Morgunblaðið - 24.05.1959, Blaðsíða 3
Sunnu'dagur 24. maí 1959
MORGVNBLAÐIÐ
3
Þessi mynd sýnir helgimynd úr leir er börn úr Landakotsskólanum gerðu. — Jesúbarnið liggjandi
Sr. Óskar J. Þorláksson:
Gleymum ekki GuM
í jötunni og vitringarnir og hirðarnir umhverfis.
Listkynning Mbl.
Sýning á
barnateikningum
AÐ frumkvæði Teiknikennara-
félagsins sýndiu flestir barnaskól-
ar bæjarins í marzmánuði sl.
barnateikningar er gerðar voru
sl. vetur.
Af ýmsum orsökum vantaði þá
nokkra skóla, en nú hefir bætzt
í hópinn, börnin úr Landakots-
skólanum og hefst sýning á verk-
um þeirra nú um þessa helgi. —
Teikningarnar eru eftir börn á
aldrinum 7—12 ára og gerðar á
ýmsan hátt. — Munsturteikning-
ar, tauklippingar, túss- og blý-
antsteikningar ásamt mótun í
leir.
Stálbræðsla
í Narvik?
NARVIK, 23. mai. — Bæjaryfir-
völdin í Narvik í Norður-Noregi
kanna nú möguleikana á því að
koma upp stálbræðslu þar í bæn-
um. Nægilegt rafmagn og tiltölu-
lega ódýrt er fyrir hendi, og
möguleikar ættu að vera á því
að fá nægilegt málmgrýti frá
sænsku námunum í Kiruna.
Norska stjórnin er hlynnt þess-
um fyrirætlunum, svo framar-
lega, sem kleift reynist að útvega
erlent fjármagn til framkvæmd-
anna. Er nú leitað hófanna um
fjármagn frá Vestur-Þýzkalandi,
enda yrði framleiðsla stáliðju-
versins í Narvik þá seld á vestur-
þýzkan markað.
Samsæri gegn
Hussein afhjúpað
AMMAN, 23. maí. Reuter. —
Sadek Sharah næstæðsti maður
hersins í Jórdaníu, hefur verið
handtekinn, grunaður um þátt-
töku í samsæri til að steypa
Hussein konungi af stóli. Formæl
andi Jórdaníustjórnar sagði, að
hershöfðinginn yrði hafður í
haldi meðan sérstök nefnd rann-
sakaði málið. Það er haft fyrir
satt, að nokkrir aðrir herforingj-
ar hafi einnig verið fangelsaðir.
Sagt er að þessi herforingjar séu
hlynntir Nasser og hafi haft í
hyggju að gera sams konar upp-
reisn og Sadek Shawaf ofursti
gerði í Norður-írak í marzman-
uði.
Belgíska konungsfjöl-
skyldan skömmuÖ í
blöÖunum
Vér vitum, að þeim, sem Guð
elska samverkar allt til góðs“.
(Róm. 8.2B).
EITT af fyrstu orðum Ritningar-
innar er orðið Guð. Hann er upp
hafið. Hann er sá, sem hofur
skapað himinn og jörð og gefur
öllu líf og kraft og í honum lifum
og hrærumst vér. Þannig hafa
menn hugsað sér Guð, tilbeðið
hann og sett traust sitt á hann, til
sóknar og varnar í baráttu iífsins.
En hvað vitum vér þá um Guð?
Hvar fáum vér vitneskju um höf-
und lífsins? Er allt það, sem vér
hugsum um Guð þá bara hug-
smíðar einar, eða er þar veru-
leiki að baki?
BRÚSSEL, 23. maí. Reuter. —
I gær urðu Leopold III, fyrrver-
andi Belgíukonungur, og kona
hans, Liliane prinsessa, sem er
af borgaraættum, fyrir hörðum
árásum í nokkrum belgískum
blöðum, en um þau hjónin hefur
staðið talsverður styrr í blöðun-
um að undanförnu. Baldvin kon-
ungur, sonur Leopolds, er nú í
opinberri heimsókn í Bandaríkj-
unum, þar sem hann nýtur mik-
illar hylli.
Óháð belgískt vikublað, „Pour-
quoi pas?“ (Hvers vegna ekki?),
lýsti því yfir í gær, að Leopold
III, sem sagði af sér konungdómi
fyrir átta árum, væri enn hinn
raunverulegi konungur og stjórn-
andi, og kona hans, Lilian prins-
essa, væri gagntekin af löngun
til að láta að sér kveða í málefn-
um ríkisins. Blaðið gat einnig um
hinar miklu vinsældir, sem hinn
28 ára gamli konungur nyti nú í
Bandaríkjunum, og sagði að í
augum sinnar eigin þjóðar væri
konungurinn „dapur ungur mað-
ur, sem stekkur ekki bros fyrr en
hann er kominn úr landi".
Afskipti af stjórnmálum?
Óánægjan með belgísku hirð-
ina gaus upp að nýju í síðustu
viku, meðan konungurinn var er-
lendis, þegar nokkur blaðanna
héldu því fram að Leopold hefði
haft afskipti af pólitískum mál-
um í Belgíska Kongó.
Brúðkaup Alberts
Þá eru margir óánægðir með
fyrirhugað brúðkaup Alberts
krónprins, bróður Baldvins, og
ítölsku prinsessunnar Paolu
Ruffo di Calabria, vegna þess að
ekki fer fram borgaraleg vígsla
í Briissel á undan hinni kirkju-
legu vígslu í Róm, sem páfinn
framkvæmir.
Spillir prinsessan
fyrir Baldvin?
Vikublaðið varpaði fram þeirri
spurningu, hvort það væri hinn
brennandi áhugi Liliane prins-
essu á opinberum málum, sem
hefði tafið fyrir því að Baldvin
konungur gengi í hjónaband. „Er
það vegna þess að hjónaband
hans mundi endanlega leggja í
rúst drauma prinsessunnar um að
vera fyrsta hefðarfrú Iandsins, og
í stað þess setja hana á sinn rétta
stað sem lágættaða eiginkonu
fyrrverandi konungs?“
Konungurinn fangi
Blaðið segir ennfremur, að það
væri heimskulegt og hégómlegt
að neita því, að konungsfjöl-
skyldan hafi á síðustu árum misst
samúð þjóðarinnar. Það var aug-
Ijóst mál, að konungurinn var
umkrindur ísmeygilegum smjöðr
urum, en ekki skynsömum ráð-
gjöfum. „Konungurinn er kon>-
inn óralangt frá veruleikanum —
hann er fangi hirðar, sem lýtur
helgivaldi, og hirðsiða, sem
byggja á guðdómlegri útnefn-
ingu konungs".
Stjórnin skerist í leikinn
1 ritstjórnargrein „Le Peuple",
sem er höfuðmálgagn belgíska
Jafnaðarmannaflokksins, sagði að
tími væri til þess kominn að
belgíska stjórnin skærist í leik-
inn í sambandi við fyrirhugað
brúðkaup Alberts prins og
ítölsku prinsessunnar. Spáði blað
ið óheillaþróun, ef ekki væri
brugðið við skjótt.
Sumarstarfsemi
Ferðaskrifstofu
ríkisins
SUMARSTARFSEMI Ferðaskrif-
stofu ríkisins er að hefjast um
þessar mundir og verður um-
fangsmikil að vanda.
Ráðgert er að fara 3 hópferðir
til útlanda á næstunni og hefst
hin fyrsta 8. júní. Er það 30 daga
ferð til meginlands Evrópu og
verður farið um Þýzkaland, ítal-
íu og Frakkland með viðkomu í
Bretlandi og Danmörku.
Tvær hópferðir verða farnar
um Norðurlönd og verður farið
um Noreg, Svíþjóð og Danmörku.
Hefst hin fyrri 13. júní, hin síð-
ari 3. júlí.
Sú nýbreytni hefur nú verið
gerð, að skipuleggja fyrir ein-
staklinga ódýrar skemmti- og
kynnisferðir til útlanda. Þegar
hafa verið skipulagðar 4 slíkar
ferðir:
16 daga ferð um Rínarlönd og
Svörtuskóga í Þýzkalandi.
16 daga ferð til baðstaða í Dan-
mörku.
16 daga ferð til höfuðborga
Norðurlanda.
16 daga ferð urn hálendi Skot-
lands.
Ferðaskrifstofa ríkisins véitir
öllum ferðamönnum margskonar
fyyrirgreiðslu, skipuleggur ferða-
lög einstaklinga og hópa innan-
lands og utan, selur farseðla til
allra landa, útvegar gististaði, er
í samvinnu við allar helztu ferða-
skrifstofur erlendis og selur
ferðalög með þeim.
V andrceöaástand
Buganda
LONDON, 23. maí — Landstjór-
inn í Buganda hefur bannað Þjóð
ernishreyfingu Bugandabúa og
lýst yfir vandræðaástandi í land-
inu. í opinberri yfirlýsingu segir,
að þessar ráðstafanir hafi verið
gerðar til að binda enda á of-
beldi og ýmiss konar ógnir, sem
áttu rætur að rekja til þess að
meðlimir Þjóðernishreyfingar-
innar tóku sig saman og hættu
að verzla við fyrirtæki og verzl-
Ósamkomulag
um hvalveiðar
TOKÝÓ, 23. maí. — Lokið er
fundi fulltrúa Norðmanna, Jap-
ana, Hollendinga og Breta í
Tokýó um hvalveiðar í Suður-
höfum. Náðist ekki samkomulag'
á þeim fundi. Miðað var við
það, að leyft yrði að veiða 15000
bláhveli, og að Rússar fengju að
veiða fimmtunginn af því magni,
en hinu yrði skipt milli þessara
fjögurra þjóða. Tókust ekki samn
ingar um þá skiptingu, og verður
nú haldinn annar fundur í Lun-
dúnum innan skamms, áður en
fundur alþjóðahvalveiðinefndar-
innar hefst þar 22. júní n.k.
Þetta hefur löngum verið viS-!
fangsefni mannsandans þvi hv
skiptir í raun og veru meira ma
en að gera sér grein fyrir up]
runa lífsins og stöðu mannsins
tilverunni?
Kristinn maður trúir því, að
Guð hafi opinberað sig mönnun-
um og geri það enn í dag. Hann
opinberar mátt sinn og vizku i
sjálfu sköpunarverkinu, í náttúr-
unni, í tign fjalla og fossa, í kyrr-
látum fjalldölum og fögrum
blómabrekkum, jafnvel í hinu
minnsta smáblómi jarðarinnar. |
Nú á þessum yndislegu vor-
dögum, þegar allt er að vakna
af dvala, fáum vér tækifæri til
þess að sjá hina dásamlegu dýrð
Guðs í verkum hans, eða eina
og Jónas Hallgrímsson orðaði
það:
„Festingin víða, hrein og há , -
og himinbjörtu skýin blá, >
logandi hvelfing, ljósum skírð, N
þið lofið skaparans miklu dýrð. >
Og þrautgóða sól, er dag frá degi,
Drottins talar um máttarvegi,
ávallt birtir þú öllu um lönd
almættisverk úr styrkri hönd.“
C
En Guðs opinberun er viðar en
í náttúrunni. f hinum helgu rit-
um Ritningarinnar er oss flutt
opinberun um hann. Lesum sögu
þeirrar þjóðar, sem var lengra
komin í þekkingu á Guði, en aðrar.
þjóðir á þeim tíma. Lesum vitnis1,
burði spámannanna um réttlæti’
Guðs og kærleika. En um frarríl
allt, lesum Ný j a-testamenntið,-
sem flytur oss hina æðstu opinberj
un Guðs í Kristi. í persónu Jesú
Krists birtist Guð oss. „Sá sem
hefur séð mig hefur séð föður-
inn.“ (Jóh. 14. 9) Hann er oss
mönnunum vegurinn, sannleikur
inn og lífið. <$$
Ef að þú, sem lest þessar línur
mínar í dag, heldur að þú getir
ekkert vitað um Guð og hans
vilja, þá lestu það sem sagt er um
líf Jesú og kenningu 1 N.Testa-^
menntinu. Þá verður þú ekki leng
ur í vafa um hvað sé Guðs vilji.l
rétt eða rangt. Guðs andi mun upp,
lýsa hjarta þitt fyrir samfélagið.
við Krist. Þetta er veruleiki hinn
ar kristnu opinberunar í dag. Eng'
inn getur því afsakað sig með því,'
að hann fái ekkert að vita um
Guðs vilja.
n.
Um þetta hugsum vér í dag á
þessum helgidegi kirkju vorrar,
sem kölluð hefur verið þrenning-
arhátíð (Trinitatis). Vér hugsum
jm hina guðlegu opinberun,'
hvernig Guð birtir oss vilja sinn.'
1 En hvaða áhrif hefur svo þessi
sannfæring á líf vort. Hún á að
skapa hjá oss ábyrgðartilfinningu
í öllum vorum lífsháttum. Sannr
ar lífshamingju njótum vér því
aðeins, að vér kappkostum að
lifa í samræmi við Guðs vjlja.1
Vér þekkjum vanmátt vorn og
veikleika á mörgum sviðum lífs'
ins, en vér trúum því, að Guð
veiti oss styrk, þegar vér í ein-
lægni reynum að ástunda hans
vilja.
Vér megum ekki gleyma Guði i
störfum og þjónustu hins daglega
lífs, ekki gleyma honum þó að vér
búum við góða heilsu og góð lífs
fcjör, því meiri ástæða er að þakka
honum og vegsama hann.
í kjölfar andlegs kæruleysis og
trúleysis siglir upplausn og glund
roði í þjóðlífinu-
„Allir þeir, sem Guði sín «Alil
gleyma
þeir glata fyrstir sinni þjóð.“
(D. St).
Gefum gaum að hinni guðlegu
opinberun. Hlustum á það, sem
anir, sem ekki voru eign inn-
fæddra. Samkvæmt hinum nýju
reglum hefur lögreglan fengið
aukið vald til að koma í veg fyrir
upphlaup og halda reglu-.
Á síðustu tveim mánuðum hafa
yfir 50 manns verið lögsóttir á
þessu verndarsvæði fyrir méint
afbrot í sambandi við neitun inn-
fæddra að verzla við ofangreind
fyrirtæki. Lögreglunni hefur líka
lent saman við kröfugöngu þjóð-
ernissinna.
Fréttaritari BBC í Buganda
segir, að ráðstöfunum Þjóðernis-
hreyfingarinnar hafi ekki aðeins
verið beint gegn Asíubúum og
Evrópumönnum, heldur einnig
ýmsum afrískum kaupmönnum.
Um 2000 manns hafa látið lífið
vegna ráðslafana þjóðernissinna.
Harriman til Kína
WASHINGTON, 23. maí. —
Bandaríski utanríkisráðuneytið
hefur veitt Averill Harriman,
fyrrverandi sendiherra Banda-
ríkjanna í Moskvu og nú síðast
fylkisstjóra í New York-fylki, | Guð vill til vor tala og hlýðum
leyfi til þess að ferðast til Kína,
sem blaðamaður. Harriman hefur
ekki enn fengið áritun frá kín-
verskum stjórnarvöldum til far-
arinnar. Hann er nú á ferðalagi
um Sovétríkin.
því, sem hann leggur oss á hjarta.
„Vísa mér vegu þína, Drottinn,
kenn mér stigu þína. Lát mig
ganga í sannleika þínum og kenn
mér, því að þú ert Guð hjálpræðis
míns.“ (Sálm. 25. 4—5).