Morgunblaðið - 24.05.1959, Síða 13

Morgunblaðið - 24.05.1959, Síða 13
"vmnudagur 24. maí 1959 MORGUNBLAÐID 13 JÓN ÞORLÁKSSON ÓLAFUR THORS REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 23. maí Sjálfstæðisflokk- urinn 30 ára Á mánudaginn kemur eru liðin 30 ár frá því að Sjálfstæðisflokk- urinn var stofnaður. Annars stað- ar hér í blaðinu er birt yfirlýs- ing sú um flokksstofnunina, er birt var í Morgunblaðinu hinn 26. maí 1929. Stefnuskrá hins nýja flokks var þar sögð: „ísland fyrir íslendinga." Aðalstefnumál flokksins voru þessi: „1. Að vinna að því og undir- búa það, að Island taki að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina, jafnskjótt og 25 ára samningstímabil sambands- laganna er á enda. 2. Að vinna í landsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbóta- stefnu á grundvelli einstaklings- frelsis og atvinnufrelsis, með hagsmuni allra stétta fyrir aug- um.“ Ekki verður um það deilt að Sjálfstæðisflokkurinn hefur dyggilega fylgt þeirri stefnu, sem hann í upphafi markaði sér. Sjálístæði þjóðarinnar Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um stofnun lýðveldis á íslandi hinn 17. júní 1944. Að vísu var þá lengra gengið en menn kváðu upp úr um á árinu 1929, því að þá var ráðgert að algert afnám sambandslaganna þyrfti ekki að hafa í för með sér að konungssambandið slitn- aði. En hvort tveggja var, að sú ráðagerð var ætíð hæpin og að atburðir stríðsáranna skáru til fulls úr um, að sameiginlegt kon- ungsdæmi var hvorugum til góðs, íslendingum og Dönum. Þvert á móti var það lagað til þess að skapa misskilning á milli þjóð- anna, sem a. m. k. af íslendinga hálfu er nú fyrir löngu eyddur, eftir að síðustu merki hinnar er- lendu yfirdrottnunar eru úr sög- unni. í beinu framhaldi af baráttu sinni fyrir fullu frelsi Islands, hefur Sjálfstæðisflokurinn öðr- um fremur beitt sér fyrir trygg- ingu fengins frelsis með sam- vinnu við aðrar lýðræðisþjóðir. Hefur það ekki ætíð verið erfið- leikalaust, en nú orðið er yfir- gnæfandi meirihluti landsmanna sannfærður um, að einnig í þeim efnum hafa Sjálfstæðis- menn haft rétt fyrir sér. Eina hættan, sem þar steðjar að nú, er yfirgangur þeirr- ar bandalagsþjóðar okkar, sem fyrr og síðar hefur mest stært sig af að vera verndari smáþjóð- anna. Vonandi tekst að eyða þeirri hættu með hyggindum, þolgæði og einbeittni af hálfu íslendinga og víðsýni og skilningi af hálfu annarra bandalagsþjóða Sjálfstæði eiustaklinganna Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki síður verið trúr stefnu sinni í innanlandsmálum. Þar hefur þó oft verið við ramman reip að draga. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur raunar alla sína ævi verið lang stærsti flokkur þjóðarinnar. En hann hefur aldrei fengið meiri- hluta á Alþingi. Hann hefur því ætíð þurft að koma stefnumálum sínum fram í samvinnu við aðra flokka. Víðsýni þeirra, umbóta- vilji, tryggð við einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi og trú á nauð- syn samvinnu allra stétta hefur sannast að segja verið takmörk- uð. Allir hinir flokkarnir eru stéttaflokkar og æðsta boðorð sumra þeirra er stéttabarátta.' Um margt eru einstaka þeirra hrein- ir afturhaldsmenn, og allir sækj- ast þeir eftir að komast til valda í ríkisbákninu í því skyni að hefta sem mest einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Þegar á þetta er litið, verður miklu fremur að undrast, hve miklu af stefnumálum sínum Sjálfstæðisflokkurinn hefur kom- ið fram, heldur en hitt, að hann hefur stundum orðið að sætta sig við meiri afvik frá stefnu sinni en hollt var vegna þjóðarheild- arinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð gætt þess að halda fram eftir hinum réttu megin- stefnumiðum, svo sem fremst mátti verða á hverjum tíma og hvika aldrei þar frá nema af brýnni nauðsyn að beztu manna yfirsýn. Samvinna við aðra flokka I lýðræðisþjóðfélagi eru ætíð efasemdir uppi um það, hvort og hvenær flokkar geti unnið sam- an. Jafnvel þar sem meirihluta- flokkur getur einn ráðið, er hon- um þó bæði talið rétt og skylt að vinna með öðrum, ef sérstak- lega stendur á, svo sem ef voði er á ferðum, hvort heldur af innlendum uppruna eða erlend- um. Ef enginn einn flokkur hef- ur meirihluta, verður alls ekki án samvinnu komizt, ef sjá á ríkinu fyrir löglegri stjórn. Þar af leiðir, að allir, sem til sam- vinnu ganga, verða nokkuð að slá af sínum sérkenningum. Þá er það auðvitað undir mati kom- ið, hversu miklu megi slá af hverju sinni og verður stundum að gera fleira en gott þykir. Stjórnmálamenn eru oft, þegar svo stendur á, ávítaðir fyrir, að þeir séu of undansláttarsamir. Við því verður ekki gert. Kjós- endur hafa í hendi sér að forða frá slíku stefnuleysi með því að láta einn flokk fá hreinan meiri- hluta. Hin rangláta kjördæma- skipun, sem hér hefur gilt, hef- ur torveldað heilbrigða meiri- hlutamyndun, en að öðru leyti auðveldað hana. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur aldrei fengið einn hreinan meirihluta, þó að hann hafi ætíð verið langstærsti flokkurinn en Framsóknarflokk- urinn einu sinni á þingi 1931 og hafði þá þó mun minna kjósendafylgi en Sjálfstæðis- flokkurinn. . Þvílík rangindi eru engum til góðs og fá ekki stað- izt til lengdar. Eðlilegast er að enginn fái meirihluta á Alþingi, nema hann hafi meirihluta með- al kjósenda. Með því móti einu skapast siðferðilegur réttur til stjórnar. Á meðan þetta næst ekki verð- ur að una hinu bezta samstarfi, er hverju sinni fæst, en þó frek- ar vera í stjórnarandstöðu en sætta sig við afarkosti. Yfirlýs- ingar um, að með einhverjum ákveðnum verði ekki unnið, eru haldlausar, a meðanenginnákveð inn meirihluti er til. Málefni verða hverju sinni að ráða. Um að gera er, ef ólíkir flokkar neyð- ast til að vinna saman, að þeir semji um þau mál, sem þeir vilja vinna saman í, og' vinni heilir, óskiptir og undanbragðalaust að framgangi þeirra. Ef ekki er far- ið svo að, hlýtur illa að enda. Aðdragandi flokks stofnunarinnar Þó að Sjálfstæðismönnum hafi orðið mikið ágengt í 30 ára starfi, hefur þeim að sjálfsögðu mis- tekizt sumt, eins og ætíð hlýtur að verða. Engum getur samt dul- izt, að stofnun flokksins er einn merkasti atburður í stjórnmála- sögu þjóðarinnar á þessari öld. Framsóknar- og Alþýðuflokkur- inn voru báðir stofnaðir 1916, íhaldsflokkurinn 1924 og Frjáls- lyndi flokkurinn 1926. Með stofn- un Sjálfstæðisflokksins 1929 og kommúnistaflokksins 1930 má segja, að flokkaskipun hér á landi komi komizt í það horf, sem síð- an hafi mótað stjórnmálaþróun- ina. Við kosningar haustið 1923 vann svokallaður „borgaraflokk- ur“ sigur. Það voru óflokks- bundin samtök borgaralega sinn- aðra manna, sem því miður náðu ekki áframhaldandi samstarfi, þegar á Alþingi kom . Þá var íhaldsflokkurinn stofnaður 1924, og urðu nokkrir þeirra, er talizt höfðu til ,borgaraflokksins“ í kosningunum haustið áður og enn tilheyrðu Sjálfstæðisflokkn- um gamla, utan hinna nýju sam- taka. Þeir mynduðu síðan Frjáls- lynda flokkinn. Afleiðing þessa varð sú, sem J^akob Möller sagði í Vísi 2. júní 1929. þegar hann gerði grein fyrir sameiningu flokkanna: „Það er alkunnugt, að þeir (Framsóknarmenn og Alþýðu- flokksmenn) eiga sigur sinn í síðustu kosningum eingöngu því að þakka, að þá tókst ekki sam- virtna milli frjálslyndra og íhalds manna, en jafnaðarmenn og Framsóknarmenn kepptu hvergi um þingsæti í kjördæmum, sem tvísýnt var um úrslitin í“. Ihaldsflokkur rangnefni Eftir sigur Framsóknar og Al- þýðuflokks 1927 tókst hins vegar samvinna á þingi milli flokks- manna beggja, íhaldsflokks og Frjálslynda flokksins, enda byrj- ar Jón Þorláksson grein sína um I \ I sameining flokkanna í Morgun- blaðinu 30. maí 1929 svo: „Ástæðan til sameingarinnar var fyrst og fremst sú, að þing- störf tveggja síðustu ára höfðu leitt það berlega í ljós, að enginn i ágreiningur var í stefnumálum ; íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Aftur var á báðum þingunum háð harðvítug barátta um stefnumál milli þessara tveggja flokka annars vegar og sósíalistanna hins vegar. Sam- eining flokkanna var eðlileg af- leiðing af tveggja ára samstarfi, framkvæmd í fullri meðvitund þess, að stefnunni er það meiri styrkur að fylgismenn hennar standi sameinaðir í starfinu úti á meðal þjóðarinnar, og ekki að eins við atkvæðagreiðslur í þing- salnum“. Hér við bættist það, sem Jón Þorláksson drepur á, að yfir- gnæfandi meirihluti flokksmanna íhaldsflokksins taldi sig ekki íhaldsmenn í viðteknum skiln- ingi þess orðs og heiti flokksins því rangnefni Um þetta segir Jón í grein sinni: ,Á landsfundinuum í vetur komu fram talsvert almennar óskir um að flokkurinn breytti um nafn. Jafnframt kom greini- lega í ljós það álit fundarmanna, að sameining við Frjálslynda flokkinn væri æskileg og eðlileg, þar sem enginn ágreiningur væri um málefni milli þeirra flokka. í fundarlokin fór fram atkvæða- greiðsla um nafn flokksins, kom þá í ljós, að nær 5/6 fundar- manna óskuðu nafnbreytingar. Urlausn þessa máls hefur nú fengist sjálfkrafa með samein- ingu flokkanna". Frjálslyndi flokkurinn var aldrei fjölmennur, en sameining hans og íhaldsflokksins gaf fjöld anum í hinum síðarnefnda kær- komið tækifæri til að túlka með heiti flokks síns betúr en í upp- hafi hafði tekizt hin sönnu stefnu mið flokksins. Reyndin var og sú, að þeir, er úr Frjálslynda flokkn- um komu, urðu hinum jafngóðir flokksmenn, allir sameinuðust af sannfæringu en ekki hentistefnu. Mikill foringi Óvitrir menn hafa e. t. v. ætl- að að Jón Þorláksson, sem stofn- að hafði íhaldsflokkinn og valið honum nafn, léti sér fátt finnast um hina nýju flokksmyndun. Raunin varð öll önnur. Hann var eindreginn hvatamaður henn ar og varð fyrsti formaður hins nýstofnaða flokks. Allir viðurkenna nú orðið, að Jón Þorláksson var einn mikil- hæfasti eða þó öllu heldur hinn mikilhæfasti stjórnmálaforingi íslands síðari hluta ævi sinnar. Ekki komst hann þó frekar hjá aðkasti en aðrir, sem í barátt- unni standa. Tíminn hafði t. d. smekk til að skamma Jón fyrir það á hans síðustu árum, að hann þyrfti að fara til útlanda sér til heilsubótar! Á Alþingi sat Jón fyrst fyrir Reykjavík og varð síðan lands- kjörinn þingmaður. Hann gaf ekki kost á sér til þingmennsku á ný, eftir að landskjör var lagt niður í þáverandi mynd, enda var hann þá orðinn mjög heilsu- veill og hafði þó tekið við borg- arstjóraembætti í Reykjavík. Fátt, sem Jón vann um dagana mun betur hafa leikið í höndum hans en borgarstjórastörfin. Jón varð þá upphafsmaður þess, að bæjarstjórinn lét sér meira en áður hugað um beinar fram- kvæmdir í atvinnumálum og byggingamálum. Hann réði t. d. því, að Reykjavíkurbær léti sjálf ur smíða nokkra fiskibáta til að tryggja, að þeir væru gerðir út frá bænum með því að selja þá með aðgengilegum kjörum til viðurkenndra dugnaðarmanna. Eins var hann hvatamaður þess að stofnað var á sínum tíma Byggingarfélag sjálfstæðra verka manna, sem þáverandi stjórn Hermann- Jónassonar þótti svo uggvænlegt að sett var sérstök löggjöf því til niðurdreps. í þes,s- Frah. á bls. 14 -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.