Morgunblaðið - 03.05.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1959, Blaðsíða 1
24 síðnr íimMaMíö 46. árgangur 98. tbl. — Sunnudagur 3. maí 1959 Prentsmiðja Morgi nblaðsins Frestun tengilína seinkar ekki rafvæðingunni samkvæmt 10 ára áætluninni Vanefndir vinstri stjórnarinnar valda erfiðleikum AÐALMÁLGAGN Framsóknar- flokksins „Tíminn“ skýrir frá því í fyrradag að í hinni endur skoðuðu rafvæðaingaráætlua sé gert ráð fyrir að fresta lagn- ingu nokkurra tengilína milli héraða og staðhæfir blaðið, að hér sé fengin sönnun fyrir því að ætlunin sé að svíkjast undan loforðinu um rafvæðingu strjál býlisins samkvæmt 10 ára áætl uninni, sem ríkisstjórn Ólafs Thors hafði forgöngu um að lögfesta árið 1953. Það er rétt, að raforkumála- stjórnin leggur í hinni endur- skoðuðu áætlun sinni til, að um ræddum tengilínum verði frest að, en þótt svo verði gert, dreg ur það ekkert úr hraðanum á framkvæmd 10 ára átælunarinn ar fyrir sveitirnar. Sama rafmagnsverð frá dieselrafstöðvum. öll kauptún og kaupstaðir, sem ætlað var að fá rafmagn um tengilínur þessar, munu fá eftir spurn sinni eftir rafmagni full nægt frá dieselstöðvum, meðan línubyggingum er frestað, og verður látin gilda sama gjaldskrá um rafmagns- verðið sem annars staðar frá rafveitum ríkisins. Samkvæmt hinni endur-skoð uðu 10 ára áætlun verður rekst- urshalli rafmagnsveitna ríkisins og héraðsrafmagnsveitna ríkis- ins 25 millj. kr. minni árin 1960—1964 samtals en hann myndi verða, ef gömlu 10 ára áætluninni yrði fylgt út í æs- ar, og stofnkostnaður lækkar um 88 millj. kr. Dieselstöðvarnar, sem nú verða yfirleitt gerðar stærri en ef gömlu áætluninni væri fylgt, verða síðar toppafls- og vara- stöðvar við línurnar. Eru því all ar þessar stöðvar nauðsynlegar, og með þessari tilhögun fæst 4 þús. kw meiri orka en eftir fyrri áætlun. Vanefndir Framsóknarflokksins Með þessari skipulagsbreyt- ingu á stofnlínukerfi rafmagns- veitnanna sparast 113 millj. kr., án þess að dregið sé úr þeirri þjónustu við almenning, sem 10 ára áætlunin gerir ráð fyrir. Ef þessi skipulagningsbreyting hefði ekki verið gerð, hefði reynzt óumflýjanlegt að hækka rafmagnsverðið stórkostlega. — Með breytingunni er því á engan hátt vanefnt það loforð að raf- væða landið á 10 árum, því að jafnmörg býli eiga að fá raf- magn eftir hinni endurskoðuðu áætlun sem hinni upprunalegu. Skipulagsbreytingin er því ekki aðeins til mikilla hagsbóta fyrir þjóðfélagið í heild heldur og alla þá, sem raforkunnar eiga að njóta. En úr því að Tíminn telur sig þess umkominn að tala um van- efndir í sambandi við rafvæðing aráætlunina o gtelur það svik að hverfa í nokkru frá hinni upp haflegu 10 ára áætlun, þá hefði farið vel á því að blaðið hefði skýrt frá því, hvernig ríkistjórn Hermanns Jónassonar fram- kvæmdi 10 ára áætlunina. Þegar Rtfkisstjórn Hermanns Jónassonar hrökklaðist frá völd- um skömmu fyrir siðustu ára- mót, höfðu enn ekki verið lagð- ar 17 héraðsveitur, sem sam- kvæmt 10 ára áætluninni átti að leggja árunum 1957 og 1958, og gaf forsætisráðherra bein fyrirmæli um það á síðastliðnu ári, að frestað skyldi lagningu 11 héraðsveitna, sem raforkuráð gerði tillögu um, að lagðar yrðu á því ári. Héraðsveiturnar, sem Hermann Jónasson á máli Tím- ans hefur svikizt um að láta leggja, eru þessar: Vesturveldín summdlu WASHINGTON, 2. maí. — (Reuter). — Christian Herter utanríkisráðherra Bandaríkj- anna kom í dag heim úr Ev- rópuför sinni. Segir hann við heimkomuna, að fullt sam- komulag hafi náðst með Vesturveldunum um það hvaða stefnu þau skuli taka og hvaða starfsaðferðum heita á hinni væntanlegu ráð- stefnu utanríkisráðherra stór- veldanna ,sem hefst í Genf 11. maí n. k. Vatnsdalslína, A.-Hún 18 býli 1410 þús. kr. Hofsóslína 1. áf. Skag býli 875 þús. kr. Út-Blönduhlíð, Skag ... 15 býli 1270 þús. kr. Saurbæjarhr. 2. áf. Eyjaf ... 22 býli 1930 þús. kr. Fnjóskadalslína, S.-Þing 4 býli 1045 þús. kr. Hallormsstaðal. S.-Múl ... 18 býli 1950 þús. kr. Akurhólslína, Rang 4 býli 685 þús. kr. Gnúpverjahr.lína, Árn ... 26 býli 2155 þús. kr. Kúludalsárlína, Borg 8 býli 815 þús. kr. Kirkjubóls- og Seldalsl. Norðf. (mun nú lokið) 2 býli 275 þús. kr. Hvítárholtslína, Árn 4 býli 236 þús. kr. Svarfaðardalslína, 2. áf. Ef ... 17 býli 1490 þús. kr. Gnúpverjahr. 2. áf., Árn ... 15 býli 1140 þús. kr. Fram-Hegranes, Skag býli 1580 þús. kr. Vatnsdalsl. 3. áf. A. Hún 9 býli 975 þús. kr. Mývatnssveitarl., 1. áf. S.-Þing ... 15 býli 2900 þús. kr. Reykhólasveitarlína, Au.-Barð ... 33 býli 4200 þús. kr. Kjördæmamálið STJÓRNARSKRÁRFRUMVARP ið var tekið til 1. umræíu á fundi efri deildar síðdegis í gær. ar búizt við að þeirri umræðu lyki í gær og málinu yrði visað til sér- stakrar stjórnarskrárnefndar, væntanlega fimm manna, sem kos- in yrði til að fjalla um frv.. Laust fyrir kl. 4 tók torseti, Páll Zophoníasson, málið af dagskrá og sleit fundi, þrátt fyrir ein- dregin tilmæli frá Gunnari Thor oddsen og Sigurði Bjamasyni um að fundi yrði haldið áfram og freistað að ljúka umræðunni. Slguiðui Bjuinuson íiumbjdð- undi Sjúlfstæðisllokksins í Noiðui-ísufjuiðuisýslu BOLUNGARVÍK, 30. apríl. — Héraðsnefnd Sjálfstæðisflokksins i Norður-ísafjarðarsýslu og fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Bol- ungarvík hefur fyrir skömmu samþykkt með samhljóða atkvæð- um að óska þess að Sigurður Bjarnason ritstjóri frá Vigur verði i kjöri fyrir flokkinn í sýslunni við alþingiskosningarnar í sumar, Hcfur hann orðið við þeirri ósk og hefur framboð hans því ver- íð ákveðið. Norður-ísfirðingar kusu Sig- urð Bjarnason kornungan á þing Talar um þróun veðurfræðinnar Á mánudagskvöld kl. 20,30 heldur Hið íslenzka náttúru- fræðifélag samkomu í I. kennslu stofu Háskólans. Flytur Páll Bergþórsson veðurfræðingur þá erindi, er hann nefnir Áfanga í sögu veðurfræðinnar. Mun hann ræða suma þýðingarmestu við- burðina í sögu veðurfræðinnar allt frá tímum Forn-Grikkja til nútimans, þegar rafeindaheilar eru orðnir mikilvæg tæki við veðurspár. g sumarið 1942. Vann hann þá kjör dæmið af Alþýðuflokknum. Hef- ur hann átt sæti á Alþingi síðan og jafnan verið endurkjörinn með öflugu fylgi. Hefur hann haft ágæta og farsæla forystu um framfaramál héraðsins, ekki hvað sízt á sviði samgöngumála, raforku- og hafnarmála. Er það almenn skoðun Norður-ísfirðinga í öllum stjórnmálaflokkum að hann hafi reynzt héraði sínu hinn nýtasti fulltrúi jafnhliða því sem hann hefur beitt sér fyrir mörgum umbótamálum á Al- þingi, sem varða alþjóð. Er óhætt að fullyrða að fylgi Sigurðar Bjarnasonar standi traustum fótum meðal Norður-ísfirðinga. — Fréttaritari. Finnst mönnum ekki fara eink ar vel vel á því, að þeir, sem þannig hafa á málum haldið, taki sér orðið „svik“ í munn, þegar um það er rætt að gera þær skipulagsbreytingar á 10 ára áætluninni, að unnt verði að ljúka lagningu allra dreifiveitna á 10 árum, þrátt fyrir þessar van efndir Framsóknarflokksins, sem auðvitað hljóta að auka álag ið í sambandi við lagningu dreifi veitna þau ár, se meftir eru af 10 ára tímabilinu. JttorðstttMaftifc Sunnudagur 3. maí. Efni blaðsins er m.a.: Bls. 3: Kenn oss að biðja (Kirkjuþ.). Úr verinu. — 6: Sitt af hverju tagi. — 10: Fólk í fréttunum. — 12: Forystugreinin: Fjörbrot henti stefnuflokksins. Margrét prinsessa í hjóna- bandshugleiöingum (Utan úr heimi). — 13: Reykjavíkurbréf. — 14: Til Miðjarðarhafs. — 15: Skákþáttur. — 15—16: Barnalesbókin. ^HðrBtwbUtsíu fylgir blaðinu ekki um þessa helgi. Bretar vilja að færeyski samningurinn verði fordæmi Og danskur ráðherra segist meta skilning Breta"! //1 DANSKA blaðið Dagens Nyhe- der skýrir frá því, að brezki sendiherrann í Kaupmannahöfn Sir Roderick Barclay, hafi lýsl því yfir, er hann undirritaði samninginn um fiskveiðar við Færeyjar, að Bretar væru ánægð ir með þennan samning og vildu að hann yrði fordæmi að lausn fiskveiðideilunnar við fsland. En eins og kunnugt er felur samningurinn það í sér að Bret- um er leyfilegt að veiða inn að 6 mílna takmarkalínu við Fær- eyjar. í frásögn Dagens Nyheder af undirritun samningsins segir, að Jens Otto Krag utanríkisráð- herra Danmerkur hafi flutt stutta ræðu,þar sem hann lagði áherzlu á það, að samningsum- leitanir hefðu verið langar og erfiðar, þar sem sjónarmið ríkis stjórnanna hefðu í byrjun verið mjög ólík. En ráðherrann sagði að frá byrjun hefðu þrjú at- riði verið skýr og augljós. Deilu aðiljar hafi verið sammála um að endanleg lausn yrði að fást með venjulegum milliríkjasamn ingi. Þá hafi menn verið sam- mála um að veita yrði Færeying- um bráðabirgðalausn til að auka vernd heimaveiða þeirra og loks hafi samningsaðiljar verið sam- mála um að veita yrði Færeying- um bráðabirgðalausn til að auka vernd heimaveiða þeirra og loks hafi samningsaðiljar verið sam- mála um að reyna að finna lausn sem báðir aðiljar gætu sætt sig við. Og þetta tókst. Krag utanríkisráðherra sagði Framh. á bls. 23. Afríka sameinast Yfirlýsing tveggja forustumanna svertingja um stofnun sambandsrikis COMAKRI í Guineu 2. maí. — (Reuter). — Forsætisráðherrar Ghana og Guineu, þeir Kwame Nkrumah og Sekou Touré hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu um stofnun Afríkusambandsins. Tilkynningin var gefin út eftir tveggja daga fund þessara af- ríksku forustumanna og vekur hún miklu athygli. í yfirlýsingunni leggja þeir til að ríkjasamband Ghana og Guineu verði undirstaða að ríkja sambandi Afríku. Bjóða þeir öll- um sjálfstæðum ríkjum Afríku inngöngu í það og sömuleiðis þeim ríkjum svertingja, sem eru að öðlast sjálfstæði á næstunni. Þeir leggja til að hvert það ríki sem gerist aðili að samband- inu fái að halda sinum sérein- kennum og því þjóðskipulagi, sem þar tíðkast. Hins vegar feli þau sambandsríkinu meðferð ýmissa sameiginlegra mála, svo sem hermála. Ætlunin er að hvert sambands ríki haldi áfram stjórnmálasam- bandi sínu við önnur ríki og er Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.