Morgunblaðið - 03.05.1959, Blaðsíða 3
Sunnudagur 3. maí 1959
aORGVNBLAÐlÐ
3
Úr
verinu
Eftir Einar Sigurðsson-
Xogararnir.
Tíðin hefur verið ágæt á heima
miðum. Við Austur-Grænland
gerði hins vegar stormhrinu um
miðja vikuna, en lægði fljótt aft-
ur.
Rétt eitt og eitt skip er nú á
heimamiðum, en fjöldinn er við
Austur-Grænland og eitt skip
Askur, er farið á Nýfundnalands
mið. Menn eru þó að búast við
að fiskur gangi upp að landinu
eins og í fyrra um þetta leyti,
en þá hófst ágæt veiði fyrir Vest
ur- og Norðurlandi.
Afli hefur verið ágætur við
Austur-Grænland, en þó glopp-
óttur. Er þarna mikið veiðarfæra
slit, og hafa margir rifið illa og
fengið við það miklar frátafir.
Ekki gera menn ráð fyrir, að
fiskurinn standi þarna lengi.
Hann er horaður, og hefur sumt
af honum ekki verið hæft til fryst
ingar.
Frá Aski hefur það frétzt, að
enginn ís sé á Nýfundnalands-
miðum, gott veður og sólskin. Afli
er ágætur, fékk hann við 100
lestir af karfa fyrsta sólarhring-
inn og lagði af stað heimleiðis í
gær með fullfermi. Var hann 3
sólarhringa að fá aflann. Byrj-
aði hann veiðarnar á nyrztu
miðunum, sem nefnd eru Sund-
áll, en flutti sig af þeim, þar
sem karfinn var smár, á Ritu-
bankanum.
Fisklandanir sl. vikn:
Jón Þorlákss. .. 220 t. 16 dagar
Austfirðingur .... 33 - 2 —
Hvalfell.....251-10 —
Jón foi'seti .. .. 231 •• 13 —
Fylkir....... 305 - 12 —
Skúli Magnúss. .. 179 - 13 —
saltfiskur 45 -
Geir......... 270 - 11 —
Egill Skallagr. ..250 - 14 —
Reykjavík
Tíðin var hagstæð til sjósókn
ar s.l. viku, há átt og kalt
veðri. —
Afli var yfirleitt góður hjá
stærri bátunum eins og áður, en
orðinn mjög tregur hjá minni
bátunum, sem hafa haldið sig
á grunnmiðum inni í Faxaflóa.
Aflinn hefur oft verið hjá stærri
bátunum 20—30 lestir í lögn
og þeim minni 2—4 lestir.
Mjög tregt hefur verið hjá
handfærabátunum og má eitt-
hvað kenna það kuldanum, a. m.
k. kemur þá sílið síður upp og
fuglinn gefur þá ekki bendingu
um, hvar líklegast sé að renna,
því að fæstir eru minnstu bát-
arnir með dýptármæla. Um 40
handfærabátar smærri og stærri
stunda nú veiðar, fjöldinn allur
er „sunnudagsveiðimenn".
Hæstu bátarnir fram að 1.
Stærri bátarnir:
Hafiþór ...... 906 t. ósl. og sl.
Helga ........ 770 t. ósl. og sl.
Guðm. Þórðars 709 t. ósl. og sl.
Smærri bátarnir:
Svanur ................. 651 t. ósl.
Barði .................. 572 t. ósl.
Ásgeir ................. 512 t. ósl.
Keflavík.
S.l. viku fylgdist að góð tíð
og ógæt aflabrögð. Það var þó
nokkuð algengt, að netabátarnir
væru með 20—30 lestir í lögn.
Einn af minni bátunum kom í
fyrradag með 23 lestir. Það hef-
ur verið lélegt hjá þeim í vetur,
því að fiskur hefur staðið djúpt,
en virðist nú hafa grynnt á sér.
Menn þakka nýju landhelginni
mikið, hvað aflabrögðin þó eru,
því að togararnir hafa þó stöðv
azt við 12 mílurnar, annars hefðu
þeir fylgt göngunum áfram inn
að gömlu línunni og þá trúlega
urgað allt upp. En bátarnir
hafa yfirleitt haldið sig við 12
mílurnar.
Afli hjá línubátunum hefur
verið 6—12 lestir í róðri.
Handfærabátar hafa aflað
heldur lítið.
1. maí var aflinn orðinn
orðinn 21.960 lestir á móti 19.527
lestum í fyrra, eða við 12%
meiri nú. Síðasti hálfur mánuður
hefur lagað mikið vertíðina hjá
mönnum, því að þá komu á land
6.840 lestir eða tæpur þriðjung-
ur af öllum vertíðaraflanum. —
Sama hálfa mánuð í fyrra bárust
á land 2.940 lestir, svo mikill er
munurinn þennan hálfa mánuð
þá og nú. Bátafjöldinn er svip
aður.
6 aflahæstu bátarnir til 1. maí
eru:
Ól. Magnússon ...... 774 t. ósl.
Hilmir ............. 689 t. ósl.
Erlingur V.......... 684 t. ósl.
Jón Finnsson ....... 665 t. ósl.
Bjarmi ............. 636 t. ósl.
Von II.............. 627 t. ósl.
þeim eru engar fréttir enn.
Handfærabátar hafa lítið feng
ið undanfarið.
Lifrarsamlag Vestmannaeyja
hafði tekið á móti 3700 lestum
af lifur fram að mánaðamótum
á móti 3350 lestum á sama tíma
í fyrra.
Hér eru taldir upp þeir bátar,
sem hafa fengið yfir 800 lestir:
Gullborg ........... 1096 t. ósl.
Stígandi ........... 1020 t. ósl.
Ófeigur III.......... 885 t. ósl.
Kristbjörg .......... 884 t. ósl.
Reynir .............. 880 t. ósl.
Gjafar .............. 858 t. ósl.
Hannes lóðs ......... 857 t. ósl.
Gullfaxi ............ 829 t. ósl.
Kári ................ 826 t. ósl.
Sigurður Pétur .... 825 t. ósl.
Hafnir
Gerður er út einn 10 lesta
vélbátur og 7 trillur, og eru all
ir með handfæri. Afli hefur ver
ið ágætur, einkum veiðist vel
stór ufsi og nokkuð af þorski. —
Hefur aflinn verið þetta 1—2
lestir á færi yfir daginn. Stutt
er að sækja, aðeins við hálf
tíma sigling.
Sr. Óskar J. Þorláksson:
Kenn oss að biðja
„En svo bar við, er hann var
á stað nokkrum að biðjast
fyrir, að einn af lærisvein-
um hans sagði við hann. þá
er hann var hættur: herra
kenn þú oss að biðja“.
(Lúk: 11.1).
f DAG er hinn almenni bæna-
dagur þjóðar vorrar. Um allt
land kemur fólk saman í kirkjum
landsins, til þess að þakka Guði
fyrir handleiðslu hans og leita
styrks hjá honum í störfum og
vandamálum hins daglega lífs.
Hvað er bænin? Hún er samtal
vort við Guð, vér opnum hug
vorn fyrir áhrifum frá honum, og
kraftur hans steymir í sálir vorr-
ar. Líf vort verður hamingjurík-
ara og vér verðum færari í bar-
áttu lífsins.
Lærisveinar Jesú báðu hann að
Akranes
Róið var alla vikuna, en afli
var mjög misjafn, þannig fékk
t, d. Sigrún í vikunni 68 lestir,
í einum róðri. En aflinn komst
líka hjá sumum allt niður í 2 lest-
ir. Algengasti aflinn var 5—15
lestir í róðri.
2 bátar eru hættir með netin
og búnir að taka reknet, en
hafa enn ekkert fengið.
Handfærabátarnir afla vel,
þegar þeir komast út.
3 hæstu bátarnir fram að 1.
maí:
Sigrún ............ 892 t. ósl.
Sigurvon .......... 852 t. ósl.
Sæfari ............. 702 t. ósl.
Vestmannaeyjar
Gott sjóveður hélzt alla vik-
una og alltaf einhverjir á sjó, þó
misjafnlega margir. Afli hefur
farið hraðminnkandi síðustu
daga og er nú orðinn mjög treg-
ur, eru þá margir, sem ekki róa
nema annan hvern dag.
Fyrstu daga vikunnar fengu
nokkrir bátar góðan afla á
Heimabankanum, en nú virðist
einnig þar vera að þorna upp.
Nokkrir bátar eru nú komnir
með net sín austur í Meðallands
bugt, en undanfarin ár hefur
aflazt þar vel á þessum tíma.
Nú virðist það ætla að bregðast
því að enginn hefur fengið þar
neitt að ráði, mest um 12 lestir
og það niður í 2—3 lestir í
lögn.
Síðustu daga hafa nokkrir
bátar leitað vestur á Selvogs-
banka eða jafnvel enn lengra
vestur, en um aflabrögð hjá
Nú er tími skreiðarinnar
Stórt átak hefur verið gert í
hafnarmálum undanfarin ár,
þegar tillit er tekið til fámennis.
Hreppurinn lagði t. d. á s.l. ári
fram til hafnarbóta 500 þúsund
krónur án lántöku. Bryggjan,
sem er um leið sjóvarnargarð-
ur, er nú orðin 110 m. á lengd.
Enn vantar 40 m. upp á fyrirhug
aða lengd með bryggjuhausnum,
en þ áeiga 5—6 bátar að geta los-
að við hana samtímis.
Fáir hafa gert sér grein fyrir,
hve góða aðstöðu þarna er
hægt að fá fyrir bátaútgerð. — í
Ósabotnunum, þar sem víða er
það djúpt, að togarar flytu þar,
gæti vafalaust verið rúm fyrir
fleiri hundruð báta, aðeins
þyrfti að dýpka rásina inn í þá.
Innsiglingin í sjálfa höfnina er
ekki talin verri en í Sandgerði.
Verstöðin liggur miðsvæðis á
nesinu og jafnhagstætt að sækja
út, suður eða norður. Ef sótt er
að Eldeyjarskerjum, þar sem
bezt fiskaðist á línuna í vetur,
munar það 3 klukkustundum á
siglingu eða frá Keflavík.
Krafa um 12—14 mílur
í Skotlandi.
Skozkir þjóðernissinnar hafa
krafizt þess, að Bretar færi land-
helgislínuna út í 14 mílur, sem
er þar gömul hefðbundin land-
helgi eins og 16 mílurnar voru
hér, eða 12, ef það kynni að verða
ákveðið af alþjóðaráðstefnu.
Vertíðin er að fjara út.
Síðustu dagana hafa aflabrögð-
in verið mjög misjöfn, einstaka
bátur hefir hitt á góðan afla, en
fjöldinn hefur fengið lítið. Nú
er helzt reitt sig á fisk austur í
bugtum, hvað Vestmannaeying-
ana áhrærir og við Jökulinn,
hvað Faxaflóaflotann snertir.
Sennilega munu flestir reyna að
halda út til loka 11. maí, en þó
mun þegar vera farið að losna
um aðkomubáta.
Töluvert los er komið á ve
tíðarfólk í verstöðvunum.
Það, sem við tekur.
Sjómenn segja óvenjumikið af
síld hér í Faxaflóa, eftir því sem
ióðningar segja þeim. Spáir það
góðu um, að eitthvað kunni að
veiðast í net að lokinni vetr-
arvertíðinni. Þessi veiði hefur
lítið verið stunduð þar til síðustu
tvö árin, að markaður fékkst fyr-
ir vorsíldina frysta. Sumir hafa
fengið uppgripaafla, 150—170 tn.
að meðaltali i lögn, fram að þvi,
að þeir fóru norður á síld.
Síldveiðin 1 sumar.
Flestir munu að lokmni vetr-
arvertíð snúa sér að því að und-
irbúa síldveiðina í sumar. Enda
þótt fært hafi verið fram árlega
síðustu árin, hvenær farið væ"i,
er viðbúið, að í vor verði farið
enn fyrr norður en nokkru sinni
áður, eða um mánaðamótin maí
júní.
í fyrra fóru leitarskip yfir vest
ursvæðið, áður en flotinn kom
á miðin, og var þá lítið látið yfir
síld. En strax og skipin komu á
miðin og fóru að kasta, fengu
þau góða veiði. Það er eins og
þessar djúpu nætur, sem geta tek
ið síld, þótt hún sé jafnvel allt
niður á 25 faðma dýpi, ætli að
Framih. á bls. 14.
kenna sér að biðja og hann
kenndi þeim bænina „Faðir vor“.
Sú bæn er fyrirmynd allra vorra
bæna og bænalífs. Guðspjöllin
bregða upp myndum af bænalífi
Jesú. Ógleymanleg verður öllum
bænastund hans í Getsemane, og
síðustu orðin, sem hann mælti á
krossinum voru bænarorð.
Um þetta hugsum vér, þegar
vér komum fram fyrir Guð í bæn.
Kærleikur og traust til Guðs á
að móta hugsanir vorar og bæna-
líf. Vér reynum að forðast að
láta bænalíf vort mótast af eig-
ingjörnum hvötum, en takmark
alls bænalífs er að Guðs vilji
verði, bæði í einkalífi vor mann-
anna og samfélagi heildarinnar.
Það hefur verið sagt um
bænina, að hún væri andardrátt-
ur trúarlífsing, og eitt hið fyrsta
sem vér lærum er að biðja sem
börn við föður eða móðurkné.
Bænastund kvölds og morgna
er blessun fyrir mannshjartað.
„Lykill að Drottins náð“, eins og
Hallgr. Pétursson orðaði það.
Mörg fögur og áþreyfanleg dæmi
eru til úr lífi trúaðara manna, um
dásamlegu bænheyrslu og hand-
leiðslu Guðs, en þó má enginn
ætla að Guð uppfylli alla duttl-
unga mannshjartans, því oft vit-
um vér ekki sjálf, hvað oss er
fyyrir beztu.
Að biðja sem mér bæri,
mig brestur stórum á.
Minn herra Kristur kæri,
æ, kenn mér íþrótt þá.
Gef yndi mitt og iðja,
það alla daga sé,
með bljúgum hug að biðja
sem barn við föðurkné.
II.
Hinn almenni bænadagur á að
vekja þjóð vora til umhugsunar
um gildi bænalífsins, og beina
hugum vorum að þeirri stað-
reynd, að vandamál lífsins verða
ekki leyst, nema í samfélaginu
við Guð og í samræmi við hans
vilja. í bréfi þvi sem biskup lands
ins hefur sent prestunum, varð-
andi bænarefni dagsins, hefur
hann ákveðið að það skuli vera:
„Vöxtur og efling kristninnar í
landi voru, til blessunar allri
þjóðinni“. Um það erum vér öll
sammála, að því betur væri þjóð
vorri borgið, því betur, sem hún
tileinkaði sér sannindi kristin-
dómsins, en trúarþroskinn ligg
ur um hjörtu einstaklinganna.
Víst er það, að framtíð og far-
sæld smáþjóða byggist ekki á
kjarnorkusprengjum eða öðrum
vígvélum, heldur á sigri þeirra
hugsjóna sannleika, réttlætis og
kærleika sem er kjarninn í boð-
skap Jesú Krists. Lífsgildi krist-
indómsins er því ekkert vafamál,
en hitt hefur jafnan reynst erfitt
að ná með þennan boðskap til
mannshjartans, og svo er enn í
dag.
Þegar þú, lesandi góður, hugs-
ar um bænadaginn og bænarefni
hans, að þessu sinni, þá skaltu
hugsa um líf þitt í ljósi þeirra
sanninda sem felstíboðskap Frels
ara vors. Ég vil hvetja þig til
þess að taka þátt í einhverri af
guðsþjónustum bænadagsins, svo
að þér sé það Ijósara, að þú átt
að vera í samfélagi þeirra, sem
vilja sameiginlega lofa Guð og
þakka honum.
Og í einrúmi leitar þú þér
styrks í bæninni, svo að líf þitt
megi bera fegurri ávexti Guði til
dýrðar, því að vissulega er það
takmark lífs vors, að elska Guð
og þjóna honum.
„Verði þinn vilji“, er bæn þjóð
ar vorrar í dag. Og Guðs vilji
fyrir mannlífið hefur sömu áhrif
og hækkandi sól í ríki náttúr-
unnar.
Virzztu Guð að vernda og styrkja
vora þjóð og gef oss frið,
þeim, sem vel þinn víngarð yrkja
veit þú blessun þrótt og lið.
Gef, að blómgist Guð þín kirkja,
Guð, oss alla leið og styð
Ó.J.Þ.