Morgunblaðið - 24.05.1959, Síða 16
16
MORCVISBLAÐIÐ
Sunnudagur 24. maí 1959
Kjörbarn
íslenzk kona, busett erlendis.
óskar eftir kjörbarni. Upplýs-
ingar merkt: „9057“, sendist
afgr. Mbl., fyrir miðvikudags
kvöld, 27. maí.
2ja herbergja
'ibúð
í nýlegu húsi, nálægt Mið-
bænum, óskast 1. ágúst. —
Tvennt í heimili, fyllsta reglu
semi. Tilboð, er greini stað
og leiguskilmála, sendist Mbl.
fyrir 27. þ. m., merkt: „Skil-
vís leiga — 9958“.
CuSmundur Jónsson,
fiskimatsmaður, Bolung-
arvík — Minningarorð
Á MORGUN, mánudaginn 25.
maí, verður borinn til grafar í
Reykjavík Guðmundur Jónsson,
fiskimatsmaður. Hann andaðist
hinn 12. þ.m., 77 ára að aldri.
Með- Guðmundi Jónssyni er til
moldar hniginn dugmikill og á-
gætur maður. Hann hóf ungur
sjósókn í Bolungarvík og var
lengi aflasæll formaður og út-
gerðarmaður. — Síðar var hann
um skeið rafstöðvarstjóri i Bol-
ungarvík og einnig fiskimatsmað-
ur um langt árabil.
Til sölu
^RIJSENBORG matar- og kaffistell (yfir 100)
FRIJSENBORG matar- og kaffistell
(yfir 100 stykki).
frá Den Kongelige Porcelainsfabrik. Stellunum
fylgja ýmsir hlutir fram yfir það sem venja er.
Verð kr. 7.500.00 — Selst allt í einu lagi.
Upplýsingar I síma 10308 frá kl. 4—6 e.h. í dag.
HRINGUNUM
FRÁ -
Um skeið stundaði Guðmundur
einnig búskap með öðrum störf-
um sínum. Hann var einkar at-
hugull og grandvar maður, og
mótuðust öll hans störf af festu
og áreiðanleik. — Vinnusamur
var hann svo að af bar. Naut
hann almennra ■ vinsælda og
trausts meðal allra þeirra, er
honum kynntust. Hann var áhuga
maður um opinber mál og fylgd-
ist einkar vel með því, isem
gerðist á sviði stjórnmálanna.
Guðmundur var kvæntur Ást-
ríði Pálmadóttur, mikilhæfri og
góðri konu. Áttu þau tvö fóstur-
börn, þau frú Unni Sigurðardótt-
ur og Guðmund Ragnar Péturs-
son. Er frú Ástríður látin fyrir
allmörgum árum.
Með Guðmundi Jónssyni er
horfinn einn af ágætustu full-
trúum hinnar gömlu kynslóðar í
Bolungarvík. Munu margir sakna
þessa hógværa og sístarfandi
manns, sem eignaðist alla að vin-
um, er fengu tækifæri til að
kynnast honum vel.
Ég votta fósturbörnum og
venslamönnum Guðmundar
Jónssonar innilega samúð við
fráfall hans.
S. Bj.
★
AÐ HEILSA og kveðja er lífs-
ins saga. En á milli liggur æfi-
starfið og persóna mannsins. Æfi-
starf Guðmundar Jónssonar var
langt og mikið. Allt unnið í hljóð-
látri önn af miklum trúnaði og
mannkostum. Það byrjaði
snemma og entist ailt fram til
hinnstu stundar. í æfistarfinu
speglaðist sál hans, rík af góð-
vild og ósérplægni, ávallt viðbú-
inn að rétta fram hljáp sína og
aðstoð sínum nánustu eða öðrum,
sem liðsinna þurfti.
Guðmundur Jónsson var líka
hamingjumaður. Hann var elsk-
aður af ástvinum sínum og átti
virðingu og þökk samborgara
!sinna í ríkum mæli. Hann var
Jfjarlægur öllum deilum og ófriði.
I Vildi eiga gott vð alla, og allir
I vildu eiga gott við hann. Að
‘ eðlisfari fáskiptinn, en trölltrygg-
ur þeim er hann batt vináttu við.
Guðmundur komst til þroska
um það leyti, er vélbátaöldin
byrjaði í Bolungarvík. Leið hans
lá strax að sjónum, sem annara
jafnaldra hans. Varð hann brátt
formaður. Eignaðist sjálfur vél-
bát, Þjóðólf, er hann nefndi eft-
ir landnámsmanninum og upp-
eldisstöðvum sínum. Formennsku
hætti Guðmundur litlu eftir 1920.
Starfaði eftir það við afgreiðslu
vélagæzlu og sem fiskimatsmað-
ur. í hverju starfi var borið til
hans fullkomið traust. Svo var
hann þekktur að því að vilja í
engu vamm sitt vita, enda munu
það sanmæli þeirra, er þekktu
Guðmund Jónsson, að trúnaður
hans væri áreiðanlegur í alla
staði.
Guðmundur var fæddur að
Hóli í Bolungarvík 13. júlí 1881.
Foreldrar hans voru Jón Matt-
híasson og Sigríður Halldórsdótt-
ir Móðir hans andaðist nokkru
síðar. Var Guðmundur þá tekinn
• til fósturs af þeim hjónunum
Önnu Tómasdóttir og Jens Ól-
afssyni í Neðri-Tungu og naut
hjá þeim ástúðar og góðs þroska.
23. okt. 1908 giftist Guðmundur
Ástríði Pálmadóttur frá Meiri-
bakka í Skálavík. Hjónaband
þeirra var gott og heimilið glæsi-
legt og rausnarlegt. Ekki varð
þeim hjónum barna auðið, en ólu
upp tvö fósturbörn: Unni Sigurð-
ardóttir, bróðurdóttir Ástríðar,
og Guðmund Ragnar Pétursson.
Fleiri börn og ýmsir, er sér-
stakrar aðhlynningar þurftu,
voru um tíma á heimili þeirra
Ástríðar og Guðmundar. Þar
ríkkti jafnan einstök ástúð og
hjálpsemi til þeirra, sem þurf-
andi voru og minnst máttu sín.
Ástríður andaðist 7. okt. 1946
eftir langvarandi veikindi. Mátti
vel sjá þá, hve mikið var í Guð-
mund spunnið. Hann óx í raun
og lagði allt sitt fram til líknar
og huggunar.
Guðmundur Jónsson var kvadd
ur af Bolvíkingum í kirkjunni að
Hóli 19. þ.m. Það var bjart yfir
og gróðurmagn í lofti og á sjó.
Það var einmitt táknrænt fyrir
hans mikla og langa æfistarf.
Aldrei hafði hann setið auðum
höndum. Vinnan var kjörorð
hans. Starfið ánægja. Sáttur við
lífið og sáttur við samborgara
kveður hann með fullri trú á
framtíðarlandið og guðleg fyr-
irheit.
Jarðarför Guðmundar fer fram
hér í Reykjavík á morgunn. Hann
kaus sér legstað hjá konu sinni.
Ástvinir og kunningjar þakka
Guðmundi Jónssyni samfylgdina.
Þar er margs að minnast, og þær
minningar eru allar bjartar og
góðar.
Arngr. Fr. Bjarnason.
0
S LESBÓK BARNANNA LESBÖK BARNANNA S
kring um hana, en áður
en þorpararnir höfðu get-
að miðað nákvæmlega,
var flugvélin hulin reyk-
skýinu frá brunanum.
SEXTÁNDA öldin var
blómaskeið sjóránanna.
Þá var það meira að segja
stundum talin lögleg at-
vinna að vera sjóræningi.
Þegar England var í
stríði við Spán, var skip-
stjórum á venjulegum,
enskum seglskútum til-
kynnt, að þeim væri leyfi
legt að ráðast á hvert það
spænskt skip, sem þeir
kynnu að mæta. Þeir
máttu ræna farminum og
taka vissan hluta af hon-
um handa sér og áhöfn-
inni, en afganginum áttu
Þegar út úr því kom, tók
Jón stefnuna á litla gjá,
sem var einasta leiðin til
að sleppa út úr kvosinni.
Niðurl. næst.
þeir að skila til konungs.
Brezka ríkið gaf út sér-
stök „verndarbréf“, sem
heimiluðu sjórán af þessu
tagi.
Þegar skútan hafði ver-
ið vopnuð og mönnuð
harðsnúnum og ófyrir-
leitnum ævintýramönn-
um, var haldið á siglinga-
leiðirnar, þar sem
spænsku galeiðurnar
sigldu milli Suður-Ame-
ríku og Spánar. Galeið-
umar voru þungar og
hægfara og lutu oftast i
lægra haldi fyrir sjóræn-
ingjunum. Þeir sigldu
þeim síðan inn á lygnan
fjörð eða vík, þar sem
þeir gátu í friði og ró
flutt fjársjóðina úr galeið
unum yfir á sitt eigið
skip. Það gátu verið silf-
urstengur frá Perú, gud
frá Mexíkó,. gimsteinar,
skartgripir og spænskir
peningar. Eitt einasta rán
gat stundum fært sjó-
ræningjunum meiri auð-
æfi í hendur, en þá hafði
nokkru sinni dreymt um.
Eftir að hafa rænt
nokkrar galeiður, var
skútan orðin hlaðin af
gulli og gersemum og
sigldi þá heim til Eng-
lands til þess að skipta
fengnum með verndara
sínum, brezku krúnunni.
En stundum vildi þáð
brenna við, að skipstjór-
arnir á ræningjaskipun-
um vildu draga sér meira
af ránsfengnum en þeim
bar. Venjulega stóð þá
ekki á því, að einhver af
fjandmönnum „kapteins-
ins“ kærði hann fyrír
fulltrúum konungs, og þá
var „verndarbréfið“ aftur
kallað, ræninginn var
ekki lengur konunglegur
sjóræningi, heldur ótínd-
ur þorpari og þjófur, sem
hengdur var í hæsta
gálga, ef í hann náðist.
Eftir það var ræningja-
foringinn friðlaus útlagi.
Hann varð ailtaf að vera
á verði, líka gagnvart sín-
um eigin liðsmönnum,
sem öfunduðu hann af
auðæfunum.
Sjórœningjar
og faldir fjársjóðir
Hann fór síð-
an með feng
sinn að fjar-
lægri óbyggðri
strönd, til að
grafa gullið i
íöröu.
Þegar ég datt í tjornina
Hann hélt sjói inum
áfram eftir því, sem hann
þorði, og fór síðan með
feng sinn að fjarlægri, ó-
byggðri strönd — til að
grafa eitthvað af gullinu
í jörðu. Ef honum vannst
tími til, teiknaði hann
kort, sem sýndi felustað-
inn. Stundum drap ræn-
ingjaforinginn þá af
mönnum sínum, sem
vissu, hvar féð var falið,
og ef hann gerði það ekki
mátti hann búast við, að
þeir dræpu sig.
Einstaka sinnum tókst
sjóræningjanum að koma
síðar og sækja fjársjóð-
inn, en oftar fór þó svo,
að þeir höfðu verið
drepnir áður. «
Þess vegna eru ennþá
víða fólgnir fjársjóðir á
óbyggðum eyjum og við
afskekktar strendur, en
enginn veit um staðina,
þar sem þeir eru grafnir
í' jörðu og því munu
fæstir þeirra nokkru sinni
finnast.
ISl
TVISVAR hef ég dottið í
Reykjavikurtjörn. í fyrra
skiptið var ég 6—7 ára.
Þá bað kona mig um að
passa fyrir sig telpu, sem
var, að ég held, á fjórða
ári. Konan gaf okkur
brauð til að gefa öndun-
um á tjörninni.
Við gengum niður að
tjörn og fórum að gefa
öndunum brauðið, sem
við höfðum í poka. í eitt
skipti, þegar ég henti
brauðbita niður til and-
anna, teygði ég mig óþarf
lega mikið, svo að vind-
urinn feykti mér út í
tjörnina. Ekki varð mér
neitt meint af þessu, en
eg meiddi mig í fingrin-
um, og maður, sem sat á
bekk fyrir utan Fríkirkj-
una, gaf mér vasaklút til
að þurrka af mér blóðið.
f seinna skiptið var ég
7 ára og var að koma úr
skólanum. Hópur af
krökkum stóð hjá tjörn-
inni, svo að ég fór þang-
að. Ekkert mikilsvert var
um að vera. Tjörnin var
frosin, og ég gekk út á
hana. Margir krakkar
kölluðu til mín aðvaran-
ir um, að ísinn væri þunn
ur. Ég lét það sem vind
um eyrun þjóta og hló
bara.
En allt í einu var sem
kippt væri undan mér
fótunum, og ég brauzt um
í ísköldu vatninu. Ein-
hvern veginn tókst mér
að komast upp á ísbrún-
ina og heyrði einhvern af
krökkunum segja, að lög-
reglan væri að koma.
Þá var ég ekki lengi að
hypja mig heim þó að ég
væri rennandi blaut.
Harpa Jósefsdóttir
Reykjavik.