Morgunblaðið - 24.05.1959, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 24.05.1959, Qupperneq 9
Sunnudagur 24. maí 1959 ntOKCinvnr.AfíiÐ 9 ^J^venjyjó&in oc^ heimiliÁ S s s s s <1 s s - í Sjómannskonan sem situr í hæjarstjórn Hafnarfjaröar Vibtal v/ð frú Elinu Jósefsdóttur KONUR hafa yfirleitt lítil af- skipti af opinberum málum hér á landi sem víða annars staðar. Með tilliti til þeirrar réttinda- fcaráttu sem konur hafa háð und- ar.farna áratugi ættu miklu fleiri konur að taka þátt í opinberum málum en raun er á. Á Alþingi hafa örfáar konur setið. Á kjörtímabili því sem nú er að Ijúka tóku sæti 3 konur, ein sem kjörinn þingmaður, frú Ragnhildur Helgadóttir, og tvær sem varaþingmenn, frú Jóhanna Egilsdóttir og frú Adda Bára Sig fúsdóttir. í bæjarstjórnum lands ins hafa konur verið fjölmenn- ari, en eru þó langt frá því að vera fjölmennar. í Reykjavík sitja tvær konur í bæjarstjórn, þær frú Auður Auðuns og frú Gróa Pétursdóttir og skipar frú Auður sæti-forseta bæjarstjórn- ar. í Hafnarfirði tóku konur í fyrsta sinn sæti -í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eftir síðustu bæjar stjórnarkosningar, þær frú Elín Jesefsdóttir fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og frú Þórunn Helga- dóttir fyrir Alþýðuflokkinn. Mér fannst ástæða til að bregða mér suður í Fjörð og kynnast við- horfum konu, sem nýlega hefur tekið sæti í bæjarstjórn þar, og bað þvi frú Elínu Jósefsdóttur um viðtal. Húsmóðirin og stjórnmálin — Að sjálfsögðu eiga konur að geta tekið þátt í hvers konar félagsmálum, án þess að hafa annað til að bera en almenna greind og þekkingu, sagði Elín. er konur og stjóinmál bar á góma. — Sumir vilja ha’da því fram að konur eigi að sitja heima og hugsa um heimili cg börn. Hvað segið þér um það, Elín þér sem eruð sjómannskona og á þeim hvílir heimilishaldið alltaf meira, auk þess sem því fylgir oft meiri þjónustubrögð? — Þótt mér finnist ég hafa nóg að gera heima, þá er líka hvíld í að bregða sér út og sinna öðrum málum. Með því að hafa afskipti af opinberum málum, er maður að hafa hönd í bagga urn lífsafkomu sína og sinna. Auk þess eru félagsstörf mest bundin við visan árstíma, og þess á milli hggja þau að mestu niðri. Þá er tími til að snúa sér eingöngu að heimilishaldinu. Hvað heimilishaldi sjómanns- konunnar viðkemur, þá er það rétt, að á okkur ienda fleiri snún ingar fyrir heimilið og við verð- um að geta bjargað okkur betur á eigin spýtur. En þegar eigin- mennirnir eru á bátaflotanum eins og maðurinn minn, þá er aðstaðan miklu þægilegri. Þeir koma þá daglega heim og það er hægt að ráðfæra sig við þá. Það er lika nokkuð til í því, að það sé meiri þjónusta á karl- mönnum, sem stunaa sjóinn, ekki sízt ef maðurinn er svo gamal- dags að prjóna sjálfur öil sokka- plögg og sjóarapeysur, eins og ég hefi gert fram til þessa. Galla- þvotturinn er auðvitað meiri á sjómannsheimilum, en aftur á móti sleppum við sjómannskon- urnar að miklu leyti við fata-' pressun og stífingu á hvitum skyrtum, Þetta er ekki annað en það sem til heyrir. Frú Elín Jósefsdóttir. Ekki lengur óreglulegar máltíðir Nú er matsveinn á hverjum vélbát og áhöfnin borðar um borð. Það er miklu notalegra1 fyrir sjómennina, um leið og það! er til þæginda fyrir húsmæðurn- | ar að þurfa ekki að búa bita með karlmönnunum á sjóinn. Frá mínu heimili eru þeir þrir sem stunda sjóina, maðurinn minn og tveir synir. Þrið’i sonur- inn er enn í skóla, og ég vona að hann verði í landi. Mér finr.st ég satt að segja vera búinn að gera skyldu mína hvað snertir útveg- un á vinnuafli fyrir sjávarútveg- inn. Fékk nafnbótina „hafnannála- húsfreyjan“ Hvaða mál eru það aðallega sem þér hafið áhuga á? Álítið þér að konur beiti sér meira en karlmenn fyrir ákveðnum mál- um eða málaflokkum? — Það getur verið að konum finnist yfirleitt sérstök mál standa sér næst, þó þess gæti ekki svo mjög hvað mig snertir. Ég hefi alltaf í sjávarplássum verið, á mína á sjónum, svo að sjómannastéttin stendur mér að sjálfsögðu næst. Mér er ákaflega vel kunnugt úiii hvar skórinn kreppir í hennar málefnum og hefi þar af leiðandi áhuga fyrir að lagfæra það sem betur má fara' í þeim efnum, ef hægt er að koma því við. Áhugi minn hef ur beinst svo mjög að þessum málum, að andstæðingarnir köil- uðu mig „hafnarmálahúsfreyj- una“ í baráttunni fyrir siðustu bæjarstjórnarkosningar, bætir Elín við og hlær. Satt að segja er útbúnaðurinn við höfnina hér í Hafnarfirði ákaflega ófullkominn, og meira öryggi þar er mér af skiljanleg- um ástæðum mjög hugstætt. Þess vegna hefi ég reynt að stuðla að því eftir megni, að ein- hverjar umbætur verði gerðaT þar. í hafnarnefnd fæ ég e. t. v. einhverja aðstöðu til þess. Það nýjasta í málum hafnar- innar er nýi öryggissiminn. Slysa varnardeildirnar hér börðust fyrir því máli, ásamt fleirum, og sr. Garðar Þorsteinsson próf- astur tók að miklu leyti að sér að sjá um framkvæmdirnar á hafnargarðinum í því máli. Það er nauðsynlegt að hafa þennan síma, sem er í beinu sambandi við slökkvistöðina, þar sem alltaf er vakt og hægt að útvega hjálp í snatri, ef þörf gerist. 'Skömmu áður en síminn var settur upp, kviknaði í bát við syðri hafnar- garðinn og urðu miklar skemmd ir á honum, einfaldlega vegna þess að sjómennirnir um borð náðu ekki í síma og vissu ekki hvar hans var helzt að leita. Ég hefi heyrt að hér í Hafnar- firði væri öflug Kvennadeild Slysavarnarfélagsins. Þér takið að sjálfsögðu þátt í starfi henn- ar? — Já, ég geri það og þar er reglulega ánægjulegt að starfa. Slysavarnadeildin Hraunprýði er stærsta kvenfélagið í bænum, telur um 700 meðlimi, og kon- urnar vinna einhuga saman án tillits til stjórnmálaskoðana. Hafnfirzkar konur hafa yfirleitt mikinn áhuga fyrir félagsmálum. — Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboðinn er öflugt félag er ekki svo? — Já, það má segja að mikil félagsstarfsemi sé hjá Vorboðan- um og oft tekur félagið upp ým- islegt nýtt. Nú stendur yfir ,>ýni- kennsiunámskeið í matreiöslu, sem vakið hefur mikla athygli og ánægju og er það mjög vel sótt. Hitaveita óskadraumur hafn- firzkra húsfreyja Eitt er það mál, sem við kon- urnar í Sjálfstæðiskvennafélag- inu höfum mikinn áhuga á, það er hitaveitumál bæjarins. Það er reyndar óskadraumur a.ira hafn- firzkra húsmæðra að fá hitaveítu vatn í hús sín í náinni framtíð. Okkur finnst gremjulegt að vita af þessari auðlind í Krísuvík og af öllu því sem í hana hefur ver- ið eytt, án þess að hægt sé að hafa not af því sem þar býðst. í sambandi við síðustu fjárhags- áætlun tókum við béajarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þetta mál upp, og átöldum að ekkert hefði gengið í málinu. Sem fulltrúi hús mæðranna tel ég málið mér að sjálfsögðu skilt og reyni að leggja því það lið sem ég má — Þér sögðust hafa búið í sjáv- arplássum alla ævi. Eruð þér fædd hér í Hafnarfirði? — Nei, ég er fædd í Reykja- vík, en eftir að ég missti föður minn, Jósep Magnússon, trésmíða meistara, fór ég til móðursystur minnar, frú Guðbjargar Kolka. Þær systurnar, Guðríður móðir mín og hún voru Guðmunds- dætur frá Hvammsvík í Kjós. Eftir það ólst ég að mestu upp hjá þeim hjónunum, Guðbjörgu og Páli lækni Kolka, sem þá var í Vestmannaeyjum. Á því heim- ili hef ég að sjálfsögðu fengið mína fyrstu innsýn í pólitíkina og þar tók ég þátt í störfum Félags ungra Sjálfstæðismanna, svo snemma byrjuðu pólitísku afskipti. Þar gifti ég mig svo árið 1933 Óskari Illugasyni. Við bjuggum 5 fyrstu hjúskaparár okkar í Vest mannaeyjum, síðan önnur fimm í Garðinum og fluttum þá til Hafnarfjarðar. Hér hef ég alltaf kunnað ákaflega vel við mig. Ef til vill er ástæðan sú, að hér eru áhugamál fólksins og lífsviðhorf þess þau sömu sem ég átti að venjast frá unglingsárum mín- um. E. Pá. Dior-rósin MJÖG er nú í tízku að skreyta hatta, kjóla og dragtir með til- búnum rósum. Þær eru fallegar en dýrar í innkaupi og láta fljót- lega á sjá við notkun. Hins vegar er tiltölulega lítill vandi að búa til fallega rós við sumarkjólinn. í hana fara 10 cm. af „organdí“ eða „chiffon". Einn- ig má nota þunnt gegnsætt nylon. Eins og sézt á teikningunni er neðri brúnin alveg bein en sú efri klippt í mjúkan boga til end- anna. Efri brúnin er földuð með ósýnilegum sporum og faldurinn hafður eins mjór og hægt er. Rykkingarband er dregið í neðri brúnina ög borðinn er straujaður án þess þó að snertur sé faldur- inn á efri brúninni því hann á að vera óstraujaður. Síðan er dregið í rykkingar- bandið, þéttast innst en síðan er gefin meiri vídd í blöðin. Nokk ur spor eru stungin neðst.4 rósina og tvinna vafið um nokkrum sinnum. Hægur vandi er að búa til blöð og stilk og má gjarnan vera úr sama efni. Mjór stálþráður er not- aður í stilkinn og mjórri ræmu af efninu vafið utan um. TIL LESGU Stór hæð á bezta stað í miðbænum. Upplýsingar á skrifstofu Verzlunarmannafél. Reykjavíkur Vonar- stræti 4. Moskowifs '57 Til sölu og sýnis fæst með góðum greiðsluskilmálum ef samið er strax. BIFREIÐASAUAN Njálsgötu 40. — Sími 11420. I^oóin » esturveri. — Sími 23523 Opið í dag Falleg blóm frá 18 kr. búntið Munið mæðradaginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.