki nema á færi harð- skeyttustu stórmeistara að halda sig ávallt í fremstu röð í slíkum mótum sem þessu. Ekki hafa þættinum borizt skákir frá mót- inu, en búast má við þeim mjög bráðlega. Ég hef í huga, að birta hér endatafl sem kom upp í skák þeirra Spielmann—Rubinstein í St. Petersburg 1909. ABCBEFGH Svartur á leik. 1. — Hb3; 2. Ha2, en þá verður a-peðið hættulegt. 3. a4, Hxd4; 4. a5, Hc4; 5. a6, Hc8; 6. a7, Ha8; og núna getur Rubinstein tæp- lega gert sér vonir um vinning þar sem hvítur færir kóng sinn til d4 og reyni svartur að vinná a7 peðið tapar hann peðsenda- taflinu. ( Skákin hafði mikla þýðingu fyrir fyrsta sætið í mót- inu.) 1. — Ha8!; 2. Hc3(?) Spiel- mann var í miklum vanda þar sem hann varð að velja á milli Hc3 og Ha2. Hann hafnaði síðari möguleikanum vegna 2. — Ha4 en samkvæmt athugunum á^töð- unni átti hvítur jafntefli eftir 3. Kg3, Ke7; 4. Kf3, Ke6; 5. Ke4, g5; 6. Hal, f6; 7. Ha2, f5f; 8. Kd3; Kd5; 9. Kc3, Hc4f; 10. Kb3, Hxd4; 11. a4, Hb3f (eða 11. — Kc6; 12. a5, Kb7; 13. a6f, Ka7; 14. Ha5, Hf4; 15. Hd5, Hxf2; 16. Hxd6. Hf3f; 17. Kc4, Hxh3; 18. Hg6, g4; 19. Kb5, Hb3f; 20. Ka5) 12. Kb4, Hxh3; 13. a5, Hh8; 14. a6, Ke4; 15. a6, Ha8; 16. Kb5, Kf3; 17. Kb6, 2. — Ha4; 3. Hd3, Ke7; 4. Kg3, Ke6; 5. Kf3, Kd5; 6. Ke2! Ef 6. — Hxd4; 7. Ke3!, Hd3; 8. Kxd3 og hvítur fær að minnsta kosti jafn- tefli. 6. — g5!; 7. Hb3, f6; 8. Ke3, Kc4; 9. Hd3, d5; 10. Kd2, Ha8; Markmið svarts kemur brátt í ijós, sem sé að setja hvítan í leik- þröng. Ef 11. Ke3, Hb8; 12. Ke2, Hb2 og a2 11. Kc2, Ha7! 12. Kd2, He7!; Ef 13. Kc2, þá He2f; 14. Hd2, Hxd2f 15. Kxd2, Kb3!; 13. Hc2f Kd4; 14. a4!, Ha7; 15. Spielmann — Rubinstein Það er ekki auðvelt að dæma stöðuna. Öll hvítu peðin eru ein- angruð. Þó ber að gæta þess að a- peð hvíts er fjarlægur freísingi og •vartur getur unnið peð með Ha3, Ha5; 16. Hal, Kc4; 17. Ke3(?) Meiri jafnteflismöguleika hefur hvítur eftir 17. Hclf, Kb4; 18. Hbl!, Kxa4; 19. Kd3, Hc5; 20. Kd4, Hc2; 21. Hb7, Hxf2; 22. Hxg7 17. — d4t!; 18. Kd2, Hf5!; 19. Kel Ef 19. a5, Hxf2t; 20. Kel, Hb2!; 19. — Kb4; 20. Ke2, Ka5! Rangt væri 20. — Ha5?; 21. Kd3, Hxa4; 22. Hxa4, Kxa4; 23. Kxd4 21. Ha3, Hf4; 22. Ha2, Hh4; 23. Kd3, Hxh3! 24. Kxd4, Hh4t 25. Kd3Í; Hxa4; 26. He2, Hf4; 27. Ke3, Kb6; 28. Hc2, Kb7; 29. Hcl, Ha4; 30. Hhl, Kc6; 31. Hh7, Ha7; 32. Ke4, Kd6 33. Kf5 Flýtir fyrir óhjákvæmilegu tapi. 33 — g6t; 34. Kxg6, Hxh7; 35. Kxh7, Ke5; 36. Kg6, g4; geíið. Um þetta enda- tafl sagði Spielmann: „Þessi hrókstaflok verða að koma í öll- um kennslubókum um hróks- endatöfl“. Skýringar við skákina eru aðallega frá Spielmann og úr nýútkominni bók „Theorie der turmendspiele" eftir Löwenfish og Smyslov. ★ Hin árlega keppni, sem hlotið hefur nafnið Clare-BSrie'dict-mót, lauk með sigri þýzku sveitarinnar sem hlaut 15. vinninga., 2.—3. Spánn lOVz, Austurríki 10V2, 4. Sviss 9, 5. Holland 8, 6. Ítalía 7. Júgóslavar sigruðu Ungverja í landskeppni með 11%—8%. Á 3 efstu borðunum urðu úrslit þessi: Gligoric Vz: Vz ■— Szabo VzV-z, 2. Matanovich IVz — Port- isch OV2, 3.*Dr. Trifunovic V2V2 — Barscha V2V2. ★ Hin árlega keppni milli bif- reiðastjóra á' Hreyfli og banka- manna var háð í Breiðfirðinga- búð 16. apríl og lauk með knöpp- um sigri þeirra fyrrnefndu 15% — 14%. Að þessu sinni buðu Hreyf- ilsmenn til keppninnar sem fór mjög vel fram. Hér kemur svo stutt skák frá keppninni.. Hvítt: Halldór Ólafsson, Bún.b. Svart: Steingrímur Aðalsteinsson, Hreyfli. Drottningarpeðsleikur 1. d4, d5; 2. e3, e6; 3. Bd3, Rf6; 4. Rf3, h6(?); 5. 0-0, Be7; 6. c4, c6; 7. Rd2, 0-0; 8. Hel, Rbd7; 9. e4, dxe4; 10. Rxe4, Rxe4; 11. Bxe4, Rf6; 12. Bd3 Liprara er 12. Bc2 12. — b6; 13. Re5, Dc7(?) Betra var 13. — Bb7 ásamt c5. 14. Bf4! Hvítur notfærir sér vél mistök svarts. Hótar Rg6. 14. —Bd6; 15. Df3, Bb7; Nú kemur í ljós gallinn við 4. — h6, sem var algjör óþarfi. Leikið aldrei óþarfa peðsleik. Svarta staðan er þegar töpuð. 16. Bxh6! Ef 16. — gxh6. þá 17. Dxf6, De7; 18. Dxh6, f5; Í9. He3, f4; 20. Hh3, t. d. Dg7. 21. Dxg7, Kxg7; 22 Hh7f 16. — g6? Flýtir fyrir óumflýjanlegum örlögum. 17. Dxf6 gefið. IRJóh. Hátíðahöld AKRANESI, 24. apríl. — Sumar- dagurinn fyrsti var haldinn há- tíðlegur hér með því, að skátarn ir fóru í skrúðgöngu frá skáta- húsinu niður í kirkju og hlýddu messu hjá sóknarprestinum séra Jóni M. Guðjónssyni, Eftir hádegi gengu bæjarbúar frá barnaskól- anum ofan að Gagnfræðaskóla. Skátar fóru fyrstir með fánaborg og fjóra trumbuslagara í farar- broddi. Þar flutti Njáll Guð- mundsson, skólastjóri ræðu. Veð ur var hið bezta. K.K.-sextettinn K.K. sextettinn hefur verið ráðinn til að leika undir b» ameríska söngkvintettinum Five Keys sem hér mun skemmta til ágóða fyrir Blindrafélagið eftir nokkra daga. K.K. sextettinn hefur á undanförnum árum verið fenginn til að leika undir lijá ýmsum erlendum skemmtíkröftum er hér hafa komið fram bæði á hljómleikum og kabarettum. Meðfylgjandi mynd var tekin í Austurbæjarbíói fyrir nokkrum árum þegar K.K. sex- tettinn lék á skemmtunum hinna ensku Tanner systra. * LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 9 Trefilí og kisi A BÆ einum hér í sveit- inni er hundur, sem heit- ir Ljótur. Þar er enginn köttur. Þegar Ljótur sér ketti, eltir hann þá, en gerir þeim þó ekkert. Eitt sinn kom Ljótur hingað með húsbónda sínum. Kisi okkar svaf úti á stétt. Ljótur kom hlaupandi og ætlaði að ráðast á hann. Þá kom hundurinn okkar Trefill og hálf réðist á Ljót en hafði köttinn undir hausnum á sér. Svo hljóp hann upp tröppurnar með kisa undir kverkinni. Útidyrnar voru opnar, en innri hurðin lá að stöfum. Trefill stökk á hurðina og hleypti kisa inn. — Svona fór Trefill að því að hjálpa kisa okkar, svo að Ljótur réðist ekki á hann. Elín Þ. Melsted. 3i Rökfræði — Getur þú sannað að tunglið sé búið til.úr gul- um osti? — Nei! ■— En það er þó auð- velt. Það er aðeins um ; tvennt að ræða: Annað hvort er tunglið úr gulum osti, eða að það er ekki úr gulum osti. Þetta hljóta allir að samþykkja. I Ef einhver nefnir Adam, kemur okkur strax Eva í hug, af því ' að þessi nöfn hafa svo oft verið nefnd saman að þau eru orðin tengd í huga okkar. Sama máii gegnir um mörg önnur nöfn úr sögu, bókmenntum, teikni- myndum o. fL Sé nú annað af þessu tvennu rangt, hlýtur hitt að vera rétt. Enginn get- ur mælt á móti því. Nú vitum við öil mæta- vel, að tunglið er ekki búið til úr gulum osti, og þá hlýtur hin niðurstaðan að vera sú rétta: Tunglið er búið til úr gulum osti. u Kæra Lesbók barn- anna! Eg þakka þér afar vel Hér er listi með nokkr- um nöfnum. Þið eigið að finna hitt nafnið seru við á, svo að nafnasamstæð- urnar verði réttar. Hans og ....... Gissur og ..... Kain og ...... Rómeó og....... Kjartan og..... Knoid og....... fyrir allar skemmtilegu sögurnar og skrítlurnar. Ég ætla að Senda þér nokkrar skrítlur, sem eru svona: Nágrannakonan: — Mikið eruð þér hásar í dag, frú Bjarnason. Frú Bjarnason: — Já, maðurinn minn kom svo seint heim í gærkvöldi. ★ Drengurinn: — Hafið þér nokkuð kvalastill- andi? Lyfsalinn: — Hvar er verkurinn, vinur minn? Drengurinn: — Hvergi ennþá, en pabbi er að lesa einkunnabókina mina. ★ Hann: — Hvað fæ ég ef ég veð yfir lækinn til yðar? Hún: — Kvef. ★ — Má ég spyrja: Er nokkuð á milli yðar og dóttur minnar, ungi mað- ur? — Ekki annað en þér, herra minn. Vertu svo sæl, kæra Lesbók. Nonni. Skríflur Óli frændi er i heim- sókn og heldur á tjeyr- ingi i annarri hendinni, en fimm króna seðli í binni. — Hvort vilt þú nú heldur?, segir hann við Palla litla, sem er tveggja ára. Án þess að hugsa sig am grípur Palli tíeyring- <nn og Óli frændi brosir í kampinn. En þá segir Palli: — Láttu mig svo fá bréfið til að pakka tí- eyringnum inn í! — Ég verð að fara inn til mömmu til að hjálpa henni við að þvo upp. En ég verð fljót, því strax og ég er búin að brjóta eitthvað, rekur hún mig út. ★ Kennarinn: — Þegar ég bendi nú á þessa á hérna, hvaða hálendi er það þá, sem eg hefi á hægri hönd? Óli: — Vörtur, herra kennari! KROSSGÁTA S | Wmó 'm 1 ng Lárétt: 1. borða, 4 .dýr [sem þú sérð á myndinni), 6. montingjar, 8. tveir ó- samstæðir, 9. ryk, 11. Það j sem þú átt að taka á! morgnana (sjá myndina), 12. púka, 13. farðu af stað. Lóðrétt: 1. er í hreiðr- inu (sem þú sérð á mynd- inni), 2. æpa, 3. viðskeytt- ur greinir í kvk, 4. bjarta, 5. rugl, 7. guðir, 10. sú sem á peningana (á mynd inni), 11. féll í glímunni. Mamma: Þú mátt ekki þurrka af eplinu með vasaklútnum. Pétur: Já, en hann er hvort sem er óhreinn. Á — Nei, heyrðu nú! Þú ert þó ekki að kenna litia bróður þínum að segja ljótt? — Nei, eg er bara að kenna honum orðin, sem hann má ekki segja. ★ Tvær litlar telpur komu í búðina. Sú stærri bað um pakka af tyggi- gúmmíi. — Á litla systir ekki að fá neitt? spurði kaup- maðurinn. — Nei, hún fær alltaf mitt gamla! ★ Kennarinn: — Petur, geturðu sagt mér hvernig net lítur út? Pétur: Já, það er fjöldi af götum, serrí bundin eru saman með seglgarni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.