Morgunblaðið - 03.05.1959, Blaðsíða 2
2
MORGUIVRLA ÐIÐ
Sunnudagur 3. maí 1939
Eæða Guðna Árnasonax 1. maí:
ísl. verkalýðshreyfing frábiður sér
í framtíðinni allan Hannibalisma
fslendingar!
Alþýða Reykjavíkur!
í dag er hátíðisdagur verka-
lýðsins.
í dag ér háfíðisdagur V:>ns vinn
andi manns á sjó og landi.
Verkalýður íslands hefur vaiið
sér vordaginn 1. maí til hátiða-
halda.
Vordaginn með hækkandi sól,
og grænkandi jörð. íslenzka
þjóðin hefur um aldir fagnað
komu sumarsins, og verkafólk til
sjávar og sveita, sem enn man sitt
skammdegismyrkur, skammtaðra
lífskjara, fagnar bjartsýni, vori
bættra lífskjara.
Við höldum hátíð til þess að
gleðjast og fagna, til þess að rifja
reynslu árin og til að setja fram
kröfur okkar okkar og óskir. Á
þessum degi hyggja launþegarnir
að fortíð og framtíð.
Verkalýðsstéttin er raunsæ stétt.
Hörð lífsbarátta hefur kennt
henni, að meta staðreyndir og
trúa bezt eigin augum. Þess vegna
hefur 1. maí á íslandi ekki verið
dagur hersýninga og hávaða,
heldur dagur reikningsskilanna.
Þeirra reikningsskila, sem
verkamenn gera við samtök sín,
og þjóðfélagið í heild.
Ef við gerum upp reikninga
alþýðusamtakanna í dag, þá
kennir þar margra grasa. Og
vissulega hafa skipzt á skin og
skúrir í sögu hinnar íslenzku
verkalýðshreyfingar.
En í heild er þó niðurstaðan
sú, að mikið hefur áunnizt, kjör-
in hafa batnað, vinnan orðið létt-
ari, tómstundirnar fleiri og ör-
yggi launþeganna vaxið, svo, að
í okkar þjóðfélagi, þar sem fáir
áttu til hnífs og skeiðar fyrir
hálfri éld, líður nú engin skort.
Þetta er að vísu ekki verka-
lýðssamtökunum einum að þakka,
þetta er allri íslenzku þjóðinni
að þakka. En hlutur verkalýðs-
ins er stór, mjög stór, og við sem
nú í dag njótum ávaxtanna af
fórnfúsri baráttu frumherjanna
megum minnast þeirra á þessari
stundu með þakklæti og virð-
ingu.
Þeirra hlutskipti var erfitt,
mörg spor þeirra voru þung og
vinnudagurinn oft langur í þágu
veikra og vanmáttugra samtaka.
En þakkirnar á stundum aðeins
illar augnaskotur eða annað
verra.
En hvernig höfum við ávaxtað
þennan arf?
Þvi miður verðum við að horf-
ast í augu við þá staðieynd, að
Dagskrá Alþingis
DAGSKRÁ sameinaðs Alþingis
mánudaginn 4. maí 1959, kl. 1%
midðegis.
1. Kosning tveggja endurskoð-
enda Landsbanka íslands. 2. Kosn
ing tveggja endurskoðanda Út-
vegsbanka íslands. 3. Kosning 3
manna í milliþinganefnd til að
endurskoða ábúðarlög. 4. Kosn-
ing 5 manna í nefnd til að athuga
á hvern hátt unnt sé að búa öldr-
uðu fólki skilyrði til að nota
starfsorku sína. 5. Kosning 4
manna nefndar til þess að skipta
fjárveitingu til skálda, rithöf-
unda og listamanna. 6. Kosn-
ing 5 manna nefndar til
að skipta fjárveitingu til atvinnu-
og framleiðsluaukningar. 7. Land
helgismál, þáltill. /166. mál. —
Ein umr. 8. Nauðungarvinna,
þáltill. /130. mál. — Ein umr.
9. Aðbúnaður fanga, þáltill. /21.
mál. — Síðari umr. 10. Björgun-
artæki, þáltill. /120. mál. — Frh.
einnar umr. 11. Útgáfa á blaða-
greinum Jóns Sigurðssonar, þál-
till. — Fyrri umr. 12. Handrita-
málið, þáltill. /63. mál. — Síðari
umr. 13. Flugsamgöngur, þáltill.
/84. mál. Frh. einnar umr.
14. Fjárfesting, þáltill. /96. mál.
— Frh. einnar umr. 15. Slit á
stjórnmálasambandi við Breta.
— Ein umr. 16. Bifreiðar ríkis-
ins, þáltill. 17. Útvarps- og sjón-
varpsrekstur Bandarfkjamanna,
þáltill. 18. Mæðiveikivarnir, þál-
till. — Ein umr.
Guðni H. Árnason
síðustu árin verða víst aldrei tal-
in til blómaskeiðs íslenzkrar
verkalýðshreyfingar. Og hvað
veldur því?
Orsökin er einfaldlega sú, að
forusta heildarsamtakanna hef-
ur verið heldur rislág.
Hún hefir misskilið hlutverk
sitt, metið önnur verkefni meira
en þau, að efla og styrkja einhug
og mátt vinnandi fólks.
Stjórnmálum og pólitískri yfir
drottnunarstefnu hefur verið
troðið inn í hvert einasta laun-
þegafélag, þar sem hægt hefur
verið að koma því við. Þetta
hefur jafnvel gengið svo langt,
að það hefur átt að breyta sjálfu
Alþýðusambandi íslands í pólit-
ískan flokk, sem ætti að ná þing-
meirihluta og stjórna síðan land-
inu í nafni og fyrir reikning
verkalýðssamtakanna.
Við erum nú reynslunni ríkari
í þessum efnum.
Réttindaskerðingar og launa-
lækkanir, samfara skattahækk-
unum, eru nefnilega ekkert bragð
betri þótt þær séu kryddaðar með
nafni Alþýðusambandsins — 19
manna nefndar, eða skreyttar
einhverju öðru nafni, blómi, sem
verkalýður landsins ætti að bera
í hnappagatinu, til marks um það,
að hann væri með í ráðum um
ríkisstjórn.
Við höfum nú í eitt skipti fyrir
öll fengið nóg af svokölluðum
„samráðum við verkalýðinn" í
,vinstri stjórnarstíl“.
Samráðum, sem i reyndinni
voru valdboð um „bjargráð", en
sem reyndust aðeins lífskjara-
skerðing og ekkert annað.
Ef skerða á kjör okkar, eða
brjóta þarf okkar rétt, þá fer bezt
á því, að það sé nefnt réttu heiti,
og að slíkar ráðstafanir séu ekki
gerðar í nafni heildarsamtaka
okkar.
íslenzk verkalýðshreyfing frá-
biður sér í framtíðinni slíkan
Hannibalisma.
Hún mótmælir því, að pólitísk-
ir ævintýramenn séu að flækja
Alþýðusamtökunum inn í refskák
síns pólitíska metnaðar.
Hin frjálsa og stolta verka
lýðshreyfing mótmælir því, að
ríkisstjórnin, hvaða flokki, sem
hún tilheyrir, eða Alþingi, geti
varpað ábyrgðinni af Lands-
stjórnni yfir á herðar verkalýðs-
samtakanna.
Ríkisstjórn og Alþingi eiga að
bera ábyrgð á stjórn hins ís-
lenzka verkalýðs, og standa eða
falla með sínum gjörðum.
En yfirstjórn launþegasamtak-
anna er ábyrgð gagnvart öllum
launþegum á þessu landi og þess
vegna mótmæla launþegarnir því
harðlega, að stjórn eða þing séu
að blanda sér í þeirra mál, með
því til dæmis, að skerða með
lagasetningum, eða öðrum álíka
aðgerðum samningsfrelsi og
samningsrétt stéttarfélaganna.
Það er ranglætið, sem aðeins
lifir í krafti ofbeldisins.
Verkalýðshreyfingin má því
aldrei ganga á mála hjá ranglæt-
inu og hún verður allsstaðar að
vera málsvari réttlætisins.
Þegar við nú höldum okkar há-
tíð, gerum við okkur dagamun
og fögnum þeim áföngum sem
áunnizt hafa í okkar kjara- og
réttlætisbaráttu, þá er ranglætið
enn víða við líði og þróuninni
í menningarátt víða snúið við.
Saga verkalýðsheyfinga alJra
landa og vissulega öll saga þjóð-
anna á liðnum öldum og ekki
sízt á þessari síðustu öld, trekni,
menntunar og menningar, hefur
verið um fólk — vinnanöi fóik,
sem var að reyna að losna úr
ánauð.
En nú i dag, heyrum við sagt
frá þjóð í fjarlægri heimsálfu,
sem hefur lifað í sátt við sína
Guði og menn um aldir, það þarf
nú að skerða hennar rétt og frelsi,
að dómi hennar nágranna, til
þess að afnema það, sem nágrann-
inn kallar Lénsskipulag.
Þetta er ekki rétt.
Þarna er verið að kúga frjálsa
þjóð og svipta hana mannrétt-
indum.
Það fer þvi ábyggilega bezt á
því, að leiðir skilji, að fullu á
milli verkalýðsmála og stjórn-
mála, þess vegna segjum við í dag
við ríkisvaldið: „Látt þú okkur
í friði með okkar mál og þá mun-
um við láta þig í friði með þinn
vanda“.
En verkalýður íslands mun allt
af krefjast síns réttar og rétt-
lætis. Þessi dagur á nefnilega að
vera dagur réttlætisins.
Verkalýðsstéttin, sem á liðnum
áratugum hefur verið að leita
síns réttar og er raunar enn í dag
að leita þeirra réttinda, sem hún
telur sér bera, en þau eru:
Mannsæmandi lífskjör og mögu
leikar til meiri menntunar, sam-
fara viðurkenningu þjóðfélags-
ins á því, að aðalsmerki hvers
einasta einstaklings sé það, að
hann hafi tmnið með sínum eigin
höndum, að heill sinnar þjóðar.
Verkalýðsstéttin mun alltaf
fyrst og fremst leiða réttlætið
fram, sem sín stærstu rök.
Verkalýðurinn hefur alls stað-
ar í kjarabaráttu sinni teflt fram
réttlætinu gegn ofbeldinu.
Ég veit ekki hvort nokkur
verkalýðs- eða launþegafélög eru
til hjá þe-sari þjóð, en hitt full-
yrði ég, að þarna er ranglætinu
rétt lýst og þarna er verið að nið-
ast á þeim sem minmmáttar er
talinn.
íslenzkir frjálsbornir menn,
hvar í stétt sem þeir standa, mót-
mæla slíku og þvílíku. Og íslenzk
ur verkalýður lýsir fyrirlitningu
sinni á hverjum þeim manni, er
mælir slíku bót.
Fulltrúar ranglætis og vald-
beitingar hafa alltaf verið gjarnir
á, að skjóta sér á bak við íögur
orð og orðasambönd.
Þannig er þessu t. d. varið nú,
þegar reynt er að minnka rang-
lætið í kjördæmaskipan okkar
eigin lands. Nú á að auka áhrif
verkamannsins við sjávarsíðuna
frá sem verið hefur.
En þá heitir það á mái þeirra,
sem ranglætið tigna. Að verið sé
að leggja niður hið forna geð-
orðaskipulag.
Einu sinni voru goðorðin góð.
Einu sinni voru líka samvinnu-
félögin hagsbótsamtök alþýðunn-
ar í sveitum þessa lands.
En nú eru goðorðin löngu orð-
in úrelt.
Og Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga er nú orðinn auð-
hringur, sem ógnar hagsmunum
almennings, jafnvel til sveita,
sem sjávar.
Þeir, sem ranglætið iðka, sigla
jafnan undir fölsku flaggi.
Og þeim er gjarnt að breiða
yfir nafn og númer, þannig er
þetta með ofbeldismenn í verka-
lýðsfélögum okkar lands. Og
þannig er þetta með fjandmenn
réttlátrar íslenzkrar kjördsema-
skipunar.
Og þannig felur nágrannaþjóð
sinn úlf undir sauðargæru þegar
hún er orðin svo stór, eða þykizt
hafa verið svo stór áður, að hún
hafi einhvern rétt til þess að und-
iroka sinn næsta nágrfanna aðems
af því, að hún sé nokkrum sál-
um fólksfleiri en hin.
Nærtækasta dæmið um þessar
„yfirþjóðir“ i okkar huga eru
„Stóru Bretar“.
Okkar litla þjóð hefur um aldir
átt í vök að verjast og oftast —
já, alltaf átt við ofurefli að etja.
Og svo er enn.
Þau undur hafa nú skeð, að
„Stóru Bretar". „Brzeka heims-
veldið“ hefir i viðbót við allam
sinn smáskæruhernað látið ser
sæma, að fara með hernvernd-
uðum ránum inn á fiskimið hinn-
ar íslenzku þjóðar.
Alþýðufólk Islands. Öll íslenzka
•þjóðin á ekki nema eitt svar við
þessu svívirðilega ofbeldi.
Við munUm varðveita réU okk-
ar til okkar eigin lands á meðan
nokkur ærleg taug er til í okkar
líkama.
Á meðan nokkur blóðdropi
rennur í okkar æðum.
Svo lengi, sem nokkur íslenzk
ur andi er enn við líði í þessunc
heimi, þá mun engun, líðast það,
að troða á rétti þeirra frjálsbornu
manna, sem þetta land hafa
byggt í meira en þúsund ár.
íslenzk alþýða mun standa vörð
um sinn helgasta rétt. — Réttinn
til þess að lifa, sem frjáls mað-
ur í sínu frjálsu landi. Þess vegna
eru kjörorð íslenzkrar alþýðu í
dag þessi:
Ég vil elska mitt land.
Ég vil auðga mitt land.
Ég vil efla þess dáð, ég vil
styrkja þess hag.
Ég vil leita þess þörf.
Ég vil létta þess störf.
Ég vil láta það sjá margan
hamingjudag.
Öryggishús á frakfora
sem þola allskonar veltur
ÞÁ hefur tekizt að ráða fram úr
miklu vandamáli í sambandi við
öryggi stjórnenda traktora. Sem
kunnugt er hafa orðið mörg slys
hér á landi. Á síðasta ári einu !
fórust 5 ihanns með þeim hætti
að ökumenn urðu undir traktor-
unum er þeir ultu. Er þetta æði
j há slysatala, því í landinu munu
vera um 5000 traktorar. Mun
i þessi tala vera hærri hér en í
nokkru nágrannalandanna.
Það er Vélsmiðjan Stál á Seyð
isfirði, sem Pétur Blöndal er for
stjóri fyrir, sem tekizt hefur nú
að smíða öryggishús á traktora.
Hafa húsin verið reynd undir um
sjá verkfæranefndar og Öryggis-
eftirliti ríkisins. Hafa þessir að-
ilar gengið úr skugga um trausta
smíði þessara húsa. í skýrslu um
velutilraunir er gerðar voru með
sýnishorn af slíku öryggishúsi
segir m.a.: „Húsið stóðst með
prýði allar þær veltutilraunir
sem gerðar voru og kom úr þeim
algjörlega óbreytt og óskaddað
og að húsið muni þola flestar eða
allar veltur sem fyrir geta kom-
ið“.
Húsið er þannig úr garði gert
að þar er sæti fyrir tvo, fljótlegt
* KVIKMYNDIR +
Thpólíbíó:
Unáirheimar
Parisarborgar
Kvikmynd þessi er venjuleg
glæpahistoría spennandi á köfl-
um, en óxrumleg og gildislaus í
alla staði. Ekki eykur Jean
Gabin neitt verulega á gildi henn
ar, enda er leikur hans óvenju
tilþrifalítill. Efnið er svo marg-
tuggið, að það þarf ekki að melia
það fremur en hunang, en mun-
urinn er bara sá, að hunang er
; Ijúffeng og holl fæða, en þetta er
j leiðinlegur og „demoraliser mdi“
“ samsétningur. . Ego.
mjög er að koma þvl á traktor-
ana og festingar öruggar.
Öryggiseftirlitið mun vera
þess mjög hvetjandi að slík ör-
yggishús verði sett á dráttarvél-
ar almennt.
Ásamt Vélsmiðjunni Stál á
Seyðisfirði, hafa að þessu máli
unnið Dráttarvélar h.f., sem
Hjalti Pálsson veitir forstöðu, og
ílytur inn Ferguson traktora, og
mun fyrirtækið annast sölu hús-
anna, sem kosta munu nær 8000
krónur. Einnig eru svonefndar
öryggisgrindur sem eru með
framrúðu og þaki og kosta þær
rúmar 5,000 krónur.
Þessi öryggihús Stáls á Seyðis.
firði eru með stórum gluggum
og veita gott útsýni við akstur og
vinnu, eins og sjá má af myndinni
hér að ofan. Hin myndin er tekin,
þá er verið var að gera veltutil-
raunir á öryggishúsinu, sem svo
ágætlega stóðst allar þolraunirn-
Úrslit í dag
í GÆRKVELDI fór fram fyrri
, hluti hraðkeppni þeirrar,
sem efnt var til vegna komu
þýzka handknattleiksliðsins,
1 fóru fram fimm Ieikir. — I
kvöld lýkur þessari hrað-
keppni og ennfremur hrað-
keppni kvennaliðs, sem hófst
á fimmtudag, þá vann KR— j
Þrótt 10—2 og Ármann—Vík-
ing 10—4. Valur sat hjá. —
1 karlaflokki sat Keflavík hjá 1
í gærkveldi og leikur því
fyrsta leik í kvöld.
Eftir leik KR á fimmtudag |
sést að beztu liðin hér standa 1
ekki að baki 1. deildar Iiðum l
í Þýzkalandi. Þegar KR lék j
hér við Hasslok fyrir tveimur i
árum vann Ilasslok 20—18 en
FH gerði þá jafntefli og hrað-
keppnin i kvöld getur alveg
eins endað með íslenzkum
sigri.