Morgunblaðið - 24.05.1959, Page 23
Sunnudagur 24. maí 1959
MORGUNBLAÐIÐ
-Úr Grænlandsflugi
Framh. af bls. 8
Námufélagið hefur stöku sinn-
um haft litla flugvél í Meistara-
vík, ein fór þangað í vor og verð
ur til hausts. Þetta er þýzk
fjögurra sæta vél, ekki hrað-
fleyg, en hún hefur sjö stunda
flugþol og kemur vafalaust í góð
ar þarfir á austurströndinni. —
Flugmaðurinn, Asmussen, hefur
áður flogið í Grænlandi. Það
var fyrir tveimur árum. En hann
gat sér þó meiri frægðar í dönsku
blöðunum fyrir það, að á heim-
leiðinni til Hafnar með Gullfossi
um haustið, kynntist hann ungri
verzlunarmey úr Reykjavík og
kvæntist henni skömmu eftir ]
komuna til Danmerkur.
+ KVIKMYNDIR*
Tjarnarbíó:
HEITAR ÁSTRróUR
ÞESSI ameríska kvikmynd, sem
tekin er í Vista Vision, er gerð
eftir hinu fræga og áhrifaríka
leikriti, „Desire under the Elms“,
eftir ameríska nóbelsverðlauna-
höfundinn Eugene O’Neill, en
hann er, sem kunnugt er höfund-
ur hins stórbrotna leikrits, „Húm
ar hægt að kveldi“, sem Þjóð-
leikhúsið hefur sýnt að undan-
förnu.
Myndin er, eins og leikritið,
sterkur og áhrifamikill harmleik-
ur um logandi ástríður og ástir
í meinum.
Ephrain Cabot, gamall bóndi í
New England, býr með þremur
sonum sínum, og er Eben þeirra
yngstur, sonur seinni konu gamla
mannsins, en hann hefur verið
tvíkvæntur og konur hans dáið
um aldur fram. Gamli maðurinn
er harðlyndur og hefur sýnt son-
um sínum allt annað en blíðu,
enda hata þeir hann allir. — Nú
kemur hann með þriðju konuna,
Önnu, á heimilið, unga og glæsi-
lega. Tveir sonanna fara í burtu,
en Eben verður eftir. í fyrstu
mætast þau Anna og Eben sem
hatursmenn, en áður en langt um
líður breytist hatrið í brennandi
ást. Anna hefur lofað gamla
manninum að fæða honum son,
en það verður Eben, sem leggur
soninn tiL Leiðir þetta og allt
samband Ebens og Önnu til
hörmulegra atburða, sem hér
verða ekki raktir.
Myndin er, sem áður segir,
stórbrotin og áhrifamikil, enda
vel gerð undir stjórn Delbort
Mann’s og prýðilega leikin. Fara
með aðalhlutverkin þau Sophia
Loren, er leikur Önnu, Anthony
Perkins, er leikur Eben og Burt
Ives er fer með hlutverk Ephra-
im’s. Er leikur þeirra allra góður,
en þó beztur leikur Ives, sem er
svipmikill og gerir gamla mann-
inn að minnisstæðum persónu-
leika.
Ég mæli eindregið með þessari
ágætu mynd.
Ego.
Flugvélar SAS hafa viðkomu
í Syðri-Straumfirði á flugleið-
inni Kaupmannahöfn —■ Los
Angeles. Þessar flugvélar taka
landi og SAS mun ekki taka að
sér neitt Grænlandsflug nema
með miklum ríkisstyrk.
Flugfélag íslands annast því
nær allt Grænlandsflug um þess-
ar mundir nema hvað kanadískt
flugfélag hefur tekið að sér
nokkrar ferðir, sem Flugfélagið
getur ekki annað.
Danir í miklum vanda
Danski sjóherinn keypti ekki
alls fyrir löngu 8 Katalínubáta
af bandaríska hernum til notk-
unar í Grænlandi, en ýmsir gall
ar hafa komið fram á þessum
bátum — og hafa Danir enn ekki
lokið við að fullbúa þá til Græn-
landsferðar. Ætlun Dana er að
hafa nokkra Katalínubáta
nyrðra yfir sumarmánuðina til
að annast brýnustu flutninga,
en þeir eru ekki útbúnir til far-
þegaflugs og koma því aldrei til
með að fullnægja þörfinni. — Ein
Katalína er nú komin til Syðri
Straumfjarðar og önnur er vænt
anleg til Meistaravíkur í næsta
mánuði.
Ekki svarafátt
Danir eru nú með margt á
prjónunum. Þeir eru jafnvel að
ráðgera að kaupa þyrilvængju
til innanlandsflugsins. Þær eru
að vísu ágætar þar sem flugvell-
ina skortir, en þyrilvængjur eru
hægfleygar og þyrfti margar til,
ef koma ættu að verulegu gagni
á hinni dreifbýlu strandlengju
Grænlands.
Málið var rætt á heimleiðinni
í Sólfaxa, en ekki útkljáð. Við
tókum því upp léttara hjal og
snerum okkur að þeim ítalska
og spurðum á íslenzku, hvort
honum hefði ekki líkað Græn-
landsvistin vel. Það var auðséð,
að ítalinn skildi íslenzkuna ekk
ert betur en dönskuna og græn-
lenzkuna. En hann var ekki í
vandræðum með að koma orði
fyrir sig — og ekki stóð á svar-
inu:
„Yes, yes“, svaraði hann auð-
vitað og hallaði sér makindalega
aftur í stólnum.
h. j. h.
Bátur til sölu
Til sölu er 16 tn. bátur. Mjög hagstætt verð og góðir
greiðsluskilmálar. Uppl. hjá Landssambandi ís-
lenzkra útvegsmanna.
ÞAKPAPPI
Austur-þýzkur þakpappi fyrirliggjandi.
A. Johannsson & Smith h.f.
Brautarholti 4. — Sími 24244.
Baðkör
Seljum nokkur gölluð baðker með
afslætti næstu dag.
Sighvatur Einarsson & Co.
Skipholti 15 — Símar 24133 og 24137.
Pípulagningamenn
Gísli Halldórsson, verkfræðingur, heldur fyrirlestur
um hitalagnir á vegum Iðnaðarmálastofnunar ís-
lands í Iðnskólahúsinu, mánudaginn 25. maí, n.k.,
kl. 9 síðdegis.
Félag pípulagningameistara,
Sveinafélag pípulagningarmanna.
34-3-33
Þungavinnuvélðr
Jón N. Sigurðsson
hœstaréttarlögmaður.
Máltlutni.ngsskrifstofa
Laugavegi 10. — Sími: 14934.
Duglegan deildarstjóra
Vantar nú þegar við matvöruverzlun. Umsóknir
sendist afgr. Mbl. fyrir 28. þ.m. með upplýsingum um
menntun og fyrri störf, merkt: „9164“
Trjáplöntur
og runnar. Mikið úrval. —
Blómstrandi stjúpmæður og
Bellis. —
Gróðrarstöðin við Miklatorg.
Sími 19775.
Vélbátur til sölu
72 rúmlestir, með 280 ha. M W M-vél. Upplýsingar
gefur Axel Kristjánsson, Fiskveiðasjóði Islands. ^
Vandað einbýlishus
óskast keypt. Útborgun út í hönd. Góð íbúð á hitaveitu -
svæði getur gengið upp í kaupin, að einhverju leyti, ef
óskað er. Tilboð sendist Morgunbl. fyrir mánudagskvöld
merkt: „Gott hús — 9957“.
Frá barnaskólum
Börn fædd árið 1952 komi til innritunar
í skóiana miðvikud. 27. maí n.k. kl. 3 til
5 síðdegis.
Skólastjórar.
Skrifstofur vorar og vöruafgreiðsur,
verða lokaðar
mánudaginn 25. þ.m. kl. 1—4 e.h. vegna jarðarfarar
Hannes Þarsfeinsson h.f.
Verzlun vor, skrifstofur og vöruafgreiðslur
verða lokaðar
mánudaginn 25. þ.m. kl. 1—1 e.h., vegna jarðarfarar
Ludvig Storr & Co.
Útför fósturföður míns
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR
fiskimatsmanns frá Bolungarvík,
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. míd kl. 14.
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
Unnur Sigurðardóttir, Hagamel 31.
Útför móður okkar
HELGU JÓNSDÓTTUR
frá Hvammstanga,
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. mal kL
1,30 e.h.
Börn, tengdabörn og barnaböm.
Móðir mín
GUÐFINNA GUÐNADÓTTIR THORLACIUS
sem andaðist þann 20. maí s.I., verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 25. þ.m. kl. 13,30.
Blóm vinsamlegast afbeðin.
F.h. aðstandenda.
Jóhanna Thorlacius.
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát
og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
SÖLVA JÓNSSONAR
Sérstaklega viljum við færa þakkir læknum og starfs-
fólki Landsspítalans fyrir góða hjúkrun í veikindum hans.
Lilja Matthíasdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn