Morgunblaðið - 24.05.1959, Qupperneq 2
2
MORCVmtí 4Ð1Ð
Sunnudagur 24. maí 1959
Öryggi í höfninni stórum aukib
Settir upp 7 sjálfvirkir simar
Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI sl.
fimmtudag var tekið fyrir til
umræðu fundargerð hafnarstjórn
ar frá 5. maí í þeirri fundargerð
er skýrt frá ýmsum öryggisráð-
stöfunum, sem gerðar hafa verið
ög eru í undirbúningi til aukins
öryggis í höfninni.
Einar Thoroddsen kvaddi sér
hljóðs og kvað mál þetta hafa
verið rætt á nokkrum fundum
í hafnarstjórn. Minntist hann á
tillögu Guðmundar J. Guðmunds
sonar, sem ekki hefði falið í sér
neinar ákveðnar aðgerðir, enda
hefði verið búið að koma fyrir
11 stigum á Grandagarði, er til-
lagan var felld. Þá rakti Einar
þær öryggisráðstafanir, sem
ákveðnar hefðu verið. Á fundin-
um 5. maí hefði verið ákveðið að
setja stiga á bátabryggjurnar. —
Hefði verið ákveðið að secja
gripkeðjur á þær bryggjur, en
þar eð gripkeðjurnar hefðu ekki
verið fáanlegar hefðu verið sett-
ar kaðallínur á allar verbúða-
bryggjurnar og tvær við Granda-
garð. Keðjurnar hefðu þegar ver
ið pantaðar og yrðu settar síðar.
Þá skýrði Einar Thoroddsen
svo frá, að settir hefðu verið 8
stigar á skáhleðslurnar á Granda
garði, og væru þeir málaðir gul-
ir, svo þeir sæjust greinilega. —
Einnig væri áformað að koma
lausum, léttum stigum hér og þar
við höfnina. Væru þeir þegar
smíðaðir, en eftir að velja þeim
stað. Áformað væri að setja 4
fasta stiga á hverja bátabryggju
og hefðu þeir þegar verið settir
á eina.
Þá kvað ræðumaður ákveðið
að setja upp 7 sjálfvirka síma
við höfnina Einnig hefði verið
rætt um aukna löggæzlu við
höfnina og væri þar raunar um
að ræða eina mestu öryggisráð-
stöfunina. Þá kvað hann hafnar-
stjóra hafa samþykkt að lýsing
við höfnina yrði stórlega bætt,
Heímild veitt tO að reisa
nýja áburðarverksmiðju
Áburðarverksmiðjan hf.
sendi blaðinu í gær eftir-
farandi fréttatilkynningu:
í DAG eru liðin 5 ár, frá því að
Áburðarverksmiðjan var vígð.
Verksmiðja 'þessi hefir framleitt
aðeins eina tegund áburðar, þ. e.
köfnunarefnisáburð. Framleiðsl-
an hefir yfirleitt gengið vel, og
hefir verksmiðjan, frá því að hún
tók til starfa, séð landinu fyrir
öllum köfnunarefnisáburði að
undanskildu á þessu ári. Flutti
verksmiðjan út nokkurt magn
áburðar af framleiðslu þriggja
fyrstu starfsáranna.
Þegar lög um áburðarverk-
smiðju voru samþykkt, gerðu þau
ráð fyrir framleiðslu bæði köfn-
unarefnis- og fósfóráburðar. Um
alllangt skeið hefir Áburðar-
verksmiðjan haft í undirbúningi
áætlanir um nýja verksmiðju til
framleiðslu fósfóráburðar, og
hafa rannsóknir farið fram á því,
hvaða framleiðsluaðferð hentaði
bezt miðað við kringumstæður.
Er þess vænzt, að stjórn Áburðar
verksmiðjunnar taki lokaákvörð-
un innan skamms um framleiðslu
aðferð og hvenær framkvæmdir
geti hafizt.
Helzt hefir verið gert ráð fyr-
ir, að framleiddur yrði blandað-
ur, alhliða áburður er innihaldi
allar þrjár megináburðartegund-
ir þær, sem jurtirnar þarfnast, þ.
e. köfnunarefni, fósfór og kalí.
Mismunandi kringumstæður
valda því, að sömu hlutföll milli
þessara áburðarefna í einni
HAFNARFJÖRÐUR
HAFNARFIRÐI — Nú hefur
verið opnuð kosningaskrif-
stofa í Sjálfstæðishúsinu, sem
er opin dag hvern frá klukkan
1 til 10 að kvöldi. — Síminn
er 50228. Þar liggur frammi
kjörskráin, og jafnframt eru
veittar allar upplýsingar varð
andi kosningarnar.
KÓPAVOGUR!
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis-
I flokksins i Kópavogi er að Mel-
^ gerði 1, sími 19708.
ÁRNESSÝSLA
f KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf
stæðisflokksins í Árnessýsliu er
við Tryggvatorg á Selfossi simi
119.
Skrifstofan er onin daglega kl.
1—19 e.h.
blöndu henta ekki alls staðar.
Hefir því verið gert ráð fyrir, að
framleiddar yrðu blöndur með
mismunandi áburðarhlutföllum,
t.d. 12 einingar köfnunarefni, 10
einingar fósfór og 14 einingar
kalí, ennfremur 13-11-12, 17-9,
5-9 og jafnvel 14-12-9, svo fleiri
dæmi séu tekin, og getur þó ver-
ið um enn önnur blöndunarhlut-
föll að ræða. Miðað hefir verið
við að nota sem bezt þá mögu-
leika sem núverandi verksmiðja
hefir yfir að ráða, til framleiðslu
fjölhæfari áburðar, til þess að
stofnkostnaður nýrrar verk-
smiðju mætti verða sem lægst-
ur og fjölhæfni hins nýja, fyrir-
hugaða áburðar sem mest.
Verksmiðjuafköst þau, sem
höfð eru í huga, eru 70.000 smá-
lestir blandaðs áburðar á ári, en
auka mætti þau afköst með litl-
um tilkostnaði upp í 84.000 smá-
lestir á ári. Hráefni frá núver-
andi köfnunarefnisverksmiðju,
þ. e. saltpéturssýra og amm-
oníak, mundi þó ekki leyfa, án
stækkunar, meira en 59.000 smá
lesta afköst á ári. Miðað við hrá
efna- og afurðageymslur fyrir
um 50.000 smálesta ársafköst
mundi stofnkostnaður verk-
smiðjunnar og slíkra geymslna,
samkvæmt lauslegum áætlun-
um, nema sem næst 60 milljón-
um króna.
Nú á þessum tímamótum
Áburðarverksmiðjunnar hefir
hæstvirtur iðnaðarmálaráðherra
tilkynnt með bréfi dags. 22. maí
1959, að ríkisstjórn fslands hafi
heimilað fyrirtækinu að semja
við erlent verkfræðifyrirtæki um
tæknilegan undirbúning slíkrar
verksmiðju og ennfremur að leit
að yrði eftir erlendum lánum til
greiðslu þess erlenda kostnaðar,
sem byggingu slíkrar nýrrar
verksmiðju væri samfara.
Er þess því að vænta, að
frekari skriður komist á fram-
kvæmdir í þessu máli, sem
bændastétt landsins hefir svo
ríkan áhuga á, eins og margend-
urteknar samþykktir Búnaðar-
þings bera ljósast vott um.
Gufunesi, 22. maí 1959.
og yrðu þær umbætur væntan-
lega koomnar á áður en nótt
tæki að dimma aftur á þessu ári.
Frú Gróa Pétursdóttir kvaddi
sér hljóðs og kvaðst fyrir hönd
Slysavarnafélagsins viija þakka
þessar upplýsingar. Kvað hún
Slysavárnafélaginu oft hafa bor-
izt kvgrtanir vegna skorts á ör-
yggi við höfnina -og væri ekki
minnst ástæða til að fagna því
að settír yrðu upp sjálfvirkir
símar þar.
Frú Gróa Pétursdóttir sagði,
að er hús Slysavarnafélagsins
yrði komið upp, yrði þar fólk á
skrifstofunum allan daginn og
væntanlega yrði þar einnig vakt
allan sólarhringinn, enda væri
brýn þörf á eftirliti við höfniria
nótt sem dag. Myndi Slysávarna-
félagið gera allt sem í þess valdi
stæði til að tryggja öryggi á þess
um slóðum. Skýrði frúin frá því
að lokum, að Slysavarnafélag ís-
lands hefði látið lögreglunni í té
fyrir nokkru allan björgunar-
tækjaútbúnað sem með þarf til
að bjarga manni er fellur í sjó-
inn, en þess hefði ekki verið
getið opinberlega.
MIAMI, 23. maí. — Á alþjóða-
flugvellinum í Miami á Flórida,
tóku bandarískir tollverðir flutn-
ingaflugvél, sem var hlaðin riffl-
um, vélbyssum og 200.000 skot-
hylkjum. Tíu karlmenn og ein
kona voru í flugvélinni, og voru
þau kyrrsett. Tollverðirnir sögðu
að flugvélin hefði verið á leið-
inni til Dóminíska Iýðveldisins.
Framkvœmdir við sce-
símakerfið hefjast
NEW YORK. — Framkvæmdir
neðansjávar við fyrsta sæsíma-
kerfi sem mun tengja Ameríku
beint við Evrópu, eru nú að hefj-
ast, samkvæmt viðtali við amer-
íska síma og símskeytafélagið.
Símalagningaskipið- HMTS
Monarch, sem er eign brezku
póstþjónustunnar, starfar nú við
að leggja langlínuriðla milli
Penmarch í Frakklandi og Clar-
enville , í Nýfundnalandi, vega-
lengd, sem nemur 2-400 mílum.
Hið tvöfalda kerfi mun hafa
svo marga riðla að a. m. k. 36
samtöl geti farið fram samtímis
milli Bandaríkjanna og Evrópu.
Þetta mun aðallega koma að
gagni fyrir Frakkland og Þýzka-
land, en nokkrir riðlanna munu
verða lagðir til Sviss, Ítalíu, Belg
íu, Hollands og Spánar, og munu
fullkomna hið þráðlausa sam-
band, sem nú er í notkun á þess-
um stöðum.
Simkerfið, sem kostar í kring-
um 40.000.000 dollara, mun verða
sameiginleg eign símþjónust-
anna, frönsku póst- og símamála-
stjórnarinnar
Langlínuriðlarnir fyrir þessar
framkvæmdir eru framleiddir af
fjórum félögum: Simplex Wire
and Cable í Newington, N. H.;
Submarine Cables Ltd. í Erith,
Englandi; Cables de Lyon í Cal-
ais, Frakklandi; og Felton and
Guilleaume, Carlswerk, A. G. í
Nordenham, Þýzkalandi.
Á*tlað er að símakerfið verði
tekið í almenningsþjónustu á
komandi hausti.
Kanadískur
píanóleikari
PÍANÓLEIKARINN Ross Pratt
mun leika hér á sunnudaginn, 24.
maí, með hljómsveit Ríkisútvarps
ins. Á efnisskránni eru tvö verk,
Militár- Sinfónía Haydn’s (sem
leikin er í tilefni þess að 31 maí
nk. eru liðin 150 ár frá dauða
tónskáldsins) og píanókonsert í
b-dúr no. K. 450 eftir Mozart.
Tónleikarnir verða haldnir í há-
tíðasal Háskólans og hefjast kl.
8.40. Stjórnandi er Hans Antol-
itsch. Aðgangur er ókeypis.
Ross Pratt er fæddur í Winni-
peg í Kanada og hóf þar nám
sitt. Síðar stundaði hann nám
við Royal Academy of Music í
London hjá Harold Craxton. Síð-
asta ár sitt þar kom hann fyrst
fram opinberlega og hlaut mjög
góða dóma fyrir leik sinn.
Ross Pratt hefur haldið tón-
leika víða um lönd, m. a. í Kan-
ada og Bandaríkjnum, í Mexíkó
og Ástralíu. Hann hefur oft leik-
ið í brezka útvarpið og nú í marz
lék hann í sjónvarpið BBC. Einn-
ig hefur hann leikið ineð Royal
Philharmonic og Sinfóníuhljóm-
sveit Lundúna undir stjórn Sir
Malcolm Sargent.
Efnt til námskeiða í
íþróttum og leikjum
MÁNUDAGINN 25. maí hefjast
námskeið í íþróttum og leikjum
fyrir börn víðsvegar um bæinn.
Að námskeiðum þessum standa
þrír aðilar, Iþróttabandalag
Reykjavíkur, Leikvallanefnd
Reykjavíkur og Æskulýðsráð
Reykjavíkur.
Námskeiðin verða fyrir börn á
aldrinum 5—12 ára og verða 3
daga í viku á hverjum stað, ann-
an hvern dag. Staðirnir eru:
KR-svæði, Valssvæði, Víkings-
svæði, mánud., miðvikud. og
föstudaga. (byrjað 25. maí).
Ármannssvæði, Háskólavöllur,
Skipasundstún, þriðjud., fimmtu-
daga og laugardaga. (byrjað 26.
maí).
Deginum er skipt þannig, að
börn 5—9 ára mæta kl. 9,30 og
verða til 11,30, en eftir hádegi
mæta börn 10—12 ára og verður
þá æft og kennt kl. 3—5.
Kennarar og leiðbeinendur
verða íþróttakennarar, sem munu
kappkosta að hafa riámskeiðin
sem fjölbreyttust og verða kennd
undirstöðuatriði í frjálsum íþrótt
um, hlaup og stökk, og knatt-
leikjum, knattspyrnu og hand-
knattleik. Einnig verður'farið í
hópleiki og komið á keppni í
ýmsu formi. Námsskeiðsgjald
verður kr. 15.00 fyrir allan tím-
ann.
Þetta er þriðja sumarið, sem
þessir aðilar gangast fyrir slíkum
námsskeiðum og hafa þau mælzt
mjög vel fyrir. Þeim er ætlað
að hafa ofan af fyrir börnum á
Kosningaskrifstofa
S jálfstœðisflokksins
í Morgunblaðshúsinu, Aðalstræti 6 II. hæð, er opin alla
virka daga frá kl. 10—6 e .h.
Sjálfstæðisfólk, hafið samband við skrifstofuna og gefið
henni upplýsingar um námsfólk, sem er erlendis og annað
fólk, sem verður fjarverandi á kjördag innanlands og utan.
Símar skrifstofunnar eru 12 7 5 7 og 13 5 6 0.
tímanum frá skólalokum og fram
til þess tíma er þau fara í sveit
og fá börnin af götunni inn á
leiksvæðin. Síðastliðið vor voru
760 börn skráð á þessum náms-
skeiðum.
íslandsmót í
bridge hefst í dag
ÍSLANDSMÓTIÐ í sveitakeppni
í bridge hefst í Tjarnarcafé í dag
kl. 2 síðdegis. Spilaðar verða sjö
umferðir eftir Monradkerfi og
taka tólf sveitir þátt í keppn-
inni. Eru það þessar: Frá Bridge
félagi Reykjavíkur: Sveit Halls
Símonarsonar, sveit Sigurhjart-
ar Péturssonar, sveit Stefáns J.
Guðjohnsen og sveit Asbjörns
Jónssonar. — Frá Bridgefélagi
kvenna, Reykjavík: Sveit Vig-
dísar Guðj ónsdóttur, sveit Egg-
rúnar Arnórsdóttur. Frá Tafl-
og bridgeklúbbnum, Reykjavík:
Sveit Hjalta Elíassonar, sveit
Svavars H. Jóhannssonar, sveit
Sófusar A. Guðmundssonar. Frá
Bridgefélagi Akureyrar: Sveit
Mikaels Jónssonar. Frá Bridge-
félagi Húsavíkur: Sveit Óla
Kristinssonar.
Þar sem nauðsynlegt er, vegna
Monrad-kerfisins, að láta fjölda
þátttakenda standa á jafnri tölu,
var ákveðið að bjóða gestasveit
til leiks. »
íslandsmót í tvíkeppni hefst í
Tjarnarcafé laugardagcnn 30.
maí kl. 2 síðd. og lýkur sunnu-
daginn 31. maí. í þeirri keppni
taka þátt 56 pör.
Úrslit Reykjavíkurmótsins:
Fram og KR
1 úrslitum
SÍÐASTI leikur Reykjavíkur-
mótsins verður annað kvöld og
leika þá KR og Fram til úrslita.
Leikurinn hefst kl. 20.30. Staðan í
mótinu er þannig:
KR ........... 3 3 0 0 11:0 6
Valur ....... 4 3 0 1 8:4 6
Fram ......... 3 2 0 1 12:3 4
Þróttur ..... 4 0 1 3 3:10 1
Víkingur ..... 4 0 1 3 1:18 1
Eins og sést á stöðunni hefur
KR mestar sigurlíkur, fer með
Reykjavíkurmeistaratitilinn á
sigri eða jafntefli, en sigri Fram,
verða félögin KR, Fram og Valur
jöfn að stigum og verða að leika
3 leiki til úrslita.
Reykjavíkurmeistari 1958 varð
KR.
Valbjörn.
Vormót ÍR í dag
.. RSTA f r j álsíþróttamótið á
þessu sumri, Vormót lR, verður
á íþróttavellinum á Melunum í
dag og hefst kl. 2 e. h.
Meðal keppenda má nefna Hall
grím Jónsson og Þorstein Löve
í kringlukasti, Valbjörn Þorláks-
son í stangarstökki, Þóri Þor-
steinsson í 400 m hlaupi, Björg-
vin Hólm í 110 metra grinda-
hlaupi og Gylfa Gunnarsson í
spjótkasti. Keppendur eru alls
um 30 að tölu.