Morgunblaðið - 26.04.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.04.1959, Blaðsíða 8
8 MORGUTVBLAÐ1Ð Sunnudagur 26. apríl 1959 Vænghaf Katalínu er sem svifflugu. — Þetta er sú síðasta. ^JCcitufi inct una á fætur annarri á hilluna. „Gamli Pétur“ söng sitt síðasta fyrir nokkrum árum, nú eru tætlurnar einar eftir af honum utangarðs á flugvellinum. Þar lauk merkum þætti okkar stuttu flugsögu. Öðrum Katalínubát er Flugfélagið búið að leggja, e. t. v. fyrir fullt og allt — og sá þriðji á að syngja sitt síðasta í haust að sögn forráðamanna félagsins. Þesar flugvélar hafa á undan- förnum árum gegnt þýðingar- miklu hlutverki í samgöngumál- um okkar — og það er leiðinlegt að sjá þær grotna niður, þótt búið sé að hirða úr þeim allt nýti- legt áður. Flugsaga okkar er stutt — og e.t.v. þess vegna ætt- um við að geta komið upp flug- vélasafni, sem jafnframt segði að einhverju leyti sögu flugsins á ís- landi. „Gamli Pétur“ hefði átt að vera í því safni. ☆ Cjamla CJexaó ☆ N Ú er aðeins einn maður, sem tók þátt í þrælastríðinu í Bandaríkjunum, á lífi. Hann býr í Texas og er 116 ára. — Sá næstsíðasti dó fyrir skemmstu í Tennessee. Hann var 112 ára. Svo enn var það Texas, sem sigraði. FLUGFÉLAG íslands þótti ráð- ast í stórvirki hið mesta, er það keypti árið 1944 Katalinuflugbát frá Bandaríkjunum. Þetta var þá langstærsta flugvél okkar, gat flutt 20 farþega með hagkvæmri innréttingu — og hafði margra klukkustunda flugþol. Þessi Kata línuflugbátur bar einkennisstaf- ina TF-ISP, var stundum kallað- ur „Pétur“ — og i seinni tíð aldrei annað en „Gamli Pétur“. „Pétur" hafði verið í notkun Bandaríkjaflughers eins og allir Katalínuflugbátarnir, sem við eignuðumst síðar. En þessi fyrsti var þó frábrugðin þeim síðari að því leyti, að á honum voru engin lendingarhjól — og var hann því eingöngu sjóflugvéj. Þar af leiðandi óhagkvæmari í rekstri og heltist fyrstur úr lest- inni. „Gamli Pétur“ markaði samt sem áður merk tímamót í flug- sögu okkar. Hann var fyrsta ís- lenzka flugvélin, sem hóf milli- landaflug, það var til Kaup- mannahafnar 1945. Síðar bættust Flugfélaginu tveir Katalínuflug- bátar — og um tíma áttu Loft- leiðir einnig tvær flugvélar þess- arar gerðar. TVEIB japanskir hermenn, sem hafast við í skógum á einni Filippseyja, neita enn að gefast upp. Þeir eru sem sé enn að heyja síðari heimsstyrjöldina og ætla að berjast til þrautar. Að vísu eru skotfærin þrotin fyrir nokkrum árum, en þeir sýna hug sinn á margan annan hátt. Itrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til þess að fá mennina til að gefast upp, með góðu eða illu, en allt án árangurs. „Gamli Pétur“. Katalínuflugbátarnir hafa verið okkur hin mestu happaskip, jafn- an þótt hinir öruggustu farkostir þó seinfærir séu. Framleiðsla þeirra hófst árið 1935. Þeir voru einungis smíðaðir til strand- gæzlu og ,,kafbátaveiða“, enda komu þeir að góðu haldi í heims- styrjöldinni síðari. Sagt er, að þýzku kafbátarnir hafi ekki ótt- azt neitt jafnmikið og Katalínu, því að hún hafði bæði vélbyssur og djúpsprengjur, var langfleyg, hafði eldsneyti til 20 stunda flugs, — og stundum meira, og gat skriðið lúshægt yfir sjávar- flötinn, þegar á þurfti að halda. Vænghaf Katalínu er lika óvenju mikið og svifeiginleikar sagðir góðir. En nú er framleiðslu hennar haett fyrir mörgum árum — og það gerist æ erfiðara að halda þeim bátum við, sem enn eru í notkun. Katalína er óvíða notuð til farþegaflutninga eins og hér- lendis, og fer þeim stöðugt fækkandi. Tvær eða þrjár munu notaðar á Formósu annað eins í Perú og á Ceylon, nokkrar í Kanada — og enn eru örfáar í herþjónustu. Það er því skiljanlegt, að Flugfélag íslands lcggur nú eina Katalín- JUNE Puckett van Wie, 73 ára gömul hefðarfrú í Sacramento í Kaliforníu, varð meira en lítið j hissa, þegar hún komst að þvi, • að hún var 17. kona elskulegs; eiginmanns síns. Hún hélt, að i þetta hefði verið fyrsta ástin hans. Francis van Wie giftist June árið 1957. Hann var töfra- maður að atvinnu og það var e .t. v. vegna þess, að hann hvarf mjög skyndilega að heiman eftir eins árs hjónaband. Frúnni leidd- ist biðin, hún hefur sennilega verið farin að líta í kringum sig aftur. Hún sótti um skilnað — og þá varð allt deginum ljósara. Maðurinn hennar hafði þrisvar verið dæmdur fyrir fjölkvæni og setið í fangelsi nokkur ár í senn. — Flestir söngvarar eru tauga- óstyrkir, þegar þeir koma fram á sviðið. Þeir fá líka inflúenzu, þeg_ ar hægt er að krækja í hana. Það j er vegna inflúenzunnar en ekki I taugaslappleika sem við höfum orðið að aflýsa tvisvar, sagði Vincenzo Maria Demetz, óperu- söngvari frá S-Tyrol, sem tvisvar hefur auglýst nemendahljómleika sína í vor, en orðið að aflýsa í bæði skiptin. Ég kom hingað 1955 segir hann, og byrjaði þá að kenna. En nemendahljómleika mína hefur aldrei fyrr borið upp á flenzu-tíma — og flenzu aldrei upp á hljómleikatíma. Við ætluð- um að syngja fyrst 12. marz, en þá veiktist ein aðalsöngkonan okkar — og þegar við ætluðum að reyna aftur nú í vikunni, þá var heill hópur kominn í rúmið —og þú veizt að söngvarar, jafn- vel mjög góðir, syngja aldrei, þeg ar þeir eru með yfir 40 stiga hita, enda þótt sumt fólk haldi, þegar það heyrir í sumum söngvuruin, að þeir séu lasnir. — En við ætlum ekki að halda okkai tónleika fyrr en allir eru Dementz í rúmið, a.m.k. ekki, þegar þessi mynd var tekin. búnir að ná sér eftir þessa ban- setta flenzu. Við verðum að vera öll, því að við erum samrýnd eins og stór fjö’skylda. Það er kannski þess vegna að allir veikj- ast, þegar einn veikist. Demetz stendur enn uppi, flenz an hefur ekki lagt hann í rúmið, Tyrolarnir eru svo hraustir. Já, úr því að minnzt er á Tyrol. Þið viljið auðvitað vita einhver deili á manninum, sem undan- farna vetur hefur kennt söng hér í Reykjavík, en verið í heima- húsum á sumrin, eða farið í síld til Siglufjarðar og Raufarhafnar. | f Tyrol hefur hann flutt fyrir- lestra um fsland. — Ég byrjaði auðvitað á Hrafna-Flóka og öllu þessu gamla — og sagði svo frá íslandi eins og það er í dag. Við í Tyrol búum milli hárra fjalla og þess vegna hefur okkur alltaf fundizt sem við værum tengdari íbúum Norð- ursins en fólkinu niðri á sléttun- um. Norðurlöndin eru drauma- lönd barnanna í Tyrol, þess vegna greip ég tækifærið að koma hingað. En ég hef ílengzt hér, stundum ætlað að fara, en alltaf dregið það. Ekki vegna veikinda. Ég hef ekki einu sinni fengið flenzuna. Heldur vegna þess að Norðrið hefur ekki brugðizt. Altalað er, að Rússar séu að stofnsetja flugfélag á Vestur- löndum til samkeppni við flugfélög lýðræðisríkj anna. j Munu Rússar ætla að reyna að j ná í eitthvað af hinum ört j vaxandi flugflutningum vest- j an tjalds, en hingað til hefur þeim ekki tekizt að ná neinum tökum í fjármálalífinu, sem þróazt hefur í sambandi við flugið. Vitað er, að þeir ætla að stofna félag þetta í Basel ! í Sviss — og fyrst í stað að ! fljúga einungis leiguflug, en ' síðar munu þeir ætla að reyna að hefja áætlunarferðir milli * ýmissa Vesturlanda. Félag þetta mun fá fjórar ' TU-104 rússneskar farþegaþot- j ur um leið og það verður stofn j að, en síðar munu að sögn 24 I flugvélar bætast við — og á j flugflotinn að telja 28 stærri og minni flugvélar. Ekkert hefur vitnazt um undirbúning að stofnun þessa j félags fyrr en á dögunum, að j leitað var til SAS um sam- j vinnu. Vildu Rússarnir gera j samvinnusamning við skand- inaviska flugfélagið í sam- bandi við Moskvuferðir þess — og freista þannig að komast inn í farþegaflugið á kostnað SAS. En SAS hafnaði allri samvinnu eftir að ljóst var, hvað Rússar ætla sér fyrir með þessu. Nú eru önnur flugfélög bendluð við þetta óstofnsetta flugfélag. Brezka félagið Inde- pendent Airways er t. d. sagt standa í makki við Rússa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.