Morgunblaðið - 03.05.1959, Blaðsíða 13
Sunnudagur 3. maí 1959
MORGVNBLAÐIÐ
13
REYKJAVIKURBREF
Laugard. 2. mai
Einhugur
í landhelgismálinu
Stefna Islendinga í landhelgis-
málinu var mörkuð með lögun-
um frá 1948 um vísindalega
verndun fiskimiða landgrunns-
ins. Þau lög byggjast á því, að
íslendingar eigi einir rétt til
landgrunnsins umhverfis landið
og hagnýtingar fiskimiða á þeim
slóðum, þó að sá réttur hafi enn
ekki fengið fulla viðurkenningu.
Auðvitað var mönnum þá ljóst,
að sú viðurkenning yrði seinsótt.
En markið var ákveðið og allar
framkvæmdir við það miðaðar.
Útfærsla fiskveiðitakmarkanna
fyrir Norðurlandi 1950 og um-
hverfis aðra hluta landsins 1952,
var gerð með heimild í þessum
lögum. Svo var og um stækkun-
ina, er gildi tók 1. septemtaer sl.
Allt voru þetta mikilsverðir
áfangar en ekki lokatakmark.
Einmitt þess vegna ríður þeim
mun meira á, að sókninni að
hverjum einstökum áfanga sé
ekki hagað svo, að áframhald
verði erfiðara eða með öllu
hindrað.
Sjálfstæðismenn hafa aldrei
efazt um, að allir landsmenn
vildu ná settu marki og hafa fisk
veiðilandhelgina sem allra víð-
asta. Hins vegar telja þeir, að V-
stjórnin hafi haldið miður á mál-
inu en skyldi, m. a. vegna þess
að annarleg sjónarmið blönduð-
ust inn í.
Undanhald kcrnur
ekki til mála
Mistök V-flokkanna hafa t. d.
birzt í rætnisskrifum Tímans og
Þjóðviljans, þar sem ýmist hefur
verið berum orðum sagt, eða gef-
ið í skyn, að ýmsir væru óheilir
í málinu. Ekkert var betur til
þess lagað en slíkur söguburður,
að egna útlendinga til sem harð-
astrar sóknar gegn ákvörðunum
okkar. Sjálfsagt eru þó fyrst og
fremst aðrar orsakir, tilkomnar
á alþjóðavettvangi, til þess að
Bretar hafa haft í frammi of-
beldi sitt hér við land. Tilgang-
ur ofbeldisins hefur aldrei leynt
sér. Hann var sá að knýja íslend-
inga til undanhalds. Af þeim sök-
um, og ekki sízt þegar Bretar,
hvað eftir annað, fremja yfir-
troðslur sínar innan fjögurra
mílna landhelginnar, er vel til
fundið, að Alþingi samþykki nú
þingsályktun þá, sem utanrikis-
málanefnd hefur borið fram. Til-
lagan er ávöxtur samstarfs
manna, sem hafa misjafnar skoð-
anir á, hversu vel hafi til tekizt
um undirbúning málsins og
framkvæmd þess að undanförnu,
en allir eru þeir sammála um, að
undanhald komi ekki til greina.
Sú ályktun er mjög í samræmi
við það, sem Sjálfstæðismenn
samþykktu á landsfundi sínum
um miðjan marz. En þar kem-
ur meira til samþykkt einsflokks,
allir flokkar og landsmenn í
heild eru sammála um að halda
fast við rétt þjóðarinnar.
Ráð Breta á rciki
Þó að Bretar segist vera ein-
dregnir í ofbeldisaðgerðum sín-
um hér, þá fer ekki hjá því, að
ráð þeirra í þeim efnum virðist
vera mjög á reiki. Þeir hafa ekki
látið sér nægja að „vernda“ og
raunar skipa togurum sínum að
vera í landhelgi á milli 4—12
mílna, heldur hafa þeir í einu
tilfelli farið inn fyrir 3 mílur,
nokkrum sinnum inn fyrir 4 til
að hafa þar valdbeitingu í
frammi. Stundum hefur þeirri
valdbeitingu lyktað með því, að
hinn brotlegi togari hefur verið
tekinn til íslenzkrar hafnar, en
í öðrum hefur brezkt herskip
hjálpað honum til undankomu.
Hefur þá verið borið fyrir, að
mælingar íslenzku varðskips-
mannanna væru rangar, sem vit-
anlega heyrir ekki undir úrskurð
brezkra sjóliða, heldur réttra
dómstóla. Svo virðist sem hér
hafi meira verið komið undir
dómgreind og háttvísi þeirra skip
herra, sem við var að eiga hverju
sinni, en glöggum fyrirmælum
yfirmanna þeirra í London. Ekki
sízt þegar hugleitt er, að sam-
kvæmt orðsendingu brezku
stjórnarinnar er fjögurra mílna
landhelginni enn mótmælt, en
raunveruleg ákvörðun þess, að
skip eru látin fara til íslenzkrar
unar um, hversu líklegir þeir
séu til forystu í alþjóðamálum.
Rétt er það, að þeir hafa langa
reynslu í meðferð þeirra, en hef-
ur sannazt að segja tekizt mis-
jafnlega. Nýlega voru brezk
blöð t. d. mjög full umvöndunar
yfir því, að bandarískar flugvél-
ar hefðu flogið of hátt á leiðinni
til Berlínar, hærra en Rússum
líkaði, og mætti ekki hafa slíkar
ögranir í frammi við þá. Óneitan
lega gætir þar meiri varfærni en
gagnvart okkur, enda er aflsmun
ur á andstæðingunum. Engir
óska fremur en við íslendingar,
að spennunni í alþjóðamálum
létti. En alveg eins og við erum
þó aldrei sleppa augum af aðal-
atriðinu, því, að takast megi að
halda friði í heiminum og smám
saman eyða þeim ofbeldishug,
sem stórveldin frá fornu fari hafa
verið haldin. Ráðherrar Vestur-
víkingar hafa lengi kvartað und-
an því, að ekki skuli fást send
mjólk heim, svipað því, sem áður
var gert og víðast hvar tíðkast
erlendis í hliðstæðum borgum.
Fyrir nokkru var einn af helztu
veldanna hafa undanfarið verið valdamönnum Mjólkursamsöl-
á fundi. Sennilega hefur vanda-
málið við Island ekki verið á
dagskrá þeirra. Okkur hefur enn
ekki tekizt að gera umheiminum
nógu ljóst, hversu mikið er hér
í húfi. Vonandi vinnst það nú þó
áður en um seinan er. Fyrst og
fremst er nauðsynlegt, að vitað
sé að undanhald af okkar hálfu
kemur ekki til greina. En við
megum ekkert tækifæri láta ó-
notað til þess að koma valda-
mönnum heimsins í skilning um,
að ofbeldi Breta hér er óhæfa.
I sjálfum heimsmálunum verð-
hafnar hefur verið undir því
komin, hvort mælingarnar hafa
verið taldar réttar eða ekki. í
öllu þessu er ósamræmi, er lýsir
veikleika hins brezka málstaðar.
Réttarríki
Sumir tala nú svo sem hinir
brezku skipstjórar, sem dæmdir
hafa verið fyrir brot sín hér á
landi, hafi sloppið of vel. Þeir
hafa verið dæmdir með venju-
legum hætti að íslenzkum lögum
og mál þeirra munu áður en lýk-
ur koma fyrir Hæstarétt íslands.
Allir þeir, sem vilja, að með mál
þessi sé farið öðru vísi en títt er
og harðari refsingum beitt eða
sökunautar látnir þola aðra með-
ferð en áður hefur verið beitt í
sambærilegum tilfellum, gera ís-
landi lítið gagn. Land okkar er
réttarríki og við megum ekki
setja neinn blett á heiður okkar
með því að láta ofbeldisfum
Breta færa okkur af réttri braut.
Herhlaup Brcta
og forusta
í alþjóðamálum
Herhlaup Breta inn í íslenzka
fiskveiðilandhelgi hlýtur að
vekja okkur, þó fámennir séum
og lítils megnugir, til umhugs-
Æskan hefur tekið upp vorleik
staðráðnir í að láta ekki ofbeldi
Breta knýja okkur til undan-
halds, eins horfir það sízt til
góðs á alþjóðavettvangi að hopa
fyrir hótunum og ofbeldi ein-
ræðisherra.
Dean Acheson, fyrrverandi ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
hefur nýlega ritað mjög eftir-
tektarverða grein til aðvörunar
gegn því, að á ný verði tekin upp
Miinchen-stefnan frá 1938, og
minnir á hversu mjög framkoma
Macmillans nú sé svipuð því,
sem Chamberlain gerði þá. Mac-
millan var einn af eindregnustu
gagnrýnendum Chamberlains á
sínum tíma, en sú aðferð að
hefna þess í héraði sem hallaðist
á Alþingi hefur aldrei þótt heilla
vænleg á Islandi og er það ekki
fremur annars staðar. Bretar
mundu óneitanlega gera sig mun
forystuhæfari, ef þeir létu af
valdbeitingunni hér við strend-
ur, samtímis því sem þeir pré-
dika að finna þurfi aðrar leiðir
en hótanir um gagnkvæma vald-
beitingu í alþjóðamálum.
Utanríkis-
ráðherrafundur
Vesturveldanna
Óneitanlega hljóta öll þessi
mál að tvinnast saman í hugum
okkar íslendinga. Þar megum við
um við að vona, að fulltrúar
Vesturveldanna geti komið sér
saman, svo mikið sem þar er
húfi. Nú reynir mjög á hinn nýja
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, Herter. I bandarískum
fregnum kemur fram, að mönn-
um þar í landi þótti Eisenhower
forseti tilnefna hann með hang-
andi hendi og töldu ýmsir, að af
því yrði að álykta, að hann nyti
takmarkaðs trausts forsetans.
Öldungadeildin svaraði þeirri
hálfvelgju með því að staðfesta
skipun Herters í embættið á
einni dagstund og í einu hljóði,
þó að þingsköp ætlist til þess, að
slík ákvörðun sé ekki tekin fyrr
en eftir viku umhugsun. Með
þessu vildu öldungadeildarþing-
menn sýna, að þeir bæru fullt
traust til Herters og Bandaríkja-
þjóðin stæði einhuga á bak við
hann.
Mjólkursending
og barnagæ/la
Ekki má vegna umsugsunar-
innar um hin meiriháttar vanda-
mál, gleyma viðfangsefnum dag-
legs lífs. Þá kemur manni í hug,
hversu ólíkt hafast að tveir að-
ilar, sem stjórna málum, er
snerta hvert einasta heimili bæj-
arins dag hvern. Annars vegar
Mjólkursamsalan og hins vegar
bæjarstjórn Reykjavíkur. Reyk-
unnar spurður að því, af hverju
þessu væri ekki kippt í lag.
Hann svaraði eitthvað á þessa
leið: Þær hafa bara gott af því
að sækja mjólkina. Hinum háa
herra, sem sjálfur hefur-þjón á
hverjum fingri, hugkvæmdust
ekki erfiðleikar húsmæðra, oft
með smábörn, sem þurfa í mis-
jöfnu veðri að fara langa leið í
mjólkurbúð og standa þar í kös
til að bíða afgreiðslu. Hvað á að
gera við börnin á meðan? Og
hvað um húsverkin, sem ekki
mega dragast? Auðvitað væri
fyrir löngu búið að bæta úr
þessu, ef Mjólkursamsalan hefði
ekki einokun á mjólkursölunni.
Neytendur eiga ekki að láta
bjóða sér stirfni valdamannanna
í þessu, enda er í henni áreiðan-
lega sízt að vilja bænda farið.
Það eru milliliðirnir, sem sitja á
Selfossi og víðar, er þessu ráða.
Berum framkomu þeirra sam-
an við þá ráðstöfun Reykjavíkur
bæjar að koma upp barnagæzlu
á leikvöllum víðs vegar um bæ-
inn. Þar geta mæður komið börn
um sínum fyrir í örugga gæzlu
meðan þær eru önnum kafnar
við húsverk eða þurfa að sinna
erindum úti í bæ. I þessu lýsir
sér skilningur á þörfum almenn-
ings og eiga þeir, sem þessu ráða,
allra góðra manna þakkir skilið.
Sérgrein
Framsóknar
Á Alþingi og í blöðum hafa
umræður um kjördæmamálið
haldið áfram. Sérstök ástæða er
til að vekja athygli á grein, sem
Skúli Guðjónsson á Ljótunar-
stöðum í Strandasýslu, skrifaði
um málið nýlega í Þjóðviljann.
Hann segir m. a.:
„Hitt er þó ef til vill enn und-
arlegra, hvernig hin fyrirhugaða
breyting á kjördæmaskipan og
kosingum til Alþingis, verkar á
bændurna sjálfa, eftir því í
hvaða pólitíska flokki þeir eru
staðsettir.
Sjálfstæðisbændur lifa nú sem
í sæluvímu við tilhugsunina eina
um hið breytta skipulag. Margir
spámenn vekjast nú upp í þeirra
hópi og vitna um paradís þá, er
sveitirnar breytist í, þegar kjör-
dæmaskipan hafi verið breytt.
En á hinum bænum er öllu
ömurlegra um að litast.
Framsóknarbændurnir eru
slegnir slíkum felmtri við tilhugs
unina um það sem í vændum er,
að slíks eru engin dæmi frá lið-
inni tíð, og hefur þó forusta Fram
sóknarflokksins stundað það sem
sérgrein að hræða fylgismenn
sína í bændastétt með hrakspá-
dómum um hag þeirra og þjóð-
arinnar yfirleitt“.
MyndMrting
í Tímanum
Þarna lýsir Skúli viðbrögðum
fólksins úti um land. Framsókn-
armenn láta svo sem þeir lifi í
þeirri trú, að um einhvers konar
þjóðarvakningu í kjördæmamál-
inu þeim til hags sé að ræða. —•
Sannleikurinn er sá, að öllum
fregnum ber saman um, að við-
horf manna til málsins fari mjög
eftir flokkum. Framsóknarmönn-
um tekst ekki að blekkja neina
með því að láta fylgismenn sína,
þar sem þeir hvort eð er eru í
meiri hluta, samþykkja í öllum
mögulegum félögum, ályktanir
til stuðnings afturhaldinu. Með
því telja þeir í mesta lagi kjark
í sitt eigið lið og reyna að fá það
til að gleyma hinni hörmulegu
frammistöðu flokksins í V-stjórn-
inni, sem nú hefur leitt til ömur-
legrar einangrunar flokksins. Er
þó vitað, að margir Framsóknar-
menn eru mjög uggandi um sinn
hag og býsnast yfir því í sinn
Framh. á bls. 14