Morgunblaðið - 24.05.1959, Page 8
8
MORClJTSTtLAÐIÐ
Sunnudagur 24. maí 1959
—— MM—BI 1
Úr Grœnlandsflugi með Sólfaxa (3.) *■
I Narsarssuak nota
þeir ekki iföisku
Þeffar Jóhannes kom úr báó blakti ekki húr á hölði
Y F I R kaffibollanum hjá
þeim dönsku í Narsarssuak
fréttum við, að þar hefði
dvalizt hálf undarlegur gest-
ur, ítalskur kaupsýslumaður
í verzlunarerindum. Honum
hafði skotið skyndilega upp
og auðvitað var hann hýstur
sem aðrir gestir. En menn
veltu því mikið fyrir sér hvað
sá ítalski ætlaði að kaupa í
Grænlandi. Ekki voru svör
hans greið, því að hann
skildi ekki heimamenn — og
þeir ekki hann. Italinn talaði
nefnilega hvorki dönsku né
grænlenzku, ekki einu sinni
ensku. Þó gat hann sagt „yes“.
Allt annað var ítalska, en í
Narsarssuak nota þeir aldrei
ítölsku. Heimamenn reyndu
því að gera sig skiljanlega
með handapati — og ítalinn
svaraði alltaf „yes“, eða „yes,
yes“, þegar um meiriháttar
mál var að ræða.
Hvar lærði hann ensku?
Sá ítalskí skoðaði mikið.mann-
virkin í þessari yfirgefnu, banda-
rísku herstöð, þá aðallega flug-
skýlin. Hartn virtist ánægður
með alla hluti, a. m. k. sagði
hann aldrei annað en ,.Yes“.
Danirnir höfðu veður af því
að kaupsýslumaðurinm ætlaði
heimleiðis með Sólfaxa og
skömmu áður en flugvélin kom,
var reynt að útskýra fyrir hon-
um, að kveðjustundin væri nú
brátt runnin upp. En þá gróf
ítalinn upp nýtt orð, sem skaut
öllu byggðarlaginu skelk í
bringu. Hann sagði „No“. Menn
fóru að velta því fyrir sér, hvar
maðurinn hefði lært e..sku, en
þá birtist Sólfaxi og ítalinn kink
aði kolli: ,.Yes, yes“, sagði hann.
Norðmenn keyptu allt —
Á heimleiðinni varð það upp-
víst, að Italinn ætlaði að kaupa
flugskýli í Narsarssuak og flytja
til Ítalíu. Þegar Bandaríkjamenn
yfirgáfu herstöðina í Narsarssuak
flýttu Danir sér að koma mann-
virkjum í verð. Þeir seldu Norð
mönnum megn þeirra milljóna-
verðmæta, sem Bandaríkjamenn
höfðu skilið eftir, m. a. tvö stór
flugskýli, margs konar viðhalds-
vélar fyrir flugvelli og flugvall
armannvirki, stórar ljósavélar
og margt fleira. Við þessa ágætu
flugbraut, sem Bandaríkjamenn-
irnir byggðu þarna, stendur
líka flugturn með öllum nauð-
synlegum útbúnaði, þar er líka
stór þyrping timburhúsa, sem
yfir þrjú þúsund hermenn og
flugvallarstarfsmenn bjuggu í.
Allt er áætlað að rífa og Norð-
mennirnir fluttu þaðan nokkrar
þúsundir smálesta af varningfi í
fyrra, en afgangurinn verður
fluttur í sumar. Loftleiðaflug-
vél hafði viðkomu í Narsarssuak
fyrir skemmstu og var með á
fjórða tug Norðmanna, sem ann
ast eiga niðurrif og flutninga.
— og Danir hyggja aftur
upp
Narsarssuak hefur mikið bor-
ið á góma eftir að Danir fóru al-
varlega að hugsa um að hefja
flugsamgöngur innan Grænlands,
en það var ekki fyrr en eftir
Hans Hedtoft-slysið í vetur. Þá
skildist mönnum, að siglingahætt
unum við Grænland yrði ekki
rutt úr vegi með stórum og full-
komnum skipum. Var aó heyra
á mönnum í Narsarssuak, að
stjórnarvöldin hefðu verið full-
bráðlát, þegar þau seldu Norð-
mönnum allan útbúnað á flug-
vellfhum. Helzt var að heyra, að
Danir yrðu að fara að byggja
upp, þegar Norðmennirnir yrðu
loksins búnir að rífa allt niður.
Sannleikurinn er sá, að á vestur-
strönd Grænlands eru aðeins þrír
stórir flugvellir: Narsarssuak,
Syðr-Straumfjörður og Thule.
Katalína var upphafið
Grænland er stórt, strandlengj
an löng og byggðin dreifð. Það
verður erfitt að byggja upp flug
samgöngur þar í landi og reynsla
íslenzku flugmannanna er Dön-
um mikils virði. Upphaf ioftflutn
inga til og frá Grænlandi má í
raun rekja fyrstu ferða Katalínu
flugbáta Flugfélags íslands þang
að upp úr stríðslokum.
Sprautað yfir sjúklinga
Jóhannes Snorrason, flug-
stjóri. segir okkur, að þá hafi
aðallega verið flogið á vegum
ýmissa vísindaleiðangra — og
sjúkraflug. Katalína hafi lent á
fjölmörgum stöðum upp með
allri vesturströnd Grænlands þar
sem engar flugvélar höfðu áð-
ur lent. Honum eru sérstaklega
minnisstæðar margar ferðir með
berklasjúklinga frá Grænlandi
til Hafnar.
— Flugvélin var sprautuð inn
an með sóttvarnarefnum, áður
en sjúklingarnir voru fluttir um
borð. Síðan va^sprautað nokkr-
um sinnum yfir hópinn á leið-
inni — og enn var dælt sóttvarn
arefnum, þegar komið var til
Reykjavíkur. „
Á öðrum hreyfli í ofsaveðri
— Þetta var ekki það versta
við Grænlandsflugið, segir Jó-
hannes. í fyrstu þótti okkur
þetta hvimleiðir flutningar, en
vöndumst fljótt við. Grænlands-
veðráttan hefur hins vegar oft
verið erfiðari. Ég minnist þess
sérstaklega einu sinni. Það var
skömmu eftir stríslokin, ég var
þá að koma frá Toronto í Kana-
da með einn Katalínubátinn, sem
Flugfélagið keypti. Þrír Kanada
menn voru með mér, aðstoðar-
flugmaður, vélamaður og sigl-
ingafræðingur. Þetta var að
haustlagi, allra veðra von, en við
lögðum upp, þegar okkur fannst
árennilegt.
— Þegar við nálguðumst Græn
land fór veðrið versnandi, mót-
vindur óx, svo fór hann að ganga
á með dimmum éljum. Ferðinni
var heitið til Narsarssuak, en
þar ætluðum við að bíða byrjar
til Reykjavíkur. Við áttum eftir
meira en klukkustundar flug
þangað, þegar annar hreyfillinn
stöðvaðist. Mótvindurinn jókst,
élin voru orðin kolsvört — og
ekki bötnuðu horfurnar, þegar
olían fór að leka af hinum
hreyflinum. Við vorum líka
hræddir um hann — og ég var
viðbúinn því að hlamma bátnum
niður á úfinn sjóinn, ef öll sund
lokuðust.
Duttlungafullt veðurlag
— En við seigluðumst þetta á
öðrum, flugum lágt, því skyggni
var skammt. Narsarssuak er í
botni 60 mílna langs fjarðar,
fjöllin eru há og brött, ótal hliðar
firðir og skörð gátu villt sýn.
Við róluðum þetta á milli fjalls-
hlíðanna.
En loks skriðum við inn á
Narsarssuak í nokkurra metra
hæð. Fimm mínútum síðar var
allt lokað, skyggni örfáir metr-
ar. ,
— Um kvöldið fórum við í bíó
ÁÐUR var nýtízku benzínbíl-
um ekið að flugvélum, sem
komu tii Narsarssuak. Nú
Notast þeir við tunnurnar og
handdælur. Allt hefur verið
selt, en þeim finnst gróðinn
vafasamur.
með Bandaríkjamönnunum. Þá
var rokið svo ofsalegt, að við
urðum hálfpartinn að fara á
fjórum á milli skálanna. En, þeg-
ar við komum út að sýningunni
lokinni, blakti ekki hár á höfði
og himinninn var stjörnubjart-
ur. Þannig getur veðurlagið í
Grænlandi verið, sagði Jóhannes.
Flugvélin, sem námufélagið mun hafa í Meistaravík í sumar, er af Dornier-gerð— og hefur skíða
útbúnað,
Hafa víða farið
En síðan Jóhannes komst í
hann krappann við Narsarssuak
hafa flugvélar Flugfélagsins kom
ið víða við ' Grænlandi. Kata-
lína annar flutningunum ekki
lengur. Douglas, Skymaster og
Viscount hafa farið margar ferð
ir, allt frá Narsarssuak ti' Thule
á vesturströndinni og fró Ang-
magsalik til Station Nord á 81.
breiddargráðu á austurströnd-
inni. Flogið hefur verið á vegum
danskra stjórnarvalda, námufé-
lagsins, verktaka eða vísinda-
leiðangra. Ferðirnar eru nú orðn
ar 5—600.
Heppinn flugmaður
Danir hafa aldrei annazt flug
í Grænlandi að ráði. Tveir Kata-
línubátar danska sjóhersins hafa
þó verið þar á sumrin og farið í
póst- og sjúkraflug.
Framh. á bls. 23.